Morgunblaðið - 16.07.1988, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 16.07.1988, Blaðsíða 52
52 MORGUNBLAÐŒ) IÞROTTIR LAUGARDAGUR 16. JÚLÍ 1988 foám FOLX ■ RAMON Diaz, argentínski leikmaðurinn, sem undanfarin tvö ár hefur leikið með Firenze, hefur áhuga á að leika með Inter á næsta ári. Inter vill samn- Frá ing við Diaz og Brynju sænski þjálfari Fi- Tomer orentina, Eriks- son, vill losna við hann og fá í staðinn Casagrande, þannig að í fljótu bragði gæti málið virst afar einfalt. En ráðamenn fé- laganna flækja málið endalaust og reyna hvorrir um sig að ná sem bestum leikmönnum á sem lægstu verði. ■ ANDREA Camevale, leik- maður Napólí sem lék á íslandi á móti íslenska ólympíulandsliðinu, hefur samið frið við Bianchi þjálf- ara. í vor, þegar Napólí gekk ekki sem best í deildinni, gaf Carnevale ásamt þremur öðrum leikmönn- um Napólí út opinbera yfirlýsingu þar sem lýst var yfír vanhæfni Bianchis þjálfara. Það væri honúm að kenna hversu illa liðinu gengi að leika saman. Innan félagsins fór allt í háaloft í kjölfar þessarar yfír— lýsingar og voru fjórmenningarnir ekki látnir leika meira það sem eft- ir var keppnistímabilsins. „Fyrst Napóli seldi mig ekki til Roma í fyrra og til Juventus í ár er það merki þess að liðið þurfi á mér að halda. Ég sé eftir að hafa gefíð út þessa yfírlýsingu í vor, og hef beð- ið Bianchi afsökunar. Ég geri það sem í mínu valdi stendur til að við vinnum aftur í deildinni og það er mikil samstaða um það hjá okkar leikmönnum." ■ PREBEN Elkjær, hinn 31 árs gamli danski leikmaður Verona, hefur farið þess á leit við Verona að leika með liðinu á næsta ári. Framkvæmdastjóri félagsins vill hins vegar selja hann, því það hefur þegar þrjá erlenda leikmenn í lið- inu, en það er hámarkstala erlendra leikmanna í ítölskum 1. deildar lið- um. Upphaflega vildi Verona selja Berthold, en enginn hafði áhuga á að kaupa hann. En félagið hefur mikinn áhuga á að fá til liðs við sig argentínska leikmanninn Troglio, og því verður að „losna við“ einn útlendinginn sem er fyrir í liðinu. Elkjær varð fyrir valinu og er nú á sölulista, en því fer verr að hann vill ekki fara. Hann hefur leikið með Verona í fjögur ár og á síðasta tímabili skoraði hann sjö mörk, og alls hefur hann skorað 32 mörk. KÖRFUKNATTLEIKUR / ÚRVALSDILD Valur þjálfar Tindastól Bandaríkjamaðurtekurvið starfi hans hjá Njarðvík Valur Ingimundarson. VALUR Ingimundarson, landsliðsmaður í körfuknatt- leik, hefur verið ráðinn þjálf- ari nýliða Tindastóls frá Sauðárkróki. Ekkert varð úr því að Bandaríkjamaðurinn Daníel Dunne kæmi til Tinda- stóls, þannig að Valurtekur við stjórninni. Tindastóll hefur einnig fengið tvo nýja leikmenn til liðs við sig. Það eru Breiðabliksmennirnir Kristján Rafnsson og Guðbrandur Stefánsson. Njarðvíkingar hafa ráðið Banda- ríkjamanninn Kris Fadness sem þjálfara. Hann tekur við starfí Vals, sem hefur þjálfað Njarðvík- inga undanfarin ár. Sturla Örlygsson, leikmaður Njarðvíkurliðsins, hefur ákveðið að að leika ekki með Njarðvík næsta vetur. Hann hefur ekki ákveðið með hvaða félagi hann ætlar að leika. Aðrir leikmenn Njarðvíkurliðsins eru ekki á för- um. KÖRFUKNATTLEIKUR Strák- arnir stóðusig vel gegn Spán- verjum DRENGJALANDSLIÐIÐ íkörfu- knattleik, skipað leikmönnum 16 ára og yngri, sem er nú á keppnisferðalegi í Portúgal, stóðu sig vel í fyrsta leik sínum í gærkvöldi. Þeir veittu Spán- verjum, sem eru taldir með besta liðið í móti í Aceiro, harða keppni. Máttu þola tap, 70:76. Eg er ánægður með leik strákanna. Þeir byrjuðu vel og komustyfir, 20:15. Spánverjarjöfn- uðu, 25:25, og komust yfír, 32:40, fyrir leikshlé. Við náðum að jafna, 61:61, og eftir það skiptust liðin á að hafa forustu. Við vorum með knöttinn þegar 40 sk. voru til leiks- loka, og Spánverjar yfir, 70:72. Náðum ekki að skora og Spánverjar skoruðu síðustu fjögur stig leiks- ins,“ sagði Jón Sigurðsson, þjálfari drengjaliðsins, í samtali við Morg- unblaðið í gærkvöldi. Strákamir komu á óvart, því að fyrirfram var búist við að þeir yrðu auðveld bráð fyrir Spánvetja. Jón Amar Ingvarsson úr Haukum var Morgunblaðið/Einar Falur DrengjalandsliAidi sem er nú í keppnisferð í Portúgal. besti leikmaður vallarins - setti 30 stig. Marel Guðlaugsson, Grindavík, kom næstur á blaði með 14 stig og þeir Aðalsteinn Hrafnkelsson, ÍR og Nökkvi Már Jónsson, Keflavík, settu átta stig. „Allir strákarnir léku vel og voru landi sínu til sóma,“ sagði Jón. Aðrir leikmenn í drengjaliðinu, eru: Sigurður Jónsson, Haukum, Hjörtur Harð- arson, Keflavík, Heiðar Guðjónsson, Hauk- um, Bergur Hinriksson, Grindavik, Kristinn Jónasson, Keflavík, Birgir Guðfinnsson, Keflavik, Eggert Garðarsson, ÍR og Arnar Grétarsson, Haukum. Strákamir leika gegn portúgalska landsliðinu í dag, en það lagði meistaralið Portúgal, skipað eldri leikmönnum, 73:71. Þessi æfingaferð er liður í undir- búningi fyrir Evrópukeppni dren- gjalandsliða, sem fer fram í Belgíu í apríl næsta vor. ísland leikur þar í riðli með Belgum, Hollendingum og Frökkum. SIGLINGAR íslandsmót unglinga Islandsmót unglinga í sigling- um á Optimist-bátum og Top- per-bátum fer fram á Fossvogi um helgina. íslandsmótið fer nú fram í tólfta sinn. Keppt verður eftir núgildandi reglum SÍL og IYRU. Alls verð- ur keppt á 60 bátum og eru þátttakendur á aldrinum 10 til 18 ára. Keppni hefst kl. 10.00 í dag, laugardag, og sunnudag. Eftir mótið verður ákveðið hvaða keppendur taki þátt í Norðurlandamóti unglinga sem fram fer í Danmörku. foám FOLK ■ GRAHAM Souness, fram- kvæmdastjóri Glasgow Rangers keypti í gær enska landsliðsmann- inn Gary Stevens frá Everton fyr- ir eina milljón punda. Souness hef- ur þar með varið 7 milljónum punda til kaupa á nýjum leikmönnum síðustu tvö ár. Stevens, sem er 26 ára varnarmaður, sagði mjög spennandi að fara til Rangers. Þar fengi hann einnig að komast í kynni við evrópska knattspyrnu en skozk lið eru ekki útilokuð frá Evrópu- keppni eins og ensku liðin. GOLF / OPNA BRESKA MEISTARAMOTIÐ Nick Price með forystu Severiano Ballesteros einu höggi á eftir Nick Price frá Zimbabwe hefur forystu eftir tvo fyrstu hring- ina á Opna breska meistaramótinu í golfi sem fram fer í Lytham St. Annes í Englandi. Spánveijinn Seve Ballesteros, sem hafði forystu eftir fyrsta dag keppninnar, er í öðru sæti með 138 högg. Price lék á 67 höggum í gær og er nú fimm högg- um undir pari vallarins, 137 högg. Ballesteros lék á 71 höggi í gær, en á 67 höggum á fímmtudag. Price, sem býr í Bandaríkjunum en er ríkisborgari í Zimbabwe, er fæddur í Suður-Ameríku en á enska foreldra. Hann er 31 árs og hefur aldrei unnið stórmót. Hann gerir sér nú vonir um að sá draumur gæti ræst. Veður var mjög óhaggstætt til golf- iðkunnar í gær vegna hvassviðris og setti það marga keppendur út af laginu. Röð efstu manna að loknum öðrum keppnisdegi er þessi: Nick Price, Zimbabwe........137 (70 67) Severiano Ballesteros, Spáni ....138 (67 '71) CraigfStadler, Bandaríkjunum.140 (72 68) Nick Faldo, Bretlandi.......140 (71 69) Andy Bean, Bandaríkjunum....141 (71 70) Fred Couples, Bandaríkjunum .142 (73 69) Sandy Lyle, Bretlandi.......142 (73 69) Bob Tway, Bandaríkjunum.....142 (71 71) Don Booley, Bandaríkjunum...143 (70 73) Isao Aoki, Japan............143 (72 71) Brad Faxon, Bandarikjunum....l43 (69 74) Howard Clark, Bretlandi.....143 (71 72) Gary Koch, Bandaríkjunum....143 (71 72) Andrew Sherborne, Bretlandi..l43 (71 72) Peter Senior, Ástralíu......143 (70 73) Ekluardo Romero, Arg:entínu....l43 (72 71) Wayne Riley, Ástralíu.......143 (72 71) Chip Beck, Bandarikjunum....143 (72 71) Reuter Nick Price frá Zimbabwe hefur forystu á Opna breska meistarmótinu í golfí eftir tvo hringi. ■ DANSKI landsliðsmaðurinn Klaus Berggreen, sem hefur leikið með Tórínó á Ítalíu, hefur verið seldur til Como. ■ HAMBURGER hefur áhuga á að kaupa danska landsliðsmanninn Preber-Elkjær Larsen frá Ver- ona. ■ GYORGY Mezey, var endur- ráðinn landsliðsþjálfari Ungveija- lands í gær, en hann sagði starfi sínu lausu eftir HM í Mexikó 1986. Mezey, sem tekur við af Laszlo Balint, er fimmti þjálfari ung- verska landsliðsins frá HM. Hann hefur verið þjálfari landsliðs Kuwa- it. ■ CESAR Menotti, fyrrum landsliðsþjálfari Argentínu, skrif- aði í gær undir átján mánuða samn- ing við argentínska félagið River Plate. Menotti fékk fyrir það 3.3 millj. kr. í vasann. ■ CARL Lewis náði bestum tíma í ár í 100 m hlaupi, þegar hann hljóp á 9.96 sek. í Indiana- polis í gær, en þar hefst úrtökumót Bandaríkajanna fyrir ÓL í Seoul í dag. Þetta er annar besti tími Lewis, sem hljóp á 9.93 sek. þegar Ben Johnson setti heimsemt sitt, 9.83 sek., á heimsmeistaramótinu í Róm í fyrra.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.