Morgunblaðið - 16.07.1988, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 16.07.1988, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. JÚLÍ 1988 3 Lékufótbolta eftir bílveltu Lagfæringar á Vesturíandsvegi í Mosfellsbæ v S S •s * ' \ -* Hringtorg % \ v. Álafossveg * *“. * *■»* _ ** ' > *•* *» ♦. *, * *. • / -V /» * *’■».** ■ Hlégarður ^ “ \ - ** -•* > A '72-2/ . - * w ^* | - ^egur ■**■•*' ■ív_ . * ^ *”■*> ■v , V- Undirgöng ' ■* * _ 4 » * ,av • * v y 6b ■ * *♦ • . **v ' •— Hringtorg v. Langatanga " q L * • t ✓ • 500 m 1 Morgunblaóió/ GÓI Mosfellsbær: Hringtorg og undirgöng undir Yesturlandsveg „ÞETTA fór betur en á horfðist. Það sem bjargaði mér frá því að brotna saman var að við skild- um leika eins og ekkert hefði í skorist," sagði Þorgerður Sig- urðardóttir leikmaður kvenna- liðs Skallagríms i knattspyrnu. Fimm stúlkur úr liðinu lentu i bílveltu á leið til kappleiks síðast- liðið fimmtudagskvöld. Þær létu óhappið þó ekki aftra sér frá því að hefja leikinn á réttum tíma. Heimamenn á Hellissandi báru sigur úr bítum, með tveimur mörkum gegn einu. „Bílveltan hefur sennilega haft einhver áhrif á úrslitin,“ sagði Þorgerð- ur. Bíllinn er gjörónýtur en stúlk- urnar sluppu ómeiddar. Stúlkumar úr Skallagrími höfðu samflot á þremur bílum úr Borgar- nesi. Þegar komið var á Fróðár- heiðina dró sundur með fremsta bílnum og þeim sem Þorgerður ók. Óhappið varð með þeim hætti að hún missti stjórn á bílnum í lausa- möl. „Ég fékk ekki við neitt ráðið. Hafnir: Þriggja tonna trilla sökk BOGI KE, sem er þriggja tonna plasthraðbátur notaður til hand- færaveiða, sökk í höfninni í Höfnum í hvassviðri sem gekk yfir Suðurnes í gærdag. Trillukarlar í Höfnum hafa löng- um átt í erfiðleikum með báta sína þegar hvessir skyndilega og gerir mikið brim, því þá gengur linnu- laust yfir hafnargarðinn. Ef ekki tekst að forða bátunum úr höfninni í var í vogi skammt frá, eru bátarn- ir í mikilli hættu eins og nú gerð- ist. Á seinna flóðinu í gær, rétt fyrir kl. 19 kom mikið brot sem sökkti trillunni. Eigandinn var í gærkvöldi að reyna að bjarga trill- unni með aðstoð krana, svo ekki lá fyrir hversu illa hún hefði skemmst. Kr. Ben. Við vorum til allrar hamingju á lítilli ferð og það greip mig engin hræðsla á meðan þetta var að ger- ast. Bíllinn fór út af veginum, valt á hliðina og stöðvaðist þar. Mér var brugðið og leið eflaust betur af því að geta farið að spila,“ sagði hún. Stúlkurnar stöðvuðu bíl á heið- inni og fékk ein þeirra far með honum til Ólafsvíkur. Þar náði hún í vinafólk sitt sem ók stúlkunum til Hellissands. Óhappið tafði þær aðeins um hálftíma. Þetta var fyrsti leikur Vesturlandsmótsins í kvennaknattspyrnu. Skallagríms- stúlkurnar taka ekki þátt í íslands- mótinu að þessu sinni en heyja þess í stað keppni við þijú lið af Snæ- fellsnesi. Skyndihjálp fyrir verslun- armannahelgi Skyndihjálparnámskeið verð- ur haldið á vegum Reykjavíkur- deildar Rauða kross íslands í til- efni verslunarmannahelgar og hefst það þann 20. júlí. Nám- skeiðið verður haldið að Oldu- götu 4 og er öllum 14 ára og eldri heimil þáttaka. Fjöldi þátt- takenda er takmarkaður. Kennt verður námsefni sem Rauði krossinn tók nýlega í notkun en nokkuð er um nýjungar í því. í frétt frá Reykjavíkurdeildinni segir að aðaláherslan verði lögð á fyrirbyggjandi aðgerðir. Kennt verður hjartahnoð, fyrsta hjálp við bruna, kali og eitrunum. Einnig meðferð beinbrota og stöðvun blæð- inga og fjallað um varnir gegn slys- um í heimahúsum. í fréttinni segir að æskilegt sé talið að rifja upp skyndihjálpar- riámskeið árlega og taka það annað hvert ár. Námskeiðinu lýkur með prófi sem hægt er að fá metið í flestum framhladsskólum. VEGAGERÐ ríkisins hefur aug- lýst eftir tilboðum í gerð tveggja hringtorga á Vesturlandsvegi í Mosfellsbæ og tviskiptra undir- ganga fyrir gangandi vegfarend- ur og hestamenn við Brúarland. Áætlaður kostnaður við verkið er um 16 milljónir króna og á því að vera lokið 1. október næst- komandi. Hringtorgin verða á Vesturlands- í frétt frá flugmálastjóm segir að hækkunin sé til að mæta for- sendum fjárlaga um framkvæmdir í flugmálum. Flugvallagjald vegna millilandaflugs hefur verið óbreytt frá 1. mars 1986, en gjald vegna innanlandsflugs frá 1. júlí 1987. Börn á aldrinum 2-12 ára greiða vegi við Langatanga og við vega- mótin að Álafossi. „Þetta verða rúmlega helmingi minni hringtorg en þau sem við eigum að venjast og eru fyrst og fremst sett þarna til að ná niður umferðarhraða," sagði Jón Helgason yfirverkfræð- ingur á brautardeild. „Þessi torg eru víða á Bretlandi og Norðurlönd- in hafa verið að taka þau upp.“ Vegagerðin mun mæla hvaða áhrif torgin hafa á umferðarhraða hálft gjald, og yngri börn en 2 ára gömul ekkert. Magnús Oddsson sagði að þessi stutti fyrirvari kæmi illa við erlenda ferðamenn sem hefðu gengið frá sínum ferðum miðað við það verð sem væri í gildi í viðkomandi lönd- um. Hið sama hefði verið uppi á á þjóðvegum og sagði Jón að ef þau kæmu ekki að gagni yrði gripið til frekari ráðstafana. „Það er erfitt að hafa áhrif á sálarlíf ökumanna og þá sérstaklega íslenskra," sagði hann. Reynt verður að halda umferð- inni sem mest á Vesturlandsvegi meðan á framkvæmdum stendur og verður henni beint meðfram vinnusvæðunum. teningnum þegar fimm dollara gjald vegna Flugstöðvar Leifs Eiríksson- ar hefði verið sett upp í október í fyrra. Hins vegar hefði verið rétt að málum staðið þegar hækkun flugvallargjalds úr 250 krónum í 750 krónur hefði verið tilkynnt á sínum tíma, en það hefði verið gert með sex mánaða fyrirvara. „Það er sagt að nær fyrirvara- laus verkföll hafi orðið til að skapa vantraust á íslandi sem ferða- mannalandi, en svo bætast þessar tvær skattahækkanir á sama ferða- mannatímabilinu með stuttum fyr- irvara," sagði Magnús. FlugvaUagjald hækkar um 20% Samgönguráðuneytið hefur heimilað hækkun flugvallagjalds um 20% þann 1. ágúst næstkomandi, úr 750 krónum í 900 fyrir farþega sem fara frá Islandi og úr 100 krónum í 120 fyrir farþega innan- lands og til Grænlands og Færeyja. „íslendingar hrökkva kannski ekki upp við skattahækkun um 150 krónur, en það nálgast það að vera dónaskapur gagnvart erlendum ferðamönnum að tilkynna þetta með aðeins hálfs mánaðar fyrirvara," sagði Magnús Oddsson, mark- aðsstjóri hjá Arnarflugi. Rokkað á Miklatúni gegn aðskilnaðarstef nunni Ljósmynd/BS Sykurmolarnir í reykjarkófi. Þeir munu leika á Miklatúni til stuðn- ings frelsunar Nelsons Mandela sjötugum. „FRELSUM Mandela sjötug- an“, er yfirskrift útihátíðar sem efnt verður til á Miklatúni á morgun. Hátiðin hefst með blandaðri dagskrá kl. 13.00, en kl. 14.30 hefjast tónleikar undir heitinu „Rokk gegn apartheid" þar sem margir af þekktustu popptónlistamönnum landsins munu koma fram. Bein útsend- ing verður frá tónleikunum í Sjónvarpinu og jafnframt á Rás 2. Það eru samtök er nefnast Suður-Afríkusamtökin gegn apartheid sem efna til þessarar hátíðar. Tilefni hennar er það að næstkomandi mánudag verður Nelson Mandela sjötugur, en hann hefur setið í fangelsi í Suður- Afríku í rúm 26 ár. Hefur mikilli alþjóðlegri herferð verið hrint af stað í tilefni þess sem miðar að því að fá hann lausan á sjötugsaf- mælinu. Liður í þeirri herferð voru meðal annars tónleikarnir á Wem- bley 11. júní sem að hluta var sjónvarpað beint til íslands. Hátíðin hefst með blandaðri dagskrá kl. 13.00, eins og áður sagði, þar sem fram koma m.a. Bjartmar Guðlaugsson og Laddi, auk þess sem sem Guðrún Helga- dóttir mun lesa út bókum sínum og brúðuleikhús verður á staðn- um. Einnig verður Sveinbjörn Beinteinsson alsheijargoði með gjörning. Á myndtjaldi verða sýnd myndbönd frá Suður-Afríku og um ævi Nelsons Mandela. Tónleikarnir „Rokk gegn apart- heid“ heíjast svo um 14.30 og mun fjöldi þekktra rokktónlista- manna koma þar fram. Þeirra á meðal eru Megas, Bubbi Mortens, Egill Ólafsson, Bjarni Tryggva og hljómsveitirnar Sykurmolarnir, Langi Seli og Skuggarnir, Síðan skein sól, Frakkarnir og Gildran. Kynnir á tónleikunum verður Sjón. Eins og áður sagði verður bæði útvarpað og sjónvarpað frá tónleikunum. Allir þeir sem fram koma á þessari útihátíð munu gefa vinnu- framlag sitt. Þann ágóða sem verða mun af skemmtuninni hyggjast Suður-Afríkusamtökin verja til aðstoðar börnum og ungl- ingum sem fangelsuð hafa verið og pyntuð af stjórnvöldum í Suð- ur-Áfríku. í tengslum við hátíðina hefur verið gefinn út bæklingur um málefni Suður-Afríku og verður honum dreift á útihátíðinni. For- sala á vegabréfum er veita aðgang að hátíðinni verður í dag í Kringl- unni, á Lækjartorgi og á skrif- stofu Suður-Áfríkusamtakanna á Klapparstíg. Þá verða vegabréf seld á staðnum á morgun og er verð þeirra 500 krónur fyrir full- orðna en ókeypis fyrir böm yngri en tólf ára. _
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.