Morgunblaðið - 27.07.1988, Page 22
22
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 27. JÚLÍ 1988
Listahátíðin í Buxton:
Gagnrýnendur lofa
góða frammistöðu
Gunnars og Kristins
ÍSLENSKU söngvaramir Kristinn Sigmundsson og Gunnar Guð-
bjömsson hafa hlotið mikið lof fyrir frammistöðu sína í ópemnni
Armida eftir Joseph Haydn á listahátíðinni i Buxton á Englandi.
Að sögn Antony Hose, sem er aðalhljómsveitarstjóri hátíðarinnar
hafa þeir Kristinn og Gunnar vakið mikla athygli, enda hafi þeir
staðið sig mjög vel.
Hose er íslendingum að góðu
kunnur, en hann var hljómsveitar-
stjóri í uppfærslu íslensku óperunn-
ar á Don Giovanni eftir Mozart í
vetur. í samtali við Morgunblaðið
sagði hann, að gagnrýnendur hefðu
lokið lofsorði á túlkun Gunnars og
Kristins á hlutverkum sínum. Fjall-
að hefði verið um uppfærsluna í
öllum helstu dagblöðum Bretlands,
auk þess sem hátíðin njóti mikillar
athygli tónlistar- og óperutímarita
bæði í Evrópu og Ameríku.
„Við Gunnar megum vel una
okkar hlut“, sagði Kristinn Sig-
mundsson, er Morgunblaðið spurði
hann hvemig viðtökumar hefðu
verið. „Óperunni hefur verið tekið
vel, miðað við hvað hún er sjaldan
flutt. Dómamir um sýninguna í
heild hafa reyndar verið nokkuð
misjafnir, en gagnrýnin hefur eink-
um beinst að atriðum, sem snúa
að leikstjórninni."
Kristinn sagði að æfíngamar fyr-
ir uppfærsluna hefðu verið mjög
stífar. „Við fengum nótumar í vor,
en æfingamar sjálfar stóðu aðeins
yfir í hálfan mánuð, en þá var líka
æft bæði dag og nótt."
Aðspurður sagði Kristinn, að vel-
gengni í verkefni eins og þessu
gæti opnað ýmsar dyr. „Ég á mér
svo sem ekki neina heimsfrægðar-
drauma, en reynsla mín er sú, að
ef vel tekst til í einu verkefni, þá
má yfírleitt gera ráð fýrir því, að
tvö tilboð komi í kjölfarið," sagði
Kristinn Sigmundsson að lokum.
Morgunblaðið/Ámi Sæberg
Séð yfir Suðurhlíðar í Kópavogi, þar sem úthlutað verður lóðum
undir 160 íbúðir í lok ágúst. Fyrirhuguð Dalbraut verður neðan við
Suðurhlíðar en samhliða Reykjanesbraut. Á landspildunni milli brau-
tanna hefur verið úthlutað landi undir tvær gróðrarstöðvar.
Kópavogur:
Rúmlega 4,7 millj-
ónir kr.
BÆJARYFIRVÖLD í Kópavogi
hafa samþykkt að taka tilboði
Háfells h.f., um lagningu Dal-
vegs, neðan við Suðurhlíðar í
Kópavogi.
Verkið var boðið út til þriggja
fyrirtælq'a í lokuðu útboði. Tilboð
Dalveg
bárust frá Byggingafélaginu h.f.
og Háfelli h.f., sem reyndist eiga
lægsta tilboðið, rúmlega 4,7 millj-
ónir króna en það er rétt ofan við
kostnaðaráætlun að sögn Bjöms
Þorsteinssonar bæjarritara. Verk-
inu á að ljúka fyrir 15. september
næstkomandi.
Óskir flugfreyja
fullkannaðar í dag
LJÓST ætti að verða í dag hve
mörgum starfsmönnum Flug-
leiða verður sagt upp nú um
mánaðamótin vegna samdráttar
í rekstri félagsins. Formaður
flugfreyjufélagsins og starfs-
mannastjóri Flugleiða hittast i
dag og fullkanna óskir flug-
freyja og flugþjóna um að
minnka við sig störf til að koma
í veg fyrir uppsagnir.
lítinn árangur að sögn Sigurlínar
Scheving, formanns flugfreyjufé-
lagsins, en aftur var fundað f gær-
morgun. Flugfreyjur gerðu ráð fyr-
ir að þá myndi ákvörðun um upp-
sagnir liggja fyrir, en svo reyndist
ekki vera og í dag verður haldinn
vinnufundur starfsmannastjóra og
formanns flugfreyjufélagsins. Að
svo búnu er gert ráð fyrir að yfir-
menn Flugleiða ákveði um uppsagn-
Stjóm Flugfreyjufélagsins lagði
til síðastliðinn mánudag við Má
Gunnarsson, starfsmannastjóra
Flugleiða, og Bjöm Theodórsson,
framkvæmdastjóra þróunarsviðs,
að farið yrði að óskum félagsmanna
sem minnka vilja við sig vinnu í
vetur eða taka launalaust leyfi í því
skyni að koma í veg fyrir uppsagn-
ir. Mánudagsfundurinn. bar heldur
Sigurlín Scheving kveðst sann-
færð um að fylgisemi við tillögur
flugfreyja yrði til þess að ekki
þyrfti að segja upp nokkurri mann-
eskju. Hún segir þó að undirtektir
Flugleiðamanna hafi ekki verið of
góðar og hún sé uggandi um mála-
lyktir. Þá segir Sigurlín að þrír fé-
lagsmanna hafi þegar sagt upp
störfum.
s
Utihátíðir um Verslunarmannahelgina
Fjör '88, 0
yT^Mel^erðismelum
Atlavíkur-
hátíðin +
Bjarkalundur '88
Bindindismót
í Galtalæk
jóðhátíðí^
estmannaeyjum
Morgunblaöiö / AM
0 100
Km
Sex útihátíðir haldnar um
verslunarnmnnahelgina
ALLS verða sex útihátíðir
haldnar um land allt um versl-
unarmannahelgina. Einnig er
gert ráð fyrir að fjöldi fólks
verði á öðrum ferðamanna-
stöðum svo sem í Þórsmörk,
Þjórsárdal, Húsafelli, að
Laugarvatni og á Þingvöllum.
í frétt frá Félagi sérleyfíshafa
segir að á þeirra vegum verði
sætaferðir á allar helstu útihát-
íðir og til fleiri staða að auki.
Að sögn Einars Sigurðssonar,
blaðafulltrúa Flugleiða, fljúga
flugvélar félagsins 29 ferðir á
áfangastaði sína innanlands 29.
júlí. Flestar ferðimar verða til
Vestmannaeyja eða 12 talsins.
Reiknað er með að 12—13 þús-
und farþegar verði fluttir frá
Reykjavík þennan dag. Mánu-
daginn 1. ágúst er áætlað að
flugvélar Flugleiða fari 23 ferð-
ir, flestar frá áfangastöðum
nærri útihátíðunum.
Hjá innanlandsdeild Flugleiða
fengust þær upplýsingar að í
tengslum við útihátíðir væm
seldir flugmiðar með afslætti.
Gilda þeir dagana 28. júlí til 2.
ágúst, fram og til baka frá
ákveðnum áfangastöðum. Frá
Reykjavík kostar miðinn 5.900
til Akureyrar, 7.800 til Egilstaða
en 3.900 til Vestmannaeyja.
Ferðaskrifstofa Reykjavíkur
býður upp á svokallaða pakka
þar sem innifalið er verð að-
göngumiða og ferðir á Melgerð-
ismela, til Vestmannaeyja og í
Atlavík.
Þjóðhátíð í Eyjum
íþróttafélagið Þór í Vest-
mannaeyjum heldur Þjóðhátí-
ðina í Eyjum í ár. Þar verða
hljómsveitimar Greifarnir, Ðe
lónlý blú bojs, Kaskó og Óp
Lámsar. Af skemmtiatriðum má
nefna Halla, Ladda og Jón Pál.
Einkunnarorð hátíðarinnar í ár
em: „Elskumst heitt um alla tíð
en einkum þó á þjóðhátíð." Að-
gangseyrir er kr. 4.000.
Frá Umferðamiðstöðinni
verða sætaferðir til Þorláks-
hafnar. Feijan Heijólfur siglir
frá Þorlákshöfn til Eyja. Seldir
verða svokallaðir pakkamiðar
sem kosta 5.600 kr. og í þeim
er innifalið far með Heijólfi fram
og til baka ásamt aðgöngumiða
að Þjóðhátíð.
Amarflug flýgur leiguflug til
Eyja og einnig flýgur Leiguflug
Sverris Þóroddssonar þangað
bæði frá Reykjavík og Hellu.
\
íjör ’88 á Mel-
gerðismelum
Á Melgerðismelum í Eyjafirði
heldur fyrirtækið Fjör hf. úti-
hátíð sem ber nafnið Fjör ’88.
Þar er margt á dagskrá og má
þar helst nefna hljómsveitirnar
Skriðjökla, Sálina hans Jóns
míns og Sniglabandið. Einnig
verður haldin hljómsveitakeppni.
Aðgöngumiði á hátíðina kostar
4.500 krónur.
Sérleyfisbifreiðar bjóða upp á
ferðir frá BSÍ í Reykjavík á
Melgerðismela. Verð farmiða
báðar leiðir er 2.600 krónur.
Einnig eru ferðir þangað frá
Akureyri. Frá Egilstöðum em
sætaferðir á Melgerðismela.
Verð farmiða er 2.600 krónur
fram og til baka. Aukaferðir
verða famar eftir þörfum.
Stuðmannastemning í
Atlavík
Á Atlavíkurhátíðinni er ætl-
unin að halda uppi Stuðmanna-
stemningu. Þar leika Stuðmenn,
Strax, Bubbi Morthens ásamt
hljómsveit, Megas og Bjarni
Arason. Það er Ungmenna- og
íþróttasamband Austurlands
sem stendur fyrir hátíðinni. Að-
gangseyrir er krónur 4.500.
Sætaferðir verða með bifreið-
um sérleyfishafa til Atlavíkur
frá Reykjavík um Höfn í Homa-
fírði og er fargjald 3.550 aðra
leiðina. Einnig verður ekið til
Atlavíkur frá höfuðborginni um
Akureyri og kostar farið fram
og til baka 5.200 krónur. Ferðir
em einnig til Atlavíkur frá Nes-
kaupstað, Eskifirði og Reyðar-
fírði. Frá Egilsstöðum era sæta-
ferðir til Atlavíkur í tengslum
við áætlunarflug frá Reykjavík
og áætlunarbfla frá Akureyri.
Frá Akureyri til Atlavíkur kostar
farið báðar leiðir 2.600 krónur.
Bindindismótið
í Galtalæk
í Galtalækjárskógi verður að
venju bindindismót sem íslenskir
ungtemplarar og Umdæmis-
stúkan nr. 1 á Suðurlandi halda.
Meðal dagskráratriða era
Hljómsveit Birgis Gunnlaugs-
sonar, Lokkar og hey, Fjörkall-
ar, Ómar Ragnarsson, Jón Páll
og Jóhannes Kristjánsson eftir-
herma. Verð aðgöngumiða á
bindindismótið er 3.500 krónur
fyrir 16 ára og eldri en 3.000
fyrir 12—15 ára. Ókeypis er fyr-
ir böm yngri en 12 ára.
Frá Umferðamiðstöðinni
verða sætaferðir í Galtalæk og
er fargjald fram og til baka
1.200 krónur.
Fj ölsky lduhátí ðin
Vík’88
í Vík í Mýrdal verður íjöl-
skylduhátíðin Vík ’88. Hátíðina
halda Ungmennafélagið Drang-
ur og Björgunarsveitin Víkveiji.
Hljómsveitin Kaktus leikur fyrir
dansi og Jón Páll skemmtir á
laugardeginum. Gestir þurfa
ekki að greiða aðgangseyri ann-
an en leigu á tjaldstæði. Sæta-
ferðir era til Víkur frá Umferða-
miðstöðinni.
Hátíðin Bjarka-
lundur ’88
Á vegum Hótel Bjarkalundar
og Ungmennafélagsins Aftur-
eldingar í Reykhólasveit verður
útihátíðin Bjarkalundur ’88
haldin. Tjaldstæði eru í Bjarka-
lundi. Hljómsveitin Stjómin
skemmtir en í henni era meðal
annarra Alda Ólafsdóttir og
Grétar Örvarsson. Ýmislegt
fleira verður á dagskrá og mun
Örvar Kristjánsson leika fyrir
matargesti í hótelinu. Aðgangs-
eyrir er 2.500 krónur en einnig
er mögulegt að kaupa aðgöngu-
miða á einstaka dansleiki.
Sætaferðir á hátíðina verða
frá Umferðamiðstöðinni í
Reykjavík með Vestfjarðaleið.