Morgunblaðið - 26.07.1988, Síða 42
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 26. JÚLÍ 1988
Hringvegur um Snæfellsnes
breytir búsetu á nesinu
eftir Finnboga G.
Lárusson
Þegar talað er um hringveg um
Snæfellsnes þá finnst mér að
slíkur vegur hljóti að miðast við
Heydal annarsvegar og veg fyrir
Jökul hinsvegar. Tel ég þá vega-
gerð svo brýna, að það ætti að
vera forgangsverkefni í vegagerð
á nesinu, ef tryggja á að allt ne-
sið haldist í byggð, sem ég tel
mikilvægt.
*r Ég las grein eftir Kristin Krist-
jánsson barnakennara á Helliss-
andi sem birt var í Morgunblaðinu
6. október 1987.
Þar segir hann orðrétt meðal
annars:
„Væntanleg vetrarhringleið um
nesið hlýtur að miðast við Heydal
annarsvegar og veg fyrir Jökul
hinsvegar, það er að segja ef menn
eru því sammála að byggð skuli
haldast á nesinu öllu.“
Ég tek svo sannarlega undir
þessi orð Kristins, og þakka hon-
um hans jákvæðu skoðanir á vega-
málum á nesinu.
Ég hef kynnt mér skoðanir
Úölda fólks, bæði sem byggja ne-
sið og annarra, og hafa flestallir
verið þeirrar skoðunar að vetrar-
hringleið um nesið eigi að vera
um Heydal annarsvegar og fyrir
Jökul hinsvegar.
Einstöku menn hafa varpað
fram þeirri hugmynd að hringveg-
ur um nesið miðist við Kerlingar-
skarð annarsvegar og Fróðárheiði
hinsvegar.
Mér fínnst furðulegt að mönn-
um skuli detta slíkur hringvegur
í hug, og það sem vetrarleið. Ég
skil ekki hvemig á að kalla það
hringveg um nesið, ef taka á að-
eins miðstykkið úr nesinu og færa
hring um það. Ef við skoðum
landakortið og lítum á Snæfellsnes
sjáum við hvað það er lítill hluti
af nesinu milli Kerlingarskarðs
annarsvegar og Fróðárheiði hins-
vegar. Hellissandur og Olafsvík
yrðu ekki í þannig hugsuðum
hring, og þá ekki Breiðuvíkur-
hreppur. Slíkur hringvegur yrði
ekki til að tengja saman byggðina
á nesinu öllu, síður en svo, en það
er þó það sem gera þarf. Það
væri mikil bylting til bóta fyrir
þá sem byggja nesið og ferðast
um það, ef byggður yrði upp góð-
ur vegur fyrir Jökul, sem yrði þá
nokkuð örugg vetrarleið. Er næsta
furðulegt hvað það hefur dregist
lengi. Ég fullyrði að leiðin frá
Heiðarkasti að Gufuskálum er að
mestum hluta mjög gott vega-
stæði og upplagt til malbikunar.
Þessi leið er því tvímælalaust
heppileg vetrarleið. Þá er land-
svæðið frá Arnarstapa að Gufu-
skálum snjóléttasta svæðið á nes-
inu. Ég vil segja að það sé allt sem
mælir með góðum vegi fyrir Jök-
ul, og skal ég nefna hér nokkur
dæmi því til sönnunar.
Leiðin liggur á láglendi, og það
vita allir hvað mikill munur getur
verið á veðri og færð uppi á ijöllum
eða á láglendi. Þá er á þessari
leið að mestum hluta þurrlendi,
hraun og móar, og snjólétt á vetr-
um. Þarna er líka um að ræða
sveitarfélag, Breiðavíkurhrepp,
sem hefur orðið mjög útundan
hvað samgöngur snertir, en mundi
fá betri samgöngur.
I þessari sveit á Arnarstapa er
vaxandi bátaútgerð, blómlegt at-
Finnbogi G. Lárusson
vinnulíf, ört vaxandi byggð og
ferðamannaþjónusta. Þetta allt
kallar á bættar samgöngur.
Þá vil ég nefna læknaþjón-
ustuna á nesinu. Heilsugæslustöð-
in er í Ólafsvík, og þangað þurfa
allir sem búa í læknishéraðinu að
sækja læknisþjónustuna og í því
sambandi getur góður vegur fyrir
Jökul ráðið úrslitum um hvort
hægt er að ná í lækni eða meðul
í tæka tíð eða að koma sjúklingum
á flugvöllinn sem er á Breiðinni
GORI
Fúavörn í öllum
regnbogans litum
Glær
Hálf þekjandi
Þekjandi
HOZELOCK
Slöngustatíf
Oðabrúsar
Tengi
Vatnsúðarar
og margt fleira
YARD-MAN
GARÐSLÁTTUVÉLAR
3,5 hestöfl, standard
3,5 hestöfl, með drifi
4,0 hestöfl, með tvígengismótor
Sérlega hentug í halla
Briggs &Stratton mótor
Hæðarstilling
21" sláttuhringur sem nær vel út í kanta
Öryggishandfang
Góð varahluta- og viðgerðaþjónusta
Eins árs ábyrgð
Verð f rá
20.960 stgr.
Tilboðið gildir
til mánaðamóta.
Takmarkaðar birgðir.
BYGGINGAVÚRUVERSLUN
SAMBANDSINS
KRÓKHÁLSI 7 SÍMI 8 20 33
SUMAR
TÆKIFÆRI
Hér og nú!
milli Hellissands og Ólafsvíkur, og
gæti þá verið um mannslíf að tefla.
í þessu sambandi ætla ég að
nefna hér eitt dæmi: Það var
sunnudaginn 10. apríl síðastliðinn,
að kona mín, undirritaðs, lá í rúm-
inu mikið veik. Ég hringdi til Ól-
afsvíkur á læknavakt og náði í
Sigurð Baldursson lækni. Hann
vildi strax koma og skoða konuna
en hann sagðist ekki vita um færð-
ina yfir Fróðárheiði eða fyrir Jökul
og ég vissi heldur ekkert um færð-
ina.
Norðan hvassviðri var og
hríðarbylur. Við ákváðum því að
tala saman aftur eftir að hafa
grennslast fýrir um færðina. Þeg-
ar ég hafði nýlokið samtalinu við
lækninn, komu tveir menn á
fólksbíl frá Ólafsvík heim til mín
og sögðust þeir hafa komið fyrir
Jökul, og að enginn teljandi snjór
hefði verið á þeirri leið, en dimmt
að keyra á köflum vegna skaf-
hríðar. Ég hringdi þá aftur í lækn-
inn og sagði honum frá þessu, og
þá var hann búinn að frétta að
Fróðárheiði væri kolófær.
Læknirinn kom og fór fyrir Jök-
ul og gekk ljómandi vel. Það
mætti nefna mörg dæmi þessu lík
í áraraðir.
Það mundi spara ríkisfé í sam-
bandi við snjómokstur og skapa
vegfarendum og sjúkum mikið
öryggi, ef vegurinn fyrir Jökul
væri uppbyggður fyrir vetrarum-
ferð. Ekki má skilja orð mín svo
að ég sé á móti þeim fjallvegum
sem eru, Fróðárheiði og Kerlingar-
skarði. Nei, síður en svo, ég tel
að þeir vegir þurfí að vera í góðu
ástandi, svo umferð um þá geti
verið með eðlilegum hætti, en ég
fullyrði að góður vegur fyrir Jökul
þjónar mikilvægum tilgangi og
skapar ómetanlegt öryggi öllum
þeim sem byggja nesið, einnig
vegfarendum og sjúkum sem þurfa
að leita læknis. Þá stuðlar það að
stórbættum samgöngum og haml-
ar á móti byggðaröskun og fólks-
fækkun á nesinu.
Mikið samband hef ég haft við
fólk sem ferðast um nesið, og far-
ið með hópum til náttúruskoðunar
fyrir Jökul. Þar er stórkostleg
náttúra sem fólk fýsir að skoða,
en margir minnast á að veginum
sé lítill sómi sýndur. Bílstjórar sem
keyra bíla með vagna aftan í, hafa
sagt mér að þeir fari fyrir Jökul
þegar þeir geta að vetrinum því
brattir fjallvegir séu svo erfiðir og
hættulegir í snjó og á svellum.
Ég álít að forgangsverkefni í
uppbyggingu Útnesvegar sé að
færa veginn frá Sleggjubeinu að
Arnarstapa niður í svokallað Kleif-
hraun, þar sem nú mun vera að
mestu búið að mæla fyrir vegi.
Þessi umrædda leið sem nú liggur
um Stapabotn og meðfram Stapa-
felli hefur verið erfiðasti kaflinn á
Útnesvegi á vetrum.
Hvað viðhald vega snertir er
mjög áríðandi að klæða veginn
fyrir Jökul með góðu efni, og af-
leggjarann niður í Djúpalón og
Dritvík er mjög áríðandi að klæða
sem fyrst, svo náttúruskoðendur
komist þangað með góðu móti, því
þangað sækir fólk mikið. Einnig
þarf að stækka bílaplanið niður
við Djúpalón.
Já, það er svo sannarlega mál
til komið að vakna af svefni, og
fara í alvöru að vinna að því að
vegurinn fyrir Jökul verði byggður
upp og bættur með vetrarumferð
fyrir augum, öllum til mikils hag-
ræðis og sálubótar. Að lokum
mælist ég vinsamlega til þess við
háttvirta þingmenn Vesturlands-
umdæmis að þeir láti nú þetta
mál til sín taka í alvöru, snúi bök-
um saman, og vinni ötullega að
uppbyggingu vegarins fyrir Jökul
og farsælli lausn þessa máls með
jafnrétti þegnanna fyrir augum.
Höfundur er bóndi að Laugar-
brekku.