Morgunblaðið - 02.09.1988, Page 21
ff-
MORGLJNBJjAÐJÐ, .FÖSTUÐAGUR, 2. SBPTBMBER.1988
c 21
Kosningabaráttan í Bandaríkjunum:
Arásargleði Bush kem-
ur Dukakis úr jafnvægi
Detroit. Reuter.
GEORGE Bush varaforseti rekur
nú sálfræðistrið gegn Michael
Dukakis, frambjóðanda demó-
krata í forsetakosningunum, og
gera mörg áhlaup hans andstæð-
ingnum greinilega gramt i geði.
„Vinalegi maðurinn" í banda-
rískum stjómmálum hefur gerst
árásargjam í þessari kosningabar-
áttu. Eftir að hafa staðið í skugga
Reagans í átta ár hefur Bush, sem
hingað til hefur hvorki þótt mælsk-
ur né skeleggur, komið á óvart sem
harðskeyttur baráttumaður.
Eftir útnefninguna fyrir tveimur
vikum hefur hann haldið fundi víða
um landið og haldið ræður sem
miða fyrst og fremst að því að vekja
upp efasemdir almennings um að
tiltölulega óþekktur andstæðingur-
inn sé hæfur til að gegna embætti
forseta. Hann segir fundargestum
að Bandaríkjamenn hafi ekki efni
á „öðrum frjálslyndum ríkisstjóra
sem enginn þekkir til“ og vísar þá
til Jimmys Carters, fyrmrn forseta,
sem margir hafa ekki enn tekið í
sátt.
Bush lýsir sjálfum sér sem sterk-
um föðurlandsvini, sem beri hag
fólksins fyrir brjósti, og dregur upp
ófagra mynd af Dukakis, segir hann
of veikan og þess vegna jafnvel
hættulegan í hinum harða heimi
alþjóðastjómmála. Á fundum sínum
. í herstöðvum og hjá félögum fyrr-
verandi hermanna segir hann að
Dukakis hafi hafnað svo til öllum
nýjum vopnabúnaði sem stungið
hafi verið upp á.
Bush hefur jafnvel gert banda-
ríska fánann að kosningamáli.
Hann sakar Dukakis um að hafa
beitt neitunarvaldi gegn frumvarpi
um að skylda kennara Massac-
husetts til að láta nemendur sína
votta fánanum virðingu. „Ég efast
ekki um föðurlandshollustu hans,
heldur dómgreindina,“ segir Bush.
Barátta um fylgi hægri
demókrata
Markmið Bush er að vekja upp
efasemdir um persónuleika Dukak-
is, reynslu hans og hæfni, til að
vinna atkvæði þeirra milljóna demó-
krata sem greiddu Reagan forseta
atkvæði í tveimur síðustu kosning-
um. Þessi atkvæði gætu ráðið úr-
slitum í kosningunum 8. nóvember
Sovétríkin:
Fleiri Gyð-
ingar fá að
faraúrlandi
Gcnf. Reuter.
í síðasta mánuði fengu 1.864
Gyðingar að yfirgefa Sov-
étríkin og hafa ekki jafn
margir fengið brottfarar-
leyfi þaðan á einum mánuði
síðan í mai 1980, samkvæmt
upplýsingum yfirvalda.
Alls fengu 9.520 Gyðingar
að yfirgefa Sovétríkin fyrstu
átta mánuði ársins, eða snöggt-
um fleiri en allt síðastliðið ár
er þeir voru 8.011. Þar af flutt-
ust_ 1.064 til ísraels.
Árið 1979 fengu 51.330
Gyðingar að yfírgefa landið eða
fleiri en mörg undanfarin ár
samanlagt.
Af sovézku Gyðingunum,
sem fluttu úr landi í ágúst fóru
aðeins 116 til ísraels.
Á meðan Gyðingum, sem
leyft er að flytjast frá Sovétríkj-
unum, fjölgaði, þá fækkaði
Armenum, sem það fá, úr 1.022
í júlí í 223 í ágúst. Alls hafa
8.241 Armeni fengið brott-
fararleyfi í ár.
og eru helsta ástæðan fyrir því að
Bush hefur snúist til sóknar með
áðumefndum hætti. Einnig gæti
ráðið nokkru að val hans á varafor-
setaefni hefur ekki þótt heppilegt
til þessa. Venjulega er það varafor-
setaefnið sem veitist að forsetaefni
andstæðinganna. Varaforsetaefni
Bush, Dan Quayle, er hins vegar
of önnum kafínn við að svara spum-
ingum um hæfni sína, feril í hemum
og uppruna, til að geta orðið Bush
að rniklu liði í baráttunni.
Áhlaup Bush virðast hafa komið
Dukakis og liði hans úr jafnvægi
og beint athyglinni frá Quayle.
Dukakis hóf gagnárásir um miðja
þessa viku en Bush varðist vel og
var í gær á leið til Boston - höfuð-
borgar heimaríkis andstæðingsins
- til að benda á að Boston-höfn sé
forarpollur sem Dukakis hafí ekki
látið verða af að hreinsa.
Skoðanakannanir hafa hingað til
gefíð til kynna að baráttuaðferðir
Bush hafí ekki borið árangur. Ný
skoðanakönnun ABC-sjónvarps-
stöðvanna og dagblaðsins Was-
hington Post gefa til kynna að
Dukakis haldi enn 58 af hundraði
atkvæða meðal demókrata sem
kusu Reagan, meðan Bush hlýtur
34 prósent. í heildina eru frambjóð-
endumir hins vegar jafnir, sam-
kvæmt skoðanakönnuninni.
Ahlaup Bush hafa þó komist á
forsíðurnar og höfundar ritstjómar-
greina velta því fyrir sér hvar Duk-
akis standi í hinum ýmsu málum.
Eða eins og segir í leiðara dag-
blaðsins New York Times á mið-
vikudag: „Hafi Dukakis verulegar
efasemdir um hversu lengi friðurinn
og hagsældin vari getur hann ekki
ætlast til að geta komið þeim á
framfæri með því að söngla: „bíðið
þið bara“, „það fer eftir ýmsu,“ og
„treystið mér og hæfni minni.“
Reuter
Hjólaðaf ein-
drægni í hjónaband
Þessi vestur-þýsku brúðhjón tvímenntu á hjóli til kirkju í Ham-
borg, þar sem þau gengu í hjónaband í gær. Klæðaburðurinn
er af virðulegasta tagi; karlinn í kjólfötum og með pipuhatt
en brúðurin hvítklædd.
FYLKIR - DAIHATSU - VOLVO - FYLKIR - DAIHATSU - VOLVO FYLKIR - DAIHATSU - VOLVO - FYLKIR
O
>
_i
O
>
O
10
I-
<
X
<
o
I
0c
o
>
-I
o
>
3
(fí
<
X
<
o
cc
2
o
5
o
>
(fí
I-
<
X
<
o
fiC
o
>
o
>
<fí
<
X
<
o
I
0c
TOPPLEIKUR 2. DEILDAR
FYLKIR - FH
AARBÆJARVELLI
ÍDAGKL. 18.00.
Síðast jöfnuðu FH-ingar á síðustu stundu á heimavelli.
ÁRBÆINGAR og aðrir Fylkismenn! Fjölmennið til stuðnings FYLKI,
1. DEILDIN BLASIR VIÐ.
FYLKIR - BRIMBORG HF,
DAIHATSU - VOLVO.
Sjáið stóra auglýsingu íMorgunblaðinu á morgun
um verðniðurfærslu DAIHATSU- VOLVO.
o
>
X
>
H
0)
c
I
<
o
1“
<
o
o
>
X
>
H
(fí
c
I
<
o\
r-
<
O
I
*
DAIHATSU - VOLVO - FYLKIR - DAIHATSU - VOLVO - FYLKIR - DAIHATSU - VOLVO - FYLKIR - DAIHATSU - 5