Morgunblaðið - 16.07.1988, Page 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. JÚLÍ 1988
Brúðuleikhús
JónsEGuð-
mundssonar
sýnirídagá
Garðatorgikl.
13.00 og 16.00.
laugardaga
8QP-I8QP
Módel’79
haldatískusýn-
ingukl. 14.00 í
Kjötmiðstöðinni.
Grenjaðarstaðarbærinn.
Byggðasafnið á
Grenjaðarstað 30 ára
Húsavík.
MINNST var 30 ára afmælis Byggðasafnsins á Grenjaðarstað á há-
tíðlegan og virðulegan hátt laugardaginn 9. júlí. Athöfnin hófst kl.
14 með guðsþjónustu í kirkjunni. Séra Halldór Gunnarsson, prestur
í Holti, predikaði (en langafi hans, sr. Benedikt Kristjánsson, þjón-
aði Grenjaðarstað frá 1877 til 1907). Staðarprestur, séra Kristján
Valur Ingólfsson, þjónaði fyrir altari, Margrét Bóasdóttir söng ein-
söng, organisti var Björn Steinar Sólbergsson, og einleik á fiðlu lék
Li(ja Hjaltadóttir. Grenjaðarstaðarkirkja er hlýlegt og látlaust kirkju-
hús, reist 1865, en endurbyggt og stækkað þá kirkjan var eitthundr-
að ára gömul.
Byggðasafnsins var svo minnst
með samkomu, sem hófst kl. 16.00
og stjómaði Finnur Kristjánsson,
safnvörður á Húsavík, samkom-
unni. Ávarp flutti Þór Magnússon,
þjóðminjavörður. Aðalbjörg Páls-
dóttir las frásögn föður síns, Páls
H. Jónssonar, um aðdraganda að
stofnun safnsins, hugmyndir og
framkvæmdir, en þar átti Páll stór-
an þátt í og færði núverandi safn-
vörður, Margrét Bóasdóttir, honum
blóm sem vott þakklætis fyrir mik-
ið og fómfúst starf. Kveðju frá
Minjasafninu á Akureyri flutti Har-
aldur Sigurðsson formaður stjómar
og að lokum ávarpaði sýslumaður,
Halldór Kristinsson, formaður safn-
aðarstjómar viðstadda og þakkaði
sérstaklega forvera sínum, Jóhanni
Skaptasyni, og konu hans, Sigríði
Víðis Jónsdóttur, þeirra mikla starf,
forustu og gjafir til safnamála Þing-
eyinga. Meðal viðstaddra vom
nokkrir ættingjar séra Benedikts á
Grenjaðarstað.
Kveðjur og ámaðaróskir bárust
víða að, meðal annars frá fyrrver-
andi presthjónum á Grenjaðarstað,
séra Sigurði Guðmundssyni vígslu-
biskupi og konu hans, Aðalbjörgu
Halidórsdóttur, sem lengi var þar
safnvörður, en þau gátu ekki verið
viðstödd vegna embættisanna bisk-
upsins, en þeim var sérstaklega
þakkað mikið og fórnfúst starf,
safninu til handa.
Milli atriða voru flutt þjóðlög,
sungin af Margréti Bóasdottur,
leikið á orgel af Bimi Steinari Sól-
bergssyni og fiðlu af Lilju Hjalta-
dóttur. Ein verðmæt gjöf var
byggðasafninu færð við þetta tæki-
færi, skrifborð skáldsins Jóns Stef-
ánssonar — Þorgils Gjallanda — en
ættingjar hans gáfu safninu það.
Að samkomu í kirkjunni lokinni
voru fram bomar veitingar í hey-
hlöðu staðarins, en hlöður vom oft
notaðar til að bera fram í veitingar
í plássleysi fyrri tíma.
Byggðasafnið á Grenjaðarstað
átti sér nokkra forsögu og höfðu
margir þar lagt hönd að verki, en
verkin fóm fyrst að tala eftir að
Bændafélag Þingeyinga gerði svo-
fellda fundarsamþykkt 28. október
1950: „Aðalfundur Bændafélagsins
samþykkir að kjósa þriggja manna
nefnd til þess að athuga möguleika
fyrir stofnun byggðasafns í Þing-
eyjarsýslu. Skal nefndin skila áliti
á næsta aðalfundi.“ í nefnd þessa
vom kosnir Finnur Kristjánsson
kaupfélagsstjóri, Sigurður Hall-
dórsson bóndi á Stóm-Tjömum og
Páll H. Jónsson á Láugum.
Með góðri fomstu og miklu starfi
þessarar nefndar var svo hafist
handa um söfnun gamalla muna í
héraði til varðveizlu fyrir komandi
tíma og var Páll H. Jónsson þar
fremstur í flokki og vann í þessu
sambandi ómetanlegt starf. Sama-
staður fyrir fengna muni var upp-
haflega að Stóm-Laugum, Lauga-
skóla og í húsum KÞ á Húsavík.
Síðasti presturinn, sem bjó í
gamla bænum á Grenjaðarstað var
Veitingar voru á borð bornar í hlöðunni á Grenjaðarstað. Fremst á myndinni sést Margrét Bóasdóttir,
safnvörður, þjóna gestum til borðs.