Morgunblaðið - 27.07.1988, Page 27

Morgunblaðið - 27.07.1988, Page 27
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 27. JÚLÍ 1988 27 Karoly Grosz í Bandaríkjunum: Ræddi við f'lóttamenn og gyðingaleiðtoga New York. Reuter. KAROLY Grosz, forsætisráðherra Ungveijalands, sem nú er staddur í opinberri heimsókn í Bandaríkjunum, ræddi í gær við bandaríska bankamenn auk þess sem hann hitti Richard Nixon fyrrum forseta, að máli. Á sunnudag átti Grosz klukkustundar langan fund með Ungveijum, sem gerst hafa bandarískir ríkissborgarar og var þar að finna fólk sem flúði heimaland sitt árið 1956 er Rauði herinn gerði innrás í landið. ið nirðri allt frá því í sex daga- stríðinu árið 1967. Ungverjar og ísraelar hafa hins vegar tekið upp samskipti að nýju í kjölfar heim- sóknar Shimons Peres, utanríkis- ráðherra ísraels, til Ungvetjalands í maímánuði. Reuter Ungir vinstri menn mótmæla herstöðvasamningi Filippseyinga og Bandaríkjamanna í Manilu, höfuðborg Filippseyja, í gær. Bandarískar herstöðvar á Filippseyjum: Viðræðum um framleng- ingu samningsins slitið Manilu. Reuter. Grosz ræddi við Richard Nixon á hóteli einu í New York í gær og hélt þaðan á fund með ýmsum þekktum bandarískum stjórnmála- og athafnamönnum þar sem hann flutti ávarp. í gærkvöldi ræddi hann síðan við Michael Dukakis, forseta- frambjóðanda Demókrataflokksins í forsetakosningunum í haust. Áformað var að Grosz hitti m.a. George Shultz, utanríkisráðherra, Alan Greenspan seðlabankastjóra og William Verity, viðskiptaráð- herra, í gær og síðan Ronald Reag- an, Bandaríkjaforseta, í dag. Grosz ræddi á sunnudag við rúm- lega 100 Ungveija, sem gerst hafa bandarískir ríkissborgarar, og vöktu ummæli hans um Imre Nagy, fyrrum forsætisráðherra Ungveija- lands, sem tekinn var af lífi í kjöl- far innrásarinnar, gremju margra fundarmanna. „Hann fordæmdi Imre Nagy og vanhelgaði minningu hans,“ sagði einn þeirra sem sat fundinn. A fundinum var Grosz af- hent áskorun þar sem m.a. var hvatt til þess að sovéskar hersveitir yrðu kallaðar frá Ungveijalandi og skorað á stjómvöld að innleiða málfrelsi í landinu og gæta hags- muna ungverskra minnihlutahópa í nágrannaríkjunum. Fyrr um daginn hafði Grosz rætt við Edgar Bronfman, forseta Heimsráðs gyðinga, og Elan Stein- berg, framkvæmdastjóra samtak- anna. „Fundurinn var bæði gagn- legur og vinalegur," sagði Stein- berg í samtali við fréttamann Reut- ers. Samskipti ísraela og ríkja aust- an Jámtjaldsins hafa að mestu leg- FULLTRÚAR stjórnvalda á Filips- eyjum slitu í gær viðræðum við bandaríska embættismenn um framtíð tveggja bandarískra her- stöðva á eyjunum. Talsmaður Bandarikjastjórnar sagði hins veg- ar að viðræðunum hefði verið „fre- stað um stundarsakir". Deila ríkjanna snýst um greiðslur Bandarikjamanna vegna herstöðv- anna en fyrr í þessum mánuði lýstu þau George Shultz, utanríkisráð- herra Bandaríkjanna, og Corazon Aquino, forseti Filippseyja, yfir þvi að samkomulag um framleng- ingu herstöðvasamningsins yrði að líkindum undirritað fyrir næstu mánaðamót. í tilkynningu fulltrúa stjórnvalda á Filippseyjum, sem gefin var út í gær eftir tveggja klukkustunda lang- an fund þeirra og bandarískra emb- ættismanna, sagði að ríkin greindi í veigamiklum atriðum á um greiðslur Bandaríkjamanna vegna herstöðv- anna. Því hefði verið ákveðið að slíta viðræðunum að sinni. Raul Manglap- us, utanríkisráðherra Filippseyja, sagði á fundi með blaðamönnum að ekki væri ljóst hvort frekari viðræður færu fram. „í ljósi þess að viðræðum- ar eru komnar í hnút veit ég ekki hvort við getum haldið áfram,“ sagði hann. Herstöðvasamningurinn renn- ur út árið 1991 og er þetta fjórða lota viðræðna um framlengingu hans. Mary Carlin Yates, talsmaður sendiherra Bandaríkjanna, sagði að gert hefði verið tímabundið hlé á við- ræðunum og kvaðst búast við að þær hæfust fljótlega á ný. Hún kvaðst ekki líta svo á að viðræðunum hefði verið frestað um óákveðinn tíma og bætti við að ekki væri óeðlilegt þótt gert væri hlé á þeim einkum þegar taka þyrfti tilteknar tillögur til skoð- unar. Onefndir heimildarmenn Reut- ers-fréttastofunnar sögðu fulltrúa Bandaríkjastjómar hafa lagt fram nýja tillögu í viðræðunum en tals- menn bandaríska utanríkisráðuneyt- isins reyndust ófáanlegir til að tjá sig um gang þeirra. Dagblað eitt í Manilu, höfuðborg Filippseyja, skýrði frá því í gær að stjómvöld á eyjunum hefðu fallið frá upphaflegri kröfu sinni um greiðslur, sem hljóðaði upp á tvo milljarða Bandaríkjadala (rúmlega 90 milljarða ísl. kr.) á ári hveiju. Bandaríkjamenn hefðu á hinn bóginn boðist til að greiða 750 milljónir dala (rúma 34 milljarða ísl.). Samkvæmt gildandi samningi um efnahagsaðstoð Banda- ríkjamanna, sem rennur út á næsta ári, hafa þeir skuldbundið sig til að láta Filippseyingum í té a.m.k. 180 milljónir dala tæpa 8,3 milljarða ísl kr.) á ári en aðstoðin hefur verið mun meiri en kveðið er á um í samningn- um frá því Corazon Aquino komst til valda árið 1986. Ítalía: Herferð gegn hraðakstri Þyrlum, flugvélum og myndavélum beitt við gæsluna Tóríno, frá Bryiyu Tomer, fréttaritara Morgunblaðsins. HUNDRUÐ manna láta lífið og þúsundir slasast á hverju sumri f umferðarslysum á Ítalíu. Talið er að um 20% umferðarslysa megi rekja beint til of mikils aksturshraða og nú hefur umferðarráð It- alíu fengið samþykki fyrir þvi að fylgst verði grannt með hrað- brautum og þjóðvegum Ítalíu f sumar og Ieyfilegur hámarkshraði verði 110 kilómetrar á klukkustund á hraðbrautum og 90 á þjóðveg- um. Á miðnætti á laugardag gengu í gildi bráðabirgðalög um hámarks- hraða. Lög þessi gilda til 11. sept- ember og eins og Vito Melchiorre, lögreglustjóri umferðarlögreglunn- ar á Italíu, sagði fyrir helgina, er megintilgangurinn sá að hvetja ökumenn til að flýta sér ekki um of og taka aukið tillit til þeirra sem með þeim ferðast. „Við erum ekki að tefja fyrir fólki, eins og margir hafa gefið í skyn, heldur erum við fyrst og fremst að gera það sem í okkar valdi stendur til að fækka slysum," sagði Vito Melghiorre. Enrico Ferri, samgöngumálaráð- herra Ítalíu, var á ferð um helgina og ræddi við marga ökumenn. „Ég vildi fá bein viðbrögð fólksins við þessari breytingu," sagði hann. „Flestir voru sammála því að ró- legra andrúmsloft ríkti nú á vegun- um. Alls voru rúmlega 3.000 öku- menn sektaðir um helgina, sem er ekki mikið, því flestir hafa gert sér ljóst að við erum ekki að leika okkur, heldur reyna að bæta akst- urslag á Ítalíu." Öryggisbeltin hallærisleg Ef umferðin á ítalju er borin saman við umferðina á íslandi kem- ur í ljós að á Ítalíu er víða pottur brotinn í öryggismálum. Til að mynda er ekkert opinbert eftirlit með bifreiðum, hvorki hvað varðar ljósabúnað eða annað ásigkomulag þeirra. Engin krafa um árlega skoðun er gerð af hálfu hins opin- bera og því geta kærulausir öku- menn ekið um á ljóslausum bílum með ónýtum hemlabúnaði (svo eitt- hvað sé nefnt) og þar með stofnað lífi sínu og annarra í hættu. Þá hefur svo til engin umfjöllun átt sér stað um notkun öryggisbelta og er afar sjaldgæft að sjá ítali nota öryggisbelti, jafnvel þó ekið sé á um 200 kílómetra hraða á hraðbrautum. Til skamms tíma voru engin öryggisbelti í ódýrustu bifreiðunum sem framleiddar eru á Ítalíu. Flestum finnst hallærisiegt að nota öryggisbelti, meðan fæst- um finnst hallærislegt að aka eins hratt og bifreiðin leyfir. Algengasti hraði bifreiða á hraðbrautum hefur verið 140-180 kílómetrar á klukku- stund og leyfílegur hámarkshraði til þessa hefur verið 140 kílómetr- ar. Mikil örtröð Um tíu milljónir manna óku um vegi Ítalíu um helgina, þar af voru um þijár milljónir eriendir ferða- manna. Mikil örtröð var á flestum vegum og mynduðust margra kíló- metra langar biðraðir við útakst- ursbrautimar. Starfsmenn jám- brautarlesta voru í verkfalli um helgina og jók það til muna um- ferðina. í öllum dagblöðum undan- fama daga hefur verið fjallað um hin nýju bráðabirgðaumferðarlög, auk þess sem þau voru kynnt í sjón- varpi. 7.000 umferðarverðir, svokall- aðir „hraðaverðir", verða á hveijum degi við störf á ítðlskum vegum í sumar auk þess sem átta litiar flug- vélar og 41 þyrla verða notaðar til að fylgjast með umferðinni og til sjúkraflutninga ef slys ber að hönd- um. Þá hefur sérstökum búnaði, sem tekur myndir af bílum á ólög- legum hraða, verið komið fyrir á 300 mismunandi stöðum. Sektir fyrir þá sem aka allt að 10 km/klst. of hratt nema frá 700 til 1.400 íslenskum krónum. Þeir sem aka enn hraðar geta átt von á sektum frá 3.500 krónum upp í 20.000 krónur. Ekki hefur verið gefið upp hversu dýr þessi varúðarráðstöfun er, en menn binda vonir við að hún verði til þess að fækka slysum veru- lega og breyta viðhorfi almennings á Italíu til aksturslags og umferð- armála.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.