Morgunblaðið - 02.09.1988, Qupperneq 25
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 2. SEPTEMBER 1988
25
Morgunblaðið/Júlíus
Karl Guðmundsson og Sólveig Þórarinsdóttir. Þau voru í gær valin til þess að vera fulltrúar islenskra
ungmenna í Heimshlaupinu ’88 í New York.
Heimshlaupið ’88:
Kom okkur algjörlega á óvart
- segja fulltrúar íslands, sem voru valdir í gær
pgott
ía
Það er vel þess virð: að reyna
allar þær breytingar, sem gætu
orðið til þess að við ykjum verðgildi
krónunnar og virðingu fyrir verð-
mætum í hugum okkar og hættum
þessum gegndarlausa bruðli, sem
alls staðar blasir við, Það gildir
ekki síður nú, en þegar þjóðin hafði
vart í sig eða á, að fara vel með.
Verðgildi krónunnar verður aldrei
meira en það, sem okkur finnst það
vera.
Með fijálsri verðlagningu átti
samkeppnin að blómstra, en raunin
varð sú, að nú vannst frelsi til að
halda uppi verði á vörum. í stað
þess að koma á hagkvæmari rekstri
til að verða samkeppnisfærari, er
' verðlagi haldið uppi og þar með
smæð markaðarins nýtt, ekki í
hagnaðarskyni, sem hefði verið
skiljanlegt, heldur til að halda uppi
bruðlinu.
Og hveijir eru það svo sem borga
brúsann? Það erum við, almenning-
ur í landinu. Við sitjum uppi með
okkar eigin óráðsíu, en einnig þeirra
sem leggja á okkur skattana og
selja okkur vöru og þjónustu.
Laun ekki afgangsstærð
Við viijum byggja hér gott þjóð-
félag, ekki aðeins fyrir flesta, held-
ur alla. Launamismunur er eðlilegur
og virkar sem hvatning til menntun-
ar og ábyrgðar. En við verðum að
gæta þess, að lægstu laun dugi
ávallt til framfærslu meðalfjöl-
skyldu. Það er erfitt að hlusta á
þau rök að hin og þessi atvinnu-
grein beri ekki hærri laun. Sam-
viska atvinnurekenda hlýtur að
rúma býsna margt, ef þeir geta
haldið slíku fram. Laun eru ekki
afgangsstærð, heldur fjárfesting í
vinnuframlagi fólks, sem leggur sig
því betur fram, sem umbunin er
meiri. Það á að vera metnaður at-
vinnurekenda að framleiða góða
vöru eða þjónustu á sem hag-
kvæmastan hátt og það næst ekki
nema með góðu hráefni og góðu
samstarfsfólki og fyrir hvort
tveggja þarf að borga.
Þetta á ekkert síður við hjá opin-
berum fyrirtækjum, en einkafyrir-
tækjum.
Við megum ekki gleyma því, að
í okkar litla landi, má segja að fyr-
irfínnist í hverri fjölskyldu fulltrúi
hverrar atvinnugreinar. Ég tel það
mjög varasamt, ef hér fær að skjóta
rótum stétt, sem enga möguleika á
á að lifa mannsæmandi lífi og er
þá jafnvel þröngvað til að bjarga
sér á annan hátt. Aðrar þjóðir berj-
ast við að bæta sitt velferðarkerfi
til að losna við undirrót allskyns
spillingar. Við getum ekki stuðlað
að slíku með vanhugsuðum aðgerð-
um.
Rót efnahagsvandans
í upphafi máls míns bar ég fram
þá spumingu, hvar rót efnahags-
vandans lægi.
Með spamaði, bæði hjáfyrirtækj-
um og einstaklingum, aukningu á
eigin fé fyrirtækja og betri stjómun
þeirra, ætti nokkur árangur að nást
í að byggja hér upp heilbrigðara
efnahagslíf.
Það er talað um vanda fiskvinnsl-
unnar, en mig langar til að varpa
fram þeirri spumingu, er ekki fisk-
verðið of hátt?
Þó er það eitt sem vinnur gegn
heilbrigðara efnahagslífí í dag og
það eru skattamir.
Tekjuskattur dregur úr fyrir-
tækjum að vilja sýna hagnað, sem
ætti að vera þeirra aðalmetnaðar-
mál. Hár söluskattur, á sama tíma
og tekjuskatti er haldið uppi, er til
þess eins, að renna stoðum undir
svarta hagkerfið svokallaða, svo að
það fái blómstrað sem aldrei fyrr.
Skattlagning sem verður skattpfn-
ing hvetur til þess að leitað er und-
ankomuleiða.
Það er á stefnuskrá okkar sjálf-
stæðismanna að leggja niður tekju-
skatt í áföngum og er vonandi, að
sem fyrst skapist þær aðstæður að
hægt verði að koma því atriði í
framkvæmd, sem og svo mörgum
öðmm góðum málum, sem bíða
betri tíma.
Neysluskattur, hvort sem hann
heitir söluskattur eða virðisauka-
skattur, sem lagður er á allar vömr
og þjónustu, ætti að skila sér betur
en tekjuskattur sem einungis er
lagður á uppgefnar tekjur.
Sá vandi sem við höfum nú við
að glíma er ekkert nýr af nálinni.
Þetta er uppsafnaður vandi margra
ára og margra stjóma. En ekki
leggjum við árar í bát. Ástandið
núna er m.a. hægt að skrifa á erf-
itt stjómarsamstarf. Því er mikil-
vægara nú en oft áður að standa
við bakið á og hvetja okkar menn
til að standa fyrir sínu, stjóma með
vilja og festu á ábyrgan hátt.
Við gemm okkur öll grein fyrir
því, að við verðum að beijast ef
SjáJfstæðisflokkurinn á áfram að
verða stærsti flokkurinn. Það ger-
um við best með því að vera trú
stefnu flokksins.
„Nei, ég bjóst alls ekki við þessu,“
sagði Sólveig Þórarinsdóttir í
samtali við Morgunblaðið í gær,
aðspurð um hvort hún hefði gert
sér góðar vonir um að verða
valin til að fara til New York til
að taka þar þátt í Heimshlaupinu
'88. Hún er annar fulltrúi
íslenskra ungmenna sem taka
þátt í Heimshlaupinu í New York.
Hinn fulltrúinn, Karl Guðmunds-
son, tók i sama streng og sagðist
ekki hafa búist við að vcrða val-
inn. I gær var kunngert hvaða
ungmenni fara fyrir íslands
hönd. Það var hópur 80 ungl-
inga, 14 ára að aldri, sem valið
var úr. í fyrstu umferð voru 20
þeirra valdir og úr þeim hópi
kaus dómnefnd þau Sólveigu og
Karl.
Sólveig sagðist hafa frétt af því
fyrir helgina að hún hefði verið
valin í þennan hóp. „En ég bjóst
alls ekki við að vera valin til að
fara," sagði hún. „Mér líst bara vel
á þetta, held að ferðin verði
skemmtileg," sagði Sólveig og
kvaðst engu kvíða. Sólveig er Akur-
eyringur og elst í fímm systkina
hópi.
Karl Guðmundsson er Hafnfirð-
ingur og elstur þriggja systkina.
„Nei, nei, ég hafði enga hugmynd
um þetta fyrr en núna. Þetta kem-
ur mér alveg á óvart," sagði Karl.
Hann hefur áður komið til Banda-
ríkjanna og sagði að sér litist mjög
vel á þetta ferðalag.
Þau Karl og Sólveig iðka bæði
íþróttir og samkvæmt úrskurði
dómnefndar eru þau valin verðugir
fulltrúar íslendinga þar sem þau
koma vel fyrir, eru vel að sér og
vel máli farin, auk þess sem þau
ástunda heilbrigt lífemi.
Heimshlaupið '88 fer fram um
allan heim samtímis og verður sjón-
varpað beint frá því um víða ver-
öld. Alls er reiknað með að sjón-
varpssendingar nái til um 500 millj-
óna manna. Hér á landi verður einn-
ig hlaupið og verður tvisvar sinnum-'T
sjónvarpað frá því í beinni útsend-
ingu. Skipt verður á milli einstakra
landa í útsendingunni.
í New York hefst hlaupið við
byggingu Sameinuðu þjóðanna og
verða ungmennin íslensku við þá
athöfn. Farastjóri íslensku ung-
mennanna verður Hólmfríður
Karlsdóttir og munu þau leggja af
stað þann 10. september og fara
til London. Þar sameinast þau hópi
evrópskra ungmenna og munu
halda hópinn með þeim. Heim koma
þau síðan aftur þann 14. september.
Heimshlaupið ’88 er skipulagt
af samtökunum Sport Aid í sam-
vinnu við Bamahjálp Sameinuðu
þjóðanna. Hér á landi er hlaupið <
skipulagt í samvinnu við Rauða
kross íslands.
lefnaviðskiptum
Spá um eftirspurn eftir hrááli
á Vesturlöndum fram til ársins 1992
Milljónir tonna
16
SPECTOR
1987 88
Igplgg&fo--
89 90 91 92
Heimild; EAA
EAA = European Aluminium Association
Spector/Bird/RSI = Markaðsspáfyrirtæki
leiijörð úr Gove-námunni í Ástr- Álbirgðir í heiminum eru nú
alíu og fær hráál í skiptum. minni en nokkru sinni á undan-
;t
fömum tíu árum. Alheimsverð er
því hátt. Theodór M. Tschopp,
framkvæmdastjóri álsviðs, sagði
að álframleiðsluhorfur fyrir næstu
ár lægju fyrir í grófum dráttum
en óvíst væri hvemig nýting, eða
eftirspum, myndi þróast. Hann
spáði að hún mundi dragast saman
á næstu tveimur árum en aukast
aftur innan fárra ára. Álbirgðir
muni því aukast og spennan á
markaðnum slakna þangað til eft-
irspum eykst að nýju. Tschopp
telur að álverð muni ekki hrapa
þótt eftirspumin minnki af því að
alheimsbirgðir verða eftir sem áð-
ur fremur litlar.
Einn þáttur í endurreisnar-
stefnu Alusuisse, eftir að fyrirtæk-
ið sigldi í strand, var að draga úr
hráefnisvinnslu en auka mikilvægi
úrvinnslu á álsviði. Hlutur hráefti-
anna er nú 30% á móti iðnaðarvör-
um, 40%, og pakkningum, 30%.
Forráðamenn voru spurðir hvort
þessi ákvörðun hefði verið rétt í
ljósi þess hversu hráefnaviðskiptin
ganga vel. Þeir töldu að svo hefði
verið, minntu á að álverð er mjög
sveiflukennt og sögðu að fyrirtæk-
ið hefði losað sig við álverksmiðjur
sém voru óhóflega dýrar í rekstri.
Tschopp benti á í þessu sambandi
að Alusuisse væri þátttakandi í
hagkvæmnisathugun flögurra ál-
Eftirspurn og framleiðsla hrááls
á Vesturlöndum
í þúsundum
tonna
Eftirspurn
Framleiðsla
Nýting
framleiðslu
Framleiðslunýting mun væntanlega
dragast saman eftir tvö ár og birgðir
þar af leiðandi aukast. Spennan á
markaðnum mun minnka án þess þó
að verðhrun verði samkvæmt spádómi
Theodors M. Tschopps.
fynrtækja á íslandi og sagðist arinnar í samtali við Morgunblað-
vera bjartsýnn á útkomu könnun- ið.