Morgunblaðið - 02.09.1988, Síða 18

Morgunblaðið - 02.09.1988, Síða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 2. SEPTEMBER 1988 guðurver- BreiðhO't VETRARDAGSKRA '88 - ’89 Haustnámskeið hefst 5. september. Vetrarnámskeið i hefst 3. október. Vetrarnámskeið II hefst 14. nóvember. Vetrarnámskeið III hefst 9. janúar. Vetrarnámskeið IV hefst 20. febrúar. ÞOLAUKANDI OG VAXTAMOTANDI ÆFINGAR Byrjendur I og II og framhald I FRAMHALDSFLOKKAR I OG II Lokaðirflokkar KERFI ^ RÓLEGIR TÍMAR j Fyrir eldri konur og þær, sem þurfa að fara varlega MEGRUNARFLOKKAR Fjórum sinnum í viku r _hhhhhhhhhi KERFI | 1 a FYRIR UNGAR OG HRESSAR Teygja-þrek-jazz. Eldfjörugirtímar með léttri jazz-sveiflu KERFI „LOW IMPACK" - STRANGIR TÍMAR Hægar en erfiðar æfingar, ekkert hopp en mikil hreyfing SKOLAFOLK Hörku pul og svitatímar ATH! Efþú ert með á haustnámskeiðinu færðu 5% afslátt af vetrarnámskeiði I NYTT-NYTT Innritun l A/ý/ kúrinn slær ígegn!! stenduryfirj [28+7 undir stjórn Báru og Önnu ATH'. Kynniðykkurafsl*itt- JXZSXí,- inn Suðurveri, sími 83730 Hraunbergi, sími 79988 Morgunblaðið/Einar Falur Georg Guðni Hauksson, Hulda Hákon, ívar Valgarðsson, Jón Óskar og Tumi Magnússon. Listasafn íslands: Fimmsýnaí FIMM ungir listamenn sína verk sín í Listasafni íslands frá 3. september- 2. október nk. Þeir eru Georg Guðni Hauksson, Hulda Hákon, ívar Valgarðsson, Jón Óskar og Tumi Magnússon. í fréttatilkynningu frá Listasafni Islands segir að allir séu listamenn- imir í hópi hinna áhugaverðustu sem fram hafa komið hérlendis á september síðustu árum. Þeir hafa allir stund- að nám við MHÍ og framhaldsnám erlendis, ýmist í Evrópu eða Banda- ríkjunum. Alls verða á sýningunni 25 verk, skúlptúrar og málverk, flest unnin á þessu ári. Sýningin opnar klukkan 14 á laugardag og verður síðan opin alla daga, nema mánudaga, klukkan 11-17. Stöð tvö sækir um lóð á Réttarhálsi STÖÐ 2 sótti í vikunni um rúmlega 13 þúsund fermetra lóð á Réttar- hálsi 3 og vísaði borgarráð umsókninni til borgarverkfræðings. Að sögn Jóns Óttars Ragnarssonar, sjónvarpsstjóra, er þetta liður í langtíma skipulagi stöðvarinnar sem nú leigir á tveimur stöðum í Krókhálsi. Fréttastofa Stöðvar 2 flytur fyrir desemberbyijun í þriðja leiguhúsnæðið að Lynghálsi 3. „Þetta er spuming um hvenær reksturinn verður það óhagstæður að við verðum að flytja," segir Jón Óttar Ragnarsson. „Auðvitað væri langbest að öll starfsemin færi fram í húsnæði sem hannað væri fyrir hana. Við erum þó ekkert að flýta okkur í byggingarframkvæmdir, ætlum ekki að ýta undir þenslu í þjóðfélaginu. Með lóðarumsókninni er verið að hugsa fímm til tíu ár fram í tímann þótt verið geti að Stöð 2 þurfí á nýju húsnæði að halda fyrr. Líklegt er að við munum flytja í áfongum ef til kemur.“ Dráttarvélar hf. fengu bygging- arleyfi á lóðinni að Réttarhálsi 3 fyrir nokkrum árum og gmnnur var tekinn að húsi. Byggingarleyfið var afturkallað snemma á þessu ári og Glóbusi hf. úthlutað lóðinni í mars en fyrirtækið afsalaði sér henni nýlega. Kaupverð lóðarinnar verður líklega sautján til átján milljónir króna, þar af fímmtán milljónir í gatnagjöld og þijár í framkvæmda- kostnað sem borgin leysir til sín að sögn Ágústs Jónssonar, skrif- stofustjóra borgarverkfræðings. Framfærsluvísitalan hækk- ar þrátt fyrir verðstöðvun FYRSTI útreikningurinn á fram- færsluvísitölunni eftir að verð- stöðvunin tók gildi verður birtur hinn 12. september næstkom- andi. Líklegt er að vísitalan hækki eitthvað, þar sem hún mun mæia hækkanir á vörum og þjón- ustu fyrri hluta ágústmánaðar, áður en verðstöðvunin tók gildi, að sögn Georgs Ólafssonar, verð- lagsstjóra. Borgin kaup- ir 5 þúsund sorptunnur BORGARRÁÐ hefur samþykkt kaup á fimm þúsund sorptunnum úr plasti fyrir tæpar fjórtán milljónir króna. Við upphæðina bætast flutningsgjöld og tollar. Tunnurnar eru dýrari en svörtu plasttunnumar enda hitaþolnar, en Brunamálastofnun hafði gert at- hugasemd um eldhættu við sorp- tunnur. Áfram verður notast við gömlu tunnumar en þær nýju sett- ar þar sem sérstakrar varúðar er þörf vegna eldhættu. Málið er nú í höndum Innkaupastofnunar. Nýr grunnur framfærsluvísitölu tók gildi hinn 1. maí á þessu ári og urðu ýmsar breytingar á vægi útgjaldaliða. Matvörur em 20,6% í hinum nýja grunni — sem byggir á neyslukönnun árið 1985 — en voru 24,6% í eldri grunninum. Drykkjar- vörur og tóbak eru 4,4%, en vom 5,2%, og fatnaður er 7,9%, en var áður 9,3%. Þeir liðir sem vega meira en áður í nýja grunninúm em annarsvegar húsnæði, rafmagn og húshitun, sem vega 16,2% í stað 13,7% áður, og hinsvegar samgöngur, sem vega 18,9% í stað 15,2%. Aðrir liðir breyttust lítið, en þeir em húsgögn og heimilisbúnaður, sem vega 7,4% í vísitölugrunninum, heilsuvemd, 2,3%, tómstundaiðkun og menntun, 11,0%, og önnur útgjöld 11,3%. Framfærsluvísitalan er síðan 2/s af gmnni lánskjaravísitölunnar, en bygginKarvísitala '/s. Verðlags- stofnun á að hafa eftirlit með verð- lagi á nær öllum þeim liðum sem em í gmnni framfærsluvísitölunn- ar, en úr þvf fær ekki skorist fyrr en eftir rúma 10 daga hvort verð- stöðvunin hafi dregið úr hækkun hennar. Hún hefur hækkað um 9,3% síðan nýi gmnnurinn var tek- inn í gildi í maí, sem jafngildir tæplega 40% hækkun á ári. Sjá ennfremur miðopnu.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.