Morgunblaðið - 27.07.1988, Síða 32

Morgunblaðið - 27.07.1988, Síða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 27. JÚLÍ 1988 Lögreglan: Breytt form á umferðarsektum Brotlegir játa eða neita sekt á staðnum Lögreglan hefur frá og með mánudeginum 25. júlí tekið upp nýtt form á sektum við umferð- arlagabrotum. Nýmælið felst í því að hinn brotlegi er fenginn til að samþykkja sekt sína með því að skrifa undir. Vilji hann hins vegar ekki una þeim mála- lokum er miðanum snúið við og hann beðinn um undirskrift tii staðfestingar á því að hann sé boðaður til viðtals hjá rannsókn- ardeild lögreglunnar innan viku. Sá hinn sami fær afrit af skýrsl- unni og á henni kemur skýrt fram hver ákæran er og hve há sektin er. Ekki er þó skýrslugerð með öllu aflögð hjá lögreglunni því þessir nýju sektarmiðar ná aðeins yfir átta umferðarlagabrot enn sem komið er, en að sögn Ómars Smára Ár- mannssonar aðalvarðstjóra, verður þetta fært yfir á önnur brot ef þetta gefst vel. Að sögn Sturlu Þórðarssonar deildarlögfræðings lögreglunnar, þjónar þessi breyting þrennum til- gangi. I fyrsta lagi vita ákærðir nú hver ákæran er og hve há viðurlög eru. Í öðru lagi er á þessu nýja formi að finna sérstaka boðun fyrir þá sem ekki una málalokum og þar með er ákveðin bið sem verið hefur úr sögunni. í þriðja lagi spara þess- ar ráðstafanir mikla skýrslugerð og störf lögreglunnar úti á vettvangi nýtist betur. Að sögn lögreglunnar er markmiðið með þessum breyting- um að reyna bæta stöðu mála. Hraða allri málsmeðferð og gera hana einfaldari og skilvirkari en tíðkast hefur. Það er von lögregl- unnar að menn taki þessu vel og vildi Ómar Smári Ármannsson aðal- varðstjóri koma því á framfæri að lögreglunni væri enginn akkur í því að koma sem flestum sektarmiðum út heldur fá aðeins þeir þær í hend- ur sem gefa tilefni til afskipta. Stjórnmálaflokkar Próscnt 2Ö- ■ Karlar □Konur G S U I Köimun í Jáli B8 Morgunblaðið/Jóhann Guðmundsson Hvassviðri HEY fuku víða á Suðurlandi í hvassviðrinu í gær og fyrradag. Hér má sjá hvernig hey hefur fokið á girðingu við Minni-Borg í Grimsnesi. Á þessu súluriti sést hvernig fylgi þeirra er tóku afstöðu í könnun ____________ Skáís skiptist milli stjórnmálaflokkanna eftir kyni. Skoðanakönnun Skáís um fylgi flokkanna: Borgaraflokkurími með 0,9% atkvæða Sjálfstæðisflokkur fengi 32,8% og Kvennalisti 23,3% Hey fjúka í Reykhólasveit Miðhúsum, Reykhólasveit 1 norðanveðrinu sem nú gengur yfir hefur borið á hey- foki á sumum bæjum og í sam- tali við Halldóru Játvarðardótt- ur bónda á Miðjanesi kom það fram að nokkur kýrfóður eru fokin hjá henni og fýkur heyið jafnóðum og það þornar. Það má taka fram, að heyinu hefur aldrei verið snúið eða það hreyft. Aðspurð um kvótann sagði Hall- dóra, að hún hefði klárað sinn kvóta í júní og ekki fengið greiðslu fyrir um þtjú þúsund lítra af mjólk í þeim mánuði, en innleggið í maí og júní var um átta þúsund lítrar. Þá er eftir að mæta því að mjólk- in er verðlaus í júlí og ágúst, þann- ig að tap Halldóru á mjólkurfram- leiðslunni í ár gæti nálgast hálfa milljón króna. Sveinn Bíll tókst á loft í hvassviðri Laugarbrekku SKYNDILEGA hvessti hér af norðri aðfaranótt mánudags og bíll valt í rokinu hér á veginum niður á Hellu. Skrúfvindur hóf bílinn á loft. Bíllinn snerist við á veginum, valt síðan eina veltu og stöðvaðist á hjólunum. Einn maður var í bílnum og slapp hann ómeiddur. Bíllinn skemmdist talsvert, húsið skekktist og beyglaðist og rúður brotnuðu. SAMKVÆMT skoðanakönnun sem Skáís gerði fyrir Stöð 2 dagana 23. og 24. júií myndi Sjálfstæðisflokkurinn fá 32,8% atkvæða ef nú yrði gengið til alþingiskosninga. Kvennalisti fengi næstflest atkvæði eða 23,3%. Kvennalisti fengi þó mest fylgi allra flokka meðai kvenna eða 35,4%. Borgaraflokkurinn er samkvæmt könnuninni orðinn minnstur allra flokka er bjóða fram um allt landið og fengi hann 0,9% atkvæða. Flokkur mannsins fengi 1,6% og Þjóðarflokkurinn 1,2%. reglubundnar skoðanakannanir fyr- ir Helgarpóstinn þar til útgáfa blaðsins stöðvaðist, mun gera mán- aðarlegar skoðanakannanir um fylgi stjórnmálaflokkanna, um stöðu ríkisstjórnarinnar og um vin- sældir einstakra stjórnamála- manna. Fréttastofa Stöðvar 2 mun því til viðbótar ákveða tvær auka- spumingar í hverjum mánuði um málefni sem eru ofarlega á baugi. Fyrsta skoðanakönnunin sam- kvæmt þessum samning var gerð laugardaginn og sunnudaginn 23. og 24. júlí. Haft var samband við 700 einstaklinga símleiðis og svör- uðu 656 eða 93,7% spurðra. Fyrst var spurt hvaða flokk við- komandi mundi kjósa ef nú yrði kosið til alþingis. Alls tóku 66% aðspurðra afstöðu en 17,4% sögðust vera óákveðin, 8,2% ætluðu ekki að kjósa eða skila auðu og 8,4% svöruðu ekki spurningunni. Af þeim sem tóku afstöðu sögð- ust 32,8% ætla að kjósa Sjálfstæðis- flokk, 23,3% Kvennalista, 20,3% Framsóknarflokk, 10,9% Alþýðu- flokk, 9,0% Alþýðubandalag, 1,6% Stöð 2 hefur gert samning til eins árs við Skáís um gerð skoðana- kannana. Skáís, sem framkvæmdi Heyskaðar í Staðarsveit Hlíðarholti í Staðarsveit. MIKIÐ norðaustan hvassviðri hefur gengið yfir hér i Staðar- sveit síðan á sunnudagskvöld og hafa víða orðið verulegir hey- skaðar á bæjum. Óvíða er nokkurt hey eftir af því sem laust var og er því um veru- legt tjón að ræða. Heyskapur hófst hér aímennt fljótlega upp úr síðustu mánaðamótum en menn fóru frekar rólega af stað vegna lélegrar gras- sprettu í júní. Nú er gras orðið all- gott á þeim túnum sem óslegin eru. ÞB Ökumaðurinn komst á bílnum niður á Hellu. Talsvert fauk af heyi hjá þeim bændum sem voru að þurrka hey. Þá fauk sumarhús á Hraunlöndum við Miðhús, sem reist var þar í sam- bandi við „Kristnihald undir Jökli“ en strax var hafist handa við að reisa það aftur. Ekki er vitað um meiri skemmdir í veðrinu. Finnbogi Flokk mannsins, 1,2% Þjóðarflokk og 0,9% Borgaraflokk. Enginn að- spurðra sagðist ætla að kjósa Sam- tök um jafnrétti milli landshluta. Ef athuguð er afstaða karla og kvenna í könnuninni kemur í ljós að fylgi Sjálfstæðisflokks er jafn mikið meðal karla og kvenna (32,8%). Kvennalisti hefur verulega mikið meira fylgi meðal kvenna (35,4%) en karla (13,7%). Fram- sóknarflokkur hefur nokkuð meira fylgi meðal karla (22,8%) en kvenna (17,2%), Alþýðuflokkur hefur rúm- lega tvöfalt meira fylgi meðal karla (14,1%) en kvenna (6,8%) og Al- þýðubandalagið hefur einnig meiri stuðning meðal karla (10,4%) en kvenna (7,3%). Mun fleiri konur en karlar sögð- ust vera óákveðnar. 21,3% kvenna eru óákveðnar samkvæmt könnun- inni en 13,4% karla. I könnuninni var fólk einnig beð- ið um að nefna 1-3 stjórnmálamenn sem það styddi eindregið til að sitja í ríkisstjórn. Steingrímur Her- mannsson fékk 254 atkvæði, Hall- dór Ásgrímsson 122, Þorsteinn Pálsson 119, Jón Baldvin Hannib- alsson 75, Jóhanna Sigurðardóttir 48, Birgir ísleifur Gunnarsson 41, Jón Sigurðsson 37, Guðrún Agnars- dóttir 37, Friðrik Sophusson 37, Albert Guðmundsson 33 og Ólafur Ragnar Grímsson 24 atkvæði. Morgunblaðið/ÁSÆ 64. málverkasýning Steingríms Sigurðssonar Steingrímur St. Th. Signrðsson, listmálari, opnar í kvöid klukkan 21.00 málverkasýningu í Eden í Hveragerði. Þar sýnir hann 50 mynd- ir sem aliar eru nýjar nema ein. Sýningin stend- ur til 7. ágúst n.k. Sýning Steingríms er tileinkuð tveimur orku- stöðvum, Vestmannaeyjum og Snæfellsnesi, enn fremur er hún haldin til þess að heiðra minningu Péturs Sívertsens í Höfn. Þetta er 64. málverkasýn- ing listamannsins heima og erlendis og sú tólfta í Eden síðan 1974. Myndimar em flestar málaðar á Snæfellsnesi, í Breiðaijarðareyjum og Vest- mannaeyjum. Á sýningunni eru meðal annars sjáv- armyndir, fantasíur, portrett og hestamyndir mál- aðar í olíu og akrýl og með vatns- og pastellitum. Steingrímur er hér með mynd sína af Pétri í Höfn, en honum er sýningin tileinkuð. „Yfirráð útlendinga í stóriðju fráleitur kostur“ - segir Hjörleifur Guttormsson „EF ráðist verður í stóriðju, er íslenskt forræði og meirihluta eigna- raðild íslendinga algert skilyrði af hálfu okkar alþýðubandalags- manna. Trúboðið varðandi þátttöku útlendinga er mikil tímaskekkja og hugmyndir þessarar ríkisstjórnar þar að lútandi eru fráleitur kostur i íslenskri atvinnuþróun," sagði Hjörleifur Guttormsson fyrr- verandi iðnaðarráðherra í samtali við Morgunblaðið. Hjörleifur sagði stefnu Alþýðu- bandalagsins í stóriðjumálum skýra. „Islendingar eiga að skoða kosti í atvinnuuppbyggingu út frá eigin forsendum. Það verður að kanna, hvaða þættir eru hag- kvæmir fyrir íslenska þjóðarbúið og þar er álver ekki efst á blaði." „Við höfum bolmagn til að koma á fót smærri fyrirtækjum í orku- frekum iðnaði," bætti Hjörleifur við. „Hins vegar eru fáir kostir góðir í sambandi við stóriðjuna. Ég tel að síðustu tvær ríkisstjórnir hafí nálgast þau mál út frá afar fávíslegum forsendum og í raun gengið blindandi beint í fangið á erlendum aðilum." Hjörleifur sagði að í raun hefðu aðstæður ekkert breyst varðandi erlenda stóriðju og því væri sú stefna, sem hann fylgdi í ráðherra- tíð sinni enn í fullu gildi. „Þá var til dæmis undirbúin Kísilmálmverk- smiðja á Reyðarfirði út frá þeim forsendum sem ég hef hér rætt um. En strax á árinu 1983 sneri ríkis- stjórn Steingríms Hermannssonar við blaðinu og leitaði til erlendra aðila um frumkvæði í málinu. Þeim hentaði ekki að ráðast í þessa fram- kvæmd hér á landi og nú hefur iðn- aðarráðherra endanlega kastað rek- unum á þetta fyrirtæki." Að lokum sagði Hjörleifur að hann teldi ekki mikið að sækja í hráálsframleiðsluna. Þar væri að- eins verið að framleiða hálfunna vöru. „Það er reyndar sama hvern- ig á málið er litið. Málsmeðferð stjórnvalda hefur verið alröng og mun eingöngu skila okkur skakka- föllum."

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.