Morgunblaðið - 26.07.1988, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 26.07.1988, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 26. JÚLÍ 1988 51 þakka ég elsku ömmu minni fylgd- ina. Arna Alltaf er verið að höggva í frænd- garða og vinahópa, það er lífsins gangur. Nú hefir góð frænka og fóstra verið kölluð burt úr heimi, Svanbjörg Amgrímsdóttir á Flat- eyri. Þessi frétt kom ekki á óvart. Þegar ég sat hjá henni dagpart í júní leið, vissi ég að komið var að leiðarlokum og ekkert getum við sagt, þótt öldruð lasburða kona fari frá okkur fyrir fullt og fast. Samt er það nú svo, að sumir fara aldrei frá okkur þótt Ieiðir skilji. Til eru þær manneskjur sem halda áfram að lifa í hjartanu og maður á, á sinn sérstæða hátt, uns yfír lýkur. Svanbjörg frænka var ein þeirra. En fyrir undirritaða hverfur ekki aðeins góð frænka, heldur einnig heimildarmaður um allt það er lýtur að uppvaxtarárum, heimilishaldi í foreldrahúsum vestur á Flateyri fram til ársins 1930 svo og um mannlífið í þorpinu fyrir þann tíma er ég man sjálf. Oft var líka leitað til hennar og margafi fróðleik á ég henni að þakka. Hún hafði gaman af að segja sögur af bræðrum sínum sem voru fjörmiklir strákar og hún skildi vel, hvers vegna mér varð stundum á að nefna sjálfa mig í karlkyni, því að málið hafði ég lært af þrem eldri bræðrum og svo föður mínum, sem ég fylgdi eftir hvenær sem færi gafst, líka í skólann þótt mikið vantaði á skólaaldur. Astæða þess, að Svanbjörg frænka vissi allt betur en allir sem ég þekkti um þetta skeið bemsk- unnar var sú, að hún kom ung að árum norðan úr Svarfaðardal árið 1923 til þess að gerast bamfóstra. Það var móðurbróðir bamfóstrunn- ar, Snorri Sigfússon, sem falast hafði eftir henni og systir hans, Ingigerður móðir Svanbjargar, fall- ist á að hún færi vestur. Ekki er víst, að móðurina hafi þá grunað að þar með væru örlög ráðin. Unga stúlkan kynntist efnismanni í þorp- inu, Jóni Þorbjamarsyni, sem hún gekk að eiga haustið 1925. Jón var indælis maður, broshýr og góður við okkur, en ekki líkaði lítilli telpu alls kostar, að hann skyldi taka Svanbjörgu úr heimilinu. Við hofð- um strax hænst að þessari góðu og glöðu frænku og sú væntum- þykja og vinátta entist til hins síðasta, og aldrei þreyttist hún á að sýna okkur rausn og elskusemi. Svanbjörg frænka mín varð fyrir þeirri miklu sorg að missa mann sinn snemma og vel man ég hryggð okkar allra, þegar sú fregn barst foreldrum mínum en þá vorum við flutt til Akureyrar. Þau hjónin eign- uðust tvo mannvænlega syni, Arngrím, mikinn ágætismann, en hann var lengi skólastjóri Héraðs- skólans að Núpi en lést um aldur fram, og Hjört, bakarameistara á Flateyri. Mjög var kært með Svan- björgu og sonunum og eftir að hún var orðin ekkja flutti hún sig um set og gerðist matráðskona og síðar þjónusta að Núpi um tuttugu ára skeið. Heyrt hefí ég eftir gömlum nemendum við skólann, að margir hafí átt hauk í horni þar sem Svan- björg var, og einnig það að skólinn hafí notið ríkulega dugnaðar hennar og myndarskapar. Svanbjörg var harðdugleg til allra verka og þótti þeim, sem þekkt höfðu móður henn- ar, Ingigerði Sigfúsdóttur, henni kippa í kynið en hún var annálaður dugnaðarforkur í sinni sveit. Það var Svanbjörgu þungbær sorg að missa Arngrím son sinn á besta aldri, en hún bar harm sinn vel og yngri sonurinn Hjörtur studdi hana af miklum kærleika. Ég hefi sjaldan kynnst jafn innilegu sambandi sona og móður. Svanbjörg Amgrímsdóttir var Svarfdælingur í húð og hár, foreldr- ar bæði,þar úr sveit. Systkinin voru 7 og lifa nú aðeins tvær systur á Dalvík, Anna Björg og Kristín. Ræktarsemi þessarar góðu frænku var einstök og sendingamar frá henni, fullar af handunnum mun- um, ófáar. Svanbjörgu frænku fylgir þakk- látur hugur fyrir vináttu og tryggð frá bernskudögum og ávallt síðan. Blessuð sé minning hennar. Anna S. Snorradóttir t Systir okkar, LÁRA SKARPHÉÐINSDÓTTIR áðurá Rauðarárstfg 11, lést á Hrafnistu í Reykjavík sunnudaginn 24. júlí. Jens Skarphéðinsson, Friðjón Skarphéðinsson. t Bróöir okkar, HELGI GUNNARSSON, Blindraheimilir.u Hamrahlfð 17, andaðist á öldrunardeild Borgarspítaláns 23. júlí. Jarðarförin auglýst síðar. Systkini hins látna. t Faðir okkar, SIGURJÓN GUÐJÓNSSON, Efri-Holtum, Vestur-Eyjafjöllum lést í Sjúkrahúsi Suðurlands 22. júlí. Jón Sigurjónsson, Unnur Jóna Sigurjónsdóttir, Kristbjörg Sigurjónsdóttir. t Faðir okkar, tengdafaöir og afi, GUNNAR ÞORKELSSON, Hraunbæ 174, lést í gjörgæsludeild Landakotsspítala aðfaranótt 25. júlí. Stella Gunnarsdóttir, Trausti Finnsson, Eygló Gunnarsdóttir, Ragnar Ragnarsson og barnabörn. t Faöir minn, ÓLAFUR ÞORKELSSON fyrrverandi vörubflstjóri, Nýlendugötu 20, lést á Kumbaravogi aðfaranótt 25. júli. Fyrir hönd ættingja og vandamanna, Inga Ólafsdóttir. t Faðir okkar, MAGNÚS ÓSKAR MAGNÚSSON, Dalbraut 18, áður Freyjugötu 39, andaðist í Borgarspítalanum 23. júlí. Jarðarförin auglýst siðar. Þórunn Magnúsdóttir, Ásdfs Magnúsdóttir. t Eiginkona mín, móöir, tengdamóðir og amma, GUÐLAUG SIGURJÓNSDÓTTIR hárgreiðslumeistari, Skelðarvogl 89, verður jarðsungin í Fossvogskirkju miðvikudaginn 27. júlí kl. 13.30. Ólafur Galti Kristjánsson, Agústa Jónsdóttir, Guðmundur Reynisson, Kristján Ólafsson, Björg Árnadóttir Erla Ólafsdóttir, Þorsteinn Danfelsson, Ólafur Örn Olafsson, Aslaug Alfreðsdóttir og barnabörn. t Innilegar þakkir til allra er sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför föður okkar, tengdaföður og afa, OLGEIRS SIGURVINSSONAR bifreiðarstjóra. Erla Olgeirsdóttir, Guðmundur Finnbogason, Guðborg Olgeirsdóttir, Slgurður Brynjólfsson og barnabörn. Lregsteinar MARGAR GERÐIR Mamorex/Gmít Steinefnaverksmiðjan Helluhrauni t4, sími 54034, 222 Hafnarfjörður t Hjartanlega þökkum við öllum er vottuðu okkur samúö og vináttu við andlát og útför föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, ÓLAFS TRYGGVASONAR frá Kothvammi. Elísabet Ólafsdóttir, Jakob S. Bjarnason, Helgi S. Ólafsson, Dóra Eðvaldsdóttir, Tryggvi Ólafsson, Anna Marfa Jónsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Innilegustu þakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát og jarðarför ÁSBJÖRNS GUÐMUNDSSONAR kennara, Samtúni 18. Sigrfður Kjerulf Guðrún Ásbjörnsdóttir, Björn Þórarinsson, Sigurður Ásbjörnsson, Hrefna Kristjánsdóttir. t Þökkum auðsýnda samúö vegna andláts systur okkar, GUÐRÍÐAR SIGURÐARDÓTTUR, Nýjabæ, Garði. Sérstakar þakkir til lækna og starfsfólks Grensásdeildar Borg- arspítala fyrir góða hjúkrun í veikindum hennar. Addbjörg Sigurðardóttir, Sigrfður Sigurðardóttir. t Þökkum hjartanlega auðsýnda samúð og vináttu við andlát og jarðarför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, ÞÓRUNNAR JÓNSDÓTTUR. Gyða E. Jónsdóttir, Svana Eyjólfsdóttir, Trausti Eyjólfsson Erla Eyjólfsdóttir, Þórunn Stella Markúsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn Georg Jónsson, Gfsli Jóhann Sigurðsson, Gréta Finnbogadóttir, Guðlaug Marteinsdóttir, t Þökkum auðsýnda samúð og vináttu við andlát og útför eigin- manns míns, föður okkar, tengdafööur, afa og langafa, ELÍASAR SVEINSSONAR sklpstjóra, Varmadal, Vestmannaeyjum. Sérstakar þakkir til lækna og hjúkrunarliðs á St. Jósefsspítala í Hafnarfirði. Eva L. Þórarinsdóttir, börn og fjölskyldur þeirra. t Þökkum innilega auösýnda samúö og vinarhug við andlát og jarð- arför eiginmanns míns, föður, tengdaföður og afa, INGVARS KARLS SIGTRYGGSSONAR, Bogabraut 16, Skagaströnd. Karftas L. Ólafsdóttir, Rúnar Þór Ingvarsson, Rósa M. Sigursteinsdóttir, Ragnar S. Ingvarsson, Krlstfn Jónsdóttir, Gréta K. Ingvarsdóttir, Guðni Ólason, Árni Geir Ingvarsson, Vala Rós Ingvarsdóttir, Guðlaugur I. Sigurðsson, Þórarinn B. Ingvarsson, Gyða Guðmundsdóttir og barnabörn. Birting afmælis- og minningargreina Morgunblaðið tekur afmælis- og minningargreinar til birtingar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á rit- stjórn blaðsins á 2. hæð í Aðalstræti 6, Reykjavík og á skrifstofu blaðsins í Hafnarstræti 85, Akureyri. Athygli skal á því vakin, að greinar verða að berast með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðviku- dagsblaði að berast síðdegis á mánudegi og hliðstætt er með greinar aðra daga. í minningargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Ekki eru tekin til birtingar frumort ljóð um hinn látna. Leyfilegt er að birta ljóð eftir þekkt skáld, 1—3 erindi og skal þá höfimd- ar getið. Sama gildir ef sálmur er birtur. Meginregla er sú, að minningargreinar birtist undir fullu nafni höfundar. Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins eru birtar greinar um fólk sem er 70 ára eða eldra. Hins vegar eru birtar afmælisfréttir með mynd í dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra. Mikil áhersla er á það lögð að handrit séu vel frá gengin, vélrituð og með góðu línubili.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.