Morgunblaðið - 16.07.1988, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 16.07.1988, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. JÚLÍ 1988 Brúðuleikhús JónsEGuð- mundssonar sýnirídagá Garðatorgikl. 13.00 og 16.00. laugardaga 8QP-I8QP Módel’79 haldatískusýn- ingukl. 14.00 í Kjötmiðstöðinni. Grenjaðarstaðarbærinn. Byggðasafnið á Grenjaðarstað 30 ára Húsavík. MINNST var 30 ára afmælis Byggðasafnsins á Grenjaðarstað á há- tíðlegan og virðulegan hátt laugardaginn 9. júlí. Athöfnin hófst kl. 14 með guðsþjónustu í kirkjunni. Séra Halldór Gunnarsson, prestur í Holti, predikaði (en langafi hans, sr. Benedikt Kristjánsson, þjón- aði Grenjaðarstað frá 1877 til 1907). Staðarprestur, séra Kristján Valur Ingólfsson, þjónaði fyrir altari, Margrét Bóasdóttir söng ein- söng, organisti var Björn Steinar Sólbergsson, og einleik á fiðlu lék Li(ja Hjaltadóttir. Grenjaðarstaðarkirkja er hlýlegt og látlaust kirkju- hús, reist 1865, en endurbyggt og stækkað þá kirkjan var eitthundr- að ára gömul. Byggðasafnsins var svo minnst með samkomu, sem hófst kl. 16.00 og stjómaði Finnur Kristjánsson, safnvörður á Húsavík, samkom- unni. Ávarp flutti Þór Magnússon, þjóðminjavörður. Aðalbjörg Páls- dóttir las frásögn föður síns, Páls H. Jónssonar, um aðdraganda að stofnun safnsins, hugmyndir og framkvæmdir, en þar átti Páll stór- an þátt í og færði núverandi safn- vörður, Margrét Bóasdóttir, honum blóm sem vott þakklætis fyrir mik- ið og fómfúst starf. Kveðju frá Minjasafninu á Akureyri flutti Har- aldur Sigurðsson formaður stjómar og að lokum ávarpaði sýslumaður, Halldór Kristinsson, formaður safn- aðarstjómar viðstadda og þakkaði sérstaklega forvera sínum, Jóhanni Skaptasyni, og konu hans, Sigríði Víðis Jónsdóttur, þeirra mikla starf, forustu og gjafir til safnamála Þing- eyinga. Meðal viðstaddra vom nokkrir ættingjar séra Benedikts á Grenjaðarstað. Kveðjur og ámaðaróskir bárust víða að, meðal annars frá fyrrver- andi presthjónum á Grenjaðarstað, séra Sigurði Guðmundssyni vígslu- biskupi og konu hans, Aðalbjörgu Halidórsdóttur, sem lengi var þar safnvörður, en þau gátu ekki verið viðstödd vegna embættisanna bisk- upsins, en þeim var sérstaklega þakkað mikið og fórnfúst starf, safninu til handa. Milli atriða voru flutt þjóðlög, sungin af Margréti Bóasdottur, leikið á orgel af Bimi Steinari Sól- bergssyni og fiðlu af Lilju Hjalta- dóttur. Ein verðmæt gjöf var byggðasafninu færð við þetta tæki- færi, skrifborð skáldsins Jóns Stef- ánssonar — Þorgils Gjallanda — en ættingjar hans gáfu safninu það. Að samkomu í kirkjunni lokinni voru fram bomar veitingar í hey- hlöðu staðarins, en hlöður vom oft notaðar til að bera fram í veitingar í plássleysi fyrri tíma. Byggðasafnið á Grenjaðarstað átti sér nokkra forsögu og höfðu margir þar lagt hönd að verki, en verkin fóm fyrst að tala eftir að Bændafélag Þingeyinga gerði svo- fellda fundarsamþykkt 28. október 1950: „Aðalfundur Bændafélagsins samþykkir að kjósa þriggja manna nefnd til þess að athuga möguleika fyrir stofnun byggðasafns í Þing- eyjarsýslu. Skal nefndin skila áliti á næsta aðalfundi.“ í nefnd þessa vom kosnir Finnur Kristjánsson kaupfélagsstjóri, Sigurður Hall- dórsson bóndi á Stóm-Tjömum og Páll H. Jónsson á Láugum. Með góðri fomstu og miklu starfi þessarar nefndar var svo hafist handa um söfnun gamalla muna í héraði til varðveizlu fyrir komandi tíma og var Páll H. Jónsson þar fremstur í flokki og vann í þessu sambandi ómetanlegt starf. Sama- staður fyrir fengna muni var upp- haflega að Stóm-Laugum, Lauga- skóla og í húsum KÞ á Húsavík. Síðasti presturinn, sem bjó í gamla bænum á Grenjaðarstað var Veitingar voru á borð bornar í hlöðunni á Grenjaðarstað. Fremst á myndinni sést Margrét Bóasdóttir, safnvörður, þjóna gestum til borðs.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.