Morgunblaðið - 16.07.1988, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 16.07.1988, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. JÚLÍ 1988 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aðstoðarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Árvakuf, Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guðmundsson, BjörnJóhannsson,. ÁrniJörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst IngiJónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 800 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 70 kr. eintakið. Rfkið, SÍS og landsbyggðin Deilur og umræður um ýmsa grundvallarþætti í stjóm efnahagsmála okkar eru jafn sveiflukenndar og þróun dollafans. Á síðustu níu mánuð- um hækkaði gengi hans úr 36,50 krónum í 46 krónur. Hefur stundum munað um minna til að koma útflutningi til Bandaríkjanna á réttan kjöl. O g er ekki enn séð fyrir endann á sveiflu dollarans upp á við. Nú er hart tekist á um það, hvort Þjóðhagsstofnun hafí skýrt satt og rétt frá, þegar hún lýsti dökkum horfum í af- komu ríkissjóðs á árinu. Jón Baldvin Hannibalsson, fjár- málaráðherra, heldur því fram, að stofnunin hafí sent frá sér villandi upplýsingar um ríkis- fjármálin. Þórður Friðjónsson, forstjóri Þjóðhagsstofnunar, segir á hinn bóginn, að ríkis- fjármálakaflinn f endurskoð- aðri þjóðhagsspá sé eingöngu lýsing á tölum og staðreyndum og um þær tölur og staðreynd- ir sé enginn ágreiningur enda gefí þær eðlilega mynd af stöðu ríkisfjármála. Deilan snýst um hver hallinn á ríkissjóði, sem var 3,7 milljarðar fyrstu fímm mánuði ársins, verði í árslok. Úr henni fæst ekki skorið með óyggjandi hætti fyrr'en dæmið verður gert upp um áramótin. Telur Þjóðhagsstofnun, að er- fítt verði að hala inn þennan halla á síðari hluta ársins, en fjármálaráðherra segir áætlan- ir sínar gera ráð fyrir að tekjur streymi í ríkissjóð næstu mán- uði og unnt sé að treysta því að síðustu áætlanir fjármála- ráðuneytisins um að hallinn verði 500 milljónir króna í árs- lok standist. Óþarft er að minna á að gengið var fellt á dögunum. Töldu ýmsir sjá þess merki, þegar þær ákvarðanir voru teknar, að hart væri þrýst á málið af hálfu framsóknar- manna vegna hagsmuna Sam- bands íslenskra samvinnufé- laga (SÍS). Guðjón B. Ólafsson, forstjóri SÍS, segir á hinn bóg- inn í Morgunblaðssamtali í gær, að tvær gengisfellingar á árinu hafí sett strik í reikning- inn hjá SÍS, en rekstur þess sé mjög erfíður um þessar mundir. „Gengisfellingamar voru að vísu algerlega nauðsyn- legar fyrir útflutnings- og sam- keppnisgreinamar en þær komu engu að síður þungt nið- ur á rekstri Sambandsins, sér- staklega á stuttu tímabili,“ seg- ir Guðjón B. Ólafsson. Hér hefur verið drepið á tvö tilvik úr efnahagsstjóminni, sem minna okkur á þá erfið- leika, sem við er að etja. í jafn mikilli verðbólgu og nú er og við þær breytingar sem orðið hafa á gengi krónunnar, geng- ur jafnt ríkissjóði sem stórfyrir- tækjum erfíðlega að fóta sig. Höggið sem SIS verður fyrir vegna gengisfellingarinnar hefur lent með sama hætti á öllum öðrum. En samt á sú skoðun ótrúlega marga tals- menn, að innspýting af þessu tagi sé nauðsynleg til að sjúkl- ingurinn hjari áfram. Öll rök hníga hins vegar að því að aðr- ar ráðstafanir séu óhjákvæmi- legar til að Iækning takist. í Morgunblaðssamtalinu kveður Guðjón B. Ólafsson fast að orði þegar hann segir: „Landsbyggðin er bókstaflega að hrynja.“ Hann telur á hinn bóginn „að menn séu aðeins famir að kveikja og skilja það, að það em feiknariegir erfíð- leikar út um allt land“. Síður en svo skal gert lítið úr þessum orðum forstjóra SÍS. Stórfyrir- tækið sem hann stjómar hefur ríkum skyldum að gegna við landsbyggðina. Það hefur löng- um talið sig vaxtarbrodd henn- ar í atvinnurekstri og verslun. Þegar forstjóri SÍS segir að landsbyggðin -sé að hrynja byggjast þau ummæli á tölum sem hann hefur fyrir framan sig um stöðu og afkomu SÍS- fyrirtækja um land allt. Tölumar um afkomu ríkis- sjóðs sýna, að hann er ekki aflögufær, ef uppi em hug- myndir um að leysa vanda landsbyggðarinnar með pen- ingum þaðan. SÍS á fullt í fangi með sjálft sig og þarf að tak- ast á við gífurlegan innri vanda. Leita verður annað en þangað að lausnum fyrir lands- byggðina. Mestu skiptir auðvit- að, að á hveijum stað sníði menn sér stakk eftir vexti og hlúi að þeirri atvinnustarfsemi, sem skilar þeim og byggðarlagi þeirra bestum tekjum. Saman- burður við aðra, metingur milli héraða eða átölur í garð höfuð- borgarsvæðisins forða engu eða engum frá hmni. Blóðbað í Sumgait: FJÖLSKYLDUl AFMÁÐAROG REIFABÖRN M í lok febrúar sl. birtust í fjölmiðl um fréttir um óeirðir í Sumgait, næststærstu borg í Sovétlýðveldinu Azerbajdzhan. Oeirðimar stóðu í þijá daga, og samkvæmt opin- berum sovéskum tölum féllu 32 í þeim, þar af 26 Armenar. En óeirð- ir þessar tengdust gömlu ágrein- ingsefni Azerbajdzhana og Armena um yfírráð fjallahéraðsins Naq- omo-Karabak, sem er hátt í Kákas- us-fjöllum, milli tveggja sovétlýð- velda, Armeníu og Azerbajdzhans. Meirihluti íbúa Naqomo-Karabaks er armenskur, en þeir hafa lotið yfírráðum Azerbajdzhana síðan 1923. Vestrænir fjölmiðlar hafa ekki fengið aðgang að þessum óeirða- svæðum, en fréttir herma þó, að hin rétta tala látinna sé a.m.k. 100. Óeirðimar í Sumgait bmtust út sama. dag og í útvarpinu var skýrt frá því, að tveir — af nöfnunum að dæma azerbajdziskir — menn hefðu dáið í Aqdam, sem er í ná- grannahéraði Naqomo-Karabaks. Þó að sovéska fréttastofan TASS hafí skýrt frá fómarlömbum óeirð- anna í Sumgait — sem í sjálfu sér er óvenjulegt — reyndi hún að gera lítið úr þeim og lýsti þeim sem skrílslátum. Fyrstu frásagnir sjón- arvotta eru aftur á móti á allt ann- an veg. Samkvæmt þeim var fólk af armenskum ættum drepið á hrottalegan hátt og stóðu ofsókn- imar í þijá daga. Eftirfarandi grein er byggð á útvarpsþætti Mikails Lotmans, sem er rannsóknarmaður við stjóm- fræðistofnun Vísindaakademíunn- ar í Eistlandi. Lotman dvaldist í Armeníu og Grúsíu í apríl sl. og hitti þar fólk sem hafði flúið frá Azerbajdzan. Hann tók upp viðtöl við þetta fólk og birtast hér nokkur þeirra í orðréttri þýðingu. Þáttur Lotmaqs var nýlega sendur út í næturdagskrá eistlenska útvarps- ins, sem heyrðist í Finnlandi. Hann var tekinn upp og birtur í fínnska dagblaðinu Helsingin Sanomat 3. júlí. Þessi viðtöl eru að því leyti einstæð, að í þeim fær fólk í hinum vestræna heimi í fyrsta skipti að vita, hvað í raun og vem gerðist í Kákasus í vetur. „Þetta byijaði þann 27. febrúar. Þann dag var fjöldafundur á torg- inu. — Rekið Armena úr Sumgait! Við heimtum blóð Armena! Drepum Armena! — stóð á kröfuspjöldun- um, sem Azerbajdzhanar bám. Borgamefnd flokksins og leiðtogar lýðveldisins komu fram á pallinum. Um kvöldið gekk fyrsti ritari borg- amefndarinnar í fylkingarbijósti. Honum var fenginn í hendur hinn græni fáni múslimanna. Fylkt var liði gegnum borgina, bflar vom stöðvaðir. Ef bíllinn var með arm- enskt skrásetningamúmer, var hann brenndur, þó að eigandinn væri Azerbajdzhani. Ef bíllinn var í eigu Armena, var eigandinn drep- inn. Rútubflastöðin var tekin, Arm- enar vom dregnir út úr vögnunum Lýsingar sjónarvotta á ofsóknum á hendur Armenum í Sovétríkjunum og þeir drepnir. Atburðir næsta dags vom hræði- legir. Þeir byijuðu í 3. hverfí borg- arinnar. Meirihluti Armena bjó þar. Ekki ein einasta íbúð var látin í friði. Ég sá þetta sjálfur. í okkar húsi bjuggu þijár armenskar fíöl- skyldur. Allar vom drepnar. í okk- ar hverfishluta bjargaðist enginn nema ég. Ég sá með eigin augum, hvemig kveikt var í húsinu, konan var drepin, dótturinni kastað í eld- inn. Heilar fjölskyldur vom af- máðar, reifabörnum kastað út nöktum. Hafíð miskunn, ég get ekki haldið áfram sögunni. Vitið bara, að allt þetta og meira gerð- ist.“ Þannig farast Artom Shanov, rafvirkjameistara, orð um blóð- baðið i Sumgait. Frá örlögum eins skyldmenna sinna segir Shanov á þessa leið: „Sogomon Milkumjan var drep- inn þann 29. Hann var vel þekktur í Sumgait, jafnvel formaður fram- kvæmdanefndarinnar var vinur hans. Hann hlýtur að hafa trúað, að sér væri borgið. Tveir synir hans, dóttir hans og kona vom drepin, aðeins tengdadótturinni tókst að bjarga sér út um svalim- ar. Tengdadóttirin var bróðurdóttir mín. Fötin vom rifín af Sogomon, og hann var pyntaður úti á götunni. Að lokum helltu þeir bensíni yfír hann og brenndu hann lifandi. Konan hans var barin innan dyra, en henni tókst að komast út á götu og þar lá hún illa slösuð. Drepið hana! hrópuðu azerbajdzhiskir unglingar. Þeir börðu hana til dauða með keflum sínum. Tengdason bróður míns, Edik Milkumjan, brenndu þeir á báli. Bróðurdóttirin grét og sagði, að af Edik hefði ekkert ver- ið.eftir nema smáhrúga af ösku.“ Russana Avakjan, skrifstofu- maður, segir frá á þessa leið: „Mamma kom heim úr vinnu þann 28. og fór að rífa nafnskjöld- inn af hurð okkar. Við spurðum, af hveiju hún gerði það — þetta væri okkur til skammar, nágrann- amir gætu haldið, að við væmm hrædd. Mamma svaraði, að við vissum ekki, hvað hún hefði séð: í 3. hverfí var farið inn í íbúðir manna. Á biðstöðinni hafði hún séð unga konu sem hafði verið drepin; um hálsinn á ungabami konunnar hafi verið bundið snæri og það dregið í burt með því. Klukkan sex komu þessir mis- yndismenn á vettvang. Þeir klifr- uðu upp á fjórðu hæð nágranna- hússins, en þar var enginn eftir. Þeir köstuðu öllu út og brenndu það. Síðan fóm þeir á fimmtu hæð. Það bjuggu Armenar. Þeir rifu fötin af dóttur minni, ég sá sjálf hvernig hún var leidd út. Móðir hennar og bróðir vom barin í tröppuganginum. Stúlkan hrópaði til þeirra á azerbajdizhansku og sagði: „Bræður, hættið! Hafið mis- kunn!“ En þeir svömðu: „Við emm ekki bræður þínir, þorpari!" Hún var barin og síðan leidd inn í te- hús. Þar var henni misþyrmt og að lokum nauðgað. Fyrst var heitu tei hellt yfír hana, síðan var hún brennd með vindlingum. Nágrann- ar mínir sögðu seinna, að stúlkan hefði misst vitið. Nú er hún á spítala. Hún heitir Galja. Ég veit einnig, að í 4. hverfí var ungbami kastað út af svölum. Þeg- ar þeir fóm að misþyrma móður- inni, hrinti hún kvölurum sínum burt af öllum mætti og hrópaði: „Mér náið þið ekki, ég skal fylgja barni mínu!“ Og kastaði sér niður. Bæði dóu. Ég bjargaðist með hjálp ná- granna míns, Gylmu Madmamedov, sem er Axerbajdzhani. Hún sagði mér, að fyrsta ritara borgamefnd- arflokksins, Muslimi Sade,- hefði verið fenginn fáni í hönd, og að hann hefði gengið fremstur í mann- fjölda með fánann í hendi sér. Nágranninn sagði, að rétt framan við nefíð á Muslim Sade hefði bíl verið velt. Inni í honum hefðu ver- ið azerbadzhisk kona og tvær-þijár armenskar konur auk azerbajd- zisks bflstjóra. Það var kveikt í bflnum. Bílstjórinn bað: „Ekki drepa mig, ég er Azerbajdzhani!“ Honum var sagt: „Hvað ert þú þá að gera í bíl með Armenum?" Bíllinn var brenndur. En Muslim Sade snéri sér ekki einu sinni við, þó að verið væri að drepa fólk fyr- ir augunum á honum.“ Sorot Axermajan segir frá: „Þann 27. febrúar átti eiginkona náfrænda míns afmæli. Fjölskylda okkar fór til að óska henni til ham- ingju, en ég varð eftir heima. Seinna sá ég 500—600 manns úti á götu. Ég fór á svalimar. Á hæð- inni fyrir ofan býr Azerbajdzhani. Hann kallar: „Zora, komdu til okk- ar. Annars geta þeir komið og drep- ið þig.“ Ég fór ekki heldur flýtti mér niður. Ég tók leigubíl og ætl- aði til fjöskyldu minnar. Á Lenín- torginu sá ég að mannfjöldi hafði safnast saman fyrir framan hús flokksnefndarinnar. Ég steig út úr bflnum. Ég sá að fundarstjórinn var ung og falleg kona; hún var í tískufötum. Þetta var annar ritari borgamefndarflokksins, Bair- amova. Eftir þessa blóðugu helgi vorum við flokksfélagamir í borginni kall- aðir saman til funda hjá borgar- nefndinni. Einn ungur maður reis úr sæti og sagði: „Ég heyrði með
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.