Morgunblaðið - 02.09.1988, Síða 12

Morgunblaðið - 02.09.1988, Síða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 2. SEPTEMBER 1988 Engutíkt Aukin fagleg þjónusta við syrgjendur er nauðsynleg - segir dr. Colin Murray Parkes geðlæknir DAUÐINN þykir ekki þægilegt umræðuefni. Við missi ástvinar er algengt að aðstandendur reyni að halda aftur af sorginni og sinni daglegum störfum eins og ekkert hafi í skorist. Síðustu ár hefur þó gætt breytinga í þessum efnum. Málefni syrgjenda eru nú rædd á opinberum vett- vangi og þjónusta við þá er sífellt að aukast. Hér á landi voru Samtök um sorg og sorgarviðbrögð stofnuð á síðasta ári. Þau hafa staðið fyrir fræðslu- og umræðufundum fyrir syrgjendur í vetur. Félagar I samtökunum eru nú um 300. A síðasta fundi samtakanna flutti dr. Colin Murray Parkes geðlæknir erindi um sorgina og viðbrögð við henni. Dr. Parkes er formaður bresku samtakanna Cruse sem annast margs konar þjónustu við syrgjendur á Bretlands- eyjum. Dr. Parkes var inntur eftir því í hveiju starfsemi Cruse væri helst fólgin. „Hjá Cruse starfa 3.000 sjálfboðaliðar sem allir hafa hlotið þjálfun við ráðgjöf syrgjenda,“ segir dr. Parkes. „Samtökin reka útibú á 150 stöðum víðs vegar um Bretlandseyjar. Þjónusta þeirra hefur sífellt verið að auk- ast en áhersla er meðal annars lögð á námskeiðahald fyrir fólk sem starfs síns vegna þarf oft að kljást við sorgina og afleiðingar hennar." Dr. Parkes segir faglega þjónustu við syrgjendur mjög nauðsynlega. „Ég hef haldið nám- skeið fyrir presta, lækna og hjúk- runarfólk, en það eru helst þessir aðilar sem syrgjendur leita til við missi ástvinar. Fólk í heilbrigðis- stéttum þarf ekki síst að þekkja líkamleg áhrif sorgarinnar og hvemig bregðast skuli við þeim. Aukin fagleg þekking þeirra sem fást við málefni syrgjenda er að mínu áliti nauðsynleg.“ Syrgjendur eru ekki einungis þeir sem -misst hafa maka, börn eða ástvini. Einnig er reynt að mæta þörfum þeirra sem eiga dauðvona ástvini. Dr. Parkes telur að búa megi fólk undir missi og hjálpa því að horfast í augu við sorgina. Reiði og sektarkennd Oft reynist erfitt að sætta sig við missi ástvinar, ekki síst ef missinn ber brátt að. „Það er ekki óalgengt að viðbrögð fólks einkennist af reiði og sektar- kennd," segir dr. Parkes. „Margir þjást af sektarkennd og fínnst þeir hafa brugðist þeim látna. Reiðin gerir oft vart við sig hjá syrgjendum en fólk reynir frekar að dylja reiðina því að það þykir ekki viðeigandi að vera reiður út í látinn mann. Stærstu mistök flestra syrgjenda eru að reyna að dylja tilfínningar sínar og láta sem ekkert sé. Reiðin er til dæmis hvorki góð né slæm í sjálfri sér en hana má virkja til góðs.“ „Það er algengur misskilningur að hægt sé að afgreiða sorgina í eitt skipti fyrir öll,“ segir dr. Par- kes. „Hún tekur í raun og veru aldrei enda og getur minnt á sig þegar minnst varir. Mun líklegra er að geðræn vandamál komi í Morgunblaðið/Bjami Dr. Colin Murray Parkes flytur erindi á fundi Samtaka um sorg og sorgarviðbrögð. ljós ef reynt er að byrgja sorgina inni í sér. Syrgjendur eru á stund- um hræddir við styrk tilfinninga sinna og það getur verið sérstak- lega erfitt fyrir karlmenn að sleppa sér.“ „Að sjálfsögðu fylgja daprar hugsanir og djúp sorg oftast í kjölfar missis," segir dr. Parkes. „Hins vegar er nausynlegt að reyna ekki að forðast sorgina heldur að vinna úr henni á já- kvæðan hátt. Takist það er auð- veldara að horfa til baka og njóta minninganna um látinn ástvin í sælu og ró,“ sagði dr. Parkes að lokum. - ÞSv. SPECIIIUM HF SlMI 29166 Kringlan; Nýr opnunartími og fleiri bílastæði AFGREIÐSLUTÍMA verslana í Kringlunni hefur verið breytt, en vegna samninga Verslunarmannafélags Reykjavíkur og Kaupmanna- samtakanna hafa nokkrar verslanir þar ekki getað haft opið á laugar- dögum í sumar. Verða nær allar verslanir og þjónustufyrirtæki í húsinu nú opin á laugardögum til kl. 16, en aðra virka daga til kl. 19. SIEMENS VHS myndbandstæki FM560 Lárétt stjórnborð, HQ- tækni, 14daga upptöku- minni f. 4 þætti, 32 stöðva minni, sjálfvirkurstöðva- leitari, hraðupptaka, myndleit í báöar áttir á níföldum hraða, endur- tekning myndskeiðs, þráðlaus fjarstýring, raka- vörn ásamt öðru. Verð 31.900.- Sjónvarpsmyndavél FA108 Myndavél og sýningarvél í einu tæki, fyrirferðarlítil og aðeins 1,27 kg. 8 mm myndband, CCD-mynd- skynjari, sexföld súmlinsa, sjálfvirk skerpustilling, mesti lokarahraði 1/1500 sek. (gottf. íþróttaupptök- ur)o. m. fl. Verð 82.990.- SMrTH& NORLAND Nóatúni 4 - Sími 28300 EinU undantekningamar frá þessum opnunartfma eru pósthúsið, áfengisverslunin og bankaútibúið. Kaffíhúsið í Kringlunni er opið leng- ur á fóstudögum og laugardögum og matsölustaðir eru opnir alla daga vikunnar til kl. 21, og veitirigahúsið Hard Rock til kl. 23:30. í flestum fyrirtækjanna er opnað kl. 10 á morgnanna. í þessum mánuði verða tekin í notkun 400 ný bílastæði. Þá verður rúm fyrir alls 1600 bíla í Kringl- unni og næsta nágrenni hennar. Viðskiptavinir þurfa ekki að greiða bílastæðagjald eða í stöðumæla. Hjartans þakkir sendi ég öllum þeim, sem glöddu mig á 80 ára afmceli mínu 9. ágúst meÖ heimsöknum, gjöfum og skeytum. Lifiö heil. SvanhvítL. Guömundsdóttir. VERSLUNAR- INNRETTING BEANSTALK verslunarinnrétting til sölu. Einnig 3 m kæliborð, kjötsög og farsvél. Selst á góðu verði. Upplýsingar í síma 82680 eða í Matkaup hf., Vatnagörðum 6. NÓATÚN, Nóatúni 17 Rebbie Jackson. Rebbie Jack- son skemmtir í Evrópu Veitingahúsið Evrópa heldur upp á tveggja ára starfsafmæli í kvöld. í tilefni afmælisins mun bandaríska söngkonan Rebbie Jackson skemmta gestum í Evr- ópu. Rebbie Jackson hefur sent frá sér þtjár hljómplötur. Hún er systir söngvarans heimskunna Michaels Jacksons. Melsölublad á hveijum degi!

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.