Morgunblaðið - 16.07.1988, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 16.07.1988, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. JÚLÍ 1988 Evrópuþingið: Tillaga um nýtt kvennaár Brussel, frá Kristófer M. Krístinssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. ÞINGMENN á þingi Evrópubandalagsins í Strassborg hafa skorað á framkvæmdastjórn bandalagsins að beita sér fyrir því i samvinnu við Evrópuráðið og OECD, að árið 1989 verði helgað baráttu fyrir auknu jafnrétti karla og kvenna í menntun og starfsþjálfun. Jafn- framt setti þingið fram tillögur sem fjalla bæði um þetta efni og eins um rétt barnshafandi kvenna. í ályktuninni er lögð áhersla á að árið verði notað til að vekja at- hygli á slæmri stöðu kvenna í menntun og starfsþjálfun um bandalagið með ráðstefnuhaldi, fundum og sýningum. Rétt sé að ná sem víðtækastri samstöðu um þetta efni m.a. er því beint til fram- kvæmdastjómarinnar að setja sér- stakan lið inn á flárlög bandalags- ins til að standa straum af kostnaði við ráðstefnu og námskeið. Þingmennimir töldu ástandið í þessum efnum alls óviðunandi, freista yrði þess að bijóta á bak aftur hefðbundin, úrelt viðhorf til Noregur: Prófessor viðriðinn bamaklámshneyksli Ósló, frá Rune Timberlid, fréttaritara Morgunblaðsins. í ÓSLÓ er nú uppi fótur og fit vegna barnaklámshneykslis. Höf- uðpaurarnir eru 41 árs gamall prófessor við Óslóháskóla og 47 ára gamail upplýsingafulltrúi stórs iðnfyrirtækis. Mennirnir tveir sitja nú inni ásamt manni frá norður-Noregi, sem talinn er hafa verið í félagi við þá. Mennimir eru grunaðir um ósæmilega at- hæfi i návist barna og dreifingu á bamaklámi. Þegar er búið að leggja hald á nær 30 myndbandsspólur, en að sögn lög- reglunnar má á þeim sjá böm undir fjórtán ára aldri og sum e.t.v. ekki nema Qögurra til fimm ára gömul. Bömin eru bæði norsk og thaílensk, en það segja yfirvöld leiða glögglega í ljós að myndböndin hafi verið tekin upp bæði í Noregi og Thaílandi. Vit- að er að prófessorinn og upplýsinga- fulltrúinn hafa hvað eftir annað farið saman í sumarleyfí til Thaflands. Upp komst um athæfi mannanna þegar þriðji maðurinn, sem áður er nefndur, sendi kunningja sínum myndbandsspólu og íjölda mynda, en viðtakandinn sat þá inni í UU- ersmo-fangelsi skammt utan við Ósló. Þegar pakkinn kom til fangels- ins var innihald hans athugað og samband haft við rannsóknarlög- reglu þegar (jóst var hvers kyns var. Fyrir einu misseri höfðu bandarísk yfirvöld samband við Norðmenn og tjáðu þeim að til Bandaríkjanna væri smyglað bamaklámi frá Noregi. Norsk tollyfírvöld könnuðu málið og komust að þeirri niðurstöðu að svo gæti ekki verið. Hneyksli það, sem upp er komið í Noregi nú, hefur á hinn bóginn orðið til þess að norsk yfirvöld úti- loka ekki þann möguleika að þar í landi sé framleitt bamaklám til út- flutnings. Á myndböndum má sjá Óslóbúana tvo eiga mök við lítil böm. Lögreglan reiknar með því að spólumar dugi sem sönnunargögn til sakfellingar. hiutverka kynjanna. Vinna verði að því að gera foreldrum og kennurum ljósa þá möguleika sem opnir eru stúlkum utan hinna hefðbundnu kvennastarfa. Þannig verði í fram- tíðinni að gera jafnrétti að'sérstöku viðfangsefni í kennaramenntun inn- an EB. Leggja verði af gamalgróin viðhorf til karla og kvenna sem m.a. birtist í kennsluefni í forskóla og á fyrstu skólastigum. Samskon- ar áherslur eigi að ríkja { líkams- þjálfun stúlkna og pilta og sýna eigi konur í mun ríkari mæli við hefðbundin karlastörf. Jafnframt þessari ályktun leggur Evrópuþing- ið til að gerður verði innan EB sér- stakur sáttmáli sem tryggi réttindi bamshafandi kvenna. Stefna beri að því að samræma lög og reglu- gerðir þannig að réttindin verði samræmd á við það sem best gerist innan EB. Leggja eigi áherslu á að tryggja að konur eigi einhverra kosta völ bæði með fræðslu um getnaðarvamir og eins upplýsing- um um fóstureyðingar. Skapa verði þeim konum sem vilja eiga böm sín heima viðunandi aðstöðu til þess og sömuleiðis að það sé í valdi kon- unnar hvort hún hefur bamið á bjósti. ’M ' m : Páfi á stafkarls stíg? Reuter Jóhannes Páll páfi er nú í tíu daga sumarleyfi í Dólomítta-fjöllum á Ítalíu, skammt frá austurrSsku landamærunum. Dvelst hann þar S húsi er kirkjan á nálægt þorpinu Lorenzago. Nýlega lauk páfi við skýrslu um stöðu og réttindi kvenna sem eru nú mikil hita- mál innan kirkjunnar. Afstaða páfa er sú að staða konunnar sé á heimilinu og henni beri að helga sig uppeldi barnanna. Hann er andvígur öllum hugmyndum varðandi mögulega prestvigslu kvenna S kaþólsku kirkjunni. Á myndinni sést páfi einn á göngu S fjallaþoku Dólómittanna. Afganistan: Liimulítlar eldflauga- árásir skæruliða á Kabúl Moskvu, Reuter. SKÆRULIÐAR skutu i gær meira en 20 eldflaugum á Kab- ÚI, höfuðborg Afganistans. Að sögn sovésku fréttastofunnar TASS létust 20 manns S árásun- um og 34 særðust. í örstuttu fréttaskeyti TASS, sem aðeins var ein setning, voru ekki gefnar frekari lýsingar á árásinni. Að sögn vestrænna stjórnarerind- reka S Islamabad, höfuðborg Pakistans, kann hér að vera um að ræða mestu einstöku eld- flaugaárás skæruiiða um langt skeið. „Ég minnist þess ekki að gerð hafí verið árás með 20 eldflaugum áður,“ sagði einn þeirra. „Þeir hafa e.t.v. skotið 20 eldflaugum á einum og sama deginum áður, en ekki í einni og sömu árásinni." DOD Afganskur skæruiiði með Stinger-flugskeyti reitt um öxl, en þau eru sérstaklega notuð til þess að granda flugvélum. Árásimar sigla í kjölfar fregna af auknum hernaði skæruliða gegn innrásarher Sovétmanna og her leppstjómarinnar, en harðast sækja Sovétríkin: Verða verslunarforréttíndi yfirstéttarinnar afnumin? Moskva. Reuter. LÍ'IT áberandi verslun I miðborg Moskvu, þar sem sovésk yfirstétt hefur getað nálgast hvers kyns matvöru á meðan matarskortur ríkir í landinu, mun brátt verða lokað. Bent hefur veríð á að aðgerð- irnar kunni að boða afnóm forréttinda sovéskrar yfirstéttar. Þegar talsmaðurReuter-frétta- stofunnar kom við í versluninni á fimmtudag vildi verslunarstjórinn hvorki játa né neita því að loka ætti búðinni, sagði einungis að svo hefði viljað til að maður, sem ávallt stæði vörð í búðinni, hefði veikst, annara hefði fréttamanninum ekki verið hleypt inn. Utan við búðina spurði fréttamaðurinn tvo jakka- klædda menn, sem báru brúna böggla, að því hvort rétt væri að loka ætti vereluninni en mennimir vildu ekkert við hann ræða og hröð- uðu sér á brott. Forréttindi sovéskrar yfíretéttar hafa löngum verið viðkvæmt mál I Sovétríkjunum en fyrir stuttu voru þessi mál reifuð á flokksráð- stefnu sovéska kommúnistaflokks- ins. Þar krafðist „flokksótemjan“ Bons Jeltsín þess að forréttindi sovéskrar yfíretéttar yrðu afnumin. Hann benti á að í 70 ára sögu Sovétríkjanna hefði framboð á matvælum aldrei verið nægi- legt.„Mín skoðun er sú,“ sagði Jeltsín m.a. „að skorti eitthvað 1 sósíalísku samfélagi þá eigi skort- urinn að koma jafnt niður á öllum, án undantekninga." Hedrick Smith, sem var fréttarit- ari bandaríska stórblaðsins The New York Times í Moskvu árið 1970, hefur skrifað bók þar sem hann tekur fyrir forréttindi sov- éskrar yfirstéttar. Þar er meðal annare talið upp það sem hinum útvöldu hefur staðið til boða. Með- al þess eru fbúðir á besta stað, ein- býlishús við Svartahafið, bflstjórar og lúxusbifreiðar, tískufatnaður frá Vesturlöndum, séretakur flugvöll- ur, fastamiðar í leikhús og sérstak- ar matvöruverelanir. „Þar geta þeir, sem eru innundir hjá stjórn- völdum, nælt sér í kavíar, reyktan lax, innflutt vodka, fágæt vín frá Georgíu og Moldavíu, úrvals lqöt, ferska ávexti og grænmeti yfir vetrartímann, nokkuð sem er sára- sjaldgæft að almenningi sé boðið upp á,“segir meðal annars í bók Smiths sem hann nefnir „Rússam- ir“. En hveijir eru það svo sem mynda yfiretétt Sovétríkjanna? Það eru háttsettir embættismenn S kommúnistaflokknum, foringjar í hemum, geimfarar, framúrskar- andi vísindamenn og listamenn, hliðhollir stjómvöldum. Margir þeirra lifa lífi sem ekki er ólíklegt að jafnvel velstæðir Vestur- landabúar öfunduðu þá af. skæraliðar í austurhluta landsins, umhverfis Kabúl og hina suðlægu borg Kandahar. I síðustu viku létust 14 manns af völdum sprengjutilræða og eld- flaugaárása á Kabúl, að því er út- varpsstöð leppstjómarinnar greindi frá. í opinberam fréttum Afgana hefur mannfalls hersins aldrei verið getið, heldur aðeins skýrt frá mann- tjóni allmennra borgara. Fyrr í vikunni sagði TASS að sérstök 25 manna sveit skæraliða hefði verið gerð út af örkinni til þess að sinna skemmdarverkum og tilræðum í Kabúl. TASS hefur ekki greint frá nein- um átökum Rauða hereins við skæraliða að undanförnu, en vitað er að hann hefur orðið fyrir tals- verðum skakkaföllum síðustu daga. Sovétríkin hófu brottflutning innrásarheija sinna hinn 15. mars síðastliðinn og hafa heitið því að allur herafli þeirra, sem er á bilinu 100.000-150.000 manns, verði á brott fyrir næsta ár. Helmingur þeirra á að vera farinn 15. ágúst. Angóla: Harðir bardagar Lissabon. Reuter. SKÆRULIÐAR UNITA-hreyf- ingarinnar, sem beijast gegn marxistastjórninni í Angóla, kváðust á föstudag hafa fellt 35 stjórnarhermenn i bardögum undanfarna daga. í fréttatilkynningu sem skæralið- ar sendu frá sér í gær í Lissabon f Portúgal sagði að 18 stjómar- hermenn hefðu verið felldir á þriðju- dag í Bie-héraði í landinu miðju. Daginn eftir hefðu sveitir skæraliða gert árás á bæinn Camacupa í áður- nefndu héraði og hefðu 17 hermenn fallið í þeim bardaga. UNITA- hreyfíngin kvaðst hafa misst sex
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.