Morgunblaðið - 26.07.1988, Qupperneq 37

Morgunblaðið - 26.07.1988, Qupperneq 37
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 26. JÚLÍ 1988 Fjölmiðlun Kapalkerfi sem gefa fjölbreytilega kosti KAPALTÆKNI hf. nefnist fyrirtæki sem selur og setur upp kapal- kerfi fyrir sveitarfélög eða aðra hópa. Kapalkerfi þessi byggjast upp á sérstökum coax jarðköplum og hefur Kapaltækni hf. nú þeg- ar komið upp slíku kerfi á Hellu, auk þess sem unnið er að uppsetn- ingu á Seltjarnarnesi öllu, en fyrstu áfangar þess kerfis verða teknir í notkun nú alveg á næstunni. Þá munu vera í gangi samningar við hin ýmsu sveitarfélög. Að sögn Rúnars Birgissonar hjá Kapaltækni bjóða þessi kerfi fjöl- breytta kosti, t.d. er mögulegt að senda 30 sjónvarpsrásir og 30 FM útvarpsrásir eftir einum 15 mm kapli, en það er einmitt sú gerð sem Kapaltækni hefur notað í þeim kerf- um sem þeir hafa sett upp. Þegar svona kerfi er sett upp, er að sögn Rúnars notuð ein höfuðsstöð fyrir öll húsin sem eru tengd kerfinu. Þar er að finna öflug loftnet sem ná öllum innlendum útvarps- og sjónvarpsstöðvum, og þeim er svo dreift til húsanna um kerfíð. Þar með væru sjálfstæð loftnet á hveiju húsi orðin algerlega óþörf. Þetta kemur sér sérstaklega vel á mörg- um stöðum úti á landi þar sem oft er munur á milli húsa hvort sjón- varps- eða útvarpsstöð næst, en við slíkar aðstæður sagði Rúnar að loft- netunum væri komið fyrir á stað þar sem skilyrði eru góð, og þar með væru þessir erfiðleikar úr sög- unni. Rúnar sagði einnig að kerfið byði upp á marga fleiri möguleika, t.d. gætu sveitarfélög tekið sér eina rás þar sem upplýsingar birtust á skermi tengdra tækja, og jafnframt væri hægt að nýta slíka rás til út- sendinga á vegum sveitarfélag- anna, t.d. frá fundum og mannfögn- uðum. Rúnar sagði að kostnaður við svona kerfi, ef gengið væri frá því í u.þ.b. tvö hundruð hús, væri gróft áætlað um 30000 kr á hvert hús, en þetta færi þó eftir stærð kerfisins og umfangi. Samkvæmt lögum er ekki leyfi- legt að veita .gerfihnattarsjónvarpi í fleiri en 36 hús með einu og sama kerfinu nema að allt efni í útsend- ingunum verði íslenskað. Rúnar sagði þetta vera þröskuldinn fyrir því að ekki væri hægt að hleypa gerfihnattaefni inn á kerfi af þeirri stærð sem rætt hefur verið um hér að framan. Hitt væri annað mál að þeir hefðu sett upp minni kerfi, sem féllu undir ramma laganna, og fyr- ir slíka notendur væru þeir með samninga um efnisöflun frá þremur gervihnöttum. ISLANDSKYNIMING — Á myndinni má líta hluta ritstjórahópsins gæða sér á sýnishorni af íslenskri matargerð á Holiday Inn hótelinu. F.v. Nancy Hasselback frá Seafood Business, Nancy Dell’Aria frá Woman’s day, Margery Tippies frá Redbook og Jane Kirby frá Glamour. Ritstjórar heimsóttu Island RITSTJÓRAR frá þekktum bandarískum tímaritum, alls uni fimmtán manns, komu hingað til lands í byijun júní í boði Útflutn- ingsráðs Islands, og dvöldust hér í þijá daga. Tímarit flestra þeirra sérhæfa sig í mat og mat- Iðnaðarbanki Helmiiigur nýrra hluta- bréfa seldur HLUTHAFAR í Iðnaðarbankan- um sem neyttu forkaupsréttar síns keyptu um helming þeirrar 40 milljón króna hlutafjáraukn- ingar sem ákveðin var á aðal- fundi bankans i vor. Hlutabréfin voru seld á genginu 1,5. Afgangur hlutaijárins verður seldur á almennum markaði í haust að sögn Vals Valssonar banka- stjóra. Að sögn Vals er ekki búið að ákveða á hvaða gengi hlutabréfin verða boðin í haust. „Þetta er sú staða sem við óskuðum eftir,“ sagði Valur. „Við vildum fá töluvert af hluta- bréfum til sölu á almennum mark- aði svo að nýir hluthafar gætu keypt hlut í bankanum." argerð. Að sjálfsögðu var gert eins vel við ritstjórana og mögulegt var á meðan á dvölinni stóð, en tilgangur boðsins var að kynna ritstjórunum fiskvinnslu og meðhöndlun íslend- inga á fiski frá því að hann er dreg- inn úr sjó þar til hann er sendur á markað, auk þess að kynna þeim ísland almennt. í frétt frá útflutn- ingsráði segir að ritstjórarnir hafí látið vel af viðurgjörningnum, en meðal þess sem þeim var boðið uppá var skoðunarferð í frystihús Útgerðarfélags Akureyringa, frystihús KEA í Hrísey, málsverður á Brekku í Hrísey og skoðunarferð um Reykjavík, svo eitthvað sé nefnt. Á markaðinum Nýtt Fanta- appelsín Verksmiðjan Vífilfell hf. hefur hafið framleiðslu á nýju Fanta- appelsíni. í Fanta-appelsininu eru engin litarefni og er einn tíundi hluti drykkjarins hreinn app- elsínusafi. Bragðið er frábrugðið því sem áður var, en ákveðið var að skipta um bragðtegund í kjölfar markaðs- könnunar. Fanta-appelsín verður fá- anlegt í fleiri tegundum umbúða en fyrr. Má þar m.a. nefna nýjar hálfs lítra plastflöskur, en á þeim er ný tegund plasttappa sem gera fólki kleift að loka flöskunum þéttar en áður hefur verið hægt. Morgunblaðið/Bjami Kópal Dýrótex er útimálning sem dugar vel fmálning V Vinningstöiurnar 23. júlí 1988. Heildarvinningsupphæð: Kr. 4.112.814,- 1. vinningur var kr. 2.059.364,- og skiptist hann á milli 4ra vinningshafa, kr. 514.841,- á mann. 2. vinningur var kr. 617.048,- og skiptist hann á milli 274 vinningshafa, kr. 2.252,- á mann. 3. vinningur var kr. 1.436.402,- og skiptist á milli 6.589 vinn- ingshafa, sem fá 218 krónur hver. Milljónir á hverjum laugardegi! Upplýsingasími: 685111 Sölustadirnir eru opnir frá mánudegi til laugardags og loka ekki fyrr en 15 mínútum fyrir útdrátt.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.