Morgunblaðið - 16.07.1988, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 16.07.1988, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. JÚLÍ 1988 Dómnefndarálit um lektors- í sljómmálafræði stöðu Morgunblaðið birtir hér á eftir í heild álit dómnefndar um lekt- orsstöðu i stjórnmálafræði við félagsvisindadeild Háskóla ís- lands, sem mjög hefur verið til umræðu að undanförnu. Dómnefndarálitið skiptist í þrjá hluta: 1. Forsendur; gerð er grein fyrir helstu forsendum álitsins. II. Greinargerð; fjallað er um hvern umsækjanda fyrir sig. III. Niður- stöður; dregnar eru ályktanir um hæfni hvers umsækjanda til að gegna auglýstri stöðu lektors í stjómmálafræði. I. Forsendur í áliti sínu leggur dómnefndin til grundvallar samþykkt háskólaráðs um framgangskerfi háskólakenn- ara og auglýsingu um lektorsstöðu í stjómmálafræði. I samþykkt háskólaráðs segir m.a.: „Lekton Umsækjandi um lekt- orsstöðu skal hafa lokið háskóla- prófi, sem felur í sér minnst tveggja ára visindalega þjálfun. Hann skal einnig hafa sannað hæfni sína til sjálfstæðra vísindalegra rannsókn- arstarfa með framlögðum ritverk- um og sýnt það með námsferli sínum, rannsóknum og öðmm störf- um, að hann sé hæfur til að gegna stöðunni. Dómnefnd metur hæfið." Auglýsing um stöðu lektors í stjómmálafræði er þannig (Lög- birtingablað nr. 26, 1987): „Lektorsstaða í stjórnmálafræði við félagsvísindadeild Háskóla ís- lands. Umsækjandi skal vera hæfur til að annast kennslu í undirstöðu- greinum í stjómmálafræði og kennslu og rannsóknir á a.m.k. einu af eftirfarandi sviðum íslenskra stjómmála. 1. Ákvarðanaferli og stofnanaþróun innan stjómkerfis- ins. 2. Hegðun og viðhorf kjósenda. 3. Samanburðarstjórnmál. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins. Umsóknir ásamt rækilegri skýrslu um rannsóknir og ritsmíð- ar, svo og námsferil og störf, skulu sendar menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, Reykjavík, fyrir 6. april nk.“ Auglýsingin tilgreinir tvenns konar hæfniskröfur: í fyrsta lagi, um hæfni til að annast kennslu í undirstöðugreinum stjómmálafræði. Um stjómmál er fjallað í ýmsum fræðigreinum fyrir utan stjómmálafræði, svo sem sagnfræði, lögfræði, félagsfræði, heimspeki og h'agfræði. Hæfni til kennslu í stjómmálafræði felst ekki einungis í hæfni til að fy'alla fræði- lega um stjómmál heldur krefst þekkingar á helstu kenningum og rannsóknaraðferðum í stjómmála- fræði auk hæfni til að miðla þeirri þekkingu. I öðru lagi, um hæfni til að ann- ast kennslu og rannsóknir á íslensk- um stjómmálum innan þriggja sér- sviða stjómmálafræði: — ákvarðanaferli og stofnana- þróun (public policy studies) — hegðun og viðhorf kjósenda (electoral behaviour) — samanburðarstjórnmál (com- parative govemment) Hæfni í þessum greinum flest í því að hafa á valdi sínu alla þætti „empírískra" rannsókna: kenning- ar, val rannsóknaraðferðar, gagna- söfnun, úrvinnslu og greinargerð. Umsækjandi verður því aðeins dæmdur hæfur að hann uppfylli skilyrði um hæfni til kennslu í und- irstöðugreinum í stjómmálafræði, auk hæfni til kennslu og rannsókna á a.m.k. einu tilgreindu sérsviði. Ekki er skilyrði að hafa lokið há- skólaprófi í stjómmálafræði, en sér- stök skylda hvílir samt á þeim umsækjendum sem ekki hafa lokið slíku námi, að sanna hæfni sína með ritverkum. Nám getur ekki eitt og sér leitt til hæfnisdóms. í öllum tilvikum er meginatriði í starfi dómnefndar að meta þau rit- verk umsækjenda sem falla undir skilyrði áðurgreindrar auglýsingar um lektorsstöðu í stjómmálafræði. Sérstaklega skal undirstrikað að verkefni dómnefndar er fyrst og fremst að meta hæftii umsækjenda til að gegna þessari tilteknu stöðu. II. Greinargerð* Björn S. Stefánsson (f. 19.6.1937). Umsækjandi varð stúdent 1956, búfræðingur 1957, „Sivilagronom" frá Norges Landsbmkhögskole 1961 og Dr. Scient. frá sama skóla 1968 með búnaðarhagfræði sem aðalgrein. Hefur m.a. starfað sem vísindalegur aðstoðarmaður við Búnaðarháskóla Noregs 1965- 1968; deildarstjóri á Hagstofu ís- lands 1968-1976; prófessor við NORDPLAN janúar-júní 1978. Hefur stundað rannsóknir, m.a. með styrkjum frá Vísindasjóði, og flutt fyrirlestra við margar háskóla- og vísindastofnanir á Norðurlönd- um. Á ritaskrá em samtals 123 ritsmíðar „um þjóðfélagsmál — fræðilegar og alþýðlegar", frá ámn- um 1965-1987; einkum er um að ræða verk á sérsviði höfundar um málefni íslensks landbúnaðar. Um- sækjandi hefur einnig skrifað tals- vert um stjómmál. Slík verk hans em einkum tvenns konar: 1. Umfjöllun um atkvæðasjóði og atkvæðagreiðslur. Meginhug- myndir umsækjanda koma fram í grein sem birtist árið 1974 í Scand- inavian Political Studies sem er við- urkennt tímarit stjómmálafræðinga á Norðurlöndum. I lokakafla hennar segir m.a.: „This dissertation is sci- ence fiction. It deals with að con- stmcted process and how it produc- es (generates) the organization of decisions and social forms on the whole. It will then be a special task to explain how PVF can be introduced." (bls. 72). PVF hafði áður verið tilgreint sem „public choice through vote funds" (bls. 52). í greininni „Gmppevalg mellem tre eller flere altemativ" (Tidsskrift for samfunnsforskning 1981) gerir umsækjandi grein fyrir kosningaað- ferð til að velja á milli þriggja eða fleiri kosta. Röksemdafærslan er skilmerkileg og framsetning prýði- leg. Hugmyndir umsækjanda um at- kvæðasjóði em mjög athyglisverðar en hafa enn sem komið er ekki verið nýttar af honum til að skoða fræðilega einhveija þætti íslensks stjómkerfis og falla því utan þeirra marka sem í auglýsingu um lektors- stöðu í stjómmálafræði em sett um sérsvið. 2. Umfjöllun um íslenskar sveit- arstjómir. Meginverk Bjöms um þetta efni em tvær greinar: „Hvord- an sma kommuner fungerer" (1982) og „Kommunestmktur og reformforsök i Island" (1985). Ifyrri greinin flallar um hluta íslenskra sveitarstjóma, hreppana. Þama er um mjög áhugavert og lítt rannsak- að svið að ræða. Margar athuga- semdir umsækjanda em fróðlegar en í heild er greinin fremur kynning á mikilvægu rannsóknarefni heldur en fræðileg rannsókn. Frá sjónar- hóli stjómmálafræði em ýmsir end- ar lausir: aðferðafræðin er óljós; ekki er til að mynda ljóst á hvaða gmnni þau sveitarfélög, sem sér- staklega em skoðuð (sbr. bls. 180-181), em valin. í upphafi minn- ist umsækjandi á hugmyndir Ottars Brox um „nærdemokrati og gode deltagingsvilkar" en kannar síðan lítt sem ekkert þátttöku eða ákvarð- anatöku í íslenskum sveitarfélögum eins og nauðsynlegt er til að geta dregið einhvetjar ályktanir. Þar af leiðandi verður niðurstaðan harla lítil, aðeins nokkrar setningar í lok- in (bls. 189-190). Kommunestmktur og reform- forsök i Island er yfirlit yfir þróun sveitarstjóma á íslandi og segir þar sérstaklega frá hugmyndum um sameiningu sveitarfélaga, sem ekki hafa komið til framkvæmda nema í örfáum sveitarfélögum. Á grein- inni er að finna svipaða vankanta og hinni fyrri. Aðferðafræðin er óljós; ákaflega litlu verið safnað af gögnum á skipulegan hátt; kenn- ingagmnnur er ekki í neinum tengslum við það sérsvið í stjóm- málafræði sem ú'allar um ákvarð- anaferil og stofnanaþróun. Einnig má nefna ritgerð umsækj- anda um „Islandsk distriktspolitik" (1984) sem er lýsing á byggða- stefnu á íslandi. Einungis em til- greindar þrjár heimildir: tvö verk eftir umsækjanda sem hvomgt fyall- ar beinlínis um ísland og eitt um Noreg. Almennt er óljóst hvert er nákvæmlega viðfangsefni ritgerð- arinnar; hið sama gildir um fræði- legar kenningar, rannsóknarað- ferðir og niðurstöður. Þannig er á einum stað (bls. 95) minnst á viðtöl sem tekin hafa verið án þess að gerð sé nánari grein fyrir úrtaki eða úrvinnslu. Á öðmm stað er minnst á tengsl reglna um atkvæða- greiðslur og ákvarðanatöku (bls. 99-101) en ekki er unnið úr þeim hugmyndum samkvæmt rannsókn- arhefðum í stjómmálafræði. Gunnar Helgi Kristinsson (f. 19.3.1958). Umsækjandi varð stúdent 1978, lauk BA-prófi (stjómmálafræði) frá HÍ 1981 og M.Sc. í stjómmálafræði (Politics) frá London School of Ec- onomics and Political Science 1982. Þetta nám skiptist í þijú námskeið („Revolutions and Social Move- ments“, „Political Behaviour", „Theories and Concepts of Political Sociology"), sem lokið var með skriflegum prófum, auk sérstakrar M.Sc.-ritgerðar. Umsækjandi hóf 1982 doktorsnám (Govemment) við háskólann í Essex og hefur einnig stundað rannsóknir við Gautaborg- arháskóla; hann starfaði við fé- lagsvísindadeild HÍ 1982-1983 (Kosningarannsókn 1983). Frá hausti 1986 hefur umsækjandi kennt í nokkmm námskeiðum við félagsvísindadeild, einkum í stjóm- málafræði en einnig félagsfræði. Gunnar Helgi leggur fram eftir- talin ritverk: 1. Inngang og niðurstöður úr BA-ritgerð frá HI 1981, Viðreisn- arstjórnin 1959-1971 (81 bls.) og MA-ritgerð, London School of Ec- onomics 1982, Political Instability in Iceland (78 bls.). 2. ísland og Evrópubandalag- ið, Öryggismálanefnd 1987 (125 bls.). Erindi, „Iceland, Responses to Vulnerability“, flutt á norrænni ráðstefnu í Reykjavík 3.-4. apríl 1987, er byggt á þessari ritgerð. Gunnar hefur jafnframt aukið og endurbætt erindið til útgáfu í nor- rænu tímariti um alþjóðastjómmál „Cooperation and Conflict" (No. 4, 1988) undir heitinu „Iceland: Vulnerability in a Fish-Based Economy“. Tímarit þetta er við- urkennt timarit stjórnmálafræð- inga á Norðurlöndum. 3. Uppkast að kafla 2 í doktors- ritgerð um uppruna og þróun bændaflokka á íslandi, í Noregi og Svíþjóð, „The Formation of Farmers’ Parties" (117 bls.), og rannsóknarskýrslu frá Háskólanum í Gautaborg, apríl 1986, „The Adaptation of Farmers’ Parties in Norway and Sweden" (95 bls.). M.Sc.-ritgerðin er að mestu kenningarleg umræða um hugtakið „political stability" og hvemig skýra skuli pólitískan stöðugleika og óstöðugleika á íslandi. Ritgerðin er ekki ýkja mikil að vöxtum en sýnir samt þekkingu umsækjanda í samanburðarstjómmálafræði og gott vald hans á fræðilegri umfjöll- un um íslenska stjórnmálaþróun. Uppkast að kafla úr doktorsrit- gerð og ritgerðin um ísland og Evrópubandalagið em veigamestu verk Gunnars. Síðarnefnd ritgerð veitir mjög gott yfirlit yfir sam- skipti íslands við Evrópubandalag- ið, þróun og hlutverk bandalagsins, umræður hér á íandi í upphafi sjö- unda áratugar um aðild að banda- laginu, aðdraganda að inngöngu í EFTA 1970, fríverslunarsamning við EB 1972, hvemig viðskipti ís- lands og bandalagsins hafa þróast síðustu árin og afstöðu stjómmála- flokka og stjómvalda til samskipta við EB. Efnislega em meginatriðin í samskiptunum þau að ríflega helmingur_ af útflutningi og inn- flutningi íslands er við Evrópu- bandalagsríkin. Tvennt hefur valdið þeirri þróun, annars vegar fjölgun bandalagsríkja^ hins vegar aukinn útflutningur íslands til þeirra. Hagsmunir Islands em fyrst og fremst þeir að halda samkeppnisað- stöðu sem gæti orðið vandamál einkum ef Norðmenn gengju í bandalagið. íslendingar hafa ekki talið að þeir gætu farið fram á aðild að bandalaginu vegna þess hvers eðlis það er, m.a. fijálst flæði vinnuafls og fjármagns auk hins yfirþjóðlega eðlis bandalagsins. Spumingin hefur verið um það hvemig væri hægt að aðlagast þessum aðstæðum. Tvær leiðir sem rætt hefur verið um: EFTA-leiðin, þ.e. að EFTA-ríkjunum takist í sameiningu að laga sig að breyttum aðstæðum, og tvíhliða samningar. Það síðamefnda hefur strandað á því að menn hafa talið að Evrópu- ríkin krefðust réttinda innan fisk- veiðilögsögunnar. Stefna íslands hefur verið sú að fylgjast betur en áður með þróun mála innan banda- lagsins og efla samstarf við það, m.a. með opnun skrifstofu í Bmssel 1987. Verkið er fyrst og fremst lýsandi en gefur ágæta yfirsýn, er gott að uppbyggingu og framsetn- ing skýr. Frá fræðilegu sjónarmiði er greinilegt að uppkast að kafla úr doktorsritgerð má líta á sem megin- framlag Gunnars. í kaflanum rekur hann uppmna bændaflokka á ís- landi, Noregi og Svíþjóð út frá þeirri tilgátu að uppmna þeirra megi rekja til hagsmunamála kjós- GARÐASTAL Áratuga ending - margir litir = HÉÐINN = STÓRÁSI 2, GARÐABÆ, SÍMI 52000 Kjörbók Landsbankans L S Lapdsbanki Sættu þiq ekki við lægri ávöxtun. íslands 1 -r Banki allra landsmanna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.