Morgunblaðið - 26.07.1988, Side 7

Morgunblaðið - 26.07.1988, Side 7
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 26. JÚLÍ 1988 7 Gatnagerð í Reykjavík: Fræst af 40 þús- und fermetrum Á VEGUM gatnamálastjórans í Reykjavík er nú verið að fræsa af nokkrum götum borgarinnar. Fræsarinn er tekinn á leigu frá Islenskum aðalverktökum á Keflavíkurflugvelli. Alls verður fræst af um 40 þúsund fermetr- um gatna í sumar og er áætlað að verkið taki um tíu daga. Þessir 40 þúsund fermetrar sam- svara um 5,5 kílómetra vegalengd þeirra gatna sem fræstar verða. Götumar eru Hringbraut, Mikla- braut, Miklatorg og Bústaðavegur. Sigurður Skarphéðinsson hjá embætti gatnamálastjóra, sagði í samtali að fræsun gatnanna væri í tvíþættum tilgangi. Þar sem mal- bikið er farið að þynnast er tekið ofan af því og síðan malbikað yfír. Það er gert til þess að götumar hlaðist ekki upp og kaffæri gang- stéttar. Hins vegar þar sem malbik- ið er nægjanlega þykkt, er látið duga að fræsa og ekið á götunum í tvö til þrjú ár áður en þær era malbikaðar að nýju. Sigurður sagði að fræsunin hefði ótvíræðan spamað í för með sér. Það kostar um 150 krónur að fræsa hvem fermetra, sem dugir í tvö til þrjú ár. Malbikun hvers fermetra Framkvæmda- sljóri EFTA í heimsókn Framkvæmdastjóri Fríversl- unarsambands Evrópu (EFTA), Georg Reisch, mun dvelja á ís- landi 27. til 30. júlí næstkomandi í boði Steingríms Hermannsson- ar, utanríkisráðherra. Auk viðræðna við utanríkisráð- herra mun framkvæmdastjórinn eiga fund með forsætisráðherra og viðskiptaráðherra auk þess sem hann mun fara í kurteisisheimsókn til forseta íslands. Jafnframt mun framkvæmda- stjórinn ræða við nýskipaða þing- nefnd sem íjallar um Evrópubanda- lagið og stöðu íslands gagnvart því, svo og ráðgjafamefnd Islands og EFTA. Framkvæmdastjórinn mun einnig heimsækja Vestmanna- eyjar og Þingvelli. (Fréttatilkynning frá utanríkis- ráðuneytinu) kostar hins vegar um 500 krónur og endist í þijú til fjögur ár. Hann sagði ekki hagkvæmt fyrir borgina að kaupa tæki eins og þennan fræs- ara, þar sem notkun þess er ekki nægilega mikil. Þetta era dýr tæki og hefur reynst vel að leigja þau. Aður hafa verið leigðir fræsarar bæði frá Aðalverktökum og frá Svíþjóð. Á meðan fræsun gatnanna stend- ur yfír þarf að loka þeim götum sem unnið er við. Borgarbúar verða því að sýna þolinmæði á meðan götur þeirra era lagfærðar. Verkið tekur eins og fyrr sagði um tíu daga. Það hófst á fímmtudag síðastliðinn. Fræst verður af götum S Reykjavík í sumar, alls um 40 þúsund fermetra. Morgunblaðið/Ámi Sæbcrg Manni bjarg- að úr Ing- ólfsfjalli Seifoasi. UNGUR maður lenti í sjálfheldu er hann var að klifra i Ingólfs- fjalli á sunnudag. Björgunarsveit- armenn á Selfossi björguðu mann- inum um sexleytið en hann hafði þá hafst við bjargarlaus í fjallinu frá því laust eftir hádegi. Maðurinn hafði klifrað upp bergst- ál í malargryfjum í fjallinu. Hann skorðaði sig í viki í berginu og komst hvorki upp né niður. Björgunarmenn höfðu eftir honum að enginn hefði orðið var við hann þó hann reyndi að veifa og kalla fyrr en hestamenn á ferð undir flallinu heyrðu til hans og létu lögregluna vita. Stöðugt gijóthrun er úr fjallinu í gryfjunum og mátti maðurinn þola að steinar hryndu yfír hann. Björg- unarsveitarmenn fóru upp fyrir manninn, sigu niður til hans og gekk greiðlega að ná honum niður. Hann var illa búinn til fjallgöngu. Mjög óvenjulegt er að fólk leggi á fyallid í gryfjunum. Aðaluppgöngu- staðurinn er austan við gryfjurnar, þar sem greið og hættulaus leið er upp á Qallið. — Sig. Jóns. STENDUR SEM HÆST... ALLTNYJAROG NÝLEGAR VÖRUR 40-60% afsláttur Nú er tækifærið að fá sér sumarfatnaðfyrir aðal helgi sumársins á stórkostlega góðuverði. (^) KARNABÆR Laugavegi 66, sími 22950.' Austurstraeti 22, sími 22384. Glæsibæ, sími34004. AUSTURSTRÆTI 22. SÍMI 22384. GftBBO AUSTURSTRÆTI22. SÍMI 22771.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.