Morgunblaðið - 26.07.1988, Side 36

Morgunblaðið - 26.07.1988, Side 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 26. JÚLÍ 1988 Flug Hver er framtíð flug- félaga í Evrópu ? Brussel, frá Kristófer M. Kristinssyni, fréttaritara Morgiinblaðsins. í kjölfar nýrra reglna um starfsemi flugfélaga innan Evrópubandalags- ins sem gildi tóku í desember síðastliðnum og ekki síður vegna hins aukna frelsis á þessu sviði sem fyrirsjáanlegt er þegar Evrópubandalagið verður einn markaður, í árslok 1992, hafa umræður um framtíð fiugþjónustu í Evrópu aukizt mjög. Almennt er áhugi mestur á því að velta fyrir sér hvaða flugfélög munu halda velli í aukinni samkeppni. Fleira er þó áríð- andi svo sem hvernig samskiptum þjóðanna innan Evrópubandalagsins annars vegar og Evrópuþjóða utan þess hins vegar verður háttað. Og iJoks hvort Evrópubandalagið muni koma fram sem ein heild í samningum við lönd utan Evrópu, eða hvort slíkir samningar verði áfram á hendi einstakra þjóðríkja. Flug í Evrópu Millilandaflugi í Evrópu má skipta í tvennt, þ.e. annars vegar áætlunarflug og hins vegar leigu- flug. Um það bil, eða jafnvel rúm- lega, helmingur alls farþegaflugs milli landa í álfunni er leiguflug. Þetta er mun stærri hluti en í Bandaríkjunum þar sem innan við 5% flutninga er með leiguflugi og jafnvel áður en allt flug þar. var gefið frjálst árið 1978 var innan við 10% flugs þar í álfu leiguflug. Leiguflugfélögin hafa í auknum mæli hafíð sölu á flugsætum ein- göngu, þ.e. óþarft er að kaupa aðra ferðaþjónustu en flugið, auk þess sem þau sýna aukinn áhuga á að hefja áætlunarflug samhliða leigu- flugsrekstrinum. Þeim flugfélögum sem stunda áætlunarflug má skipta í tvo hópa. Ber fyrst að nefna stóru flugfélög- in, en hver þjóð í Evrópu á sitt fé- lag í þeim hópi, ef frá eru talin Danmörk, Noregur og Svíþjóð sem sameiginlega státa af SAS. Til sikamms tíma voru öll þessi flugfé- lög meira og minna í ríkiseign, en sífellt bætast fleiri í hóp þeirra sem færast að hluta eða öllu leyti yfir í einkaeign. Þessi flugfélög flytja yfir 90% allra farþega í áætlunar- flugi á milli landa í Evrópu. Auk stóru áætlunarflugfélag- anna eru hin svokölluðu svæðaflug- félög. Hlutdeild þessara fyrirtækja fer vaxandi. Þessi flugfélög fljúga aðallega á styttri leiðum, og til annarra borga en höfuðborganna. Þau byrja feril sinn með því að fljúga litlum flugvélum en stækka síðan og bæta flugvélakostinn eftir því sem þau festa sig í sessi og markaðurinn leyfir. Eftir því sem ' þessum félögum vex fiskur um hrygg eykst áhugi stóru flugfélag- anna á þeim. Hollenska flugfélagið KLM keypti á dögunum 40% í sam- landa sínum Transavia og hafði áður tryggt sér 15% í breska fyrir- tækinu Air Uji og við hlutfjáraukn- ingu í svissneska flugfélaginu Crossair tryggði Swissair sér rúm- lega 30%. Síðast en ekki sízt var mikil barátta á milli SAS og British Airways um „flaggskip" þessara flugfélaga, British Caledonian, í fyrra, þar sem British Airways fór með sigur af hólmi. Leiguflugfélögum má einnig skipta í tvennt. Annars vegár eru dótturfyrirtæki stóru áætlunarfé- "^áganna og hins vegar hin svoköll- uðu „óháðu“ flugfélög. Að undan- förnu hefur mjög færst í vöxt að þessi fyrirtæki selji sæti eingöngu í leiguferðum, þ.e. óþarft er að kaupa aðra þjónustu en flugþjón- ustu. Enn fremur sækjast þessi fé- lög nú eftir að stunda áætlunarflug jafnframt leigufluginu. Þróun í Bandaríkjunum Þegar spáð er fyrir um breyting- arnar sem kunna að verða á flug- .^rekstri í Evrópu með auknu frjáls- ræði er gjarnan litið til þess sem gerst hefur á þessum sviðum í Bandaríkjunum frá því að höft voru afnumin þar árið 1978. í fyrsta lagi hefur farþegafjölgun í Banda- ríkjunum orðið gífurleg, helzta ástæðan er talin lægri fargjöld. Þær tölur hafa verið nefndar að neytend- um hafi sparazt 6 milljarðar dollara við haftaafnámið. Flugfélögin urðu að breyta mjög rekstri sínum í kjöl- far lækkunarinnar sem varð á tekj- um þeirra, þetta kom fyrst og fremst fram í fækkun starfsmanna svo og því að nýtt fyrirkomulag var tekið upp hjá flugfélögum í kjara- samningum þannig að þeir sem voru ráðnir nýir fengu lægra kaup og verri kjör en þeir sem fyrir voru, einnig var kaup hinna síðamefndu hreinlega lækkað. Þá breyttist einn- ig uppbygging flugnetsins. í stað beins flugs á milli staða tók við hið svokallaða „hug and spoke“ sem kannski má kalla á íslenzku mið- stöðvarkerfi. Þessi háttur hefur reyndar verið á flugkerfi í Evrópu í áraraðir og felst í því að flugnet er spunnið í kring um einhveija ákveðna flugstöð eins og kónguló spinnur vef sinn, flugfélögin fljúga með farþegana fremur stuttar vegalengdir inn á þessar stöðvar og síðan út aftur til áfangastaða. Afnám haftanna opnaði einnig nýj- um flugfélögum möguleika og á fyrstu sjö til átta árin bættust um tvö hundruð ný flugfélög í hópinn, flest þeirra (þekktasta dæmið úr þessum hópi er Peoples Express) heltust hins vegar fljótt úr lestinni og nú tíu árum eftir að hinar miklu breytingar áttu sér stað hafa yfir- burðir stóru flugfélaganna aldrei verið meiri og nú flytja 10 stærstu flugfélögin 97% allra farþega innan Bandaríkjanna. Þessi mikla sam- þjöppun veldur ekki sízt þeirri um- ræðu sem orðið hefur um hver verði örlög flugfélaga í Evrópu þegar athafnafrelsið eykst. Á hinn bóginn er rétt að gleyma því ekki að þeir sem harðast börðust fyrir auknu frjálsræði í flugi í Bandaríkjunum, og verða nú fyrir aðkasti vegna þess að val neytandans þar er kannski mun minna núna en það var fyrir tíu árum, leggja áherzlu á að samruna þennan hefði mátt og kannski átt að koma í veg fyrir með því að beita lögum um sam- runa fyrirtækja og samkeppnis- hömlur öðruvísi en gert hefur verið. Hvað tekur við? Flestir virðast sammála um að eftir fimm til tíu ár verði flugfélög- in í Evrópu færri og stærri en þau eru nú. Hvernig það muni gerast eru menn á hinn bóginn ekki eins sammála um. Umræður eru sagðar vera í gangi á milli áætlunarfélag- anna. Flugtímarit segja viðræður hollenzka félagsins KLM og belgíska félagsins Sabena langt komnar og aðrir bæta við að Swissair komi einnig til sögunnar í þeim viðræðum. Opinberlega láta forsvarsmenn félaganna þó ekkert eftir sér hafa, en forstjórar allra þessara félaga sem og fleiri hafa hins vegar lýst þeirri almennu skoð- un sinni að samstarf sé nauðsyn- legt, sérstaklega fyrir miðlungs og minni félögin til að styrkja stöðuna í aukinni samkeppni. Þögnina um FÆRRI OG STÆRRI? “ Miklar vangaveltur eru um flug- iá eftir 1992, þegar EB verður einn markaður. Flestir virðast sam- mála um að eftir fimm til tíu ár verði flugfélögin í Evrópu færri og stærri en þau eru nú. En hveijir lifa af og hveijir sameinast? hvað sé nákvæmlega á pijónunum má væntanlega rekja til þess að SAS þykir hafa farið heldur illa út úr landvinningatilraunum sínum og vilja menn vafalaust forðast slíkt. Fyrir ári síðan áttu sér stað miklar samningaviðræður milli SAS og Sabena sem urðu árangurslausar og slagurinn um British Caledonian sl. haust þótti almennt ekki auka hróður SAS, þó segja megi að frá upphafi hafi það verið ójafn leikur. Áhrif EB-markaðarins Nýlega var birt viðtal við for- stjóra Sabena, Van Raphalgem. Þar lýsir hann skoðunum sínum á framtíðarhorfum í flugrekstri í Evr- ópu: Einn markaður í Evrópu mun gjörbreyta starfsumhverfi áætlun- arfélaganna. Hvort heldur það ger- ist 1992 eða 1994 mun Evrópa í framtíðinni keppa sem ein efna- hagsheild við aðrar slíkar, sérstak- lega Bandaríkin, Austur-Evrópu, Japan og jafnvel Suðaustur-Asíu. Staða Evrópuflugfélaganna mun styrkjast því 320 milljón manna markaður muni semja við aðra t.d. Bandaríkin þar sem eru 240 milljón- ir. Öll Evrópufélögin munu þá standa jafnt að vígi ólíkt því sem nú er í tvíhliða samningum þegar styrkur hvers félags í slíkum samn- ingum er í hlutfalli við efnahagsleg- an styrk heimalandsins. Miklar breytingar munu eiga sér stað og öll áætlunarfélögin eru nú að reyna að tryggja framtíð sína. Samruni fyrirtækjanna verður þó ekki í sama mæli og í Bandaríkjunum, áætlun- arflugfélög innan Evrópubanda- lagsins verða ekki íjögur eða fimm heldur átta eða níu. Hjá Sabena er ekki áhugi á sameiningu eða sam- runa við stóru félögin, þó_ svo að allir kostir verði skoðaðir. í slíkum samruna er hætt við að minna fé- lagið hverfi eða týnist. Meðalstóru félögin ættu fremur að sameina krafta sína og stofna eitt bezta flug- félag í Evrópu, sem hefði marga flugvelli sem miðstöðvar. Slíkt félag yrði sameiginlegt dótturfyrirtæki þátttakendanna, þannig gætu sér- einkenni hvers félags haldist. Síðan slitnað upp úr samningaviðræðum við SAS fyrir ári hafa mörg flugfé- lög nálgast Sabena með samstarf í huga þar á meðal Air France og KLM. Engar samningaviðræður hafa hins vegar átt sér stað, hvorki við þessa aðila né aðra, menn hafa hins vegar borið saman bækur sínar og skoðað hvemig hugsanlegt sam- starf gæti orðið. Erlent Steinway og Yamaha takast á í tónleikahöllunum í MAÍ sl. komu nokkrir kunnustu píanóleikarar í heimi fram á svið- inu í Carnegie Hall, þessari nýuppgerðu Mekku bandarískrar tónlist- ar, og spiluðu hver á eftir öðrum á nýtt Steinway-píanó, það 500.000. frá upphafi. Píanóið var eitt ár í smíðum og er mjög nýtískulegt í útliti, enda teiknað af einum fremsta hús- gagnahönnuði í Bandaríkjunum, Wendell Castle. Á það voru svo letraðar með leysigeisla eiginhand- arundirritanir'900 kunnra píanó- leikara, sem gert hafa garðinn frægan með Steinway-píanóinu. Fyrir píanóleikarana og áheyr- endur í Carnegie Hall var þessi kvöldstund nokkurs konar óður til Steinway-píanósins, sem haldið hefur velli í 135 ár, eða allt síðan þýski innflytjandinn Henry Stein- way opnaði fyrstu vinnustofu sína í New York árið 1853. Hefur vegur þess jafnan verið mikill, ef undan er skilinn nokkur tími á áttunda áratug þessarar aldar, þegar heldur dró úr gæðunum og ýmsar tækni- legar nýjungar reyndust ekki sem skyldi. Þessir erfiðleikar hafa nú verið yfirstignir og undir forystu nýrra eigenda sækir Steinway aftur fram sem fullkomnasta píanó, sem völ er á. Yamaha er áskorandinn Þótt Steinway hafí kannski óum- deilanlega forystu er það samt ekki eitt um hituna og áskorandinn er farinn að búa sig undir hólm- gönguna. Þar er um að ræða Yama- ha-fyrirtækið japanska, stærsta hljóðfæraframleiðanda í heimi, sem hélt upp á aldarafmælið á síðasta ári. Áratugum saman hefur Stein- way næstum verið einrátt í klassísku tónleikahaldi, en nú ætlar Yamaha að heyja sér völl á þessum markaði. Heitar umræður um gæði Væntanleg átök þessara risa hafa nú þegar komið af stað heitum umræðum innan tónlistarheimsins um gæði hljóðfæranna og ekki síður um samskipti fyrirtækjanna og listamannanna. Margir skelfast þá tilhugsun, að Steinway verði undir í baráttunni við Yamaha en verksmiðja Steinway-fyrirtækisins er orðin meira en aldargömul og hönnun og tækniaðferðir hafa lítið breyst frá því snemma á öldinni. í New York eru árlega handsmíðuð 3.000 píanó og 2.000 í verksmiðj- unni í Hamborg í Vestur-Þýska- landi. Árið 1972 seldi Steinway-ijöl- skyldan fyrirtækið til CBS-sjón- varpsfyrirtækisins og tóku þá við 13 mögur ár í sögu þess. CBS seldi það aftur í september árið 1985 fyrir ótilgreinda upphæð til tveggja bræðra í Boston, Johns og Roberts Birminghams, og Bruce Stevens, fyrrum markaðsstjóra Polaroids- fyrirtækisins á erlendum markaði. „Það má segja að fyrirtækið sé aftur orðið að fjölskyldufyrirtæki,“ SAMKEPPIMI — Ára- tugum saman hefur Steinway næstum verið einrátt í klassísku tónleikahaldi, en nú ætlar Yamaha að heyja sér völl á þess- um markaði. sagði Stevens, „og við vitum hvað við viljum — framleiða bestu píanó í heimi“. Það sem kann að ráða úrslitum í glímunni eru þó ekki aðeins gæð- in, heldur einnig peningar. Stein- way hefur ekki fjárhagslegt bol- magn til að styrkja alla sína bestu listamenn, en það hefur hins vegar Yamaha. Yamaha vill líka sýna fram á að það geti framleitt jafn góð píanó og hver annar og vax- andi samkeppni við Suður-Kóreu- menn á ljöldaframleiðslumarkaðn- um á einnig sinn þátt í sókninni inn á þann hluta markaðarins, sem Steinway hefur ráðið hingað til. Ólík fyrirtæki Steinway og Yamaha eru líka. gjörólík að því leyti, að það fyrr- nefnda handsmíðar jafn mörg píanó á ári og það síðarnefnda ijölda- framleiðir á tíu dögum. Þau munu hins vegar takast á í tónleikahöll- unum. í verksmiðjum Yamaha í Japan eru handsmíðuð píanó af gerðinni CF III þau fullkomnustu sem Yamaha framleiðir, og tekur smíði hvers þeirra um hálft annað ár. Kostar hvert píanó um 2,2 milljón- ir ísl. kr. eða það sama og bestu Steinway-píanóin. Miklar deilur hafa risið um gæði þessara tveggja píanógerða og eins og líklegt er hampa miklu fleiri Steinway-píanóinu. Sumum finnst það raunar ganga guðlasti næst að bera Steinway saman við önnur píanó, en Roland Loest, forstöðu- maður ameríska píanósafnsins í New York, segir, að í þessu sem öðru sé það smekkurinn, sem ráði. Sjálfum líkar honum ekki við Yamaha. „Þegar búið er að stilla Stein- way-píanóið vel uppfyllir það allar þær óskir, sem einn listamaður getur haft fram að færa.“

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.