Morgunblaðið - 16.07.1988, Side 51
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. JÚLÍ 1988
51
rt>
5 ?r s * ií jgr
nB±AE±iáí
VELVAKANDI
SVARAR í SÍMA
691282 KL. 10—12
FRÁ MÁNUDEGI
t TIL FÖSTUDAGS
- affgyya Mflií VH
!/■( V'álWL"/'if/'/.tt'.
Þessir hrlngdu . . .
7 hvolpar
7 fallega hvolpa af blönduðu
smáhundakyni vantar nýtt heim-
ili. Þeir eru eins og hálfsmánaða
gamlir. Þeir búa nú á Hvítárbakka
í Biskupstungum en síminn þar
er 98-68862.
Athugasemdir vegna
frétta af Heklugosi
Bjarni Valdimarsson hringdi:
Allar götur síðan í Heklugosinu
1980 hafa verið hitauppstrymi
með gufusprengingum í gígum
Heklu, óreglulega og aldrei lengi
í senn. Stundum rífa sprengingar
þessar upp vikurgjall og sletta
yfir á snjóinn næst gígssprungum.
Frétti menn af gosi, en ekkert
sést, er að minnsta kosti ein-
hverra daga bið eftir endurtekn-
ingu fyrirbæris.
Eru þetta neðanjarðarkviku-
hlaup sem fara á undan gosi á
sprungukerfum út frá jarðstöð-
inni? Jarðfræðingar ættu að geta
svarað þessu.
Rauðöldugígur er einstaklega
fallegur og sést langt að úr vestri.
„Að mæla með vondri vöru “
Til Velvakanda.
Bankastarfsmaðurinn Guðjón
Jónsson ritar grein í Morgunblaðið
miðvikudaginn 13. júlí sem beryfir-
skriftina „Albert, ljósmóðirin og
Velvakandi", þar sem hann fullyrð-
ir að vaxtakjör lánþega séu góð,
jafnvel ofgóð - og Albert, ljósmóðir-
in og Velvakandi hafi ekki hunds-
vit á tölum. Húsbóndahollusta er
góð að vissu marki - eitt skyldu
samt hjúin varast: Að mæla með
vondri vöru.
„Nýi“ fiskurinn er ekki nýr.
„Nýja" hamborgarabráuðið er
gamalt og súrt.
„Nýi“ sviðahausinn er síðan í
hitteðfyrra og „nýja“ hvalkjötið er
þannig lagað að þegar frystingin
rennur úr því lyktar potturinn í
mánuð.
Bankamaðurinn með sínar kór-
réttu tölur minnir mig einnig á
Háskólahappdrættið, sem auglýsir
hæsta vinningshlutfallið. Það má
vel vera en vinningarnir renna bara
allflestir til föðurhúsanna. Dregið
er úr örfáum númerum. Happ-
drættið gefur sem sé út hlutamiða
með sama númeri.
Þá fullyrðir bankastarfsmaður-
inn að laun hafi margfaldast. Verð
á matvöru hefur ekki aðeins marg-
faldast, heldur er það orðið svo
óheyrilega hátt að venjulegur laun-
þegi, sem gegna þarf þrem ólíkum
störfum á sama sólarhring til að
standa straum af vaxtakjörurh hús-
næðislána, á fárra kosta völ um
hvað hann á að leggja sér til
munns, eigi hann ekki gamla ömmu
í sveit eins og Laxness forðum -
nema ef vera skyldi niðursoðinn
kattamat, sem reyndar ku unnin
úr leifum frá dýrustu hótelum
Ameríku. Og með þessum línum
snarhækkar líkast til niðursoðinn
kattamatur.
Þá fullyrðir bankastarfsmaður-
inn að fasteignir hafi ríghækkað í
verði. Það hækkar ekki í verði sem
ekki er hægt að halda við.
Ég og mínir líkar sem göngum
með hendur í eigin vösum skuldum
þjóðfélaginu ekki neitt. Það er ekki
okkar að kveða niður verðbólguna
sem ku vera sökudólgurinn. Við
höfum ekki fjárfest í himnahöllum
og sett kaupmanninn á horninu á
hausinn. Við þökkum fyrir hvern
dag sem við eigum fyrir pönnu-
kökupönnu eða skilding afgangs
fyrir steingrímsgraut sem fjárfest-
ingaaðallinn ætti nú að fara sletta
í sjálfan sig!
Guðrún Jacobsen,
rithöfundur,
Bergstaðastræti 34,
Reykjavík.
b
Góð þjónusta hjá Hótel Áningu
Til Velvakanda.
Dagana 20.-22. júní fóru 36 hús-
mæður í Mýra- og Borgarfjarðar-
sýslu í orlofsferð norður í Skaga-
§örð. Keypt var pakkaferð hjá Hót-
Týnd læða
Hvít og svargrá læða tapað-
ist 12. júlí frá Víðihlíð 36, Suð-
urhlíðum í Reykjavík. Hún var
ómerkt en heitir Hannsý.
Hannsý er fremur smágerð og
óvön því að fara að heiman.
Þeir sem hafa orðið hennar
varir eru vinsamlegast beðnir
að hafa samband í síma 32470.
el Áningu á Sauðárkróki. Hún bauð
upp á fararstjóm, gistingu, mat o.fl.
Fararstjórinn, Jón Gauti Jónsson
tók á móti okkur á Blönduósi. Við
keyrðum út fyrir Skaga og skoðuð-
um fallega staði þar. Við gistum á
Hótel Áningu í 2 nætur. Við fómm
í skoðunarferðir um Skagafjörð og
komum víða við. Meðal annars fór-
um við níu konur í ógleymanlega
ferð út í Drangey. Við þökkum
Baldri skipstjóra fyrir góða hjálp
og leiðsögn um eyjuna. Þær sem
ekki fóru út í Drangey fóru að
Fljóti og til Siglufjarðar undir leið-
sögn Jóns Gauta.
Maturinn var frábær báða dag-
ana. Seinna kvöldið var haldin
kvöldvaka fyrir okkur. Sólveig
Jónsdóttir spilaði á píanó og Jóhann
Már Jóhannsson söng. Síðan spilaði
Geirmundur Valtýsson á harmon-
ikku. Konurnar sungu þá með og
dönsuðu og varð úr hin besta
skemmtun.
Við þökkum þessu ágæta fólki
kærlega fyrir okkur.
Þessi ferð var í alla staði vel
skipulögð og er það ekki hvað síst
Jóni Gauta að þakka. Starfsfólki
hótelsins þökkum við góða þjón-
ustu.
Við viljum að endingu vekja at-
hygli ferðahópa á hinni ágætu þjón-
ustu Áningar.
fyrir hönd orlofsnefndar,
Sigrún Sólmundardóttir.
Athugasemd
í grein Guðmundar J. Mikaels-
sonar í Velvakanda fimmtudaginn
14. júlí slæddist meinleg villa. I
stað: „Það á bókstaflega að mata
okkur íslenska lesendur blaðsins á
lítt uppbyggilegum og fremur lág-
kúrulegum íslenskum spennureyf-
urum.“ á auðvitað að koma: „Það
á bókstaflega að mata okkur
íslenska lésendur blaðsins á lítt
uppbyggilegum og fremur lág-
kúrulegum enskum spennureyfur-
um.“
Velvakandi biðst velvirðingar á
þessum mistökum.
6 DAGA FJALLAFERÐIR
okkar í sumar um Borgarfjörð, Kaldadal, Landmanna-
laugar, Eldgjá, Skaftafell og Þórsmörk.
Brottför alla mánudaga fram til 22. ágúst.
VERÐ AÐEINS KR. 16.500,-
Innifalið: Allur matur, tjöld, dýnur og leiðsögn.
Börn fá 50% afslátt.
KYNNIÐ YKKUR EINNIG 12 DAGA
HÁLENDISFERÐIR OKKAR !
ÚLFAR JACOBSEN Feröaskrifstofa
Austurstræti 9 - Símar 13499 & 13491
Auglýsing
um styrki úr Minningarsjóði
Helgu Jónsdóttur
og
Sigurliða Kristjánssonar
Stjóm Minningarsjóðs Helgu Jónsdótturog Sigur-
liða Kristjánssonar, kaupmanns, auglýsir hér með
eftirumsóknum um styrki úrsjóðnum. Styrkirnir
eru ætlaðir nemendum íverkfræði- og raunvísinda-
námi.
Umsóknareyðublöð fást á aðalskrifstofu Háskóla
íslands og ber jafnframt að skila umsóknum þangað.
Umsóknarfrestur er til 25. ágúst nk. og er fyrir-
hugað að tilkynna úthlutun fyrir 10. september.
Lágmarksupphæð hvers styrks mun væntanlega
nema kr. 200 þúsund.
Litir: MARGIR
Stærðir: 19-25
Efni: Mjúkt leður. Skórnir eru með innleggi
og veita góðan stuðning við ökkla.
KRINGWN
KblMeNM
Sími 689212.
Domus Medica,
Egilsgötu 3,
Sími: 18519.
5% staðgreiðsluafsláttur.
Póstsendum.