Morgunblaðið - 16.07.1988, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 16.07.1988, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. JÚLÍ 1988 25 hélt Kensington St. Andrews. Frá Guðmundi Heiðari Frimannssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. íhaldsflokkurinn hélt þingsæti sínu í aukakosningunum i Kensington á fimmtudag, en meirihluti hans minnkaði frá því í þingkosningunum á síðastliðnu ári. Dudley Fisher, frambjóðandi íhaldsflokksins, hlaut 9829 atkvæði eða 42%, Ann Holmes, frambjóðandi Verkamannaflokksins, hlaut 9014 atkvæði eða 38%, frambjóðandi Ftjálslynda lýðræðisflokksins hlaut 11% atkvæða og frambjóðandi Jafn- aðarmannaflokksins 5%. Meirihluti íhaldsflokksins var 815 atkvæði og hafði minnkað um ríflega 3000 at- kvæði frá því í þingkosningunum á síðasta ári. Um 5% sveifla varð á atkvæðum til Verkamannaflokksins. Yrði slík sveifla á atkvæðum til flokksins í þingkosningum, nægði það honum ekki til sigurs. Kenneth Clark aðstoðarviðskipta- ráðherra sagði í gærmorgun, að þetta væru góð úrslit fyrir íhaldsflokkinn. Það væri ávallt erfitt fyrir ríkjandi stjóm að halda hlut sínum í auka- kosningum. Nú væri mjög umdeild löggjöf að fara í gegnum þingið og ekki óeðlilegt, að staða flokksins væri ekki eins sterk og á síðasta ári. Michael Meacher, talsmaður Verkamannaflokksins í atvinnumál- um, sagði, að þetta væm uppörvandi úrslit fyrir Verkamannaflokkinn. Tekist hefði að minnka forskot íhaldsflokksins mjög vemlega. Hann sagði, að þetta væri góður árangur, sérstaklega í ljósi vandræða flokksins í öryggismálum að undanfömu. Nukem-málið: Fallið frá ákæru Hanau, Vestur-Þýskalandi. Reuter. ÁKVEÐIÐ hefur verið að falla frá ákæru á hendur fyrrum ráðherra í fylkisstjórninni í Hessen og þremur yfirmönnum vestur-þýska fyrirtækisins Nukem. Mennirnir voru grunaðir um aða hafa staðið fyrir sölu á kjamakleyfum efnum til Líbýu og Pakistan. Sala á slíkum efnum úr landi er óleyflleg samkvæmt samningi um takmörkun á útbreiðslu kjamorku- vopna sem Vestur-Þjóðverjar undir- rituðu ásamt fleiri þjóðum á sínum tíma. Að sögn embættismanna var fallið frá ákæru vegna skorts á sönn- unargögnum en talsmenn Nukem hafa ævinlega neitað því að ásakanir þessar eigi við rök að styðjast. Grikkland: TVeir hryðju- verkamann- annataldiraf Aþenu. Reuter. ÞRATT fyrir víðtæka leit hefur grísku lögreglunni enn ekki tek- ist að hafa hendur í hári þeirra sem taldir eru hafa tekið þátt í árás hryðjuverkamanna um borð i grísku ferjunni Poros-borg á mánudag. Talið er að tveir til- ræðismannanna hafi týnt lífi í árásinni. Að sögn sérfræðinga, sem kann- að hafa skemmdirnar á feijunni, er nú ljóst að tvær sprengjur hafa sprungið á henni á meðan á árás- inni stóð en áður var talið að hryðju- verkamennirnir hefðu einungis not- að handsprengjur og vélbyssur. Níu létu lífið og 80 særðust í árás hryðjuverkamannanna á feij- unni sem var í námunda við Aþenu. Enn hafa ekki verið borin kennsl á þijú líkanna en haft er eftir frönsk- um heimildarmanni að allt bendi til þess að eitt þeirra sé lík ungs Frakka sem talinn er hafa tekið þátt í árásinni. Einnig er talið að Zozab Mohammed, sá sem grunað- ur er um að hafa stjórnað árásinni, hafi látið lífið þegar sprengjurnar tvær sprungu. Boesak hvergi deigur Kirkjuleiðtoginn og mannréttindafrömuð- urinn dr. Alan Boesak hét því á miðvikudag- inn, að hátíðahöldun- um í tilefni af sjötugs- afmæli blökkumanna- leiðtogans Nelsons Mandela yrði haldið áfram þrátt fyrir til-, raunir hvítu minni- hlutastjórnarinnar í Pretoríu til að stöðva þau. Boesak sagði þetta á fréttamanna- fundi í Höfðaborg. Reuter Bretland: Dialdsflokkurínn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.