Morgunblaðið - 26.07.1988, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 26.07.1988, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 26. JÚLÍ 1988 21 viðskiptum. En ákveðið magn af þeim þarf til að ljúka þeim viðskipt- um sem eiga sér stað í hagkerfinu. Fyrir peninga er hægt að kaupa vörur og þjónustu eða raunverð- mæti, og er því mikilvægt að magTi peninga sé í samræmi við magn raunverðmæta í hagkerfinu. Pen- ingar eru í rauninni ávísun á raun- verðmæti þjóðfélagsins eða m.ö.o. loforð um afhendingu þeirra gegn afsali peninga. Því þarf að vera samræmi milli útgáfu slíkra ávísana og þeirra verðmæta sem þær eru ávísanir á, því ef gefnar eru út fleiri ávísanir en vöxtur raunverð- mæta gefur tilefni til eru líkur á að verð slíkra verðmæta hækki, og nýtt samræmi skapist við hærra verðlag. Peningar lifa sem sé engu sjálfstæðu lífí án raunverðmæta. Við vöruviðskipti er ofangreint samræmi óþarft, en það kemur hins vegar til sögunnar með notkun pen- inga. Því er talið eðlilegt að einhver stofnun hafi yfirumsjón með útgáfu peninga, m.a. til að hafa hönd í bagga með að ofangreint samræmi ríki, en hún á að koma í veg fyrir með ýmsum tækjum að peninga- magn vaxi ekki of ört og ekki of hægt miðað við vöxt raunverð- mæta. Þá á hún að styrkja tiltrú manna á notkun peninga og að taka þann ávinning sem af slíkri útgáfu hlýst, svo eitthvað sé nefnt. Mikilvægt er að slík stofnun leggi megináherslu á að ofangreint sam- ræmi ríki milli vaxtar peninga- magns og raunverðmæta (þjóðar- framleiðslu). Hér áður fyrr var áherslan ekki ýkja mikil á þetta samræmi, heldur frekar á það að að baki peningaútgáfu væru ein- hver verðmæti, s.s. gull eða erlend- ur gjaldeyrir. Slík áhersla gat ann- ars vegar staðið eðlilegri þróun við- skipta fyrir þrifum og hins vegar ýtt undir verðbólgu. Hér á landi hefur þessi áhersla verið ofarlega við stjórnun peninga- magns. Þannig hafa t.d. aukin er- lend lán og þar með innstreymi erlends gjaldeyris stuðlað að inn- lendri peningaútgáfu þar sem Seðlabanki hefur getað tryggt slíka peningaútgáfu með auknum gjald- eyrisforða. Þessi áhersla hefur ýtt undir örari vöxt peningamagns en vöxtur raunverðmæta hefur gefið tilefni til og því ýtt undir verðbólgu. III. „Micro-macro“-viðhorf í þeirri umræðu sem fram hefur farið um frelsi til erlendrar lántöku og tengingu við ECU hefur „mic- ro“-viðhorfið ráðið, þ.e.a.s. lögð hefur verið áhersla á að einstakling- ar eigi að geta valið á milli hvort þeir taki innlend eða erlend lán, og sömuleiðis hvort þeir kaupi innlend eða erlend verðbréf. í sjálfu sér ætti slíkt val að vera sjálfsagður hlutur. Mönnum ber hins vegar skylda til, ef þeir vilja að þeir séu teknir alvarlega, að velta „macro“- viðhorfinu fyrir sér, þ.e.a.s. hvaða áhrif hefur slíkt frelsi á peninga- magnið í hagkerfinu. Ef peninga- kerfí og peningastjómun væri með eðlilegum hætti væri krónan hugs- anlega nú þegar í tengslum við er- lenda myntvog og sömuleiðis ríkti meira frelsi í þessum efnum. En því miður er því ekki fyrir að fara. Og út frá fyrri reynslu má ætla að aukið frelsi til erlendrar lántöku og því aukið innstreymi erlends gjald- eyris hafi í för með sér aukningu í innlendri peningaútgáfu og áfram- haldandi ósamræmi og verðbólgu. Forsenda þess að hægt sé að gefa frelsi á þessu sviði er að fyrst komist gott lag á peningastjórn þessa lands. í rauninni er það eðli- legri leið að ef vel tekst til við stjórn peningamála þá gætu verðlaunin orðið þau að tengjast myntvog, s.s. ECU. Það að bytja á öfugum enda og tengja krónuna við myntvog væri algjört glapræði og það mjög alvar- legt. Slík tenging myndi í fyrsta lagi hvetja mjög til erlendrar lán- töku og innlendrar peningaútgáfu og því ýta undir verðbólgu. I öðru lagj mundi hún mismuna atvinnu- greinum verulega þannig að hugs- anleg grisjun sem hún muridi leiða til yrði frekar í útflutnings- og sam- keppnisgreinum en öðrum greinum. Takmörkun á innlendri peningaút- gáfu myndi hins vegar ekki mis- muna atvinnugreinum í sama mæli og er því mun eðlilegri leið. Að lokum er mjög líklegt þegar litið ertil innlendra stjórnsýsluhefða og skandinavískra, að þessari leið yrði ekki fylgt eftir, þ.e.a.s. að ein- hverjum tíma liðnum þegar í óefni væri komið, s.s. með stöðvun fyrir- tækja og atvinnuleysi, yrði þessi samtenging endurskoðuð. Þá stæðu þeir uppi með gróðann sem tóku erlendu lánin, en hinir sem urðu fyrir verðbólgunni af þeirri innspýt- ingu sætu eftir með sárt ennið. Umhugsunarverð er einmitt nú sú aðför sem gerð er að raunvöxtum í okkar hagkerfí, en raunvextir hafa samt sem áður tvo sterka málsvara, þar sem eru annars vegar spariíjáreigendur og hins vegar bit- ur reynsla neikvæðra vaxta. Teng- ing við erlenda myntvog hefur hins vegar enga sterka málsvara þegar í óefni er komið og er því einfalt mál að taka upp slíka ákvörðun, en hafa skal þó í huga að slík sam- tenging er afar dýrkeypt til skamms tíma. Höfundur er hagfræðingur hjá Þjóðhagsstofnun. & l\ýja kotasælan kætir bragðlaukana enda krydduð með lauk Sæluunnendur fá nú enn nýjan valkost; það er komin ný tegund af kotasælu, með rauðlauk og púrru. Indæl og bragðmikil viðbót við kotasælufjölskylduna - hæfir vel á brauð, sem meðlæti, í salöt eða beint úr dósinni! Og fyrir þá sem vilja passa upp á línurnar er nýja kota- sælan auðvilað iaukrétt val. -toppurinnídag KRON slyður BnarVilhjðlnnsson og tslensku ólymptunefndina. Við óskum tslensku ólymptufórunum góðs gengis (Seoul. KAUPSTADUR 2. HÆÐ IMJÓDD
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.