Morgunblaðið - 26.07.1988, Side 18
18
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJTJDAGUR 26. JÚLÍ 1988
Bíllinn okkar þarf
ekki að vera banvænn
Morgunblaðið/Einar Falur
Frá fyrirlestri á málþingi stofnunar Sigurðar Nordal í gær.
Stofnun Sigurðar Nordal:
Málþingi að ljúka
MÁLÞINGI um kennslu og rann-
sóknir í islenskum fræðum, sem
stofnun Signrðar Nordal gengst
fyrir, lýkur í dag. Flestir fyrir-
lestranna eru á sviði miðalda-
fræða, en í dag verður einnig
rætt um íslensk orðasöfn og
nútímamál.
Málþingið sækja tíu erlendir
fræðimenn frá níu löndum og flytja
þeir fyrirlestra og taka þátt í um-
ræðum ásamt íslensku þátttakend-
unum.
Fyrirlestramir eru öllum opnir
og eru haldnir í stofu 101 í Odda,
hugvísindahúsi Háskóla íslands.
eftir Bergljótu
Hreinsdóttur
Við erum ung, við okkur lífið brosir
ef eldri kynslóð veitir okkur lið
að byggja á grunni góðvildar og friðar
og glæða von hins smáa, sigrum við.
Við æskjum mannlifs, menntunar og starfa
svo megi öllum veitast umbun sú
að vita gott af lífí sínu leiða
og landið gera betra en það er nú.
(Þórhallur Einarsson)
Á mörgum barnaheimilum má
heyra tærar, mismunandi lagvissar
barnaraddir kyrja þetta fallega ljóð
af einlægum krafti. Fóstrurnar hafa
útskýrt vandlega merkingu þess og
bömin em sammála um að þau vilji
láta gott af sér leiða og lifa í friði
og sátt. Þau em svo óhrædd, full
af trausti og trú á lífið, það er svo
gaman að vera til.
Öll ætla þau að verða eitthvað
þegar þau verða stór, hjúkrunar-
fólk, löggur, skúringakonur, fóstmr
og bílstjórar. Já, bílstjórar á flottum
bílum eins og mamma eða pabbi
eiga.
Öll koma þau á bamaheimilið
sitt akandi í bílum, mömmubíl,
pabbabíl, afabíl eða ömmubíl,
kveðja og hverfa inn í hópinn sinn,
ömgg og áhyggjulaus. Það hvarflar
ekki að neinum að einhver komi
ekki aftur. Þau hafa alltaf verið
sótt eins og um var talað. Stundum
er talað um hvað sé hættulegast.
Börnin segja þá frá tröllunum,
Málnlngarverksmiðja
Slippfélagsins
ófreskjunum, krókódílunum og
tígrisdýrunum sem þau óttast mest
af öllu. En bílarnir, er enginn
hræddur við þá? Neihei sko,
abbababb, hrædd við bíla! „Geta
þeir ekki meitt eins og t.d. krókódíl-
amir?“ spyr fóstran.
Jú, þau samþykkja, þekkja
kannski einhvern sem bíll keyrði
á, einn var í bíl sem lenti í árekstri
og annar sá bíl klessa á staur. Það
spinnast alvarlegar umræður í leik-
stofunni.
„Getur maður dáið ef bíll keyrir
á mann?“ spyr lítil alvarleg hnáta.
„Já,“ svarar snaggaralegur gutti,
„ef maður keyrir eins og bijálæð-
ingur og stímir á einhvern, þá deyr
kannski einhver." „Frændi minn,
ha, hann er sautján, ha, og hann
getur sko keyrt á þúsund eða
hundrað," segir einn, stoltur af
„klára“ frænda sínum. „Það má
ekki,“ segir ákveðin rödd, „pabbi
segir það!“
„Hann ræður ekki yfir frænda
mínum!"
„Nei, en löggan ræður og hún
segir að það má ekki keyra á fullu
spani."
„Af hvetju ekki?“ vill fóstran
vita.
„Aþþí það er svo hættulegt, ef
annar bíll kemur þá klessast þeir
kannski."
„Þetta er alveg rétt, segir fóstr-
an. Það má alls ekki keyra of hratt.
Ef einhver keyrir svona hratt er
erfitt að stýra bílnum og þá er voða-
lega erfítt að stoppa snögglega ef
einhver er á götunni. Þá getur orð-
ið hræðilegt slys.
„Deyr þá einhver?"
Kannski. Kannski var einhver að
ganga yfir götuna þegar bíllinn
keyrði á hann og gat ekki bremsað
af því hann keyrði svo hratt,
kannski dó hann, eða slasaðist
hræðilega mikið. En þeir sem keyra
bíla vita vel að þeir mega alls ekki
keyra of hratt. Þeir hafa lært um-
ferðarreglur. Þeim á maður að
hlýða. Samt gera það ekki allir og
þess vegna verða oft árekstrar og
slys.
„Ef maður er í belti meiðir mað-
ur sig ekki,“ fullyrðir strákurinn
sem á „klára" frændann.
Það á alltaf að vera í belti, það
er í umferðarreglunum, segir fóstr-
an, en þau geta ekki bjargað manni
alltaf. Ef bíll keyrir voðalega hratt
á annan bíl getur maður meitt sig
þó maður sé í belti.
„Og kannski líka dáið?“
Já, kannski. En það deyja alls
ekki allir sem lenda í árekstri og
sysum, sumir meiðast ekkert, aðrir
mikið. Sumum batnar fljótt en svo
er til fólk sem batnar aldrei. Það
þarf að vera í hjólastól eða á spítala
alla ævi.
„Alla ævi?“ Bömin stara opin-
mynnt á fóstruna sína. Getur þetta
verið satt?
Umræðan í leikstofunni heldur
áfram. Hún vekur marga spurning-
una og allir hafa eitthvað til mál-
anna að leggja. Börn eru svo opin
og hreinskilin og eiga auðvelt með
að setja sig inn í málefni sem höfða
til þeirra. En kaldur veruleikinn er
þeim flestum óþekktur, enginn í
leikstofunni hafði misst ástvin í
bílslysi. Ekki í þessari leikstofu. En
í annarri slíkri á kannski einhver
ægilega bágt; einhver kom ekki
aftur.
Sannleikurinn er napur og það
vitum við sem teljum okkur fullorð-
in. Daglega lesum við blöðin og
þekkjum vel klausurnar um hversu
margir árekstrar urðu í gær, hversu
margir náðust á of miklum hraða
og hve margir óku ölvaðir. Og
flennistóru fyrirsagnimar um bana-
slysin, sem eru alltof mörg og tíð
sökum hraðaksturs, ölvunaraksturs
og fíflagangs. í slíkum tilfellum
staldra flestir við og um okkur fer
ískaldur hrollur. Réttlát reiði gagn-
tekur okkur, hvers vegna eiga
svona óhugnanlegir atburðir sér