Morgunblaðið - 16.07.1988, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 16.07.1988, Blaðsíða 54
54 MORGUNBLAÐDD IÞROTTIR LAUGARDAGUR 16. JÚLÍ 1988 KNATTSPYRNA / 1. DEILD „Þumalfingurinn blés út eins og blaðra" - sagði Guðmundur Hreiðarsson, markvörðurVíkings GUÐMUNDUR Hreiðarsson, markvörður Víkingsliðsins, meiddist á þumalfingri á æf- ingu á fimmtudagskvöldið og mun hann að öllum líkindum ekki leika með Víkingsliðinu gegn KR í 1. deildarkeppninni annað kvöld. umalfmgurinn stakkst ofan í grasið, þannig að það teigðist á liðböndum og blæddi inn á lið. Fingurinn blés út eins og hann væri blaðra," sagði Guðmundur, sem fór á slysadeild Borgarspítal- ans, þar sem fingurinn var settur í gifs. I gær var gifsið tekið af og fingurinn teipaður. „Það eru litlar líkur á að ég geti leikið með Víking- um gegn KR. Vonandi verð ég orð- inn góður fyrir bikarleikinn gegn FH á miðvikudaginn kernur," sagði Guðmundur. Það kemur í ljóst eftir helgina hvort að liðböndin séu rifin. „Ég vona að svo sé ekki.“ Víkingsliðið í sókn Guðmundur sagði að Víkingsliðið væri í sókn eftir slaka byrjun. „Eft- ir að breytingarnar voru gerðar hjá okkur, þá hefur orðið uppgangur og hart barist um stöður í liðinu. Það var barátta hjá okkur gegn Þór og einnig í leiknum gegn Keflavík, sem við unnum, 3:1.“ Framarar eru búnir að rústa mótinu „Ég var svo sannarlega svekktur þegar ég fékk fréttimar frá Hlíð- arenda, þar sem ég var á slysadeild- inni. Framarar eru búnir að rústa mótinu - spennan er búin. Nú er aðeins eftir baráttan um annað sætið og svo að sjálfssögðu fallið. Það hefur komið mér svo sannar- lega á óvart hvað Valsliðinu hefur gengið illa. Valsmenn eru með sterkasta kjamann. Menn þurfa ekki annað en líta á bekkinn hjá Valsmönnum, til að sjá hvað þeir em með sterkan mannskap. Framarar eru einnig með góðan hóp. Ellefu til þrettán mjög skemmtilega leikmenn, sem hafa mjög gaman að því sem þeir eru að fást við,“ sagði Guðmundur. Guðmundur Hreiðarsson, mark- vörður Víkings. KNATTSPYRNA / NOREGUR Bjarni Sigurðsson, landsliðsmark- vörður í knattspymu, sem leikur með Brann. Bjami Sig- urðssoná heimleið? BJARNI Sigurðsson, landsliðs- markvörður sem leikur með Brann í Noegi, mun að öllum líkindum koma heim til íslands næsta sumar og leika í 1. deild- inni. Æ' Eg hef haft það mjög gott hér í Bergen. Ég klára skólann næsta vor og þá fer maður senni- lega heim,“ sagði Bjami Sigurðsson ggm í samtali við Morg- Frá unblaðið. „Sonur Sigurjóni okkar fer að komast Einarssyni 4 skólaaldur og við iNoregi „íu„™ „a v,a„„ í íslenskan skóla svo maður fer að hugsa að heimferð fyrir alvöru.“ Bjarni sagðist veratilbúinn í slaginn í haust með íslenska landsliðinu ef farið verður fram á það við hann. Um möguleika íslendinga í undan- keppni HM sagði Bjarni, að riðillinn væri að sjálfsögðu mjög erfiður. „En við getum gert usla, og ekkert lið er lengur öruggt með sigur gegn •okkur, einkum og sér í lagi á heima- vellisagði Bjami. Eins og menn muna þá hafnaði Bjarni tilboði frá IFK Gautaborg á dögunum. HANDKNATTLEIKUR / LANDSLIÐIÐ Fimmtán leikmenn fara á Ólympíuleikana í Seoul FIMMTÁN handknattleiks- menn fara á Ólympíuleikana í Seoul. Það er nokkuð Ijóst hvaða leikmenn það verða, enda er lokaundirbúningurinn kominn á fulla ferð og fyrsta verkefni landsliðsins stendur yfir í A-Þýskalandi, þar sem sautján leikmenn eru. ir leikmennimir sem fara til Seoul verða valdir úr hópn- um, sem er í A-Þýskalandi. Fimmtán leikmenn em nær öryggir með farseðilinn til Seoul. Markverðirnir Einar Þorvarðar- son 0g Brynjar Kvaran. Homa- mennimir Jakob Sigurðsson, Bjarki Sigurðsson, Karl Þráinsson og Guðmundur Guðmundsson. Línumennimir Þorgils Óttar Matthiesen og Geir Sveinsson. Vinstrihandarskytturnar Kristján Arason og Sigurður Sveinsson. Hægrihandarskyttumar Alfreð Gíslason og Atli Hilmarsson. Stjómendurnir Páll Ólafsson og Sigurður Gunnarsson. Aðeins meiðsli geta komið í veg fyrir að þessir leikmenn detti úr hópnum. Þá er eitt sæti eftir. Júlíus Jónas- son eða Þorbergur Aðalsteinsson fá það sæti. Óneitanlega er þetta geysilega öflugt landslið, sem hefur mikla reynslu að baki. Liðið er eitt reynslumesta landslið heims. ÁSGEIR Framliðið hefur náð Mbærum árangri undir stjóm Asgeirs Hans mottó er að tefla fram til sigurs hveiju sinni Ásgeir er þjálfari sem allir bera mikla virðingu fyrir Framliðið hefur náð ótrúleg- um yfirburðum í 1. deildar- keppninni í knattspymu, þegar deildarkeppnin er rétt hálfnuð. Liðið hefur leikið mjög vei. Skipulagða og agaða knatt- spymu. Leikmenn liðsins hafa látið knöttinn ganga manna á milli og sóknaraðgerðir Iiðs- ins hafa byijað frá aftasta manni. Það er ekki oft sem markvörður liðsins spyrnir knettinum frá marki - hann kastar knettinum yfirleitt til næsta manns og þar með hefjast sóknarað- gerðir Framliðsins. Maðurinn á bak við árangur og vel- gengni Fram er Ás- geir Elíasson, hinn hægláti og yfirveg- aði þjálfari liðsins. Ásgeir, sem er landsliðsmaður í knattspymu, hand- knattleik og blaki, er geysilega út- sjónasamur. Ásgeir er drengur góður, sem vinnur eftir mottóinu: „Komdu fram við aðra, eins og þú vilt að komið sé fram við þig. Hroki og mikillæti þekkjast ekki í framkomu Ás- geirs, sem hefur yfir fomstu- hæfíleikum að ráða. Ásgeir er mjög fjölhæfur og til sigurs. Ásgeir, sem lék með Framliðinu á ámm áður, sýndi strax hæfi- leika sína sem þjálfari hjá Þrótti, en undir stjórn hans náði lið Þróttar mjög góðum árangri í 1. deild og lék skemmtilega knattspymu. Ásgeir kom svo aftur til Fram 1985 og undir stjórn hans hefur Framliðið náð ÁSGEIR Elíasson hefur ekki veriö meö mikiilæti, þó aö Framliöiö hafi náö góöum árangri undir hans stjórn. Þaö er hugsun bak viö hvern leik hans viö „skákboröið. “ ÁSGEIR hefur skotið mörgum erlendum þjálfurum ref fyrir rass á undanförnum árum. Hér sést hann með Jim Barron, fyrrum þjálfara Skagamanna. klókur keppnismaður. Þegar hann setur upp „prakkarasvip- inn“ - tottar pípu sína og glott- ir, þá vita þeir sem hann þekkja, að eitthvað óvænt er í uppsigl- ingu. Ásgeir er einn af gömlu góðu „refunum." Það er sama hvaða leik hann tekur þátt í - fljótlega kann hann ýmsa galdra leiksins. Honum finnst gaman að spila bridge 0g golf, var snjall knattborðsspilari og er lunkinn við taflborðið. Hæfíleikar Ásgeirs að tefla hef- ur komið fram í leik Framliðs- ins, enda er það styrkur fyrir þjálfara að vera góður í skák. Ásgeir hefur teflt leikmönnum sínum rétt fram í sumar og hann les leikinn vel. Vanhugsaður leikur sést afar sjaldan í leik Framliðsins. Ásgeir sættir sig ekki við stórmeistarajafntefli - hans takmark er að tefla fram mjög góðum árangri. Fram hef- ur einu sinni orðið Islandsmeist- ari - 1986, tvisvar bikarmeist- ari - 1985 og 1987. Tvisvar Reykjavíkurmeistari - 1985 og 1986. Tvisvar hefur Fram unnið Meistarakeppni KSÍ - 1985 og 1986. Það er mikill styrkur fyrir íslenska knattspyrnu að fá að njóta hæfileika Asgeirs, sem er tvímælalaust landsliðsþjálfari framtíðarinnar. Ásgeir er maður sem kemur sér beint að efninu, er ekki með „kafbátastarfs- semi.“ Hann hefur ekki barið á bumbur, verið með mikillæti og gert lítið úr leik andstæðinga sinna. Þessa framkomu ættu sumir að taka sér til fyrirmynd- ar. Sigmundur Ó. Steinarsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.