Morgunblaðið - 26.07.1988, Qupperneq 9
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 26. JÚLÍ 1988
9
FLUGLEIDIR
tilkynna
morgunbrottför
frá
Kaupmannahöfn
kl. 09.00,
lending í Keflavík
kl. 10.15 þriðjudaga,
fimmtudaga og
laugardaga.
Auk þess vekjum við at-
hygli á flugi frá Keflavík
til Kaupmannahafnar
þriðjudaga, fimmtudaga
og laugardaga kl. 16.30.
Þaðan er hægt að ná
tengiflugi til allra Norður-
landanna samdægurs.
Að sjálfsögðu eru hin
hefðbundnu morgunf lug enn
á sínum stað - alla daga!
Allarnánarí upplýsingará söluskrif-
stofum Flugleiða og ferðaskrifstofum.
FLUGLEIÐIR
Albaníuklúbburinn
í frumskógi flokksbrota íslenskra vinstrisinna er starfræktur klúb-
bur sem iðkar menningartengsl við Albaníu. Klúbbfélagar stunda
pílagrímsferðir til landsins þar sem trúarbrögð, utanlandsferðir
og bifreiðir í einkaeign eru bannaðar með lögum. Formaður
klúbbsins lýsir dýrðinni í viðtali í DV um helgina.
Klúbbar
vinstrísinna
Hér í þessutn dálki
hefur margsinnis áður
verið rætt um þá áráttu
íslenskra vinstrisinna að
taka ástfóstri við ýmis
ríki þar sem fram fara
svo kallaðar „sósialískar
tilraunir". Sitt sýnist
hverjum meðal vinstri-
sinna hvaða tilraun sé
æskilegast að taka til
fyrirmyndar þegar heim-
færa á fræðin upp á
íslenskar aðstæður og
hafa deilur hinna mis-
munandi hópa, s.s. kína-
sinna, kúbusinna, sovét-
sinna, Che Guevarasinna
og vietnamsinna, á stund-
um verið svo harðar að
þær hafa valdið vinslitum
og jafnvel Ieitt til rysk-
inga. Þetta hefur þó orð-
ið til þess að gera flóruna
á vinstrivængnum injög
fjölskrúðuga ekki síst
þar sem i kringum þessi
átök er oftast starfrækt
nokkurs konar ldúbba-
starfsemi líkt og tíðkast
í kringum erlendar popp-
stjörnur. Ferðir klúbb-
félaga til fyrirheitna
landsins, hvert svo sem
það kann að vera, eru
tíðar og sett eru upp
bókasöfn þar sem klúbb-
félagar geta fengið lánuð
rit eftir forystumenn
byltingarmnar. Mark-
miðið með þessu öllu er
að efla „menningar-
tengsl" landanna.
Albanía heitir riki á
Balkanskaga sem hefur
nokkra sérstöðu i hinum
sósíaliska heimi. Við lok
siðari heimsstyijaldar-
innar tók þar við völdum
stalinistinn Enver Hoxha
og lýsti þvi yfir að Alb-
anía hefði bæst í hóp svo
kallaðra alþýðulýðvelda.
Hann fylgdi i fyrstu Sov-
étrikjunum að máli en
snéri baki við þeim eftir
að Khrústsjov fordæmdi
Stalín á flokksþingi í
Moskvu árið 1956. Alb-
anía tók þá i staðinn upp
samstarf við Kina sem
fór snögglega út um þúf-
ur þegar Albaniumenn
töldu Kínveija vera
fama að eiga of vingott
við Bandaríkjamenn.
Landið er nú það allra
frumstæðasta og fátæk-
asta í Evrópu auk þess í
að vera eitt allra einangr-
aðasta ríki veraldar. Sem
dæmi um ástandið í Alb-
aniu má nefna að bifreið-
ir i einkacign eru bann-
aðar, utanlandsferðir
sömuleiðis og strangar
reglur gilda um sam-
skipti útlcndinga og Al-
bana.
En það virðist vera
sama hversu herfilega
hinar „sósíalisku tilraun-
ir„ mistakast. Alltaf virð-
ast vera til islenskir
vinstrisinnar sem hlaupa
til og taka upp hanskann
fyrir alþýðuhöfðingjana
og stofna klúbb um mál-
staðinn. Albanía er þar
engin undantekning —
þó ótrúlegt kunni að virð-
ast. Árið 1967, sama ár
og Hoxha bannaði öll trú-
arbrögð og lýsti þvi yfir
að Albania væri heiðið
land, var stofnaður á ís-
íandi klúbbur sem ber
nafnið Menningartengsl
Albaniu og íslands —
MAI. Frekar hljótt hefur
verið um þennan klúbb
að jafnaði þó klúbbfélag-
ar skjóti alltaf af og til
upp kollinum i fjölmiðl-
um, oftast eftir einhveija
pilagrimsferðina, og dá-
sama ástandið i þessu
fyrirheitua landi. Slíkur
viðburður átti sér stað
nú um helgina í DV en
þar birtist viðtal við
Hrafn E. Jónsson, for-
mann MAÍ, um ferðir til
Albaníu. Þar kemur
fram að eitt helsta hlut-
verk félagsins sé „að
þurrka út þá þjóðsögu
að Albanía sé lokað Iand
og að ekki sé tekið á
móti útlendingum“.
Hinir útvöldu
Hrafn er í viðtalinu
spurður hvort að Albania
sé ekki lokað land. Lítum
á svar formannsins: „Nei,
nei, langt frá þvi. Albanir
eru einstaklega gestrisið
fólk. í raun er litið á
ferðamenn, sem koma til
landsins, sem gesti en
ekki sem túrista. Albanir
sjá ekki ferðamenn sem
gangandi dollarabúnt.
Hitt er þó staðreynd að
þeir hleypa ekki hveijum
sem er inn í landið [!?!].
Þeir vilja ekki galopna
landið þannig að allir
hafi aðgang að Albaníu.
Þetta hefur trúlega skap-
að þessa þjóðsögu um að
landið sé lokað.“
Ekki kemur fram í
máli menningartengsla-
formannsins hvað átt sé
við með því að stjómvöld
í Albaníu vilji ekki hleypa
„hveijum sem er inn í
landið“ eða að „allir“
megi ekki hafa aðgang
að landinu. Hann á þó
væntanlega við með
þessu orðskrúði að landið
sé ekki lokað þar sem
klúbbfélagar sem vilja
auka „menningartengsl"
fá aðgang að dýrðinni.
Formaðurinn fer siðan
á kostum þegar hann er
inntur álits á stjórnarfyr-
irkomulaginu. „Ég veit
nú ekki hvað skal segja.
Fyrst ber að nefna að
Albanir em ákaflega sér-
stök þjóð. Þeir em stað-
settir á milli austur- og
vesturblokkarinnar. Það
hefur leitt til þess að
þeir hafa þurft að
ríghalda í sjálfstæði sitt.
í gegnum aldimar hafa
þeir barist við Tyrki,
Þjóðveija og marga aðra
um yfirráðarétt yfir eig-
in landi. Tungumál
þeirra er jafnvel sér á
báti.“ Hann kemst loks
að þeirri niðurstöðu „að
mér virðist albanska
stjómarfyrirkomulagið
henta Albönum vel“.
Það er sorglegt til þess
að hugsa að enn þann
dag í dag má finna sæmi-
lega vel upplýst fólk sem
telur að fjötrar kommún-
ismans geti hentað
nokkrum manni vel.
Hrafn E. Jónsson lýsir í
viðtalinu yfir hrifningu
sinni yfir Miðjarðarhafs-
strönd Albaníu þar sem
liann virðist hafa átt góð-
ar stundir. En gæti hann
hugsað sér að búa sjálfur
við sömu kjör og lýðrétt-
indi og almennir íbúar
Albaniu? Myndi það hlut-
skipti henta formannin-
um jafn vel og hann telur
það henta Albönum?
Hvad geri ég?
„Ég á 400 þúsund krónur ogget ávaxtað 200 þúsund í 4 ár
en þarf að hafa 200 þúsund lausar eftir 6 mánuði ...“
Með skuldabréfum Glitnis er unnt að
tryggja fasta 11,1% ávöxtun yfir verð-
bólgu allt til gjalddaga bréfanna. Til
sex mánaða er hentugast að fá sér
Sjóðsbréf 3 en ávöxtun á þeim er um 9-
11% yfir verðbólgu.
VIB
VERÐBRÉFAMARKAÐUR IÐNAÐARBANKANS HF
Ármúla 7, 108 Reykjavik. Simi 68 15 30