Morgunblaðið - 16.07.1988, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 16.07.1988, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. JÚLÍ 1988 51 rt> 5 ?r s * ií jgr nB±AE±iáí VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 691282 KL. 10—12 FRÁ MÁNUDEGI t TIL FÖSTUDAGS - affgyya Mflií VH !/■( V'álWL"/'if/'/.tt'. Þessir hrlngdu . . . 7 hvolpar 7 fallega hvolpa af blönduðu smáhundakyni vantar nýtt heim- ili. Þeir eru eins og hálfsmánaða gamlir. Þeir búa nú á Hvítárbakka í Biskupstungum en síminn þar er 98-68862. Athugasemdir vegna frétta af Heklugosi Bjarni Valdimarsson hringdi: Allar götur síðan í Heklugosinu 1980 hafa verið hitauppstrymi með gufusprengingum í gígum Heklu, óreglulega og aldrei lengi í senn. Stundum rífa sprengingar þessar upp vikurgjall og sletta yfir á snjóinn næst gígssprungum. Frétti menn af gosi, en ekkert sést, er að minnsta kosti ein- hverra daga bið eftir endurtekn- ingu fyrirbæris. Eru þetta neðanjarðarkviku- hlaup sem fara á undan gosi á sprungukerfum út frá jarðstöð- inni? Jarðfræðingar ættu að geta svarað þessu. Rauðöldugígur er einstaklega fallegur og sést langt að úr vestri. „Að mæla með vondri vöru “ Til Velvakanda. Bankastarfsmaðurinn Guðjón Jónsson ritar grein í Morgunblaðið miðvikudaginn 13. júlí sem beryfir- skriftina „Albert, ljósmóðirin og Velvakandi", þar sem hann fullyrð- ir að vaxtakjör lánþega séu góð, jafnvel ofgóð - og Albert, ljósmóðir- in og Velvakandi hafi ekki hunds- vit á tölum. Húsbóndahollusta er góð að vissu marki - eitt skyldu samt hjúin varast: Að mæla með vondri vöru. „Nýi“ fiskurinn er ekki nýr. „Nýja" hamborgarabráuðið er gamalt og súrt. „Nýi“ sviðahausinn er síðan í hitteðfyrra og „nýja“ hvalkjötið er þannig lagað að þegar frystingin rennur úr því lyktar potturinn í mánuð. Bankamaðurinn með sínar kór- réttu tölur minnir mig einnig á Háskólahappdrættið, sem auglýsir hæsta vinningshlutfallið. Það má vel vera en vinningarnir renna bara allflestir til föðurhúsanna. Dregið er úr örfáum númerum. Happ- drættið gefur sem sé út hlutamiða með sama númeri. Þá fullyrðir bankastarfsmaður- inn að laun hafi margfaldast. Verð á matvöru hefur ekki aðeins marg- faldast, heldur er það orðið svo óheyrilega hátt að venjulegur laun- þegi, sem gegna þarf þrem ólíkum störfum á sama sólarhring til að standa straum af vaxtakjörurh hús- næðislána, á fárra kosta völ um hvað hann á að leggja sér til munns, eigi hann ekki gamla ömmu í sveit eins og Laxness forðum - nema ef vera skyldi niðursoðinn kattamat, sem reyndar ku unnin úr leifum frá dýrustu hótelum Ameríku. Og með þessum línum snarhækkar líkast til niðursoðinn kattamatur. Þá fullyrðir bankastarfsmaður- inn að fasteignir hafi ríghækkað í verði. Það hækkar ekki í verði sem ekki er hægt að halda við. Ég og mínir líkar sem göngum með hendur í eigin vösum skuldum þjóðfélaginu ekki neitt. Það er ekki okkar að kveða niður verðbólguna sem ku vera sökudólgurinn. Við höfum ekki fjárfest í himnahöllum og sett kaupmanninn á horninu á hausinn. Við þökkum fyrir hvern dag sem við eigum fyrir pönnu- kökupönnu eða skilding afgangs fyrir steingrímsgraut sem fjárfest- ingaaðallinn ætti nú að fara sletta í sjálfan sig! Guðrún Jacobsen, rithöfundur, Bergstaðastræti 34, Reykjavík. b Góð þjónusta hjá Hótel Áningu Til Velvakanda. Dagana 20.-22. júní fóru 36 hús- mæður í Mýra- og Borgarfjarðar- sýslu í orlofsferð norður í Skaga- §örð. Keypt var pakkaferð hjá Hót- Týnd læða Hvít og svargrá læða tapað- ist 12. júlí frá Víðihlíð 36, Suð- urhlíðum í Reykjavík. Hún var ómerkt en heitir Hannsý. Hannsý er fremur smágerð og óvön því að fara að heiman. Þeir sem hafa orðið hennar varir eru vinsamlegast beðnir að hafa samband í síma 32470. el Áningu á Sauðárkróki. Hún bauð upp á fararstjóm, gistingu, mat o.fl. Fararstjórinn, Jón Gauti Jónsson tók á móti okkur á Blönduósi. Við keyrðum út fyrir Skaga og skoðuð- um fallega staði þar. Við gistum á Hótel Áningu í 2 nætur. Við fómm í skoðunarferðir um Skagafjörð og komum víða við. Meðal annars fór- um við níu konur í ógleymanlega ferð út í Drangey. Við þökkum Baldri skipstjóra fyrir góða hjálp og leiðsögn um eyjuna. Þær sem ekki fóru út í Drangey fóru að Fljóti og til Siglufjarðar undir leið- sögn Jóns Gauta. Maturinn var frábær báða dag- ana. Seinna kvöldið var haldin kvöldvaka fyrir okkur. Sólveig Jónsdóttir spilaði á píanó og Jóhann Már Jóhannsson söng. Síðan spilaði Geirmundur Valtýsson á harmon- ikku. Konurnar sungu þá með og dönsuðu og varð úr hin besta skemmtun. Við þökkum þessu ágæta fólki kærlega fyrir okkur. Þessi ferð var í alla staði vel skipulögð og er það ekki hvað síst Jóni Gauta að þakka. Starfsfólki hótelsins þökkum við góða þjón- ustu. Við viljum að endingu vekja at- hygli ferðahópa á hinni ágætu þjón- ustu Áningar. fyrir hönd orlofsnefndar, Sigrún Sólmundardóttir. Athugasemd í grein Guðmundar J. Mikaels- sonar í Velvakanda fimmtudaginn 14. júlí slæddist meinleg villa. I stað: „Það á bókstaflega að mata okkur íslenska lesendur blaðsins á lítt uppbyggilegum og fremur lág- kúrulegum íslenskum spennureyf- urum.“ á auðvitað að koma: „Það á bókstaflega að mata okkur íslenska lésendur blaðsins á lítt uppbyggilegum og fremur lág- kúrulegum enskum spennureyfur- um.“ Velvakandi biðst velvirðingar á þessum mistökum. 6 DAGA FJALLAFERÐIR okkar í sumar um Borgarfjörð, Kaldadal, Landmanna- laugar, Eldgjá, Skaftafell og Þórsmörk. Brottför alla mánudaga fram til 22. ágúst. VERÐ AÐEINS KR. 16.500,- Innifalið: Allur matur, tjöld, dýnur og leiðsögn. Börn fá 50% afslátt. KYNNIÐ YKKUR EINNIG 12 DAGA HÁLENDISFERÐIR OKKAR ! ÚLFAR JACOBSEN Feröaskrifstofa Austurstræti 9 - Símar 13499 & 13491 Auglýsing um styrki úr Minningarsjóði Helgu Jónsdóttur og Sigurliða Kristjánssonar Stjóm Minningarsjóðs Helgu Jónsdótturog Sigur- liða Kristjánssonar, kaupmanns, auglýsir hér með eftirumsóknum um styrki úrsjóðnum. Styrkirnir eru ætlaðir nemendum íverkfræði- og raunvísinda- námi. Umsóknareyðublöð fást á aðalskrifstofu Háskóla íslands og ber jafnframt að skila umsóknum þangað. Umsóknarfrestur er til 25. ágúst nk. og er fyrir- hugað að tilkynna úthlutun fyrir 10. september. Lágmarksupphæð hvers styrks mun væntanlega nema kr. 200 þúsund. Litir: MARGIR Stærðir: 19-25 Efni: Mjúkt leður. Skórnir eru með innleggi og veita góðan stuðning við ökkla. KRINGWN KblMeNM Sími 689212. Domus Medica, Egilsgötu 3, Sími: 18519. 5% staðgreiðsluafsláttur. Póstsendum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.