Morgunblaðið - 27.07.1988, Side 7
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 27. JÚLÍ 1988
7
Danska leigfuflugvélin búin til fyrsta hvalatainingaflugsins sem farið var sl. laugardag. Morgunbiaðið/PPJ
Látinn eftir
umferðarslys
MA.ÐURINN, sem slasaðist í bif-
hjolaslysi undir Eyjafjöllum
hinn 16. þessa manaðar, er iát-
inn.
Hann hét Höskuldur R. Stefáns-
son, 47 ára gamall, til heimilis að
Hjallabrekku 12 í Kópavogi.
Höskuldur, sem var lærður raf-
vélavirki, átti og rak heildverslun-
ina Hrísnes í Kópavogi. Hann læt-
ur eftir sig eiginkonu og þrjá syni.
Utför Höskuldar verður gerð á
morgun, fimmtudag.
Hvalatalning
hafin við landið
HVALATALNING úr iofti við
landið er hafin á vegum Haf-
rannsóknastof nunarinnar.
Til þessa verkefnis er notuð
tveggja hreyfla flugvél af gerðinni
Partenavia P.68 Observer sem leigð
er af dönskum aðilum. Þetta er
þriðja sumarið sem þessi flugvél er
leigð til hvalatalningar hér við land.
Sparisjóður Rauða-
sandshrepps:
Stjórnin vill
sameiningu við
Eyrar sparisj óð
STJÓRN Sparisjóðs Rauðasands-
hrepps hefur samþykkt tillögu
dómsmálaráðuneytisins um að
sparisjóðurinn verði sameinaður
Eyrarsparisjóði á Patreksfirði.
Sparisjóður Rauðasandshrepps
var stofnaður í september árið 1910.
Hann hefur starfað óslitið síðan.
Snæbjöm J. Thoroddsen í Kvígindis-
dal var lengst allra sparisjóðsstjóri
eða frá 1911 til 1977.
Stjóm Eyrarsparisjóðs á eftir að
taka afstöðu til tillögunnar um sam-
einingu sparisjóðanna.
Ungadauði á
Miklavatni
í Aðaldal
ÆTISSKORTUR virðist hafa
hrakið duggönd, hávellu og
hrafnsönd af Miklavatni í Aðaldal
síðustu daga. Þessar andarteg-
undir lifa einkum á skordýralirf-
um. Valtýr Guðmundsson bóndi á
Sandi í Aðaldal segir, að eftir hin
langvarandi sunnanhvassviðri
sem gerði í júní og júlímánuðum,
hafi lítið verið um flugu á þessu
svæði og greinilegt að fuglinn
hafi ekki æti. Þessar tegundir
sjást þar ekki lengur, hvorki full-
orðinn fugl né ungar.
Valtýr sagði í samtali, að svo virt-
ist sem ungamir komist ekki upp.
„Það hefur borið dáltið mikið á því
héma að drepist mikið af ungum hjá
duggöndinni, hávellunni og hrafns-
öndinni. Aftur gengur miklu betur
hjá gráöndunum, en hefur þó fækkað
hjá þeim,“ sagði Valtýr. Hann sagð-
ist ekki hafa rekið augun í þetta
nema síðustu dagana. „Þær hverfa
andimar og ungamir líka, hvort sem
þær fara með ungana eða þeir drep-
ast. Þetta er dáltið öðruvísi en síðustu
árin. Núna ber ekki mikið á varg-
fugli, það var gerð hríð að þeim í
vor og þeir hafa ekki verið hér svo
mikið í sumar. Æðarfuglinn kemur
aftur vel út og gráandirnar, þær eru
í grasinu.
Það er greinilegt að það er ekki
æti í vötnunum. Þær hafa haldið sig
þar andimar þrátt fyrir vargfuglinn
undanfarin ár. Það kemur heldur
ekkert af fugli í netin á Miklavatni.
Það hefur alltaf verið dáltið af fugli
í þeim. Og það er engin mengun í
því.“
nrxBV
ULTRA OLIAN
FYRIR KRÖFUHART FÓLK
ugsa
krefjast
yfirburðaolíu
Ultra olíuna. Hún eykur afköst, veitir afbragðs-
vernd og stuðlar að betri endingu.
Olíufélagið hf
ULTRA
imiK ♦
imúuwít wmmmmxzm*
LEICHTLAUF-MEHRBEREICHSOL
___________ÍUTER_________e
MITNAHML PACKUNCi
WIIJdVHWF bVCIffTtdC*
rEICH.Lrvnfc-VinHKBEirE!CH2QI
• mmm -
fwwwtt'wi < i*^**
- I