Morgunblaðið - 16.07.1988, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 16.07.1988, Qupperneq 1
64 SIÐUR B OG LESBOK 160. tbl. 76. árg. LAUGARDAGUR 16. JÚLÍ 1988 Prentsmiðja Morgunblaðsins Armenía: Herinn ver flug- völlinn í Jerevan Bræður eru bræðrum verstir Reuter John Mater, frá Chicago í Bandaríkjunum, stend- ur hér í húsfylli af örðum úr einangrunarplasti sem bróðir hans Sam færði honum í afmælis- gjöf. Þeir bræður hafa undanfarin ár keppst við að slá hvor annan út hvað varðar frumleika þegar afmælisgjafir eru annars vegar. Meðal fyrri gjafa má nefna lúðrasveit, filaflokk, apa- mergð, magadansmeyjar, kúahjörð, asnateymi, þefdýraþvögu og tveggja tonna „gælugrjót". Komið til leiðtogafundar Hér sjást þeir Míkhaíl Gorbatjsov Sovétleiðtogi (til vinstri) og Nicolae Ceaucescu, forseti Rúm- eníu, koma til fundar leiðtoga Varsjárbanda- lagsrikja. Fundurinn, sem hófst í gær í Varsjá í Póllandi, stendur í tvo daga og er búist við að þar verði viðraðar nýjar hugmyndir um niður- skurð á herafla í Evrópu. Einnig er talið að Ceaucescu og Karoly Grosz, forsætisráðherra Ungveijalands, noti tækifærið til að ræða ágrein- ing milli ríkjanna um meðferð á ungverska minnihlutanum í Rúmeníu. Moskvu. Daily Telegraph. ENN VORU fjölmenn mótmæli í Jerevan, höfuðborg Armeníu, í gær og herinn hafði mikinn við- búnað á Zvartnots, flugvelli borgarinnar, minnugur þess er mótmælendur tóku hann á sitt vald fyrir skemmstu. Tilefni mótmælanna í gær var almenn reiði Armena vegna sjón- varpsþáttar um óeirðirnar í síðustu viku sem sýndur var aðfaranótt föstudags og þótti mjög vilhallur yfirvöldum. Þar sögðu sovéskir her- menn farir sínar ekki sléttar í við- skiptum við mótmælendur en ekki var rætt við hlutlausa sjónarvotta eða þá sem stóðu fyrir mótmælun- um. Flugvellinum í Jerevan var lokað í gær vegna mótmælanna og tók herinn sér stöðu á vellinum og við alla vegi sem þangað liggja. Yfir- völd hafa nú viðurkennt að 96 manns særðust og 2 létust í átökum milli almennings og hermanna í síðustu viku. Sú ákvörðun héraðs- stjómar Nagorno-Karabakh fyrr í vikunni að segja sig úr lögum við Azerbajdzhan og sameinast Arm- eniu hefur eflt baráttuviljann hjá Armenum í héraðinu og hjá íbúum Jerevan. Ákvörðun héraðsstjórnar- innar er talin ein mesta ógnun við miðstjórnarvaldið í Sovétríkjunum frá upphafi. Oeirðir í Armeníu koma sér illa fyrir Míkhaíl Gorbatsjov Sovétleið- toga sem á mánudaginn ætlar að ræða leiðir til að binda enda á deil- urnar um Nagorno-Karabakh í Æðsta ráðinu. Sovétsérfræðingur breska dagblaðsins Daily Telegraph segir að eina rökrétta lausnin á deilunni um Nakorno-Karabakh sé sú að héraðið komist undir beina stjórn Kremlar eða Rússlands. Mikilvægi fundar Æðsta ráðsins á mánudag felst þó í meiru en að ákveða hveijum Nagorno-Kara- bakh skuli tilheyra. Teflt er um hvorki meira né minna en tök Kremlar á Eystrasaltslöndunum, minnihluta múhameðstrúaðra og Armena undir Kákasusfjöllum og jafnvel kommúnistaríkjum Austur- Evrópu. Sovéskir fjölmiðlar greindu frá því á fimmtudag að vinna lægi enn niðri í helmingi verksmiðja í Jerevan en í Stepanakert, höfuðstað Nag- orno-Karabakh, liggur nær allt at- vinnulíf niðri. Sjá „Fjölskyldur afmáðar . . .“ á miðopnu. • • Umræður í Oryggisráði SÞ um árásina á írönsku farþegaþotuna: Tækifæri til að stuðla að vopnahléi við Persaflóa # Sameinuðu þjóðunum, New York. Reuter. ÖRYGGISRÁÐ Sameinuðu þjóð- anna ræddi í gær, annan daginn í röð, árás Bandaríkjamanna á íranska farþegaþotu yfir Persa- flóa. Iranir lögðu fram eftirrit- aðar upptökur á fjarskiptum flugmanns írönsku þotunnar og flugumferðarstjórna í nágrenn- inu og virtust þær staðfesta lýs- að binda enda á stríðið við Persa- flóa. Ekki er búist við niðurstöðu af fundi ráðsins fyrr en í næstu viku. Ali Akbar Velayati, utanríkisráð- herra írans, gerði í gær lítið úr því boði Bandaríkjamanna að greidd yrðu manngjöld fyrir farþegana sem fórust í eldflaugaárás Vin- cennes og sagði hann írani ekki þurfa á ölmusum að halda. Sjá umfjöllun á bls. 26-7. Gengi dals- ins hækkar London, Reuter. GENGI Bandaríkjadals hækkaði enn í gær er tölur um vöruskipta- jöfnuð í Bandaríkjunum í maí- mánuði voru birtar. Hallinn á viðskiptum Bandaríkjanna við útlönd nam 10,93 milljörðum dala í maí en búist hafði verið við 11,50 milljarða dala halla. Á gjaldeyrismörkuðum voru nýju hagtölurnar túlkaðar á þann veg að vel horfði fyrir bandarískt efna- hagslíf og væru þær vísbending um að borgaði sig að fjárfesta í dollur- um. Gengi dollarans hafði farið smá- hækkandi síðan í janúar er hann var í algeru lágmarki. Fyrir nokkr- um vikum tók dollarinn að hækka hraðar og hefur gengi hans ekki verið hærra í 11 mánuði. Hann seld- ist á 1,88 mörk og 135,25 jen í Lundúnum í gær. I janúar var gengi hans 1,56 mörk og 120,2 jen þegar það var lægst og hefur það því hækkað um 20% síðan. ingu írana á aðstæðum. Erfið- lega gengur að orða yfirlýsingu sem hvorki styggir Bandaríkja- menn, sem hafa neitunarvald, né írani, sem eru í fyrsta sinn síðan Persaflóastríðið liófst, reiðubún- ir að taka þátt í starfsemi ráðs- ins. Segjast margir fulltrúar í ráðinu vilja nota þetta tækifæri til að greiða fyrir vopnahléi í strfðinu. Eftirrit hljóðupptöku á fjarskipt- um flugmanns Áirbus-A300 far- þegaþotunnar og flugumferðar- stjórna í Bandar Abbas og Dubai bendir til að þotan hafi verið að hækka sig úr 12 þúsund fetum í 14 þúsund fet þegar bandarísk eld- flaug hæfði hana með þeim afleið- ingum að 290 manns um borð fór- ust. Bandaríska varnarmálaráðu- neytið hefur haldið því fram að þotan hafi verið í 7-9 þúsund feta hæð og lækkað flugið. Eftirritið virðist líka renna stoð- um undir það að farþegaþotan hafi sent frá sér rétt ratsjársvarmerki. Skipherra bandaríska beitiskipsins Vincennes segist hins vegar hafa greint bæði merki frá ratsjársvara herþotu og farþegavélar og haldið að um F-14 orrustuþotu væri að ræða. Loks kemur fram í gögnunum sem Iranir lögðu fram í gær að flug- maðurinn hlustaði ekki á neyðar- bylgjur þær 8 mínútur sem vélin var á lofti. Skipveijar á Vincennes segjast hafa varað þotuna 7 sinnum við, bæði á neyðarrás fyrir almenna flugumferð og hervélar, áður en þeir hleyptu af. Fimmtán þjóðir eiga fulltrúa í Öryggisráðinu og tóku flestir þeirra til máls á fundinum í gær. Margir tóku undir þá skoðun Johns Birchs, fulltrúa Bretlands, að nú væri nauð- synlegt að ítreka kröfu Öryggis- ráðsins frá því í fyrrasumar um vopnahlé í stríði Irana og Iraka. Fulltrúi Vestur-Þýskalands sagði að sú krafa írana að Öryggisráðið ræddi atburðinn gæfi Sameinuðu þjóðunum nýtt tækifæri til að reyna

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.