Morgunblaðið - 02.09.1988, Page 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 2. SEPTEMBER 1988
SIEMENS
Eldhúsið þitt
er ekki of
lítið fyrir
uppþvotta-
vél!
Nýja 45 sm
breiða vélin
frá
SIEMENSer
góð lausn!
LADY PLUS
45
SMITH&
NORLAND
Nóatúni 4 -
Sími28300
Allt hófst það á einni ginflösku:
Ungur lávarður
í íslandsferð
HENRY Benedict Charles Dillon
heitir hann fullu nafni, er sextán
ára gamall og 22. lávarðurinn
af Dillon ættinni írsku. Pilturinn
er nú staddur hérlendis með
móður sinni og systur í boði
Áfengis- og tóbaksverslunar
rikisins. Tilefnið er að ÁTVR
hefur fengið að nota nafn ættar-
innar á gin sem sett verður á
markað í seinni hluta september.
Ginið er kennt við Arthur Ed-
mund Dennis DUlon lávarð sem
hafði hér vetursetu 1834-5 og
reisti DUlonshús á horai Túngötu
og Suðurgötu handa ástkonu
sinni. Blaðamaður ræddi við
Henry DUlon, móður hans, Jane
Dillon, og systur, Beatrice, að
loknum hádegisverði þeim tU
heiðurs i __ DUlonshúsi sem nú
stendur í Árbæjarsafni.
„Þegar falast var eftir nafni ætt-
arinnar á íslenskt gin fyrir um hálfu
ári fór ég að athuga gömul fjöl-
skylduskjöl," segir Jane Dillon.
^Þeirra á meðal eru sendibréf frá
Islandstíð Dennis Dillon þar sem
hann lýsir erfiðri bátsferð til lands-
ins og aðstæðum hér sem voru held-
ur frumstæðari en hann átti að
venjast. Eiginmaður minn sem lést
fyrir nokkrum árum minntist aldrei
á söguna af forföður sínum en
tengdamóðir mín sagði okkur af
íslensku ástarævintýri þessa 16.
lávarðar af Dillon ætt. Hann hreifst
af glæsikonunni Siri Ottesen, eign-
aðist með henni dóttur og hugðist
setjast að á íslandi. Af því varð þó
ekki þar sem þeim var meinað að
eigast og Dennis Dillon sneri aftur
til Englands sumarið 1935."
Skjaldarmerki Dillon ættarinnar
prýðir ginflöskuraar sem kennd-
ar eru við Dennis Dillon lávarð.
Hann átti frægt ástarævintýri á
íslandi á liðinni öld.
Dillonamir hlutu lávarðstign árið
1604 eftir bardaga í Frakklandi,
en í fjölskyldunni voru margir her-
menn og Englandskonungur leitaði
oft til þeirra þegar á reyndi, að
sögn Henry Dillon. Fjölskyldan var
hin síðasta í Englandi sem hafði
einkaher. í eigu hennar voru miklar
landareignir og var ættin lengi vel
meðal þeirra ríkustu á Bretlandseyj-
um en í upphafi aldarinnar reyndist
nauðsynlegt að selja eignimar. Á
Morgunblaðið/Bjarni
Jane Dillon með böraum sínum, Henry Dillon lávarði og Beatrice,
á tröppum DiUonshúss sem Dennis Dillon lávarður byggði árið 1835.
Fjölskyldan hefur dvalist hérlendis í boði ÁTVR og heldur utan í dag.
heimili Dillon fjölskyldunnar i Lund-
únum vitna nú nokkur falleg mál-
verk og gömul húsgögn um liðið
veldi ættarinnar.
Jane Dillon segir frá því að sonur
hennar fái ekki sæti í bresku lá-
varðadeildinni vegna írsks uppmna
síns. Þó hafi Dillonamir orðið hluti
enskrar sögu um miðbik 18. aldar
við giftingu inn í Lee’.s aðalsættina
en einn af meðlimum hennar var
laungetinn sonur konungsins. Við
giftinguna komst Ditchley setrið í
Oxfordskíri í eigu Dillon ættarinn-
ar. Setrið er nú notað til ráðstefnu-
halds og opnað almenningi tvisvar
á ári.
Henry Dillon segir að lávarðs-
tignin skipti sig engu, en sumir
snobbi reyndar fyrir sér vegna
hennar að breskum sið. Hann sé
ofur venjulegur Lundúnabúi. Móðir
hans bætir við að allnokkrar fjöl-
skyldur í Bretlandi séu í svipaðri
stöðu, hafi titil en eigi ekki meiri
peninga eða eignir en flestir aðrir.
Beatrice verður fyrst til svars
þegar spurt er hvemig flölskyldan
hafi ímyndað sér ísland. „Ég hélt
að hér byggju Eskimóar,“ segir hún
en þagnar þegar bróðir hennar lítur
aðvarandi á hana. Hann kveðst
hafa búist við að hér væri allt mun
fmmstæðara og bætir við að yfír-
leitt viti Englendingar lítið um ís-
land. „Þegar ég sagði vinum mínum
að ég væri á leið hingað áttuðu
þeir sig á landinu vegna Sykurmol-
anna. Ég hef reyndar ekki farið á
tónleika með hljómsveitinni en þó
séð hana í sjónvarpinu," segir
Henry Dillon. „Við höfum verið á
ferð um Norðurland í viku og okkur
þykir landið afskaplega fallegt.
Reykjavík er kannski eins og smá-
þorp samanborið við Lundúni en
þó hefur hún allt sem einkennir
stórborg. Líka hátt verðlag."
Dillon fjölskyldan er ánægð með
ævintýrið sem hófst á einni gin-
flösku og Jane Dillon segir að ís-
landsferðin muni seint gleymast.
Ath!
Veitingastaðirnir eru opnir a.m.k. til
kl. 21:00 alla daga vikunnar.
Nœg ókeypis bílastœði!
Þó að það sé alllafgott veður í Kríngl■
unni, fínnur maður það best á veturna.
400 ný bílastœði og nýr opnunaríími
versiana eykur enn á þœgindin.
Frá 7. september verður opnunartími versl■
ana í Kringlunni sem hér segin
Mánudaga - föstudaga . M 10-19
Matvöruversl. föstud..kl. 10-19.30
Laugardaga............kl. 10-16