Morgunblaðið - 26.07.1988, Page 44

Morgunblaðið - 26.07.1988, Page 44
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 26. JÚLÍ 1988 Churchill bauð Stalín herskip -með hamri og sigð í Hvalfirði Þeir ætluðu að hitta Roosevelt á þríveldafundi árið 1943 eftirPétur Pétursson Margt hefir verið rætt og ritað um leiðtogafund stórveidanna, sem haldinn var í Reykjavík á sínum tíma. Sagt var að óskin um þennan *'■ fundarstað hafi komið frá Gorb- atsjov, oddvita Sovétríkjanna. Þess hefir stundum verið getið og seinast nú nýverið í útvarps- þætti Brynjólfs Bjarnasonar, fyrr- um ráðherra, að ísland hafi áður borið á góma í máli Leníns þegar rætt var á ráðstefnu í Sovétríkjun- um um mikilvæga staði í norður- höfum. Sagt var að Lenín hafí líkt íslandi við vopn sem gæti ógnað umhverfi í hendi þess er réði. Símar 35408 og 83033 AUSTURBÆR Hverfisgata 63-115 Eskihlíð Hvassaleiti Gnoðarvogur Drekavogur Efstasund 60-98 Heiðargerði 2-124 Viðjugerði Álftamýri, raðhús Austurbrún, stakatalan Efstasund 2-59 Langholtsvegur 1-43 ARBÆR Rafstöð v/Elliðaár GRAFARVOGUR Fannafold Dverghamrar Logafold Frostafold Winston Churchill Josef Stalin Þótt ísland hafi oftar komið til greina sem fundarstaður pólitískra stórfursta hefir verið furðu hljótt um það hérlendis. Margir munu þó hafa lesið styijaldarsögu Winstons Churchills, en það er eins og vitn- eskja sem þar kemur fram hafi far- ið fram hjá flestum, a.m.k. hefir þess eigi verið getið, svo í minni sé, að Island hafi verið nefnt sem fundarstaður. Winston Churchill, forsætisráð- herra Bretlands, og Franklin Roose- velt, Bandaríkjaforseti, höfðu sem kunnugt er nána samvinnu á árum heimsstyijaldarinnar 1939-’45. Þeir rituðu fjölda bréfa sem birt voru árið 1975: „Roosevelt and Church- ill. Their secret wartime corre- spondence". Auk þess ritaði Churchill bók mikla um stríðið: „The second world war“. í fjórða bindi frásagnar Churc- hills um atburði styijaldaráranna kemur fram eftirfarandi kafli á bls. 594 í IV. bindi um dvöl hans í Moskvu: Bréf til Roosevelts: „Stalín ræddi við mig í Moskvu og er fús að koma til fundar við okkur einhvers staðar nú í vetur og nefndi ísland. Ég benti á að England væri ekki fjær og þægilegra. Hann samsinnti því hvorki né neitaði. Burtséð frá lofts- lagi má segja að margt styðji nýja þvívelda Atlantshafsráðstefnu á Is- landi. Skip okkar gætu legið hlið við hlið í Hvalfirði og við létum Stalín í té hæfilegt skip með sovésk- um fána við hún, meðan á dvölinni NÚFÆRÐU „ . 105 g MEIM JOGURT ÞEGAR ÞÚ KAUPIR 500g DÓS!* „Þótt ísland hafi oftar komið til greina sem fundarstaður pólitískra stórfursta hefir verið furðu hljótt um það hérlendis. Margir munu þó hafa lesið styrjaldar- sögn Winstons Church- ills, en það er eins og vitneskja sem þar kem- ur fram hafi farið fram hjá flestum, a.m.k. hef- ir þess eigi verið getið, svo í minni sé, að Island hafi verið nefnt sem fundarstaður.“ stæði. Hann ræddi með nokkurri eftirvæntingu um löngun sína til þess að ferðast flugleiðis og lýsti trausti sínu á rússneskum flugvél- um. Árangurs er aðeins að vænta með fundi helstu leiðtoga. Hvað um að stinga upp á fundi í janúar? Þá ætti að hafa tekist að hreinsa til í Afríku og búið að ákveða stóror- ustu í Suður-Rússlandi.“ í bréfum Churchills og Roose- velts er fjallað frekar um þennan fyrirhugaða fund. Þar kemur fram að Roosevelt telur að Island sé óheppilegur fundarstaður á þessum tíma árs sökum hættu á ísingu. Kveður Roosevelt að slíkur staður sé af þeim sökum óhugsandi fyrir þá Churchill. Af ástæðum sem síðar má rekja var horfið frá fundi leiðtoganna þriggja en Churchill og Roosevelt hittust í Casablanca í janúarmánuði 1943. Nú þegar Bandaríkjamenn blása í herlúðra og vígbúa land vort er ástæða til að spyija: Eiga íslending- ar að láta Bandaríkjamenn og Breta ráða því hvenær þeir tefla þjóðinni og landi hennar fram, ýmist til fylgdar eða fjandskapar við aðrar þjóðir? Bjóða fram gögn og gæði, herskipalægi og flugvelli hvenær sem það hentar í refskák þeirra og alþjóðaflækjum. Við sem rosknir erum munum skipalestir Banda- ríkjanna er söfnuðust saman í Hval- firði til þess að sigla til Murmansk að flytja vopn og vistir til Sovétríkj- anna. Það var skv. ákvörðun Bandaríkjamanna, alllöngu áður en þeir hófu sjálfir þátttöku í stríðinu. Svo dátt varð með þeim stríðsfélög- um Stalín, Roosevelt og Churchill að þeir síðarnefndu kölluðu Jósef Stalín alltaf Jóa frænda. Enda taldi Churchill sig þess umkominn að bjóða honum herskip sem gististað í Hvalfirði. Ef til vill kann utanríkisráðuneyt- ið einhver svör við því hvort Islend- ingar voru spurðir álits. Eða kannski þetta sé eitt af þeim málum sem velkjast í „frumskógi varnar- mála“ svo notað sé orðalag Bene- dikts Gröndals, fyrrum sendiherra, hvað sem hann kann nú að eiga við með þeim orðum. Nú kemur í ljós að bandarísk hemaðarstjórnvöld ætla að eyða 40 milljörðum króna til þess að efla hervarnir hér á landi og beina byssuhlaupinu í austurátt, einmitt til þeirra er þeir buðu næturgistingu með rauðan fána við hún í herskipa- lægi Hvalfjarðar fyrir 45 árum. Hvers vegna er „allt annað uppi á teningnum“ nú en þá? Því mætti svara síðar. Höfundur er þulur. tJöfðar til X X fólks í öllum starfsgreinum! miðað við verð á jógúrt í 180 g dósum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.