Morgunblaðið - 26.07.1988, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 26.07.1988, Blaðsíða 64
Icelandic Freez- ing Plants: 200 tonn af flökum í salt ■■►VIÐ HÖFUM saltað tæplega 200 tonn af flökum og selt langmest af þeim tii Ítalíu," sagði Ingólfur Skúlason, forstjóri Icelandic Freezing Plants í Grimsby í Bret- landi. „Við þurfum ekki að greiða toll af fiskinum þar sem hann er saltaður hér í Bretlandi." „Við byijuðum á söltuninni í lok maí og það verður eitthvert áfram- hald á henni," sagði Ingólfur. „Við höfum aðallega keypt fiskinn á mörkuðunum hér og handflakað hann en einnig þítt upp frosinn fisk og saltað. Miðað við það háa verð sem er á mörkuðunum núna borgar sig ekki að kaupa þar fisk til að salta. Þetta háa verð hefur leitt til •‘-jh.-ess að eftirspurnin eftir frosnum físki hefur aukist en fyrir nokkrum vikum var mjög erfitt að seija hann,“ sagði Ingóifur. Ólafur V. til íslands ÓLAFUR V. Noregskonungur hefur þegið boð Vigdísar Finn- * bogadóttur, forseta íslands, um að koma í heimsókn til íslands 5. til 8. september. Ekki er um opinbera heimsókn að ræða. Ólafur situr meðal annars kvöldverðarboð forseta á Bessastöð- um, heimsækir Amastofnun, Lista- safn íslands og Norræna húsið, fer til Þingvalla og að Reykholti. Heim- sókninni lýkur með kvöldverðarboði konungs til heiðurs forseta íslands. Morgunblaðið/Þorkell Tekistá viðstrauminn Félagar úr íþróttafélagi fatlaðra í Reykjavík, margir bundnir í hjólastól, tóku i gær upp á því sem margir fullfrískir hefðu eflaust veigrað sér við. Þeir sigldu á gúmbátum niður Hvítá í Árnes- sýslu ásamt meðlimum Nýja ferðaklúbbsins til að safna fé til byggingar íþróttahúss fatlaðra við Hátún í Reykjavík. Ferðin gekk að óskum en Hvítá er engin smáspræna, sterk og straum- hörð, og kostaði átök að halda bátunum á réttum kili, eins og sjá má. Veiddi einn stærsta sjóbirting seinni ára hérlendis: Á þriðja tíma að landa 24 punda fiski „JÚ, ÞETTA var mikil glíma, á þriðja klukkutíma, en ég sá fljótt hversu stór fiskur þetta var og fór því varlega," sagði Auðunn Björnsson i samtali við Morgunblaðið í gær, en hann var þá að láta skrá 24 punda sjóbirting hjá umboðsmanni ABU hér á landi, Paul O’Keefe í Veiðimanninum. Stórfiskinn veiddi Auðunn í Vesturhóps- vatni í Húnavatnssýslu, nánar tiltekið í svokölluðum Vatns- endaflóa. Hann mældist 86 sentimetrar á lengd og 24 pund og er þetta með stærstu sjóbirt- ingum sem veiðst hafa hér á landi á seinni árum að minnsta kosti. Auðunn var að veiða af báti *ásamt tveimur félögum sínum og var annar þeirra kunnugur, en Auðunn var að veiða þarna í fyrsta skipti. Silungurinn mikli tók svartan Tóbíspón í bítið um morguninn og var ekki landað fyrr en eftir rúma tvo klukk- utíma. Stöng Auðuns er aðeins 6,5 fet og hjólið rúmlega tveggja áratuga gamalt ABU-Matic og hefur það aukið á tvísýnuna. Lét Auðunn þess getið, að hann hefði keypt veiðileyfi í Víðihlíð og hefði það kostað aðeins 500 krónur. Þeir félagar veiddu alls 26 urriða, alla 1 til 3 punda. Þannig stendur á göngufiski úr sjó í vatni þessu, að úr því rennur Faxalækur til Víðidalsár sem er ein af betri lax- veiðiám landsins. - gg Greenpeace í Bandaríkjunum: Dómstólar knýi fram staðfestingarkæru Þeir munu vafalaust tapa málinu, segir Halldór Ásgrímsson GREENPEACE og 15 önnur umhverfisverndarsamtök í Bandaríkjun- um hyggjast láta dómstóla skylda viðskiptaráðherra Bandaríkjanna til að gefa út svonefnda staðfestingarkæru á hendur íslendingum, þvert ofan í samkomulag ríkjanna um hvalveiðar íslendinga í vísinda- skyni. Dean Wilkinson, sem sér um lögfræðileg málefni fyrir Gre- enpeace, sagðist vera mjög bjartsýnn á að þetta tækist. Islendingar myndu þá neyðast til að fara í einu og öllu eftir tilmælum Alþjóða- hvalveiðiráðsins eða hætta hvalveiðum á næsta ári til að forðast takmarkanir á innflutningi fisks í kjölfar staðfestingarkærunnar. Halldór Ásgrimsson, sjávarútvegsráðherra, segist ekki efa að græn- friðungar tapi málinu. Wilkinson sagði að grænfriðung- ar hefðu ástæðu til bjartsýni eftir að hafa tvívegis reynt þcssa leið til að knýja fram staðfestingarkæru á hendur Japönum. I fyrra skiptið hefðu öll dómstig dæmt grænfrið- ungum í hag þar til Hæstiréttur Bandaríkjanna snerist gegn þeim með minnsta mögulega mun; 5 at- kvæðum gegn 4. í síðara skiptið, nú í febrúar, hefði viðskiptaráð- herrann lagt staðfestingarkæru fram áður en úrskurður dómstóla tá fyrir og voru fiskveiðar Japana í bandarískri lögsögu bannaðar í kjölfar þess. Ljóst væri að mála- reksturinn hefði þar vegið þungt á metunum. Málarekstur hefst í næstu viku, að sögn Wilkinsons. Hann sagðist búast við að það tæki 1-2 mánuði þar til úrskurður lægi fyrir. Málinu yrði ef til vill áfrýjað, en endanleg niðurstaða ætti að liggja fyrir áður en hvalvertíð næsta árs hefst. Staðfestingarkæra er gefin út á hendur ríkjum sem talin eru vinna gegn alþjóðasamþykktum um nátt- úruvemd. Forseti Bandaríkjanna getur í kjölfar kærunnar takmarkað fískveiðar viðkomandi ríkis í banda- rískri lögsögu eða lagt hömlur á fiskinnflutning. Wilkinson sagði að Norðmenn hefðu orðið að gera hlé á hvalveiðum sínum til að forðast innflutningshöft þegar staðfesting- arkæra var gefin út á hendur þeim fyrir tveimur árum. Campbell Plowden hjá Green- peace sagði að samtökin hefðu fengið skólayfírvöld í 12 umdæmum til að skrifa undir yfirlýsingu þess efnis að þau myndu ekki kaupa íslenskan físk í skólamötuneyti. Aðspurður kvaðst hann ekki vita hvort allir þessir aðilar keyptu íslenskan fisk nú eða hve mikill hluti af íslenskum fiski færi í skóla- mötuneyti. Ekki náðist í talsmenn fisksölufyrirtækja SH og Sam- bandsins vestra vegna þessara mála í gær. Halldór Ásgrímsson sjávarút- vegsráðherra var spurður álits á þessari fyrirætluðu málshöfðun grænfriðunga. „Það er að sjálf- sögðu þeirra mál,“ sagði hann. „Það hefur alltaf verið reiknað með því að þeir mundu hugsanlega fara út í það. Ég er ekki í nokkrum vafa um að þeir munu tapa því máli. Hitt er svo annað mál, að ég vænti þess þá að það verði til þess að þessi samtök sætti sig við lýðræðis- leg vinnubrögð og lagalegar leiðir í sínum störfum og grípi ekki jafn- óðum til ólöglegra og ólýðræðis- legra aðgerða ef þeir verða ein- hvers staðar undir.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.