Morgunblaðið - 16.07.1988, Side 25
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. JÚLÍ 1988
25
hélt Kensington
St. Andrews. Frá Guðmundi Heiðari Frimannssyni, fréttaritara Morgunblaðsins.
íhaldsflokkurinn hélt þingsæti sínu í aukakosningunum i Kensington
á fimmtudag, en meirihluti hans minnkaði frá því í þingkosningunum
á síðastliðnu ári.
Dudley Fisher, frambjóðandi
íhaldsflokksins, hlaut 9829 atkvæði
eða 42%, Ann Holmes, frambjóðandi
Verkamannaflokksins, hlaut 9014
atkvæði eða 38%, frambjóðandi
Ftjálslynda lýðræðisflokksins hlaut
11% atkvæða og frambjóðandi Jafn-
aðarmannaflokksins 5%. Meirihluti
íhaldsflokksins var 815 atkvæði og
hafði minnkað um ríflega 3000 at-
kvæði frá því í þingkosningunum á
síðasta ári. Um 5% sveifla varð á
atkvæðum til Verkamannaflokksins.
Yrði slík sveifla á atkvæðum til
flokksins í þingkosningum, nægði
það honum ekki til sigurs.
Kenneth Clark aðstoðarviðskipta-
ráðherra sagði í gærmorgun, að þetta
væru góð úrslit fyrir íhaldsflokkinn.
Það væri ávallt erfitt fyrir ríkjandi
stjóm að halda hlut sínum í auka-
kosningum. Nú væri mjög umdeild
löggjöf að fara í gegnum þingið og
ekki óeðlilegt, að staða flokksins
væri ekki eins sterk og á síðasta ári.
Michael Meacher, talsmaður
Verkamannaflokksins í atvinnumál-
um, sagði, að þetta væm uppörvandi
úrslit fyrir Verkamannaflokkinn.
Tekist hefði að minnka forskot
íhaldsflokksins mjög vemlega. Hann
sagði, að þetta væri góður árangur,
sérstaklega í ljósi vandræða flokksins
í öryggismálum að undanfömu.
Nukem-málið:
Fallið
frá ákæru
Hanau, Vestur-Þýskalandi. Reuter.
ÁKVEÐIÐ hefur verið að falla frá
ákæru á hendur fyrrum ráðherra
í fylkisstjórninni í Hessen og
þremur yfirmönnum vestur-þýska
fyrirtækisins Nukem. Mennirnir
voru grunaðir um aða hafa staðið
fyrir sölu á kjamakleyfum efnum
til Líbýu og Pakistan.
Sala á slíkum efnum úr landi er
óleyflleg samkvæmt samningi um
takmörkun á útbreiðslu kjamorku-
vopna sem Vestur-Þjóðverjar undir-
rituðu ásamt fleiri þjóðum á sínum
tíma. Að sögn embættismanna var
fallið frá ákæru vegna skorts á sönn-
unargögnum en talsmenn Nukem
hafa ævinlega neitað því að ásakanir
þessar eigi við rök að styðjast.
Grikkland:
TVeir hryðju-
verkamann-
annataldiraf
Aþenu. Reuter.
ÞRATT fyrir víðtæka leit hefur
grísku lögreglunni enn ekki tek-
ist að hafa hendur í hári þeirra
sem taldir eru hafa tekið þátt í
árás hryðjuverkamanna um borð
i grísku ferjunni Poros-borg á
mánudag. Talið er að tveir til-
ræðismannanna hafi týnt lífi í
árásinni.
Að sögn sérfræðinga, sem kann-
að hafa skemmdirnar á feijunni,
er nú ljóst að tvær sprengjur hafa
sprungið á henni á meðan á árás-
inni stóð en áður var talið að hryðju-
verkamennirnir hefðu einungis not-
að handsprengjur og vélbyssur.
Níu létu lífið og 80 særðust í
árás hryðjuverkamannanna á feij-
unni sem var í námunda við Aþenu.
Enn hafa ekki verið borin kennsl á
þijú líkanna en haft er eftir frönsk-
um heimildarmanni að allt bendi til
þess að eitt þeirra sé lík ungs
Frakka sem talinn er hafa tekið
þátt í árásinni. Einnig er talið að
Zozab Mohammed, sá sem grunað-
ur er um að hafa stjórnað árásinni,
hafi látið lífið þegar sprengjurnar
tvær sprungu.
Boesak
hvergi
deigur
Kirkjuleiðtoginn og
mannréttindafrömuð-
urinn dr. Alan Boesak
hét því á miðvikudag-
inn, að hátíðahöldun-
um í tilefni af sjötugs-
afmæli blökkumanna-
leiðtogans Nelsons
Mandela yrði haldið
áfram þrátt fyrir til-,
raunir hvítu minni-
hlutastjórnarinnar í
Pretoríu til að stöðva
þau. Boesak sagði
þetta á fréttamanna-
fundi í Höfðaborg.
Reuter
Bretland:
Dialdsflokkurínn