Morgunblaðið - 26.07.1988, Side 30

Morgunblaðið - 26.07.1988, Side 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 26. JÚLÍ 1988 Bretland: Heath átelur Thatch- er vegna manna- breytinga hjá EB St. Andrews. Frá Guðmundi Heiðari Frímannssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. ÁKVÖRÐUN Margaretar Thatcher um að skipa Leon Brittan annan af tveimur fulltrúum Breta í framkvæmdanefnd Evrópubandalags- ins, vakti reiði Edwards Heaths. Hann sakaði Thatcher um að vinna gegn hagsmunum Breta innan bandalagsins. Cockfíeld lávarður hefur verið annar af fulltrúum Breta í fram- kvæmdanefnd EB og aðaldriffjöðrin að baki því, að bandalagið verði einn markaður árið 1992. Hann hefur átt í nokkrum útistöðum við Thailand: Lýsa yfir stuðningi við Prem Bangkok. Reuter. CHATCHAI Chunhavan, leiðtogi thailenzka þjóðarflokksins, Chart Thai, lýsti í gær stuðningi við að Prem Tinsulanonda, frá- farandi forsætisráðherra, stýrði næstu ríkisstjórn. Chart Thai var sigurvegari kosn- inganna og hlaut 87 þingsæti af 357. Flokkurinn er stærstur fimm flokka, sem lýstu stuðningi við áframhaldandi stjórnartíð Prems fyrir kosningar og kunna hugsan- lega að mynda samsteypustjóm. Hlutu flokkamir 215 þingsæti. Chatchai sagðist ekki tilbúinn að leiða nýja stjóm og lýsti stuðningi við Prem en Chart Thai-flokkurinn tekur formlega afstöðu til nýrrar stjómarmyndunar á morgun, mið- vikudag. Prem tók við starfi forsæt- isráðherra árið 1980 í framhaldi af málamiðlun milli thailenzkra stjóm- málaflokka, og spáðu vestrænir stjómarerindrekar því í gær að engra breytinga væri að vænta á stöðu hans. Hann ætti sér engan hættulegan keppinaut og nyti stuðnings atvinnurekenda, hersins og þjóðhöfðingja landsins. ríkisstjóm Thatcher, vegna þess að hann hefur viljað samræma fjölda- margt innan bandalagsins, sem breska ríkisstjórnin telur enga þörf á. Hann hefur til dæmis verið tals- maður þess, að virðisaukaskattur verði lagður á bækur og bamaföt og mat í Bretlandi til samræmis við það sem er með öðmm þjóðum inn- an bandalagsins, en þessar vörur em undanþegnar virðisaukaskatti í Bretlandi. Á föstudag tilkynnti Thatcher, að Cockfíeld lávarður yrði ekki full- trúi Breta áfram, en Leon Brittan skipaður í hans stað. Brittan var viðskiptaráðherra, en varð að segja af sér á síðasta kjörtímabili vegna Westland-málsins svokallaða. Edward Heath sagði í sjónvarpi á föstudagskvöld, að Thatcher hefði rekið Cockfield lávarð af hatri einu saman. Hann sagði að vegna West- land-málsins nyti Brittan ekki góðs álits. Stuðningsmenn Thatcher í hópi þingmanna hafa krafíst þess, að Heath verði rekinn úr flokknum vegna þessara ummæla. Young lávarður, viðskiptaráð- herra bresku stjómarinnar, sagði í viðtali við The Times síðastliðinn mánudag, að ríkisstjómin mundi neita að taka þátt í samræmingu á virðisaukaskatti innan bandalags- ins og að leggja niður eftirlit á landamæmm. Verkamannaflokkurinn hefur minnkað forskot íhaldsflokksins í skoðanakönnunum vegna óömggr- ar stjómar efnahagsmála að und- anfömu. í skoðanakönnun Harris- stofnunarinnar, sem birtist í The Observer síðastliðinn sunnudag, nýtur íhaldsflokkurinn fylgis 46% kjósenda, Verkamannaflokkurinn 41%, Fijálslyndi lýðræðisflokkurinn 7% og Jafnaðarmannaflokkurinn 3%. Árásin á grísku feijuna: Segja forsprakkann hafa búið í Svíþjóð Frá Erik Lidcn, fréttaritara Morgnnblaðsins í Svíþjóð, og Reuter: MAÐURINN, sem grísk yfirvöld telja að staðið hafi að baki árás- inni á grísku farþegafeijuna „Poros-borgir“ í Eyjahafi fyrr í þessum mánuði, bjó í Svíþjóð sem líbanskur flóttamaður. Þessar upplýsingar komu fram í sænska dagblaðinu Dagens Nyheter á laugardag. tilheyrðu Jaballa. Annar þeirra gilti frá Stokkhólmi til Kaupmannahafn- ar en hinn frá Kaupmannahöfn til Aþenu. Enn er ekki vitað hvort Jaballa lifði af árásina 11. júlí en líklegt er talið að annað líkanna sem enn á eftir á bera kennsl á sé lík hans. Níu farþegar ferjunnar fómst í árá- sinni þar á meðal einn Svíi. ^ Reuter Olga íSerbíu Fjögur þúsund Serbar komu saman í bænum Pancevo í júgóslavneska héraðinu Vojvodina á laugar- dag til þess að lýsa yfir stuðningi sinum við Slobodan Milosevic, forystumann kommúnistaflokksins í Serbíu. Milosevic vill að héruðin Kosovo og Vojvodina verði að nýju sett undir yfirráð Serba. Fólkið á fundinum krafðist þess að flokksforingjar í Vojvodina og Kosovo létu af embætti.Á langa borðan- um sem tveir fundarmanna halda á milli sín segir að ekkert nema sameining geti bjargað Serbíu. Afganistan: Skæruliðar skjóta eld- flaugum á höfuðborgina Moskvu, Islamabad. Reuter. Margir óbreyttir borgarar hafa látið lífið í árásum afganskra skæruliða á Kabúl, höfuðborg Afganistans, að sögn sovésku frétta- stofunnar Tass. Vestrænir stjórnarerindrekar telja þó ekki að borg- in sé í neinni hættu. Eldflaugaárásir afganskra skæmliða hafa orðið 18 manns að bana og sært 45 á síðustu dögum í Kabúl, að sögn sovésku frétta- stofunnar Tass. Alls hafa 154 lát- ist og 205 slasast í árásum skæm- liða síðan í maí þegar Sovétmenn hófu að flytja her sinn á brott úr landinu. Stjómvöld í Afganistan segja að skæraliðar fái vopnasend- ingar frá Pakistan og hafa farið fram á að Sameinuðu þjóðirnar komi í veg fyrir þær. til Kabúl. Þessu var umsvifalaust vísað á bug af yfirmanni í sovéska hemum sem „hreinum rógburði". Vestræni stjórnarerindrekinn taldi almennt álit manna að borgin væri ekki í neinnu hættu núna á að ienda í höndum skæruliða, a.m.k. ekki á meðan að sovéskir hermenn væra enn í landinu. Sovétmenn segjast munu standa við áætlanir um að helmingur herliðsins verði á brott um miðjan ágúst og að það verði allt farið í febrúar á næsta ári. Tengdasonur Brezhn- evs leiddur fyrir rétt Moskvu. Reuter. Vestrænir stjórnarerindrekar telja þó að Kabúl sé ekki í sérst- akri hættu vegna árásanna. Skæmliðar gera nú tíðar árásir á borgina úr hæðunum umhverfís hana og virðast vera að færa sig nær. Einn stjómarerindrekanna sagðist ekki trúa orðum Zia-ul- Haqs, forseta Pakistans, um að hemaðarástandið væri að fara úr böndunum. Zia sagðist hafa áreið- anlegar heimildir fyrir því að Sov- étmenn hefðu stöðvað herflutninga úr landinu og ið tólf þúsund her- mönnum hefði verið skipað aftur JUÉÍJ Tsjúbanov, tengdasonur Leonids Brezhnevs, fyrrum Sov- étleiðtoga, verður dreginn fyrir rétt í septembermánuði, að því er sagði í fréttum sovéska dag- blaðsins Izvestía í gær. Hann er sakaður um mútuþægni. Tsjúbanov, sem í eina tíð gegndi embætti aðstoðarráðherra á sviði innanríkismála, var handtekinn í febrúar á síðasta ári og sakaður um spillingu og mútuþægni. í frétt- um dagblaða sagði að hann hefði. þegið tæpar 50 milljónir ísl. kr. í mútur. í frétt Izvestía sagði að rannsókn málsins væri nú lokið og hefðu yfír- völd ákveðið að réttað yrði í máli Tsjúbanovs í september. Átta aðrir fyrmm embættismenn munu einnig svara þar til saka en sovéskir emb- ættismenn hafa gefíð í skyn að Tsjúbanov verði dæmdurtil dauða. Tsjúbanov er kvæntur Galínu, dóttur Leoníds Brezhnevs, fyrrum Sovétleiðtoga, sem lést árið 1982. í síðustu viku var Galína svipt eftir- launagreiðslum sínum auk þess sem hún, líkt og fleiri ættmenni Brez- hnevs, nýtur ekki lengur forréttinda valdastéttarinnar í Sovétríkjunum. Þegar spurst var fyrir um sann- leiksgildi fréttarinnar hjá sænska útlendingaeftirlitinu vildi talsmaður þess lítið um málið segja, sagði ein- ungis að grísk yfírvöld hefðu til- kynnt þeim að hugsanlegt væri að Svíþjóð tengdist málinu. Samkvæmt fréttum dagblaðsins á maðurinn, Hejab Jaballa, að hafa búið sem líbanskur flóttamaður í Svíþjóð í 18 mánuði áður en árásin átti sér stað. Þessar upplýsingar em sagðar koma frá sænska inn- flytjendaeftirlitnu. Það styður þessa frétt að gríska lögreglan hefur nú í fómm sínum vegabréf Jaballa sem gefíð er út í líbanska sendiráðinu í Svíþjóð. Lög- reglan fann vegabréfið í rústum bifreiðar sem sprengd var í loft upp í Aþenu skömmu fyrir árásina á feijuna. í hótelherbergi í Aþenu fundust einnig flugfarseðlar sem Geðklofi arfgengur sjúkdómur að hluta St. Andrews. Frá Guðmundi Heiðarí Frímannssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. BRESKIR vísindamenn telja sig hafa fundið gen, sem veldur geðklofa, að því er segir í frétt í The Observer síðastliðinn sunnu- dag. Greint er frá uppgötvuninni í vísindaritinu Nature, sem út kemur í næsta mánuði. Vísindamenn hafa lengi leitað að hugsanlegum orsakavaldi geð- klofa. Niðurstöður rannsóknar- hóps, sem starfar við Middlesex- sjúkrahúsið í Lundúnum, virðast staðfesta, að sjúkdómurinn sé að hluta til arfgengur. Rannsóknir fór þannig fram, að safnað var DNA-erfðaefni úr fjölskyldum, þar sem fleiri en einn einstaklingur var haldinn geð- klofa. Borið var síðan saman erfðaefni úr þeim, sem haldnir vom sjúkdómnum, og hinum, sem ekki höfðu hann. Uppgötvunin gerir kleift að segja fyrir um, jafnvel á fóstur- stigi, hvort hætta sé á, að viðkom- andi einstaklingur fái geðklofa. Hins vegar fá ekki allir geðklofa, sem hafa þetta tiltekna gen. Geðklofí er mjög alvarlegur sjúkdómur, sem einkennist af djúpstæðum tmflunum á tilfinn- ingalífi og hugsunum, klofningi í persónuleika og rofnum tengslum við hversdagslegan vemleika. Talið er, að einn af hveijum hundrað þjáist af geðklofa. Ef annað foreldra hefur sjúkdóminn, em líkumar sagðar sex á móti hundrað, að bam þeirra fái hann, en þrettán á móti hundrað, ef báðir foreldrar em geðklofa-sjúkl- ingar. í frétt Reuíens-fréttastof- unnar frá í gær ségir á hinn bóg- inn að helmingslíkur séu á því að barn geðklofa foreldra fái sjúk- dóminn og 15 prósent líkur sé' annað foreldrið geðklofasjúkling- ur. Þá em átta prósent líkur tald- ar á því að systkini geðklofasjúkl- ings fái einnig sjúkdóminn. Ef böm foreldra, sem þjást af geðklofa, em sett í fóstur til heil- brigðra foreldra, virðist það ekki breyta neinu um líkindin á veik- indunum. Hingað til hafa þetta verið sterkustu rökin fyrir því, að geðklofi sé arfgengur.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.