Morgunblaðið - 16.07.1988, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 16.07.1988, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. JÚLÍ 1988 31' Sjallinn 25 ára: Skemmtanir og uppá- komur alla vikuna VIKUNA 19.-24. júlí heldur Sjallinn upp á 25 ára afmæli sitt með skemmtidagskrá og dansleikjum öll kvöld vikunnar. Húsið verður opnað kl. 19.00 fyrir matargesti alla dagana og hefjast skemmtiatriðin um kl. 21.00. Opið er til kl. 1.00 virka daga og til kl. 3.00 um helgar, eins og venjulega. Að sögn Ingu Hafsteinsdóttur, framkvæmdastjóra Sjallans, kenn- ir ýmissa grasa á afmælishátinni. Nýjasta spútnikhijómsveit Reyk- víkinga, Langi Seli og Skuggarnir, kemur fram auk Bjartmars Guð- laugssonar, Hljómsveitarinnar Pass, Stuðkompanísins, Upplyft- ingar og Hljómsveitar Ingimars Eydal. Einnig munu Örvarseplin koma fram í fyrsta skipti í Sjallan- um, en Örvarseplin skipa hinn kunni harmoníkuleikari Örvar Kristjánsson og synir hans, Grét- ar, Karl og Atli. Sýnd verða atriði úr stórsýningunni „Stjömur Ingi- mars Eydal í 25 ár“, sem var af- mælissýning Sjallans í vetur og einnig verða teknar nokkrar léttar rokksveiflur úr sýningunni „Rokk- skór og bítlahár", sem Þorsteinn Eggertsson setti saman með norð- lenskum skemmtikröftum. í Kjall- aranum mun jazzsveiflan hinsveg- ar ráða ríkjum öll kvöld afmælisvi- kunnar. Sjallinn og Sana ætla sameigin- lega að standa fyrir uppákomu í Big Country kemur ekki göngugötunni dagana 22. og 23. júlí, en ekki vildi Inga greina frá henni í smáatriðum enda ætti hún að koma vegfarendum á óvart. Líklega yrði þó byijað kl. 15.00 á föstudeginum og kl. 14.00 á laug- ardeginum. Miðvikudaginn 20. júlí frá kl. 16.00 til 19.00 býður Sjall- inn eldri bæjarbúum upp á kaffi og kökur og dansleik á eftir og daginn eftir, fimmtudaginn 21. júlí verður þroskaheftum börnum boðið upp á annað eins. Hljómsveit Ingimars Eydal verður að sjálfsögðu í stóru hlutverki á 25 ára afmælishátíð Sjallans. Franskur organisti leikur í kirkjum FRANSKI orgelleikarinn Susan Landale heldur tónleika í Akur- eyrarkirkju sunnudaginn 17. júlí kl. 17.00 og í Húsavíkurkirkju mánudaginn 18. júlí kl. 20.30. í Reykjahlíðarkirkju á þriðjudags- kvöld leika þeir Wolfgang Knuth og Michael Hillenstedt saman á orgel og gítar og hefjast tónleik- arnir kl. 20.30. Tónleikarnir eru liður í sumartón- leikaröð, sem nokkrir norðlenskir tónlistarmenn standa fyrir. Góð aðsókn hefur verið á þá tónleika, sem haldnir hafa verið til þessa, að sögn Bjöms Steinars Sólbergs- sonar organista í Akureyrarkirkju, en Landale var einmitt kennari hans á námsárunum í Frakklandi. Susan Landale er fædd í Skotlandi, þar sem hún byrjaði tónlistamám sitt. Hún lauk BS-prófi frá Edin- borgarháskóla. Eftir framhaldsnám í London gerðist hún nemandi André Marchals í Frakklandi. Þar var hún organisti við ensku kirkjuna um árabil. Hún sérhæfir sig í síðrómantískri tónlist og einnig nútímaverkum. Landale er mjög þekkt fyrir túlkun sína á verkum frönsku tónskáldanna O. Messia- ens, Jean Langlais og tékkneska tónskáldsins Petr Ebens, sem hún hefur jafnframt unnið með. Landale er kunn sem orgelleikari víða um heim. Hljómplötur hennar frá frönskum og þýskum útgáfufyr- irtækjum hafa verið lofaðar og hef- ur hún oftsinnis komið fram í út- varpi báðum megin Atlantshafsins. Tvívegis hefur hún fengið fyrstu verðlaun í orgelkeppnum og frá árinu 1977 hefur hún verið aðstoð- arorgelkennari við Tónlistarháskól- ann í Rueil Malmaison og aðstoðar- organisti við Saint-Lois-des-Invali- des kirkjuna í París. Fjör hf. og umboðsmaður Big Country í Englandi tóku þá sam- eiginlegu ákvörðun á fimmtu- dag að fresta um óákveðinn tíma komu hljómsveitarinnar Big Country til íslands, þó svc að samningur hafi legið fyrir um tónleika þeirra á útihátí- ðinni Fjör '88 í Eyjafirði um Verslunarmannahelgi, segir í frétt frá Fjöri hf. í fréttinni segir ennfremur: „Ástæðan er sú að þann 12. júlí bárust nýjar kröfur frá hljóm- sveitinni varðandi tækjabúnað þann sem hún telur nauðsynlegan. Kröfur þessar voru þvert ofan í kröfur sem bárust Fjör hf. í lok júní. Þegar höfðu verið gerðar ráðstafanir til að útvega þann tækjabúnað sem áður hafði verið farið fram á, m.a. leigð tæki frá London alls um tvö og hálft tonn. Sá tækjabúnaður sem Big Country var boðið að nota var einn sá mesti og fullkomnasti sem settur hefur verið upp á íslandi en hinar nýju kröfur hljómsveitarinnar hljóða upp á allt að tvöföldun á tækjabúnaði. Þrátt fyrir ítrekaðar • • Oxarfjörður: Þurrkur veldur landspjöllum Morgunblaðið/Sigurvin Elfasson Vindgeil í rofabörðum. Algeng sjón á uppblásturssvæðum. öxarfirði. MIKIL þurrkatíð hefur verið víða á norðausturhorninu i vor og sumar svo vikum skiptir. Gróður á túnum og í úthaga hefur liðið fyrir þurrkana. Rykmistur og sandfok hefur fylgt þessum þurrkum og sums staðar orðið landspjöll. Ekki eru slíkir þurrkar þó einsdæmi hér. Segja má að varla hafi komið dropi úr lofti að gagni í 8-9 vikur. Seinkaði það gróðri og hafa þurr tún orðið illa úti víða og sviðnað. Sandfok hefur verið mikið á upp- blásturssvæðum, einkum í Mý- vatnssveit og á Hólsfjöllum og raunar víðar, og landeyðing í gangi. Dimmt rykmistur hefur oft verið í lofti yfir sveitum við Öxarfjörð svo að skyggt hefur á sól. Að sögn Sveins Þórarinssonar í Krossdal í kelduhverfi, land- græðsluvarðar í Þingeyjarsýslum, hefur hann séð hvað mesta lan- deyðingu f svokallaðri Grænulág á NorðurQöllum í Mývatnssveit. Þar hefur blásið upp tunga til norðurs um 2,7 km að lengd og 1 km að breidd og breyst í örfoka grjótmel. Roftungan hefði færst um 300 metra til norðurs frá því september í fyrra. Sveinn kvað uppblástur oft byija sem smáblett á grónu landi, sem síðan stækkaði ár frá ári, éinkum í þurrkatíð, þar til stór roftunga hefði myndast sem breikkaði og færðist norður á bóginn, allt upp í 2-300 metra rof á ári við vondar aðstæður. Á 5 árum gæti myndast 1-lVz km langt uppblástursflag, og iðulega mörg hlið við hlið, og endaði sem örfoka svæði. Ekki sagðist hann hafa séð að sandstormamir hefðu gert skaða í girtum landgræðsluhólfum þar sem melur, loðvíðir og annar gróður væru í góðu lagi. Síðustu daga hefur Páll Sveins- son, flugvél landgræðslunnar, sáð í ógróið land hér í Þingeyjarsýslum. - Sigurvin tilraunir Fjörs hf. og umboðs- manna hljómsveitarinnar til að fá hljómsveitina til að slá af kröfum sínum hefur því ekki verið sinnt. Fjör hf. harmar mjög þessa niður- stöðu en því miður er með öllu ómögulegt að útvega þau tæki sem farið er fram á þar sem aðeins eru tvær vikur þar til tónleikamir eiga að fara fram.“ Hnífastympingar framanviðBSO TIL stympinga kom fyrir fram- an Bifreiðastöð Oddeyrar á Akureyri aðfaranótt laugar- dags fyrir viku. Annar aðilinn dró þar upp hníf og ógnaði hin- um. í átökum, sem varð þeirra á milli, skarst sá hníflausi á Þýskur kór norðanlands FIMMTÁN manna þýskur kór, Vokalensemble Heidelberg, heldur tónleika í Grenjaðastað- arkirkju annað kvöld, sunnu- dagskvöld, kl. 21.00. Kórinr syngur miðvikudagskvöldið 20. júlí kl. 20.30 í Grenivíkurkirkju og á fimmtudaginn 21. júlí kl. 20.30 í Hríseyjarkirkju. Á efnisskránni eru meðal ann- ars þýsk kórverk og þýsk þjóðlög. Einnig verður flutt tónlist fyrir blokkflautu og gítar. Stjómandi er Klaus Brecht. vinstri framhandlegg þannig að sauma þurfti á honum saman fjóra skurði. Að sögn Daníels Snorrasonar, rannsóknarlögreglumanns, er ljóst að báðir aðilar vom ofurölvi. Ekki er þó enn ljóst hvort hnífurinn var notaður eingöngu til að veijast eða ekki. Málið er í rannsókn. Bifreiðastjórar: Hafið bílbænina í bílnum og orð hennar hugföst þegar þið akið. Drottmn Guó. veit mér vernd þina, og lát mig minnast ábyrgöar minnar er ég ek þessari bifreiö. I Jesú nafni. Amen. Fæst í Kirkjuhúsinu, Klapparstíg 27, í verslun- inni Jötu, Hátúni 2, Reykjavík og í Hljómveri, Akureyri. Verð kr. 50.- Orð dagsins, Akureyri. Til sölu Toyota Celica Supra 3.01 árgerð 1988 Svartur, metallakk. Beinskiptur. 205 hestöfl með öllum hugsanlegum búnaði. Til greina koma skipti upp í fasteign á Stór-Reykjavíkursvæðinu með góðum greiðslum. Upplýsingar í síma 96-27176.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.