Morgunblaðið - 16.07.1988, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. JÚLÍ 1988
21
Hakkað buff
Heimilishorn
Bergljót Ingólfsdóttir
Enn eru það réttir úr hökkuðu
kjöti sem beint er augum að í viku-
legu Heimilishomi. Af nógu er að
taka en ekki þurfa allir nákvæmar
uppskriftir til að fara eftir heldur
nota eigið hugarflug við matar-
gerðina. Það er líka hægt að
bæta við eða breyta uppskriftum
að eigin smekk og þá er gott að
skrifa hjá sér það sem aukalega
er sett í matinn. Slíkir smámunir
vilja gleymast aftur og getur orð-
ið til baga ef endurtaka á matar-
gerðina.
Hakkað buff með sellerí-
sósu
500 g hakkað nautakjöt,
smjör eða smjörlíki,
salt og pipar.
Sósan:
1 laukur,
100 g sellerírót,
1 matsk. smjör,
'A tsk. timian,
3 dl soð, (súputen. og vatn)
2—3 matsk. brytjuð steinselja.
Búnar eru til buff-sneiðar úr
kjötinu, brúnaðar á pönnu, salti,
pipar og papriku stráð yfir. Best
er að steikja sneiðarnar við mjög
vægan straum og setja þær síðan
inn í heitan ofninn á meðan sósan
er löguð.
Sósan: Laukurinn brytjaður
smátt, sellerírótin skorin í teninga
og sett saman í smjör á pönnu,
timian stráð yfir, soð og ef tií
vill örlitlu rauðvíni hellt á og látið
sjóða vel í ca. 5 mín.
Sósunni hellt yfir buffið um
leið og borið er fram, steinselju
stráð yfir. Borið fram með kartöfl-
um og grænmetissalati. Ætlað
fyrir fjóra.
Hakkað buff með tómat-
sósu
500—600 g hakkað nautakjöt,
3 matsk. brauð-molar eða
mylsna (heilhv. eða hveiti-
brauð),
l'/2 dl mjólk,
1 egg,
2 matsk. saxaður laukur,
salt og pipar eftir smekk,
25 g smjör.
Sósan:
1 stór laukur,
1 hvítlauksrif,
200 g sveppir,
20 g smjör,
200 g sveppir,
20 g smjör,
20 g hýðislausir tómatar, niður-
soðnir eða ferskir,
1 lítil dós tómatþykkni,
salt og pipar eftir smekk.
Brauðmolarnir bleyttir í mjólk-
inni og hrært saman við kjötið
ásamt eggi, salti og pipar. Gerð
eru buffstykki úr farsinu og brún-
uð á pönnu. Buffið tekið af og
laukur, hvítlaukur og sveppir í
sneiðum sett í staðinn. Tómatar
í bitum og tómatþykkni sett út á
og látið sjóða í 5 mín. Bragðbætt
að smekk, buffið sett á pönnuna
og látið sjóða við hægan straum
i 5—10 mín.
Borið fram með soðnum kart-
öflum eða spaghettíi og góðu
grænmetissalati. Ætlað fyrir
fjóra.
Hakkað buff með papriku-
sósu
500 g hakkað kjöt,
smjör til að steikja úr,
salt og pipar.
Sósan:
2 paprikur,
1 matsk, smjör,
1 dós niðursoðnir tómatar,
dál. timian,
paprika,
salt og pipar.
Saman við kjötið er hrært salti
og pipar og gerð hæflleg buff-
stykki úr. Bufflð er steikt á pönnu
og síðan haldið heitu á meðan
sósan er löguð. Sósan þarf um
15 mín. suðu svo hægt er að byija
á henni ef vill.
Sósan: Paprikurnar eru skorn-
ar í þunnar sneiðar, brugðið f
smjör í potti, tómatamir settir
saman við og látið sjóða við með-
alstraum í 15 mín. Sósan síðan
krydduð eftir smekk. Hellt yfir
buffið um leið og borið er fram.
Soðnar kartöflur eða spaghettí
borið með.
Hakkað buff með sellerísósu.
er við veitingu leyfa til útflutnings
á ferskum fiski.
Stjóm Útvegsmannafélags Suð-
umesja er sammála því að koma
þurfi í veg fyrir verðfall á erlendum
fiskmörkuðum og varast þurfi þau
svokölluðu gæðaslys, sem eru af-
leiðing of mikillar veiði í júlí og
ágúst ár hvert, og bendir því á að
auknar almennar veiðitakmarkanir
á þessum tíma geti komið í veg
fyrir bæði verðfall og hin svokölluðu
gæðaslys.
Öllum er kunnugt það öngþveiti
sem verið hefur á hvetju sumri
mánuðina júlí og ágúst þegar mest
hefur fiskast af smáþorski, um leið
og starfsfólk vinnslustöðvanna hef-
ur tekið sumarfrí. Nú em allar líkur
á því að nýjar reglur um útflutning
á ferskum fiski auki enn á þessi
vandræði. Það er því besta leiðin
til að draga úr útflutningi á ferskum
fiski, og um leið að minnka það
öngþveiti sem hefur verið í vinnslu-
stöðvunum á sumrin, að draga úr
sókn á sumrin og samrýmist það
hugmyndum forsvarsmanna Haf-
rannsóknastofnunnar og Lands-
sambands íslenskra útvegsmanna
um nauðsyn þess að draga úr sókn
í þorsktofninn til að byggja hann
upp.
Sú aðferð sem utanríkisráðu-
neytið beitir nú við úthlutun leyfa
til útflutnings á ferskuum físki nær
ekki að koma i veg fyrir ofangreind
atriði og þarf því að endurskoða
hana.
Stjórn Útvegsmannafélags Suð-
umesja beinir því til ráðherra að
áður nefnd fréttatilkynning verði
tekin til endurskoðunar og sjónar-
mið þau sem koma fram í ályktun
og greinargerð stjórnarinnar verði
tekin til greina.“
AF ERLENDUM VETTVANGI
eftir JÓHÖNNU KRISTJÓNSDÓTTUR
Alan Garcia forseti
Vargas Llosa
Garcia hefur brugðist
bogalistin og Peru er að
hrökkva úr hendi hans
ALAN Garcia, forseti Perú sem virtist hafa ráð undir rifi hverju,
þegar hann tók við völdum fyrir þremur árum, verður nú að
horfast i augu við að stjarna hans bliknar hratt samtímis því að
efnahagsmálin eru öll komin í kaldakol og klessu. Og undirrót
vandans er að finna í þeirri djörfu efnahagsstefnu sem átti
drýgstan þátt í að koma honum í forsetastólinn, og aflaði honum
fylgis um sjötiu prósent þjóðarinnar. En hann hefur ekki ráðið
við að fylgja henni eftir og virðist eiga erfitt með að skilja, að
mati sérfræðinga, að efnahagsráðstafanir eru ekki gerðar í eitt
skipti fyrir öll, heldur verður stefnan að vera i sífelldi endurskoð-
un og þróun.
Eitt merkið um hnignun efna-
hagslífsins er að verðbólgan
hefur hækkað úr 63 prósentum
1986 í 115 prósent 1987 ogstefnir
f 300 prósent á þessu ári. Tölur
fyrir marz og apríl voru 22.6 og
11.9 prósent, þær hæstu í sögu
Perú. Gjaldeyrisvarasjóðir hafa
rýrnað til stórra muna og í apríl
sá Perústjóm sig tilneydda að
selja af gullforða sínum fyrir um
80 milljónir dollara til að fjár-
magna viðskipti við grannþjóðir
sínar.
Spáð er um þriggja prósenta
þenslu í efnahagslíflnu á þessu
ári; það er ámóta og sem svarar
fólksfjölgun í landinu. Iðnaðurinn
er í svelti, skortur á almennum
neysluvömm þykir varla tíðindum
sæta. Skráning gjaldmiðils lands-
ins, intis, er fyrir löngu marklaus
og er hann langtum hærra skráð-
ur opinberlega en fyrir hann fæst.
Almennt er ástandið í mikilli
mótsögn við það sem var á fyrstu
valdadögum Garcia. Þá ákvað
hann að takmarka greiðslur til
erlendra lánadrottna við 10 pró-
sent af útflutningsverðmæti.
Hann hafnaði fjármálastefnu sem
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn lagði
til og mótaði upp á sína eigin
ábyrgð eins konar neyðarstefnu,
sem miðaði að því að hans sögn
að tryggja undirstöður atvinn-
ulífsins. I þessari stefnu Garcia
fólst einkum að draga úr verð-
bólgu og launahækkunum, og
hann setti í gang tímabundna
áætlun til þess að örva eftirspurn.
Hann lét koma á verðstöðvun á
ýmsum vörum og greiddi niður lán
til þess að efla grósku í land-
búnaði og akuryrkju og hann not-
aði vaxtalækkanir sem verndar-
ráðstafanir til að efla iðnaðinn.
Verðbólgan lækkaði úr því að
vera á mánuði um 10 prósent
fyrstu átta mánuði ársins 1985 í
þijú prósent sfðasta ársfjórðung-
inn. Varasjóðir jukust um 900
milljónir Bandaríkjadollara í júlf
1985 í 1.5 milljarð í árslok. Hag-
vöxtur jókst um 7 prósent í stað
2.3 prósenta árið 1985 og var
síðan 9 prósent 1986. Allt þetta
virtist lofa góðu.
Garcia lét víkja úr störfum
hundruðum lögregluforingja, sem
voru grunaðir um spillingu og lög-
reglulið var endurskipulagt frá
grunni.
Garcia færði nýjan stíl yfír
embættið. Hann tók upp á því að
ávarpa borgarana af svölum for-
setabústaðarins án þess að bumb-
ur væru barðar. Hann greindi þar
frá framgangi hinna ýmsu þátta
efnahagsmála setti fram nýjar
hugmyndir og hvatti menn til að
leggja sér lið. Ekki skaðaði, að
hann var ungur og myndarlegur,
persónutöfrar hans hrifu menn
og um tíma var hann kallaður
Kennedy Suður Ameríku. En það
sem meira var, hann virtist hafa
til að bera klókindi og dugnað og
margir trúðu á að hann myndi
verða til að rétta hag Perú við til
frambúðar.
Svo að nú er spurt, hvað hafi
farið úrskeiðis. Hvar á leiðinni fór
að halla undan fæti? Garcia getur
varla kennt um flóðum og nátt-
úruhamförum, ekki heldur verð-
falli á útflutningsmörkuðum. Það
hafði fyrirrennari hans Fernando
Belaúnde gert þegar hann fór frá
og skildi við efnahag landsins í
þúsund molum. Stjórnmálaský-
rendur segja að Garcia verði að
horfast í augu við vanhæfni sína
til að sveigja stefnu sína að að-
stæðum svo og vaxandi tregðu til
að grípa til harkalegra og óvin-
sælla ráðstafana.
Sumir höfðu kallað stefnu hans
„sjokkstefnu“ og Garcia sagði að
með því að koma henni í fram-
kvæmd tækist að nýta afl í þjóð-
félaginu, sem ekki hefði notið sín
á stjórnartíma fyrrverandi for-
seta. En meiningin var að sem
afkastanýting hefði náð hámarki
sínu, ætti smám saman að lina á
verðlagseftirliti og var á dag-
skránni að örva skipulega einkafj-
árfestingu svo að útflutningur yxi
og ný atvinnutækifæri sköpuðust.
Ríkisstjómin mundi síðan færa
fjármagn smátt og smátt til fé-
lagslega geirans.
Garcia komst aldrei svo langt
að ná fram í annan þátt, aðallega
vegna deilna við Luis Alva Castro,
þáverandi forsætisráðherra og
skæðasta keppinaut sinn um for-
ystuhlutverkið í Apraflokknum.
Hann hafði hugsað sér að þessi
stefna væri sú hin rétta í nokkra
mánuði. En niðurstaðan var sú
að henni var haldið til streitu í
nærfellt tvö ár. Garcia frestaði
að fella gjaldmiðil landsins, sem
var nauðsynlegt til að efla út-
flutning og draga úr innflutningi.
Hvað eftir annað neitaði hann að
hækka verð á bensíni og almenn-
um nauðsynjavörum, en allt var
það bersýnilega aðkallandi til þess
að draga úr þeirri neyslusprengju
sem varð í landinu.
Viðskiptajöfnuðurinn fór allur
úr skorðum um mitt ár 1986. í
júlí það ár bauð Garcia hópi að-
sópsmikilla iðnjöfra í einkarekstri
að koma í ríkisstjórnina til að
hjálpa til við að auka hagræna
fjárfestingu og ýta undir útflutn-
ing. Þessir menn hafa verið kall-
aðir postulamir tólf.
Fjárfesting fór að aukast en
ofurtreglega á fyrsta ársfjórðungi
1986 og sömu sögu er að segja
um fyrstu sex mánuði 1987. Þeg
ar að því kom að stjórnin ætti að
fara að hlýða á hugmyndir og
áætlanir postulánna, kom í ljós
að pólitískur vilji eða kjarkur var
ekki hjá Garcia til að hlíta ráð-
leggingum þeirra.
A fyrsta helmingi ársins 1987
ofhitnaði efnahagsstefnan og
verðbólgan æddi af stað. Útlendir
sjóðir vom að þoma upp og ekki
var greitt af erlendum lánum
nema brot af því sem samið hafði
verið um.
Forsetinn sem var að missa hin
pólitísku tök, eftir því sem það
kom æ skýrar í ljós að efnahags-
stefnan var að fara út í veður og
vind. Hann kom öllum á óvart í
júní í fyrra þegar hann kunngerði
að þjóðnýta skyldi alla einka-
banka, fjármagns og peninga-
stofnanir og tryggingafélög.
Þetta varð til að afla honum vin
sælda margra, en hefur í heild
komið niður á efnahagsstefnu
hans. Það lítur út fyrir að keppina-
utar hans um forsetaembættið
eftir tvö ár, væntanlega þeir
Vargas Llosa, rithöfundur og Al-
fonso Barrantes muni ekki eiga
erfiðleikum með að benda kjós-
endum á að Alan Garcia sé ekki
sá sem muni leiða Perú út úr
kröggunum.
(heimild: South, júlí 1988)