Morgunblaðið - 16.07.1988, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. JÚLÍ 1988
5
Morgunblaðið/BAR
Það var kátt á hjalla hjá leikhópnum Perlunni, sem brátt er á förum í leikför til Noregs. Efri röð f.v.:
Ingveldur Ólöf Ragnarsdóttir, Sigfús Svanbergsson, Þorbjörg Guðlaugsdóttir, Sigríður Eyþórsdóttir,
leikstjóri, Hildur Davíðsdóttir, Ingibjörg Árnadóttir, og Pétur Johnson. Neðri röð f.v.: Jóhanna Sigrún
Guðmundsdóttir, Birgitta Harðardóttir, Gunnar Guðbjörnsson og Hildur Óskarsdóttir.
Fyrsta alfræðiorða-
bókin á íslensku
BÓKAÚTGÁFAN Örn og Örlyg-
ur hefur undanfarið ár unnið
að gerð alfræðiorðabókar.
Stefnt er að þvi að gefa bókina
út í byijun árs 1990 og er hún
byggð á alfræðiorðabókinni
Fakta, sem kom út hjá útgáfunni
Gyldendal f Danmörku í maí á
þessu ári. Bókaútgáfan Örn og
Órlygur hefur fengið leyfi Gyld-
endals til að þýða og staðfæra
efni dönsku bókarinnar. Al-
fræðiorðabókin verður sú fyrsta
sinnar tegundar á íslensku. Birg-
ir ísleifur Gunnarsson mennta-
málaráðherra kynnti sér útgáfu
bókarinnar á miðvikudag.
Undirbúningur að útgáfunni
hófst í júní árið 1987. Ritstjórar
bókarinnar eru þær Dóra Haf-
steinsdóttir og Sigríður Harðar-
dóttir en aðstoðarritsjórar Aðal-
steinn Eyþórsson, Hálfdan Ómar
Hálfdanarson og Sigmundur Ein-
arsson.
Birgir ísleifur Gunnarsson
menntamálaráðherra kynnti sér
útgáfuna í boði ritstjómar 13.
þessa mánaðar. Að sögn annars
ritstjórans, Sigríðar Harðardóttur,
sýndi ráðherra bókinni mikinn
áhuga og sagði hann útgáfuna
þarft framtak.
Ritstjómin fékk handrit frá
Gyldendal þar sem efni er raðað í
241 efnisflokk. Efnisflokkunum
var síðan dreift til nær 80 sérfræð-
inga sem vinna að því að þýða og
endurskoða verkið. Sérdanskt efni
er um 30 af hundraði dönsku útgáf-
unnar. Það verður fellt niður og í
stað þess kemur séríslenskt efni.
íslenskt efni verður nokkru ítar-
legra en annað í bókinni.
Sigríður sagði að í bókinni yrði
orðum raðað í stafrófsröð og við
hvert orð skýring. Stundum væri
vísað í önnur orð þar sem nánari
upplýsingar er að finna. Stefnt er
að því að bókin komi út í tveimur
bindum, sem verða allsf um 1500
síður. Mikið verður af skýringar-
myndum, töflum og kortum í bók-
inni.
Nú þegar hafa sérfræðingar skil-
•að inn um þriðjungi efnis og rit-
stjóm les handrit yfir, samræmir
og býr til prentunar. Áætlað er að
frumunnið handrit verði tilbúið í lok
ársins.
Auk ritstjómarinnar starfa
tölvusérfræðingur, setjarar og
prófarkalesarar við útgáfuna en
kostnaður er áætlaður um 70
milljónir.
Perlan sýnir á kvenna-
ráðstefnunni í Osló
LEIKHÓPURINN Perlan, sem í
eru nemendur úr Þjálfunarskóla
ríkisins, er á förum til Noregs,
þar sem hann ætlar sýna tvo leik-
þætti á Norrænu kvennaráð-
stefnunni í Osló þann 2. ágúst.
Þetta er fyrsta utanlandsferð
leikhópsins og hefur hann verið
önnum kafinn við æfingar und-
anfarnar vikur.
Leikhópurinn heldur utan 29.
júlí og sýnir í „Friðartjaldi“ ráð-
stefnunnar. Sýndir verða tveir
stuttir leikþættir, „Sólin og vindur-
inn“ og „Síðasta blómið". „Sólin og
vindurinn" er fyrsta verkefni hóps-
ins þar sem leikaramir þurfa að
glíma við texta, en þeir hafa aðal-
lega fengist við látbragðsleik.
„Síðasta blómið" er aftur á móti
látbragðsleikur, fluttur við sam-
nefnt ljóð James Thurbers í þýðingu
Magnúsar Ásgeirssonar. Tónlistin
sem flutt verður í þeim þætti, er
eftir Eyþór Arnalds og er hún sérs-
taklega samin fyrir þessa sýningu.
Anna Birgis sá um að hanna bún-
inga, en hún er í hópi kvenna er
kalla sig „Perluvini". Áhugamál
þeirra er að liðsinna leikhópnum og
hefur stuðningur þeirra verið ómet-
anlegur, að sögn Sigríðar Eyþórs-
dóttur, leikstjóra.
Þegar blaðamaður hitti hópinn á
æfíngastað hans í Bjarkarási var
greinilegt að margir voru farnir að
undirbúa sig fyrir ferðina, enda lá
spenna og tilhlökkun í loftinu. Dval-
ið verður 12 daga í Osló, en auk
þess að leika ætlar hópurinn að
nota tækifærið og fylgjast með
störfum ráðstefnunnar. I ferðina
fara tíu leikarar ásamt leikstjóra,
foreldri og tveimur kennurum.
Nokkrir aðilar hafa styrkt þau til
fararinnar, sagði Sigríður, en þó
ekki svo að þau hafi upp í allan
kostnað.
Utanlandsferð kom fyrst til tals
hjá Perlunni á síðasta ári, en þær
áætlanir urðu ekki að veruleika
fyrr en þeim barst boð um að koma
fram fýrir Islands hönd í dagskrá
í þágu friðar á Norrænu kvennaráð-
stefnunni. Þá hefur þeim einnig,
sagði Sigríður, verið boðið að koma
til Bandaríkjanna á næsta ári og
taka þátt í Listahátíð fatlaðara, sem
haldin verður í Washington D.C.
Bréfaskriftir eru nú í gangi milli
Perlunnar og forsvarsmanna hátíð-
arinnar, sem er hópur er kallar sig
Very special art.
Leikhópurinn Perlan var stofnað-
ur árið 1982 og hefur Sigríður
Eyþórsdóttir verið leikstjóri og leið-
beinandi hópsins frá upphafi. Hún
kennir jafnframt leikræna tjáningu
við Þjálfunarskólann, en kjarni
þeirra nemenda er í Perlunni. Mark-
mið leikhópsins er að sýna leikrit á
sviði og í sjónvarpi. Þau er öll mikl-
ir áhugamenn um leikhús og farj
Olíuverðshækkunin:
MorgunblaðiO/ BAK
Birgir ísleifur Gunnarsson skoðar handrit bókarinnar ásamt
Örlygi Hálfdanarsyni útgefanda og öðrum ritsjóranum, Sigríði
Harðardóttur. Á bak við má sjá einn af aðstoðarritstjórunum,
Hálfdan Ó. Hálfdanarson.
oft saman að sjá sýningar. Draum-
urinn er auðvitað að eignast eigið
leikhús. Áhuginn á viðfangsefninu
leynir sér a.m.k. ekki, eins og blaða-
maður Morgunblaðsins fékk að
sannreyna er hann var viðstaddur
æfingu hjá hópnum. Á döfinni hjá
þeim er að gefa út leiklistarblað,
einskonar fréttablað, með myndum
og greinum eftir þau sjálf.
Hermenn í „Síðasta blóminu".
Verðlagsstofnun er
stímpill fyrir olíufélögin
segir Kristján Ragnarsson
„ÞESSAR hækkanir á olíunni
þýða 50 til 60 milljóna beina út-
gjaldaaukningu hjá útgerðinni.
Gasolíuhækkunin skiptir okkur
mestu máli, en hækkunin á svart-
olíu snertir okkur einnig óbeint
gagnvart loðnuverksmiðjunum.
Hún gerir þær vanhæfari til þess
að borga okkur hærra loðnu-
verð,“ sagði Kristján Ragnars-
son, framkvæmdastjóri Lands-
sambands íslenskra útvegs-
manna, þegar hann var spurður
um áhrif hækkunar á olíu. „Verð-
lagsstofnun er bara stimpill fyrir
olíufélögin að þessu leyti því með
hliðsjón af innkaupsverði var til-
efni til þess að lækka olíverðið
um 10 aura, en ekki hæl'ka það.“
Eins og kunnugt er heimilaði
Verðlagsráð á fundi sínum á mið-
vikudag hækkun á gasolíu um 3,4%
og svartolíu um 6,8%. Olíufélögin
fóru hins vegar fram á 10% hækkun
á gasolíu og 9% á svartolíu og rök-
studdu Bfeiðni sína með kostnaðar-
hækkunum innanlands.
Olíufélögin fengu verulega
hækkun í fyrra, eða 28%. Þau höfðu
1,70 kr. í álagningu á hivern lítra
af gasolíu en hafa núna 2,39 kr.
eða 41% hærri álagningu. Að mínu
mati væru miklu æskilegra að olíu-
verð yrði gefið fijálst og að það
myndaðist einhver samkeppni,"
sagði Kristján.
„Það sem mér finnst sérstaklega
einkennilegt við þetta er að fulltrúi
ríkisstjórnarinar í Verðlagsráði
beitir sér fyrir þessari hækkun
álagningar, sem er langt umfram
verðbólgu. Svo verða menn voða-
lega hissa á því að það séu erfiðleik-
ar og það er talað um að sjávarút-
„Það hefur ekki verið tekinn
afstaða til þess ennþá, en vafa-
laust verður sótt um gjaldskrár-
hækkun innan skamms tíma. Við
hækkuðum gjaldskrá okkar
síðast 26. apríl um 13%, en síðan
hafa náttúrulega orðið ýmsar
breytingar og auðvitað bætir
þessi hækkun í sarpinn," sagði
Guðmundur Einarsson, forstjóri
Ríkisskipa, þegar hann var innt-
ur eftir því hvort fyrirtækið
hygðist sækja um gjaldskrár-
hækkun í framhaldi af hækkun
vegurinn sé illa rekinn þegar á hon-
um dynja endalausar hækkanir og
stjómvöld standa fyrir því. Okkur
þykir hart að greiða 9,20 kr. fyrir
gasolíuna hér á sama tíma og hún
kostar okkur 5,50 bæði í Bretlandi
og Þýskalandi. En forsvarsmenn
Verðlagsstofnunar vilja að svona
sé þetta og það verður þá að hafa,
en það er ekki með okkar sam-
þykki," sagði Kristján.
á olíuverði.
„Það hefur þótt rétt að dragast
ekki aftur úr vöruflutningabifreið-
um með gjaldskrárhækkanir og við
munum fylgjast með þeim. Stjórn-
arfundur verður hjá fyrirtækinu í
lok þessa mánaðar og þá verður
sjálfsagt fjallað um það,“ sagði
Guðmundur.
Ríkisskip kaupir nær alla sína
olíu hérlendis og segir Guðmundur
það ekki vera oft sem skip þeirra
eigi erindi út fyrir landsteinana þar
sem ódýrari olíu er að fá.
Ríkisskip:
Vafalaust sótt um
hækkun fljótlega