Morgunblaðið - 26.07.1988, Síða 2

Morgunblaðið - 26.07.1988, Síða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 26. JÚLÍ 1988 Skálholtskirkja var þétt setin á hátíðarsamkomu á sunnudag. Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Skálholtskirkja hin nyja 25 ára Selfossi. FJÖLDI manns var á Skálholtshátíð sem fór fram á sunnudag í fögru veðri. Á hátíðinni var minnst aldarfjórðungsafmælis Skál- holtskirkju hinnar nýju sem var vigð 21. júlí 1963. Kirkjan var teikn- uð af Herði Bjarnasyni húsameistara ríkisins. Hátíðin hófst með klukknahringingu, organleik og skrúðgöngu presta og biskupa til messugjörðar í Skálholtskirkju. Séra Olafur Skúlason vígslubiskup prédikaði og sr. Sigurður Guðmundsson vigslubiskup, sr. Guðmund- ur Óli Ólafsson og sr. Sigurður Sigurðarson þjónuðu fyrir altari. Að lokinni messu var gestum boðið til afmæliskaffís. Loks var hátið- arsamkoma í kirkjunni þar sem Jón Sigurðsson dóms- og kirkjumála- ráðherra flutti ræðu. Meðal gesta á hátíðinni var Vigdís Finnboga- dóttir forseti íslands. í prédikun sinni sagði sr. Ólafur Skúlason meðal annars að frá Skál- holti hefðu legið straumar út til þjóðarinnar og staðurinn hefði meiru miðlað en aðrir staðir á ís- landi. Hann sagði það sjást í göml- um heimildum að væri vegur Skál- holts mikill þá vegnaði þjóðinni vel. Séra Ólafur minntist á það að eftir 5 ár væru liðin 800 ár frá andláti Þorláks Þórólfssonar hins helga. Þá væri við hæfí að halda veglega hátíð. „Það hefur tekist að kveðja Skál- holt til nýrrar þjónustu í þjóðlíf- inu,“ sagði Jón Sigurðsson dóms- og kirkjumálaráðherra meðal ann- ars í ræðu sinni á hátíðarsamkom- unni. Hann sagði endurreisn staðar- ins bera því gott vitni hvemig sýna mætti umhyggju fyrir fomleifum og sinna líflegu menningarstarfi. Jón sagði gildi Skálholtskirkju fel- ast í byggingum hennar, legu og tengslum við menningu þjóðarinn- ar. Skálholt væri eign þjóðarinnar og helgidómur hennar. Ingibjörg Marteinsdóttir söng- kona söng einsöng á sa.nkomunni við undirleik Daða Kolbeinssonar óbóleikara og Guðna Þ. Guðmunds- sonar organleikara. Danskur gest- ur, Kristian Uhr prófastur, flutti ávarp og kveðjur. Sr. Sigurður Guðmundsson vigslubiskup flutti ritningarlestur og bæn og samkom- unni lauk slðan með almennum söng. — Sig. Jóns. Röskun og þensla vegna nýs álvers mun minni en talið var GERÐ hefur verið lausleg áætlun um fjárfestingarkostnað og þjóð- hagsleg áhrif þess að nýtt álver risi í Straumsvík. I þessari áætlun kemur fram að innlend fjárfesting á þessum vettvangi á ársgrund- velli nemur 4,2% af heildarfjárfestingu atvinnuveganna í ár. Friðrik Sophusson iðnaðarráðherra segir að þetta sýni að röskun á vinnumark- aði og þensluáhrif vegna álversins verði mun minni en áður var talið. Þó sé sjálfsagt að athuga hvort gripa þurfi til aðgerða til að draga Leyft að selja 900 tonn í næstu viku Utanríkisráðuneytið hefur heimilað sölu á um 550 tonnum af þorski og ýsu úr gámum í Bretlandi í næstu viku en sótt var um leyfi til útflutnings á 800 til 900 tonnum af þorski og ýsu í gámum, að sögn Árna Benediktssonar sem sæti á í samráðsnefnd um útflutning- inn. Seld verða rúmlega 300 tonn úr skipum í Bretlandi i næstu viku, að sögn Sveins H. Hjartarsonar fulltrúa hjá Landssambandi íslenskra út- vegsmanna. Sótt var um leyfi til sölu á rétt rúmlega 1.000 tonnum af þorski og ýsu í Bretlandi í þessari viku, að sögn Áma Benediktssonar, en leyft var að selja 550 tonn úr gámum og 300 tonn úr skipum. „Áhugi fyrir útflutningi á þorski og ýsu til Bretlands hefur aukist frá því að farið var að takmarka útflutning á þessum tegundum í gámum fyrir skömmu því verðið hefur hækkað vegna þess. Meðal- verð á þorski var t.d. 59 krónur í júní sl. en er nú um 100 krónur," sagði Árni í samtali við Morgun- blaðið. Meint landhelgisbrot: Færeyskur tog'ari tekinn en slapp með áminningu VARÐSKIPIÐ Týr stóð fær- eyska togarann Sjúrð Tollaks- son að meintum ólöglegum loðnuveiðum IIV2 mUu innan íslenskrar fiskveiðilögsögu norður af Melrakkasléttu um klukkan 20.30 á sunnudags- kvöld. Varðskipið hélt í fyrstu með tog- arann áleiðis til lands en eftir skamma stund var ákveðið að sleppa skipstjóranum með áminn- ingu. Að sögn Helga Hallvarðssonar skipherra hjá Landhelgisgæsiunni var ákveðið að hafast ekki að í málinu þar sem togarinn var á svo- kölluðu gráu svæði. Ágreiningur er milli íslendinga og Dana um hvort reikna eigi Kolbeinsey sem staðar- punkt og samkvæmt túlkun Dana var skipið utan iögsögunnar. úr þensluáhnfum framkvæmdanna. Endanleg stofnkostnaðaráætlun fyrir hið nýja álver liggur ekki fyrir en starfshópurinn sem skipaður var til að annast undirbúning að viðræð- um við aðilana fjóra um nýtt álver í Straumsvík hefur gert frumhag- kvæmnisáætlun um verkið. Þar kem- ur fram að fjárfestingin I þeim hluta verksins sem nú er verið að semja um, það er 90.000—110.000 tonna álver, sé 13,5 milljarðar króna. Þar af yrði innlendur kostnaður um fjór- ir milljarðar eða einn milljarður á ári ef miðað er við fjögurra ára bygg- ingartíma á árunum 1989—1992. Fjárfesting í virkjunum og há- spennulínum er lauslega áætluð vera af svipaðri stærðargráðu og heild- arQárfestingin í stóriðjuverinu sjálfu. Landsvirkjun vinnur nú að endur- skoðun áætlana um framkvæmda- hraða og stofiikostnað virkjana vegna hugsanlegrar byggingar hins nýja álvers. Miðað við þær tölur sem liggja fyrir, á verðlagi í desember 1987, verður viðbótarfjárfesting Landsvirkjunar vegna 90.000 tonna álvers rúmir 4 milljarðar króna á tímabilinu 1989—1992 eða um millj- arður á ári. F'riðrik Sophusson iðnaðarráð- herra segir að mikils misskilnings hafí gætt hjá þeim sem telja að bygg- ing álvers hér muni skaða efna- hagslífið. Þvert á móti mun það styrkja stoðir efnahagslífsins og vera mikilvægt framlag til þjóðarbúsins og skref í átt að bættum lífskjörum landsmanna. Sjá grein á miðopnu. Siglufjörður: Bæjarsljórn samþykk- ir veginn í Siglunes ísfisksölur í Bretlandi: Ráðist á lögreglumann í Hafnarfirði: Varðstjóri sleginn í andlitið Arásarmaður talinn undir áhrifum fíkniefna HANDTEKINN maður, talinn undir áhrifum fíkniefna, réðst á lögregluvarðstjóra, sem var að yfirheyra hann, á lögreglustöð- inni í Hafnarfirði aðfaranótt mánudagsins og sló hann tvö högg í andlitið. Varðstjórinn var fluttur á slysadeild, meiddur í andliti og jafnvel talinn nefbrot- inn. Um klukkan hálftvö aðfaranótt mánudagsins var lögreglan kvödd að Bifreiðastöð Hafnarfjarðar en þar var kvartað undan tveimur mönnum, rúmlega tvítugum Reyk- víkingum, sem verið höfðu með ólæti og brotið rúðu í bifreið. Menn- imir voru handteknir og færðir fyr- ir varðstjóra á lögreglustöðinni. Meðan varðstjórinn var að ræða við mennina réðst annar þeirra skyndi- lega að honum og sló hann tvö högg í andlitið. Talsverðir áverkar voru á andliti og nefi varðstjórans og þurfti að flytja hann á slysa- deild til aðhlynningar. Var talið að hann væri nefbrotinn. Árásarmaðurinn og félagi hans voru í haldi hjá Hafnarfjarðarlög- reglunni um nóttina en að morgni mánudagsins var málið fengið RLR til rannsóknar. Annar mannanna var svo æstur í skapi að hann tætti og braut dýnu og ljós í fangaklefan- um og barði og sparkaði í hurð og veggi framundir morgun.' Að sögn Rannsóknarlögreglunnar í Hafnar- firði voru mennimir ekki taldir ölv- aðir en greinilega undir áhrifum lyfja eða fíkniefna. fyrri hluta gærdagsins, vegna mikils sandbyls. Mikið rok var á sandinum í gær- morgun og fram & dag. Sandurinn var því ófær bifreiðum um tíma, en var opnaður aftur um miðjan dag. Þá reif rókið upp stórt samkomu- SAMÞYKKT hefur verið í bæjar- stjórn Siglufjarðar með fimm atkvæðum gegn fjórum breyting á aðalskipulagi bæjarins. Breyt- ingin felst í lagningu 7 km langs vegar frá Siglunesi suður að Ráeyri. Stefán Einarsson, bóndi og vitavörður i Siglunesi, hyggst leggja veginn á eigin kostnað. Siglunesbóndi sótti fyrst um að fá að leggja veginn fyrir einu og hálfu ári. Að fenginni umsögn Nátt- tjald, en það hafði verið reist fyrir útihátíð, sem haldin verður við Vík um versiunarmannahelgina. Tjaldið fauk á tvær bifreiðar og skemmdi þær nokkuð. Hvasst var á Suðuriandi aðfara- nótt mánudags, en síðdegis í gær hafði veðrið gengið niður. R.R. úruvemdarráðs og Skipulagsstjóm- ar ríkisins lét bæjarstjómin gera nýtt aðalskipulag fyrir bæinn og lauk þeirri vinnu síðastliðinn vetur. Skipulagið var auglýst og komu fram fjölmargar athugasemdir við það. Málalyktir urðu þær að skipu- lagið var samþykkt í bæjarstjóm með fímm atkvæðum gegn fjómm á fundi bæjarstjómar 21. júlí síðast- liðinn. Vegurinn sem Stefán vill leggja liggur 7 km eftir fjallshlíðinni gegnt bænum og telja margir heima- manna að vegurinn verði lýti á landslaginu. Þetta er töluvert hita- mál á Siglufírði, að sögn ísaks Ól- afssonar, bæjarstjóra á Siglufirði. Vegurinn kemur til með að liggja í gegnum svokallaða almenninga sem nokkrir landeigendur eiga í sameiningu, sagði Isak, og verða \ samningar að takast á milli Stefáns og landeigendanna áður en ráðist verður í framkvæmdir. ísak taldi að álíka margir landeigendur væru ; meðmæltir lagningu vegarins og ) andvígir henni. Mýrdalssandur: Sandbylur stöðvaði umferð Vlk. ÓFÆRT var yfir Mýrdalssand

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.