Morgunblaðið - 16.07.1988, Blaðsíða 39
enda, sem aðrir flokkar gátu ekki
gerst fulltrúar fyrir á trúverðugan
hátt eða án þess að stofna sam-
stöðu innan þeirra í hættu. Hann
tengir einnig fylgismöguleika
bændaflokka við þau kosningakerfi
sem voru við lýði og sýnir hvemig
breytingar á þeim áttu stóran þátt
í myndun flokkanna. Hann sýnir
fram á hvernig þessir þættir ásamt
því að ný pólitísk mál urðu til í
fýrri heimsstyijöldinni eru þau
meginatriði sem skýra uppruna
flokkanna.
í lok kaflans gerir Gunnar sam-
anburð á uppruna bændaflokkanna.
Niðurstöður eru m.a. þær að meðan
bændaflokkar í Svíþjóð og Noregi
hafi fengið fylgi á kostnað stjórnar-
flokkanna hafí málið verið nokkuð
flóknara á íslandi. Verðhækkanir í
kjölfar fyrri heimsstyijaldar hafi
kallað á íhlutun ríkisstjómarinnar
til að rétta hlut kjósenda í þéttbýli.
Þetta hafi leitt til þess að þingið
klofnaði í tvær fylkingar, þ.e. með
og móti bændum. Sjálfstæðisflokk-
urinn langsum hafi tekið afstöðu
gegn bændum en Sjálfstæðisflokk-
urinn þversum og Bændaflokkurinn
með bændum. Heimastjórnarflokk-
urinn klofnaði í málinu. Gunnar
álítur að áhrifin á bændur hafi
sennilega verið tvíþætt. Annarsveg-
ar hafi margir stuðningsmenn
Heimastjómarflokksins misst tiltrú
á flokkinn þó ekki á þá þingmenn
hans sem voru bændur. Hins vegar
hafi þeirri skoðun vaxið fylgi að
einu áreiðanlegu fulltrúar 'bænda
væru bændur. I kosningunum 1916
missti Heimastjórnarflokkurinn
fylgi til Óháðra bænda. Bænda-
flokkurinn náði hins vegar fylgi frá
Sjálfstæðisflokknum. Skýringuna á
því telur Gunnar vera þá að þótt
Sjálfstæðisflokkurinn þversum hafi
stutt bændur hafí honum ekki tek-
ist að verða trúverðugur fulltrúi
þeirra þar sem flestir þingmenn
flokksins voru ekki úr röðum bænda
og þá staðreynd að flokkurinn gaf
sjálfstæðismálinu algeran forgang.
Skiptingin milli þéttbýlis og dreif-
býlis verður greinilegri 1915-1916
og fulltrúar bændahreyfingarinnar
sameinast í Framsóknarflokknum
1916.
Gunnar ræðir jafnframt ástæð-
umar fyrir því að stjómmálaflokkar
í Svíþjóð, Noregi og á íslandi hafi
ekki getað verið fulltrúar bænda í
fyrri heimsstytjöldinni og veikleika
bændaflokkanna vegna skiptra
skoðana um aðra málaflokka en þá
er lutu að hagsmunamálum bænda.
Þá ræðir hann í stuttu máli upp-
mna bændaflokka í öðmm löndum,
Finnlandi, Sviss, írlandi og Ástralíu
og jafnframt lönd þar sem sérstak-
ir bændaflokkar urðu ekki til.
Kaflinn er að allri uppbyggingu
mjög vandað verk og á það við
hvort sem er með hliðsjón af því
hvernig höfundur nálgast viðfangs-
efnið, vinnur úr gögnum sem hann
hefur greinilega leitað víða eða af
framsetningu sem er mjög skýr.
Kaflinn nær yfir tímabilið frá lokum
síðustu aldar fram á þriðja áratug
tuttugustu aldar.
Rannsóknarskýrsla Gunnars,
„The Adaptation of Farmers’ Parti-
es in Norway and Sweden", tekur
ti) tímabilsins 1944-1973. Efnislega
fjallar hún um strategíu flokkanna,
hvemig hún þróaðist, hvers vegna
og hvaða áhrif það hafði á stefnu
og samvinnu við aðra flokka.
Skýrslan er grandvöllur fyrir annan
hluta í doktorsritgerðinni. Skýrslan
sýnir ömgg tök á viðfangsefninu
þar sem markvisst er leitast við að
flétta saman í eina heild umQ'öllun
um ýmsar hliðar á bændaflokkum:
ákvarðanatöku þeirra, skipulag,
kosningastrategíu og stuðnings-
gmndvöll.
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
(f. 19.2.1953).
Umsækjandi lauk stúdentsprófi
1972, BÁ-prófi i heimspeki og
sagnfræði frá Háskóla íslands 1979
og Cand.mag.-prófí í sagnfræði frá
sama skóla 1982. Hann hlaut dokt-
orsgráðu (Politics) frá Oxford-
háskóla 1985 fyrir ritgerðina „Hay-
ek’s Conservative Liberalism".
Umsækjandi var gistifræðimaður
við Hoover-stofnunina í Stanford í
Kaliforníu 1983, 1984 og 1986 og
sumarfélagi í Institute for Humane
Studies (George Mason University
í Virginíu) 1984 og 1986; hefur flutt
marga fyrirlestra m.a við Háskóla
íslands og Oxford-háskóla. Um-
sækjandi hefur verið stundakennari
í viðskiptadeild og heimspekideild
HÍ frá janúar 1986; hefur hann
kennt samanburð hagkerfa og hug-
myndasögu. Hann kenndi einnig
sameiginlegt námskeið heimspeki-
deildar og félagsvísindadeildar
haustið 1987. Rannsóknarlektor í
heimspekideild frá september-des-
ember 1986. Frá 1983 hefur hann
verið framkvæmdastjóri Stofnunar
Jóns Þorlákssonar og frá 1985 rit-
stjóri rannsóknarrita stofnunarinn-
ar. Hann er aðstoðarritstjóri rit-
safns F.A. von Hayeks sem verður
gefíð út á næstu ámm.
Umsækjandi leggur fram „skrá
um rit og rannsóknarverk". Þar er
að fínna bækur, bæklinga, ritgerðir
og greinar; útgefin verk og óútgef-
in.
Umfangsmestu verk Hannesar
em doktorsritgerð, cand. mag.-
ritgerð og tvö rit. Um þau verður
sérstaklega fjallað:
Hayek’s Conservative Liberal-
ism. Garland Publishing, Inc. New
York & London 1987.
Ritgerð þessa varði höfundur til
doktorsprófs við Háskólann í Ox-
ford árið 1985. Þar tekur hann til
rannsóknar þá stjómspekihugmynd
sem hann nefnir íhaldssama fijáls-
hyggju. Em stjómspekihugmyndir
austurríska lögfræðingsins og hag-
fræðingsins Friedrichs von Hayeks
teknar til greiningar sem dæmi um
þessa hefð. Með kenningu sinni um
sjálfsprottið skipulag sætti Hayek
ýmsar öndverðar skoðanir áhang-
enda fijálshyggju og íhaldssemi.
Er skoðun höfundar sú að kenning
Hayeks sé heilsteypt þrátt fyrir
fáeinar brotalamir því að hvor
tveggja félagsleg íhaldssemi og
efnahagsleg fijálshyggja miði við
sömu forsendur, óhjákvæmilega
vanþekkingu manna og þjóðfélag
sem orðið er svo stórt að menn
hljóti að skorta yfírsýn.
Ekki þykir ástæða til að fjalla
ítarlega um þessa ritgerð. Hún hef-
ur þegar fengið viðurkenningu við
Oxford-háskóla og, þrátt fyrir ein-
staka athugasemdir, lofsamlegan
vitnisburð dómnefndar um hæfi til
að gegna lektorsstöðu í heimspeki
við heimspekideild dags. 20. ágúst
1986 sem fræðirit á sviði stjóm-
málaheimspeki.
Stofnun Sjálfstæðisflokksins,
starfsemi og skipulag.
Ritgerðin var lögð fram við cand.
mag.-próf í sagnfræði við Háskóla
íslands árið 1982 og er .272 bls.
að lengd. Í formála gerir höfundur
grein fyrir efnismeðferð sinni og
tekur fram að hann miði við „for-
sendur sjálfstæðismanna" þótt
hann reyni einnig „að gera grein
fyrir forsendum hinna, sem hafa
ólíkar skoðanir á stjómmálum" (bls.
IV).
Ekki kemur hinsvegar neitt fram
um á hvaða fræðilegum gmnni rit-
gerðin á að byggja; við hvaða kenn-
ingar er stuðst né hverskonar að-
ferðafræði er notuð.
í fyrsta kafla sem ber heitið
Stofnun Sjálfstæðisflokksins er
byijað á að lýsa flokkaskiptingu á
íslandi til 1916. Er þar fylgt hefð-
bundnum greinargerðum um það
efni. Heimildagmnnur er mjög tak-
markaður og sums staðar er farið
rangt með staðreyndir. Þannig em
Landvamarmenn sagðir hafa komið
til sögunnar á stjómarámm Hann-
esar Hafstein sem varð ráðherra
1. febrúar 1904, en í raun var flokk-
ur Landvamarmanna stofnaður 11.
ágúst 1902.
í seinni köflum ritgerðarinnar
kemur fram margs konar fróðleik-
ur, einkum um innra starf Sjálf-
stæðisflokksins; er það mest byggt
á óútgefnum heimildum.
Hugtakanotkun höfundar er oft
ómarkviss og hlutdræg fremur en
nákvæm og fræðileg. Stefnuskrá
Fijálslynda flokksins fær t.d. þá
einkunn að hún sé ekki til marks
um „mjög þroskaða stjórnmálavit-
und“ (bls. 39). í heild rýrir það gildi
ritgerðarinnar hversu gjarn höfund-
ur er að koma einkasjónarmiðum
sínum að og gera þau nánast að
algildum mælikvarða. Á nokkmm
stöðum em felldir niðrandi persónu-
legir dómar um menn án nægilegs
, LAUGARDAGUR 16. .11
rökstuðnings. Ritgerðin er óskipu-
leg og gefur ekki heilstæða mynd
af viðfangsefninu. Þannig er enginn
kafli þar sem dregnar em saman
helstu niðurstöður og ályktanir.
Engu að síður hefur ritgerðin ýmsa
kosti. Þar er saman kominn mikill
fróðleikur, höfundi er lagið að
bregða upp eftirminnilegum svip-
myndum af flokksstarfinu og þeim
aldaranda sem ríkjandi var á hveij-
um tíma auk þess sem hún er prýði-
lega skrifuð.
Hvergi í ritgerðinni er vísað til
kenninga í stjórnmálafræði um
stjómmálaflokka og ekki kemur
fram að höfundur hafi einhveija
þekkingu í stjómmálafræði enda
hafði hann ekki stundað háskóla-
nám í þeirri grein.
Stjórnarskrármálið.
Ritið er 86 bls. og gefið út 1987
af Stofnun Jóns Þorlákssonar, en
höfundur er framkvæmdastjóri
hennar. Ritið ber undirtitilinn „hug-
leiðingar um tilgang íslensku
stjómarskrárinnar, stjórnmálaþró-
un síðustu áratuga og hugsanlegar
stjómarskrárbreytingar”.
I fyrsta kafla reifar höfundur til-
drög um tilgang stjórnarskrárinnar.
Um tilgang hennar og annað hlut-
verk fer hann fáum orðum, en
kemst þó svo að orði að stjómar-
skrá ríkis sé „með vissum hætti
yfirlýsing um það hvernig lög ríkis
eigi að vera úr garði gerð, til þess
að þau geti talist fullgild lög“ (bls.
13-14).
Þetta er ófullkomin lýsing á hlut-
verki stjómarskrár. Þeim er ætlað-
ur miklu rýmri tilgangur sem
stjómarská íslands er meðal annars
til marks um. í fyrsta kafla hennar
em fyrirmæli um sjálft stjómar-
formið og þær gmndvallarreglur
sem það hvílir á, í öðmm kafla um
forseta, ráðherra, um samninga við
önnur ríki, um þingrof og staðsetn-
ingu laga, í þriðja kafla um skipan
Alþingis, kosningarétt til þess og
kjörgengi, í ijórða kafla um sam-
komur Alþingis og störf þess, þar
á meðal um réttindi og skyldur
þingmanna, í fímmta kafla er fjallað
um dómsvaldið, í hinum sjötta um
þjóðkirkjuna, trúfrelsi og trúfélög,
í sjöunda kafla um réttindi þegn-
anna og hversu vald handhafa ríkis-
valdsins skuli takmarkað og í loka-
kafla hvernig stjórnarskránni verði
breytt.
I rit höfundar skortir greinargóða
lýsingu á þvi hvaða þáttum stjóm-
arskrárinnar hann ætli sérstaklega
að gera skil. í reynd ræðir hann
aðallega um efni sem lúta að fyrsta
og sjöunda kafla og em vissulega
mjög mikilvæg.
Verkið í heild ber þess mjög
merki að viðfangsefnið er í upphafi
illa afmarkáð; ekki er ljóst hvað á
að athuga og hvemig. Ályktanir em
gjaman dregnar án þess að á bak
við liggi neinar rannsóknir. Þannig
em íslenskir dómarar sagðir hafa
„tilhneigingu til að dæma sam-
kvæmt bókstafstrú lögfræðilegra
framhyggjumanna" (bls. 14-15), en
ekki vísað til neinna rannsókna á
íslensku réttarfari.
Heimildanotkun er einnig ábóta-
vant. Þannig vísar höfundur til
greinar um íslenska þjóðveldið
(Skímir 1984) og segir að þar komi
fram, að „lög hafi verið skilin öðmm
skilningi með íslendingum á þjóð-
veldisöld en víða annars staðar"
(Stjómarskrármálið bls. 21). Ekki
er hægt að fínna þessari staðhæf-
ingu neinn stað í þeirri heimild sem
vitnað er til.
í ritinu er gerð tilraun til að
fjalla um tilgang íslensku stjómar-
skrárinnar með tilvísan til þeirra
gmndvallarhugmynda sem liggja
þar að baki. Ritið er lipurlega skrif-
að og ýmislegt er skynsamlega at-
hugað og skýrt fram sett.
Fræðilegt gildi verksins er engu
að síður mjög takmarkað, ekki síst
vegna þeirrar tilhneigingar höfund-
ar að setja fram órökstuddar al-
hæfíngar. Á einum stað segir hann:
„frelsisréttindi rekast óhjákvæmi-
lega á félagsleg réttindi" (bls. 16);
skömmu síðar er sagt að svo þurfí
ekki alltaf að vera (bls. 21) án þess
að gerð sé grein fyrir þessari mót-
sagnakenndu röksemdarfærslu.
Yfir höfuð er ekki ljóst hvort höf-
undur sækir rök sín í íslensku
stjómarskrána eða til eigin hug-
1988_______________________________
mynda um það sem þar ætti að
vera. Höfundur telur t.d. að af-
skipti ríkisins af „þeirri tekjuskipt-
ingu, sem hlýst af frjálsum markað-
sviðskiptum“ rekist „tvímælalaust
á stefnu íslensku stjórnarskrárinn-
ar“ (bls. 39). Ekki vísar höfundur
til ákvæða í stjórnarskránni sem
hindra slík afskipti en síðar í ritinu,
bls. 67-68 kemur fram að höfundur
gerir tillögu um að slíkt ákvæði
verði sett.
Einnig telur höfundur að sú nið-
urstaða fræðimanns, að lög um
endurgjaldslausa þegnskylduvinnu
brjóti ekki í bága við atvinnufrels-
isákvæði stjórnarskrárinnar sé
„óskiljanleg" (bls. 78). Engin til-
raun er gerð til að hrekja þessa
niðurstöðu með fræðilegum rökum.
I verkinu er ekki að finna um-
fjöllun um stjórnmálaþróun síðustu
áratuga eins og þó segir í undir-
titli. Ekki kemur heldur fram að
höfundur kunni til verka á því sviði
í stjómmálafræði sem fæst við
rannsóknir á ákvarðanaferli og
stofnanaþróun (public policy studi-
es).
Markaðsöfl og miðstýring.
Reykjavík 1988, 215 bls.
I riti þessu ræðir höfundur um
ólíkar lausnir á þeim vanda að
skortur er á flestum gæðum heims-
ins og þau þarf að skammta með
einhveijum hætti. Við þá skömmtun
má fara ýmsar leiðir og er megin-
efni rits höfundar að fjalla um þijár
leiðir sern helst em farnar að því
marki: leið sjálfstýringar, leið mið-
stýringar og millileið sem kennd er
við blandað hagkerfí.
Þarna er einkum fjallað um hag-
fræði. Meginefni ritsins er lýsing á
hugmyndum ýmissa hagfræðinga
um samanburð á hágkerfum.
Rannsóknir á hagkerfi og stjóm-
kerfí geta skarast. Þannig lýsir
höfundur þeirri kenningu Hayeks
„að í blönduðu hagkerfi komi til
sögu öfl, sem færi það smám saman
til miðstýrðs hagkerfis. Með
víðtækum ríkisafskiptum hrindi
menn af stað þróun sem þeir ráði
síðan ekki við“ (bls. 72). A íslandi
er blandað hagkerfi sem og í (nær)
öllum löndum Vestur-Evrópu.
Kenningin gerir sem sagt ráð fyrir
að slík þjóðfélög þróist yfir í alræð-
isríki því að miðstýrð hagkerfí og
almennt frelsi einstaklinganna em
— samkvæmt sömu kenningu —
ósamrýmanleg. Þarna tengjast
kenningar um hagkerfi og stjórn-
kerfi með þeim hætti að eðlilegt
væri að íslenskur fræðimaður tæki
íslenskt þjóðfélag til sérstakrar
umfjöllunar í þessu samhengi og
leitaðist við að svara þeirri spurn-
ingu hvort kenning Hayeks eigi við
hér á landi.
I heild er Markaðsöfl og miðstýr-
ing lýsing á ýmsum hagfræðikenn-
ingum en telst ekki nema að nokkm
leyti til fræðirita í stjórnmálafræði.
Sem fyrr skrifar höfundur lipran
texta.
Auk þessara verka má nefna
þijár ritgerðir:
Um réttlætishugtak Hayeks og
Nozics. Skírnir, 160. árg. 1986,
bls. 231-281.
í ritgerðinni fjallar höfundur um
réttlætis- og frelsishugmyndir ofan-
greindra fræðimanna. Er tilefnið
ritgerðin „Hvað er réttlæti?" eftir
Þorstein Gylfason sem birtist í
Skími 1984, en þar gagnrýndi hann
hugmyndir þeirra harðlega. Svarar
höfundur gagnrýni Þorsteins og
útskýrir jafnframt kenningar þess-
ara manna ítarlega. Loks gagnrýn-
ir hann kenningu Þorsteins um rétt-
læti. Er ritgerðin vel skrifuð og af
mikilli þekkingu á viðfangsefninu.
John Locke og mannréttinda-
hugtakið. Tímarit lögfræðinga, 37.
árg. 1987.
Hér lýsir höfundur helstu kenn-
ingum Johns Lockes sem hann set-
ur fram í ritinu „Ritgerð um ríkis-
vald“. Er ritgerðin þarft innlegg í
mannréttindaumræðuna þótt sumar
kenningar höfundar séu umdeilan-
legar, svo sem það sem hann segir
um félagsleg réttindi.
Gengishækkunin 1925. Lands-
hagir, þættir úr íslenskri at-
vinnusögu. Landsbanki íslands.
Reykjavík 1986, bls. 199-232.
Höfundur greinir hér frá aðdrag-
anda og orsökum gengishækkunar-
innar 1925 og eftirmálum á Al-
39
þingi. Höfundur skoðar þessa að-
gerð í nokkuð öðm ljósi en hingað
til hefur verið gert. Er ritgerð hans
gott innlegg í hagsögu og stjórn-
málasögu þessa tímabils þótt hún
verði varla talin innlegg í eiginlega
stjórnmálafræði. ^
Ólafur Þ. Harðarson
(f.12.12. 1951).
Stúdent 1973; lauk BA-prófi
(stjórnmálafræði) frá Háskóla ís-
lands 1977 og M.Sc.-prófi í stjóm-
málafræði (Politics) frá London
School of Economics and Political
Science 1979. Náminu lauk með
skriflegum prófum í þremur nám-
skeiðum („Revolutions and Social
Movements", „Political Behaviour",
„Theories and Concepts of Political
Sociology"); hefur lokið viðvem-
skyldu vegna doktorsnáms við sama
skóla. Umsækjandi var kennari á *■
gmnn- og framhaldsskólastigi;
stundakennari í stjómmálafræði við
HÍ frá ársbyijun 1980; lektor í
stjórnmálafræði 1981-1985; að-
junkt í stjórnmálafræði 1.6. 1985
til 1.2. 1986; var þá settur í hálfa
stöðu lektors í aðferðafræði við fé-
lagsvísindadeild en jafnframt sinnt
umfangsmikilli kennslu í stjóm-
málafræði. Umsækjandi annaðist
útgáfu þriggja ritá í ritröðinni „ís-
lensk þjóðfélagsfræði"; hefur átt
sæti í stjóm Félagsvísindastofnunar
Háskóla Islands frá stofnun hennar
1985.
Umsækjandi leggur fram rita-
skrá og er hér fjallað um helstu
ritverk: Conservative Voting —
The Icelandic Case in North-
European Context. M.Sc. dissert-
ation. London School of Economics
and Political Science 1979,74 bls.
Rit þetta var lagt fram við meist-
arapróf í stjórnmálafræði við ofan-
greindan skóla árið 1979. Fjallar
það um flokkakerfið á íslandi og
það borið saman við flokkakerfi í
þremur öðmm ríkjum: Bretlandi,
Noregi og Svíþjóð. Aðalefni þess
er þó fræðileg greinargerð um þá
sem kjósa hægri flokka, þar með
talinn Sjálfstæðisflokkinn hér á
landi. Mest áhersla er lögð á stétta-
skiptingu, en minni á annars konar
skiptingu, svo sem eftir trúarvið-
horfum, menningammhverfi eða
lífsskoðunum almennt.
í inngangskafla hefði verið æski-
legt að taka betur á þvi hvort til
em einhver almenn lögmál um sam-
setningú flokkakerfa eða viður-
kenndar kenningar þar að lútandi.
Þá hefði umsækjandi mátt gera
gleggri grein fyrir en hann gerir á
bls. 3 af hveiju flokkaskipting fram-
angreindra ríkja er tekin til saman-
burðar við íslenska flokkaskipun.
Það er t.d. óljóst við hvað er miðað
þegar umsækjandi segir að flokka-^
kerfin í Svíþjóð og Noregi séu
dæmigerðari fyrir flokkaskipan á
Norðurlöndum („approximate to a
greater extent to a „pure“ model
of a „Scandinavian system“) en
flokkaskipan í Danmörku og Finn-
landi.
Loks hefði það verið til bóta ef
umsækjandi hefði gert grein fyrir
þeim aðferðum sem almennt em
viðurkenndar í stjórnmálafræðinni
við slíkan samanburð á flokkum og
kjósendahegðun i ólíkum löndum.
Slík greinargerð er einkar nauðsyn-
leg þegar ísland er tekið til saman-
burðar vegna margvíslegrar sér-
stöðu þess, m.a. fámennis, sem ein- ^
mitt má ætla að hafi áhrif á við-
fangsefni eins og það sem hér er
tekið fyrir.
I öðmm kafla ritsins er skýrt og
lipurlega lýst flokkakerfinu í ríkjun-
um fjómm og þess freistað að draga
fram hið helsta sem áþekkt er og
ólíkt. Á bls. 17 dregur umsækjandi
fram þijú viðmiðunaratriði sem
kunni að varpa ljósi á það sem á
skilur með flokkakerfunum til við-
bótar þeim sem þegar em rædd,
en sá hluti kaflans hefði þó mátt
vera ögn skipulegri miðað við þessi
atriði.
I þriðja kafla er einkum lýst
tengslum milli stéttaskiptingar,
nánar til tekið skiptingar í starfs-
stéttir, og kosningahegðunar. í
þeim þætti sem fjallar um ísland
er einkum stuðst við opinberar tölur
úr manntali á íslandi 1974. Nýrri
tölur virðast ekki hafa verið tiltæk-
ar. í kaflanum eru töflur um kjós-
Sjá næstu síðu.