Morgunblaðið - 26.07.1988, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 26.07.1988, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 26. JÚLÍ 1988 7 Gatnagerð í Reykjavík: Fræst af 40 þús- und fermetrum Á VEGUM gatnamálastjórans í Reykjavík er nú verið að fræsa af nokkrum götum borgarinnar. Fræsarinn er tekinn á leigu frá Islenskum aðalverktökum á Keflavíkurflugvelli. Alls verður fræst af um 40 þúsund fermetr- um gatna í sumar og er áætlað að verkið taki um tíu daga. Þessir 40 þúsund fermetrar sam- svara um 5,5 kílómetra vegalengd þeirra gatna sem fræstar verða. Götumar eru Hringbraut, Mikla- braut, Miklatorg og Bústaðavegur. Sigurður Skarphéðinsson hjá embætti gatnamálastjóra, sagði í samtali að fræsun gatnanna væri í tvíþættum tilgangi. Þar sem mal- bikið er farið að þynnast er tekið ofan af því og síðan malbikað yfír. Það er gert til þess að götumar hlaðist ekki upp og kaffæri gang- stéttar. Hins vegar þar sem malbik- ið er nægjanlega þykkt, er látið duga að fræsa og ekið á götunum í tvö til þrjú ár áður en þær era malbikaðar að nýju. Sigurður sagði að fræsunin hefði ótvíræðan spamað í för með sér. Það kostar um 150 krónur að fræsa hvem fermetra, sem dugir í tvö til þrjú ár. Malbikun hvers fermetra Framkvæmda- sljóri EFTA í heimsókn Framkvæmdastjóri Fríversl- unarsambands Evrópu (EFTA), Georg Reisch, mun dvelja á ís- landi 27. til 30. júlí næstkomandi í boði Steingríms Hermannsson- ar, utanríkisráðherra. Auk viðræðna við utanríkisráð- herra mun framkvæmdastjórinn eiga fund með forsætisráðherra og viðskiptaráðherra auk þess sem hann mun fara í kurteisisheimsókn til forseta íslands. Jafnframt mun framkvæmda- stjórinn ræða við nýskipaða þing- nefnd sem íjallar um Evrópubanda- lagið og stöðu íslands gagnvart því, svo og ráðgjafamefnd Islands og EFTA. Framkvæmdastjórinn mun einnig heimsækja Vestmanna- eyjar og Þingvelli. (Fréttatilkynning frá utanríkis- ráðuneytinu) kostar hins vegar um 500 krónur og endist í þijú til fjögur ár. Hann sagði ekki hagkvæmt fyrir borgina að kaupa tæki eins og þennan fræs- ara, þar sem notkun þess er ekki nægilega mikil. Þetta era dýr tæki og hefur reynst vel að leigja þau. Aður hafa verið leigðir fræsarar bæði frá Aðalverktökum og frá Svíþjóð. Á meðan fræsun gatnanna stend- ur yfír þarf að loka þeim götum sem unnið er við. Borgarbúar verða því að sýna þolinmæði á meðan götur þeirra era lagfærðar. Verkið tekur eins og fyrr sagði um tíu daga. Það hófst á fímmtudag síðastliðinn. Fræst verður af götum S Reykjavík í sumar, alls um 40 þúsund fermetra. Morgunblaðið/Ámi Sæbcrg Manni bjarg- að úr Ing- ólfsfjalli Seifoasi. UNGUR maður lenti í sjálfheldu er hann var að klifra i Ingólfs- fjalli á sunnudag. Björgunarsveit- armenn á Selfossi björguðu mann- inum um sexleytið en hann hafði þá hafst við bjargarlaus í fjallinu frá því laust eftir hádegi. Maðurinn hafði klifrað upp bergst- ál í malargryfjum í fjallinu. Hann skorðaði sig í viki í berginu og komst hvorki upp né niður. Björgunarmenn höfðu eftir honum að enginn hefði orðið var við hann þó hann reyndi að veifa og kalla fyrr en hestamenn á ferð undir flallinu heyrðu til hans og létu lögregluna vita. Stöðugt gijóthrun er úr fjallinu í gryfjunum og mátti maðurinn þola að steinar hryndu yfír hann. Björg- unarsveitarmenn fóru upp fyrir manninn, sigu niður til hans og gekk greiðlega að ná honum niður. Hann var illa búinn til fjallgöngu. Mjög óvenjulegt er að fólk leggi á fyallid í gryfjunum. Aðaluppgöngu- staðurinn er austan við gryfjurnar, þar sem greið og hættulaus leið er upp á Qallið. — Sig. Jóns. STENDUR SEM HÆST... ALLTNYJAROG NÝLEGAR VÖRUR 40-60% afsláttur Nú er tækifærið að fá sér sumarfatnaðfyrir aðal helgi sumársins á stórkostlega góðuverði. (^) KARNABÆR Laugavegi 66, sími 22950.' Austurstraeti 22, sími 22384. Glæsibæ, sími34004. AUSTURSTRÆTI 22. SÍMI 22384. GftBBO AUSTURSTRÆTI22. SÍMI 22771.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.