Morgunblaðið - 26.07.1988, Page 54

Morgunblaðið - 26.07.1988, Page 54
54 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 26. JÚLÍ 1988 fclk f fréttum Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Ein af myndum Þóru máluð á litla hraunhellu. Þóra Siguijónsdóttir á vinnustofu sinni á Lækjarbakka. Á borðinu er ein þeirra mynda sem hún hyggst taka með sér á kvennaráðstefn- una. Séð heim að Lækjarbakka þar sem rekaviðadrumbar prýða garðinn. SELFOSS Málar myndir á litlar hraunhellur Eg mála þessar myndir á hraun- gijót sem ég finn úti í náttúr- unni og það eru margir hrifnir af þessu og sækja í þetta," sagði Þóra Siguijónsdóttir húsfreyja og lista- kona á Lækjarbakka í Gaulveija- bæjarhreppi. Hún hefur útbúið lítið gallerí heima hjá sér, þar sem hún selur listmuni sína. Hjá Þóru getur að líta málverk, skreytingar unnar út þurrkuðum sjávargróðri og dýrum, myndir málaðar á rekavið auk myndanna á hraungijótinu. Þóra segist ekki vitatil að aðrir máli slíkar myndir. Þóra velur sér þunnar hraun- hellur til að mála á og eru þær af ýmsum stærðum og hentugar til að hengja upp á vegg. Einnig mál- ar hún á granítsteina sem hentugir eru sem borðskraut. Myndimar á steinunum eru fantasíur af ýmsum gerðum og mikið ber á andlitsmynd- um. Þóra segir að hvers kyns ævin- týraheimar séu undirrót myndanna. Myndimar eru málaðar með akríllitum og minna margar þeirra á keramik þegar þær eru fullgerð- ar. Þóra segir steinana gefa ótrú- lega möguleika til myndsköpunar en tímafrekt sé að mála hveija mynd. Hún er ein þeirra kvenna sem ætla á norrænu kvennaráðstefnuna á næstunni og hyggst hún taka með sér nokkrar steinamyndir. Það em allir velkomnir að Lækj- arbakka til að skoða listmuni Þóm. Bærinn er við veginn þegar ekið er austur með ströndinni og þekkist á því að í garðinum er mikið af rekaviðardmmbum. — Sig. Jóns. KANADA Elgur skreppur í sund Það varð uppi fótur og fit í ferð um daginn. Elgurinn hafði bænum Glouchester í Kanada komið auga á notalega sundlaug í þegar ungt elgsdýr brá sér í bæjar- garði við einbýlishús og ákvað að Elgurinn var hífður upp úr lauginni með kranabíl.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.