Morgunblaðið - 16.07.1988, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 16.07.1988, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. JÚLÍ 1988 17 Danmörk 5,2% i Norðurlönd f BandaríkinN Evrópu- bandalagið* 9,8% Danmörk^ 9,0% Norðurlöndi Bandaríkin Evrópu- bandalagið* Stofnríki 9,8% , ,. * Önnúr lönd bandalagsins* 6,0% Önnurlönd * Lönd sem gengu f EB eftir 1.1.1973 Útflutningur Færeyinga með funmtán ára millibili skiptist sem sjá má að ofan. Stoforíki Evröpu- bandalagsins* Morgunblafiiö / AM eyskt frystihús hófu nú frystingu ár“: Enn segir: „Coldwater er í dag eitt af stærstu fyrirtækjum sinnar tegundar í Bandaríkjunum. Það er ekki eingöngu bundið því að selja físk frá Islandi og Færeyjum undir vörumerkinu „Icelandic Brand", heldur kaupir það einnig inn frá Evrópu, Suður-Ameríku og Kanada. Fyrir Coldwater hefur það þýð- ingu að fá færeyskan fisk til sölu- meðferðar. Það styrkir stöðu fyrir- tækisins á markaðnum. Coldwater kemur sérstaklega vel að fá ýsuflök frá Færeyjum, sem og þorskflök og fleira." Að lokum segir í kaflanum um FFS og Coldwater: „Fiskasöla telur, að með sam- starfínu við Coldwater hafi hinn fjarlægi markaður í Bandaríkjunum verið bezt ræktaður. Aðra hvora viku fara farmar af frystum fisk- flökum frá Færeyjum í fiskmóttök- ur Coldwater í EJverett í Boston." Forustumenn Hinir hæfustu menn hafa verið í forystu fyrirtækisins frá upphafi. Fyrsti stjómarformaðurinn var Leif Waagstein frá Þórshöfn. Núverandi formaður er Aksel Hansen frá Þors- höfn. Fyrsti forstjóri Fiskasölu var Jens Christian Johannesen, lög- fræðingur, en hann hafði áður starfað sem fjármála- og sölustjóri hjá dönskum dagblöðum. Hann var mikill athafnamaður og lét mikið að sér kveða í Færeyjum meðan honum entist aldur. Jens Chr. Jo- hannesen lézt fyrir aldur fram árið 1958, aðeins 51 árs að aldri. Núverandi forstjóri er Birgir Daníelsen, verkfræðingur, en hann hefur gegnt því starfi frá árinu 1969. Forveri hans var Dánjal Niclasen, sem tók við Fiskasölu við fráfall Jens Chr. Johannesen. Dánj- al var virtur athafnamaður, sem hafði tekið virkan þátt í útgerð og fískvinnslu í áratugi áður en hann tók að sér Fiskasölu árið 1958. L/F Föroya Fiskasöla hefur nú starfað í 40 ár í þágu Færeyinga að útflutningi sjávarafurða. Á þess- um tíma hafa þrír forstjórar veitt fyrirtækinu forstöðu. Þar af hefur Birgir Danielsen verið forstjóri þess í tæp tuttugu ár. Segir það sína sögu um árangursríkt starf. Áður hafði Birgir gegnt ábyrgðarmiklu starfí hjá hinu heimsþekkta fyrir- tæki, Nestlé, sem hefur aðalstöðvar sínar í Sviss. Árið 1969 var hann kallaður heim til Færeyja til að taka við forstjórastarfínu. L/F Föroya Fiskasöla er um- fangsmikið og virt fyrirtæki. Það hefur aukið hróður Færeyja víða um heim og skilað Færeyingum dijúgum tekjum með sölu færeyskr- ar gæðavöru á helztu fískmörkuð- um heims. Færeyingum er óskað heilla með L/F Föroya Fiskasölu á fertugsaf- mæli fyrirtækisins. Höfundur er alþingismaður fyrir Sjáifstæðisflokk í Reykjavík. Að firra sjálfan sig ábyrgð Formaður Verkamannasam- bandsins sendir mér undarlega kveðju í Morgunblaðinu sl. fímmtu- dag. Þar kennir hann mér um reikn- ismistök við ákvörðun rauða striks- ins 1. júlí og sé það mln sök að verðlag hafi ekki farið yfír rauða strikið. Vegna þessa er óhjákvæmi- legt að gera eftirfarandi athuga- semdir: 1. Rauða strikið í Akureyrarsamn- ingunum var ákveðið út frá rauða strikinu í samningi Verka- mannasambandsins og það er því rauða strikið í þeim samn- ingi sem formaður Verkamanna- sambandsins telur mig. hafa reiknað rangt. 2. Samkvæmt útreikningslíkönum hagdeilda ASÍ og VSÍ leit út fyrir að framfærsluvísitala 1. júlí yrði um 160 stig miðað við að kaup hækkaði almennt í sam- ræmi við samning Verkamanna- sambandsins. Sú tala var í góðu samræmi við mat annarra hag- fræðinga og stofnana á þeim tíma. 3. Fulltrúar samningsaðila komu sér saman um að hækka töluna úr 160 í 161 stig. Um síðustu mánaðamót vantaði hálft stig upp á að framfærsluyísitalan færi yfír strikið. Hækkunin um eitt stig á sínum tíma þýddi þar með að talan fór ekki yfír strikið. 4. Þar sem fotmaður Verkamanna- sambandsins var því beinlínis andsnúinn kom ég lítið að um- ræðum í samningunum í febrúar sem voru undir hans stjóm, enda hafði hann annan hagfræðing sem hann treysti betur sér við hlið sem ætti að vera jafn hæfur mér að meta þessar stærðir. Ég vil þó taka fram að viðmiðunar- talan 161 fyrir rautt strik var borin undir mig og hafði ég ekk- ert við töluna að athuga. Það er ljóst að rauða strikið getur aldrei verið einhlítt verðbólgu- mat heldur öryggisviðmiðun gagnvart verðbólgunni sem ætl- Bæjarráð Siglufjarðar hefur samþykkt ályktun þess efnis að nauðsyn beri til að Vegagerð ríkisins lagfæri Siglufjarðarveg að Lambanesi í Fljótum og end- urbæti slitlag í Strákagöngum. Umdæmisverkfræðingur Vega- gerðarinnar, Jónas Snæbjörnsson, sat fund bæjarráðs á fimmtudag- inn, en rætt var um að slétta yfir holur í Strákagöngum og lagfæra vegarkafla skammt undan þeim að sögn Axels Axelssonar, bæjarfull- trúa á Siglufirði. Axel segir að Strákagöng þarfnist í raun lagfær- inga á veg, nýrrar veggklæðningar og hurðar vestanmegin. Þessar framkvæmdir gætu kostað tuttugu til þrjátíu milljónir króna. að er að tryggja að umsaminn kaupmáttur haldist. Þá er einnig ljóst að töluverð ónákvæmni hlýtur alltaf að vera f áætlunum af þessu tagi. Ég viðurkenndi fyrstur manna að verðbólguspár í ár hafa ekki reynst nákvæm vísindi, enda hafa ýmsar forsendur sem miðað var við í febrúar ekki staðist, en um það ætla ég ekki að hafa fleiri orð. En mér þykir það koma úr hörðustu átt þegar sá sem hafði forystu í samningum Verkamannasambandsins af- neitar með öllu ábyrgðinni af eigin ákvörðunum og reynir að koma henni yfír á aðila sem hann hélt utan við alla ákvarð- anatöku. Höfundur er hagfræðingur ASÍ Mikill leir er í Strákagöngum að sögn bæjarstjórans á Siglufirði, ís- aks Ólafssonar, og vegur þar illa farinn með djúpum hjólförum og holum með hvössum brúnum. Segir ísak að fjöldi tjónakrafna á hendur Vegagerð ríkisins hafi borist fógeta af þessum sökum. Björgunarsveitin Strákar muni reyndar hreinsa göngin af mesta leirnum nú um helgina. Þá segir ísak að bæjarráð telji þörf á að hefla veginn frá Stráka- göngum að Reykjarhóli þar sem bundið slitlag taki við. Jafnframt sé verulegt jarðsig á Siglufjarðar- vegi við Mánárskriður, hann hafí brotnað upp og nauðsyn sé að aka efni þar í. Fjöldi kæra vegna veg- aríns í Strákagöngum Göngin þarfnast mikilla lagfæringa Þakkarorð frá Steini Stefánssyni Hugheilar þakkir og árnaÖaróskir fœri ég öllum þeim, er geröu mér gleÖi og heiÖur meÖ vinar- oröum, góÖum gjöfum og hlýjum kveÖjum á áttrœÖisafmœli mínu. GuÖ blessi ykkuY öll. Steinn Stefánsson. DRA TTARVELAR Mest seldar í V-Evrópu G/obusn LÁGMÚLA 5. S. 631555. TRÉSMÍÐAVÉLAR Þar sem fyrirtækið Völundarsmíði hf., (áður Völ- undur hf.) er hætt störfum eru til sölu allar vélar og áhöld verksmiðjunnar. M.a. tækitillökkunar, kílvélar, spónlímingapressa, vélartilskerpinga, vagnar, loftverkfæri, sagir, heflar, lyftarar, verkfæri, reiknivélar, ritvélar, skrif- borð, Ijósritunarvélar o. fl. Til sýnis og sölu í Skeifunni 19 latigardag og sunnudag 16. og 17. júlí. Sérblað á miðvikudögum Myndasögur, þrautir og efni frá börnum. Auglýsingar í barnablaðið þurfa að hafa borist auglýsingadeild fyrir kl. 17.00. á föstudögum. Jfarcgpitttlrifofrifr - blað allra landsmanna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.