Morgunblaðið - 27.07.1988, Síða 20

Morgunblaðið - 27.07.1988, Síða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 27. JÚLÍ 1988 Tíu aldir — tíu kirkjur Ræða Jóns Sigurðssonar dóms- og kirkjumálaráðherra á 25 ára vígsluafmæli Skálholtskirkju Frá upphafi kristni á íslandi hef ur staðið guðshús í Skálholti. Um daga ísleifs, fyrsta biskups íslend- inga, var hér sú kirkja, sem kölluð var andleg móðir allra ánnarra vígðra húsa á landinu. Hér stóð síðan dómkirkja í sjö og hálfa öld. Höfundur Hungurvöku lýsir Skál- holti eftirminnilega, þegar hann segir, að þar sé nú allgöfgastur bær á öllu Islandi. Þetta var ritað í upp- hafí þrettándu aldar. Þá þegar var Skálholt orðið andlegur höfuðstaður Islands og var það síðan næstu sex aldir. Hinni miklu og löngu sögu biskupsstóls í Skálholti lauk við andlát Hannesar biskups Finnsson- ar árið 1796. Ný dómkirkja var þá risin af grunni í Reykjavík og bisk- upsembttið flutt þangað. Árið 1802 var svo dómkirkjan, sem Brynjólfur biskup Sveinsson lét reisa um 1650, rifin og lítil kirkja byggð í hennar stað úr viðunum. Skálholtskirkja var þar eftir annexía hátt á aðra öld og mátti sannarlega muna sinn fífil fegri. Skálholtsstaður hvarf þetta tímabil í röð venjulegra bóndabæja, ekki miklu stærri eða betur í sveit settur en gengur og gerist. Þar var furðu fátt, sem við fyrstu sýn minnti á fyrri tíma reisn og sögu staðarins. En það átti ekki að haldast til lengdar. Um miðja þessa öld hófst barátta hugsjónamanna fyrir því að hefja þennan foma frægðarstað til vegs á ný svo sem sögulegri helgi hans hæfír. ★ ★ ★ Skálholtsfélagið var stofnað í júní 1949 að frumkvæði dr. Sigur- bjamar Einarssonar, prófessors, síðar biskups. Endurreisn Skálholts var markmið félagsins og frá upp- hafí var áformað að reisa veglega kirkju á hinum fomhelga grunni. Hér skyldi rísa minningarkirkja, sem í senn væri sóknarkirkja í Skál- holtssókn og hátíðarkirkja allrar þjóðarinnar þar sem halda mætti hinar veglegustu athafnir og hljóm- leika. Húsameistaranum, Herði Bjamasyni, hefur tekist vel að færa Skálholtskirkju í búning vorra tíma, en halda um leið nokkrum svip af fyrri kirkjum á staðnum í yfír- bragði kirkjunnar nýju. Það er þakkarvert að þeir, sem börðust fyrir endurreisn Skálholts, gerðu sér frá upphafi grein fyrir því, að áður en hafíst yrði handa um varan- lega mannvirkjagerð á hinum foma kirkjugrunni yrðu þar að fara fram víðtækar fomleifarannsóknir til þess að forða frá glötun fommenj- um og ummerkjum, sem tala sög- unnar máli og leyndust undir sverð- inum. í samræmi við þessa hugsun fóru fram í Skálholti á árunum 1954-1958 umfangsmestu forn- leifarannsóknir, sem gerðar hafa verið á Islandi. Þessar rannsóknir voru mjög árangursríkar eins og skýrslur um þær sýna glöggt, þótt enn hafí þær ekki allar birst. Enn er margt ókannað í Skálholti og má ætla að undir grasrótinni gætu leynst fommenjar þar sem Biskups- garður stóð lengst af. Það er ákaf- lega ánægjulegt að einmitt á þessu afmælisári Skálholtskirkju hinnar nýju skuli hafa komið út glæsilegt rit um fomleifarannsóknir í Skál- holti. Utgáfan er helguð minningu dr. Kristjáns Eldjáms, þjóðminja- varðar og forseta íslands. Kristján Eldjám stjómaði fomleifarann- sóknunum og er að stærstum hluta höfundur hinnar veglegu bókar um þær. Enginn vafí er á, að þessar rannsóknir hafa mikið gildi fyrir íslenska fomleifafræði. Hitt er líka vafalaust að fyrir utan hið fræðilega gildi, varð uppgröfturinn í Skálholti mjög til þess að vekja áhuga al- mennings á staðnum og orkaði miklu fyrir málstað Skálholts. Þetta á ekki síst við um fund steinkistu þeirrar hinnar miklu, sem í var graf- inn árið 1211 Páll biskup Jónsson. Kristján Eldjám segir um þessa miklu steinþró að varla muni vera til tígulegri steingröf á öllum Norð- urlöndum. Með beinum biskups lá haglega útskorinn bagall, sem auk kistunnar er eini hluturinn, sem varðveist hefur síðan um 1200 hér í Skálholti. En það er álit margra fræðimanna, að einmitt á dögum Páls biskups hafí hið foma íslenska þjóðveldi risið hæst og Páll sjálfur hafí verið mikill forystumaður bæði í andlegum og veraldlegum efnum. Steinþróin, sem geymd er hér undir kirkjugólfínu, er glæsilegt tákn þessa blómaskeiðs í íslands- sögunni. Ég man það ve' enn þann dag í dag, hversu spennandi það var fyrir þrettán ára ungling að fylgjast með fréttum af uppgreftr- inum í Skálholti sumarið 1954. Sér- staklega er mér minnisstæður fréttaauki útvarps frá opnun stein- þróar Páls biskups í ágústlok þetta sumar. Þá fannst mér — eins og vafalaust mörgum fleiri — ég heyra þyt sögunnar í útvarpinu, þegar skýr rödd Kristjáns Eldjáms lýsti því, sem fyrir augu _bar, er lokinu var lyft af kistunni. Ég hlustaði um daginn að nýju á þennan fréttaauka af segulbandi úr safni útvarpsins. Mér fannst hann enn jafnhrífandi og fyrir 34 árum. Mér segir hugur um, að enginn einstakur atburður á seinni árum hafí stutt meir að endurreisn Skálholts en einmitt fundur steinkistu Páls biskups. í ræðu sinni á Skálholtshátíð árið 1973 orðaði Kristján Eldjárn þetta snilldarlega, þegar hann sagði: „Það er í fögru samræmi við allt það sem sá góði fomi biskup gerði og vildi gera Skálholti til virðingar- auka, að styðja má með rökum að steinþró hans hafí átt sinn þátt í nýrri blómgan staðarins í fjarlægri framtíð, sem hann með öllum sínum lærdómi og visku, gat ekki órað fyrir hvemig verða mundi." Það er líka fagurt samræmi í því, hversu vel hefur til tekist við uppbyggingu staðarins að halda því til haga, sem hefur gildi fyrir sögu hans, og fella það vel og virðulega inn í nútímaumgjörð hans. í þessu efni er hlutur Kristjáns Eldjáms mikill og verður seint fullþakkaður. Við minnumst hans í dag með þakk- læti og virðingu. ★ ★ ★ Um það bil, sem staðarsmiðurinn í Skálholti var að höggva til stein- kistu Páls biskups, var víðar verið að klappa stein guði til dýrðar. í Chartres í Frakklandi hefur um ald- ir staðið dómkirkja. Þar varð mikill kirkjubruni árið 1194, árið, sem Páll Jónsson var vígður biskup. Eftir bmnann var dómkirkjan end- urbyggð af meistara húsagerðar- listar, sem af mikilli dirfsku beitti nýrri byggingatækni við gerð odd- boga, sem gaf færi á mikilii lofthæð f hvelfíngum og stóram gluggaflöt- um án þess að þungbúinn súlna- skógur byrgði mönnum sýn inni í kirkjunni. Árangurinn varð stór- fengleg kirkja, geysistór og fögur, sem er tímamótaverk í byggingar- list og upphaf að hágotneskum byggingarstíl. Þessi mikla miðalda- kirkja ber ekki einungis fagurt vitni um snilldarhandbragð steinhöggv- aranna og annarra handverks- manna og um mikið erfíði fjöldans sem dró að henni gijót og kom því tilhöggnu á réttan stað, heldur er hún einnig vitnisburður um mikið Jón Sigurðsson, dóms- og kirkju- málaráðherra í Skálholtskirkju. afrek mannsandans; að hugsa fyrir öllu í gerð húss, sem er meira en 130 metra langt og með meira en 50 metra upp í mænisás, byggt úr hlöðnum steini og stendur óhaggað enn þann dag í dag eftir næstum 800 ár. Auðvitað era slíkar kirkjur í stöðugri endurbyggingu en stofn- inn — hugsunin — listin — er samt frá miðöldum. Það er athyglisvert fyrir okkur íslendinga, sem eigum fyrst og fremst bækur en ekki byggingar, til minja frá miðöldum, að Frökkum er gjamt að líkja dómkirkjunni í Chartres við bækur. Hún hefur ver- ið kölluð biblfa höggin í stein. Á öðram stað segir, að dómkirkjan í Chartres sé eins og mikil bók, þar hafi húsameistarinn lagt tii bandið en síðumar séu gerðar af steindum gluggum og dýrlegum höggmynd- um. Það er hveiju orði sannara, að dómkirkjan í Chartres er mikil bók full með dýran kveðskap, kveðinn í stein, gler og birtu. Hún er sann- kölluð perla byggingarlistar. Fyrir tilviljun kom ég til Cartres á síðast- liðinni hvítasunnu. Kirkjan sést langt að og gnæfír hátt yfír fijó- sama akra búsældarhéraðsins Eure-et-Loir. Einhvem veginn fannst mér strax úr fjarska staður- inn minna á Skálholt, ekki í bókstaf- legum skilningi heldur hvað varðar andblæ og yfirbragð. Skálholt sést langt að og horfír yfír frjósamt landbúnaðarhérað á okkar vísu. Þessi staðartilfinning varð sterkari inni í sjálfri dómkirkjunni, ekki síst þegar sálmasöngur og orgelhljómar fylltu hið mikla kirkjuskip. Því svo fögur sem þessi forna fra^gðar- kirkja er með glæsilega oddboga og skínandi steinda glugga, þá stækkar hún enn og fríkkar, þegar tónlistin göfgar hana. Þetta á líka við um Skálholtskirkju, sem hefur lánast vel til tónlistarflutnings. Eins og Chartres er Skálholt staður kyrrðar og íhugunar. Skálholts- kirkja dregur til sín listamenn eins og sumarstarfíð hér ber fagurt vitni. Máltækið segir að tvíefld sé sungin bæn, og fögur tónlist tvíefl- ir líka Skálholtskirkju. ★ ★ ★ Það er alls ekki ætlun mín að líkja Skálholtskirkju við frægar dómkirkjur miðalda eins og dóm- kirkjuna í Chartres enda hefði slíkur samanburður ekki mikinn tilgang. Dómkirkjur miðalda gnæfðu yfír flest önnur mannanna verk á þeirri tíð. Þeim var meðal annars ætlað að vekja trúarlega lotningu á þann hátt. Á okkar dögum er þetta ekki einhlít leið. En ég nefni það hér til marks um það, að Skálholtskirkja hefur lánast vel, að hún vekur hug- hrif eins og hinar frægustu kirkjur. Það hefur tekist að kveðja Skálholt til nýrrar þjónustu í þjóðlífínu. Skál- holtskirkja er söguleg minningar- og hátíðarkirkja og miðstöð kirkju- tónlistar ekki síst vegna starfs söngmálastjóra þjóðkirkjunnar. Skólahald á vegum kirkjunnar hef- ur líka verið endurvakið hér á staðn- um. Allt gefur þetta Skálholti þann stað í vitund þjóðarinnar, sem hon- um ber meðal sögustaða landsins. Þegar við lítum yfir Skálholtsstað á 25 ára vígsluafmæli kirkjunnar sést, að hér hefur dafnað kirkjulegt menningarsetur. Minjavemd og sögustaðavarsla er hverri þjóð mik- ilvæg, ekki síst hér á landi, þar sem fátt er um efnislegar fommenjar. Endurreisn Skálholtsstaðar er dæmi um það, hvemig sameina má umhyggju um arfleifð frá fortíðinni og nýsköpun í kirkjubyggingum og kirkjulegu starfí. Það er ánægjulegt að í upphafí þessa afmælisárs Skál- holtskirkju gengu í gildi ný lög um tekjustofna kirkjunnar, þar sem landskirkjum, þjóðarkirkjum, eins og Skálholtskirkju og Hóladóm- kirkju auk Dómkirkjunnar og Hallgrímskirkju í Reykjavík, er fenginn betri fjárhagsgrandvöllur. Vonandi auðveldar hinn nýi Jöfnun- arsjóður kirkna þjóðkirkjunni að halda Skálholtsstað með þeirri reisn, sem honum sæmir sem helg- um sögustað. Nú er unnið af mikl- um krafti með stuðningi jöfnunar- sjóðsins, að endurbyggingu Hóla- dómkirkju. Það er fagnaðarefni, að á þessu afmælisári i Skálholti skuli vera í sjónmáli vönduð endurbygg- ing að Hólum. Hóladómkirkja, elsta steinkirkja landsins, er fögur og sögulega verðmæt bygging, það er LANDGRÆÐSLA eftirBjarna Valdimarsson ísland verður trauðla grætt upp með fijálsri sauðkind og kostnaðar- sömum flugleikjum á millilandafar- þegaflugvél. Reyndar þyrfti heilan flugflota til þessa verkefnis. Landið yrði allt í litarákum frá sinulit um grænt yfír i hundasúrarautt. Á milli myndaði auðnin sínar litarák- ir, svartan, gráan eða brúnan lit íslenskrar eyðimerkur. Það er-nostursamt verk að sá og bera á auðnir sem era það torleiði að dráttarvélum verði illa við kom- ið. Fylgja verður landslagi við dreif- inguna eigi ekki að sóa rándýra fræi og áburði. Fræ melgresis og fleiri innlendra grastegunda er til í mjög takmörkuðu magni. Dreifa verður undan vindi og fylgjast vel með hvar það sem borið er á lend- ir, svo að ekki verði auðn á milli sáninganna. Þar sem gosefnajarð- vegsbrekka er með miklum bratta, er illmögulegt að ganga um án þess að valda skriðu. Móhelluklöpp- in ofarlega í brekkunni verður að gróa upp. Hún tekur illa við áburði og fræi (það vill skríða niður), er þá helst að ýfa yfírborðið með strá- kúst eða garðhrífu og leggja síðan með lófanum áburðinn og fræið í, stijúka síðan saman fræáburð og jarðveg, óska þess að Guð geri ekki þurra hvassa daga á eftir og hol- klakadrílamir verði með minna móti í haust. Elftingin gegnir lykilhlutverki við uppgræðslu hárra rofabakka. Rót- arangar hennar era um allt, jafnvel stundum inni í sjálfri móhellunni þar sem ekkert annað þrífst. Elft- ingin hægir á fokinu úr moldar- brekkunni frá barðsbrún til örfoka nágrennis. Við minnkandi halla hætta grastorfumar sem brotna úr bakkabrúninni að falla á hvolf, en lenda í stað þess á hlið og hæg en öragg upphleðsla hefst. Uppblást- ursraufin milli torfanna sem féllu og bakkabrúnar styttist stöðugt. Að lokum er rofabarðið orðið algró- in brött grasbrekka, sem þó er afar viðkvæm fyrir húsdýratraðki lengi vel. Nægja virðist til stöðvunar gróðureyðingar að efsti hluti mold- arbrekku grói upp. Neðsti hlutinn, gosefnamóhellan, sem ekkert virð- ist þrífast í má vera ógróin áfram. Oll stig þessarar þróunar með eða án hjálpar mannsins fyrr og síðar má sjá hér á Leirabakka, í margra kílómetra löngum bökkum. Framskilyrði árangursrikrar uppgræðslu stórra svæða er friðun fyrir búfé sem eyðir elftingunni, baðar sig í börðunum og étur upp grænustu stráin, en þau era á gras- lendinu sem sandurinn fykur á, er þá fátt sem hamlar sandskafrenn- ingi, sárafátt fé nægir til þessa athæfís. Sáning á jurtum sem vaxa í sandi, plöntun gráðugra fjölærra jurta sem fjölga sér með jarðrengl- um og jafnvel tijáplöntur koma að notum sé hyggilega að staðið (til- gangslítið er að gróðursetja tijáp- löntu í ægisand, nema sérstaklega sé um hana búið). Sandfokin miídu sem ógnuðu byggð í Rangárvallasýslu vora stöðvuð fyrir daga tilbúins áburðar og kostnaðarsamra flugleikja. Með því að sá eða planta mel í verstu fokgárana, reisa skjólgirðingar af vanefnum og friða landið fyrir búfé vann náttúran verkið. Nú gengur búsmali um land- græðslulöndin. Melgrasið etið og troðið áður en sandurinn milli ein- stakra melgrasastráa eða melgras- hóla hefur náð að klæðast öðram gróðri. Hæð yfir Grænlandi, kröpp kyrrstæð lægð úti fyrir Suðaustur- landi, eitt strangt norðaustanveður á mesta þurrkatíma vorsins, gæti þurrkað út áratuga starf sand- græðslunnar frá fyrstu áratugum aldarinnar á örfáum sólarhringum. Höfundur er bóndi á Leirubakka í Landsveit.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.