Morgunblaðið - 02.09.1988, Qupperneq 28
<»
28
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 2. SEPTEMBEfi 1.988
Steinsteypa:
Sama verð, misjafn afsláttur
Morgunblaðið/Rúnar Þór
Akureyrarkirkja var þétt setin við skólasetninguna enda metaðsókn
að Verkmenntaskólanum í ár og nemendur nú 1.051 talsins.
Vegna fréttar á Akureyrarsíðu
laugardaginn 27. ágúst þar sem
haft er eftir Aðalgeiri Finnssyni
að steypuverð hafi verið mun
hærra á Akureyri en í Reykjavík
vill Hólmsteinn Hólmsteinsson,
framkvæmdastjóri Malar og sands
hf. á Akureyri, að það komi fram
að steypuverð samkvæmt verðlist-
um er það sama hjá Möl og sandi
hf. og BM-Vallá í Reykjavík og
hefur verið í mörg ár.
„Stærri verktakar á Akureyri geta
hinsvegar fengið allt að 20% stað-
greiðslu- og viðskiptaafslátt. Vitað
er að aðilar í Reykjavík geta fengið
eitthvað- hærri afslátt, allt að 30%,
en þess ber að geta að í Reykjavík
er markaðurinn mun stærri, um 20
sinnum stærri. Þar er því hægt að
beita mun meiri hagræðingu og þar
er unnið nær óslitið við steypuvinnu
allan ársins hring. Á Akureyri er lítið
sem ekkert steypt í fjóra til fimm
mánuði að vetrinum.
Færanlegar hrærivélar, sem talað
er um í greininni,.geta átt rétt á sér
í vissum tilvikum, en með því að
skipta við steypustöðvar, sem hafa
reynslu í gerð steinsteypu, og hafa
eftirlit með sinni framleiðslu er minni
hætta á því að steypan standist ekki
þær kröfur sem upp eru settar. Ný-
legt dæmi um þess háttar steypu-
galla er brú í Hörgárdal sem steypt
er úr umræddri færanlegri hrærivél,
þar sem steypan er nær ónýt og
brúin jafnvel þar með,“ segir í at-
hugasemd framkvæmdastjóra Malar
og sands hf.
Istess hf.:
Vantar geymslu
BRÝN þörf er á uppbyggingu lag-
erhúsnæðis fyrir fóðurverksmiðju
fyrirtækisins ístess hf. sem er
staðsett í Krossanesi. Þar er hluti
birgðanna geymdur auk þess sem
verksmiðjan er með leiguhúsnæði
Verkmenntaskólinn á Ak-
iireyri settur í fimmta sinn
Fimmta starfsár Verkmennta-
skólans á Akureyri hófst í gær
þegar Baldvin Bjarnason skóla-
meistari setti skólann við hátíð-
lega athöfn í Akureyrarkirkju.
Kennsla hefst á mánudag. Fjöldi
nemenda hefur aldrei verið meiri
en nú og hefur þurft að gripa
þess ráðs að vísa nemendum
frá námi vegna þrengsla. í dag-
skóla er fjöldi nemenda 921, sem
skiptist þannig að 84 eru á heil-
brigðissviði, 47 á hússljórnar-
sviði, 94 á uppeldissviði, 53 á
íþróttabraut, 43 í fornámi, 346 á
tæknisviði og 254 á viðskipta-
sviði. í öldungadeild er fjöldi
nemenda 130 sem er svipað og
verið hefur. Innritaðir nemendur
eru því samtals 1.051.
Á síðasta vori var kannað hvort
áhugi væri fyrir því meðal sjúkra-
liða með eldra próf að bæta við
þekkingu sína með því að sækja
skóla með þriðja bekk sjúkraliða.
Áhuginn reyndist mikill því 58 sóttu
fcum og nú í haust hefja átján starf-
andi sjúkraliðar með eldra próf nám
við skólann. Kennslan fer einungis
fram á fimmtudögum þannig að
röskun fyrir þær heilbrigðisstofnan-
ir, sem sjúkraliðamir vinna hjá, er
í lágmarki. Mynduð verður bekkjar-
'asMíií
HOTEL KEA
O
Hin frábæra hljómsveit
Geirmundar
Valtýssonar
leikur fyrir dansi
laugardagskvöld.
Kristján Guðmundsson
leikur fyrir matargesti.
Hótel KEA
deild þar sem sitja saman sjúkra-
liðanemar og þeir fyrmefndu. Allt
er þetta gert með góðu samkomu-
lagi við Akureyrardeild Sjúkraliða-
félags íslands og hefur Margrét
Pétursdóttir kennslustjóri heilbrigð-
issviðs skipulagt námið. Þá koma
nemendur á hársnyrtibraut aftur í
skólann eftir ársdvöl hjá meistara
og verður kennt þriðju annar náms-
efni sem jafnframt er lokaönnin hjá
nemendunum. Kórstarf verður tekið
upp við skólann í ár og hefur Jó-
hann Baldvinsson tónlistarkennari
og organisti í Glerárkirkju verið
ráðinn til starfans. Enn fremur
verður boðið upp á leiklist sem val-
grein og mun Pétur Eggerz leikari
sjá um kennslu.
Baldvin sagði að breytingar á
starfsliði skólans væru meiri nú en
áður. Bemharð Haraldssyni skóla-
meistara var veitt orlof til eins árs
vegna náms við Kaupmannahafnar-
háskóla í vetur. Ólafur Búi Gunn-
laugsson lét af starfi áfangastjóra
og tók við starfi skrifstofustjóra
Háskólans á Akureyri. Þær Ingunn
Bjömsdóttir og Ólöf Þórhallsdóttir
kennarar á hússtjómarsviði hafa
sagt störfum sínum lausum auk
þess sem Óttar Einarsson hefur
fengið ársleyfi. Fjöldi kennara í
dagskóla er 76, þar af eru 19 í
hálfu starfí eða minna.
Baldvin sagði að um þessar
mundir væri verið að steypa upp
5. áfanga VMA sem er bygging sem
tengir saman önnur hús sem áður
voru risin á Eyrarlandsholti. „Allt
er á huldu með hvenær hægt verð:
ur að fara að nota þessa byggingu
vegna óvissu í peningamálum. Það
er hinsvegar mikið tilhlökkunarefni
að fá þetta hús til afnota því það
ætti að geta orðið eins og annað
heimili nemenda þar sem þeir geta
unnið sín verkefni í friðsæld bóka-
safnsins og fengið sér hressingu á
teríunni og rabbað við skólasystkini
þegar litið er upp úr bókunum."
Skólameistari sagði að nýju fram-
haldsskólalögin breyttu litlu fyrir
Verkmenntaskólann á haustönn-
inni, en um næstu áramót tæki ríkið
alfarið við rekstri skólans sem hing-
að til hefði skipst jafnt á milli ríkis
og bæjar. Reynslan yrði að skera
úr um hvemig til tækist, en sam-
kvæmt lögunum eiga allir fram-
haldsskólar landsins að kenna eftir
sömu námská svo að auðveldara
verði að flytja sig milli skóla.
í lok setningarræðu sinnar sagði
Baldvin: „Á þeim tímum sem við
lifum nú á, er greinilegt að þögnin
á ekki upp á pallborðið hjá ungu
fólki. Ekki þarf annað en að líta inn
á staði, sem ætlaðir eru yngri kyn-
slóðinni — þar er oftar en ekki
hávaði sem er meiri en hollt þykir.
Eg held að þið farið nokkurs á mis
með því að reyna ekki að njóta
þagnarinnar þar sem hana er að
fínna. Veljið ykkur jafnvel vini, sem
gott er að þegja með. í þögninni
er líka best að hlusta eftir röddinni
í eigin bijósti sem hvetur ykkur til
góðra verka.“
á tveimur stöðum í bænum undir
vörubirgðir.
Guðmundur Stefánsson fram-
kvæmdastjóri ístess hf. sagðist ekki
búast við að ráðist yrði i framkvæmd-
ir fyrr en í fyrsta lagi á næsta ári.
Ársframleiðsla fyrirtækisins er átta
til níu þúsund tonn af fískafóðri. íst-
ess hf. er í 26% eigu Krossanesverk-
smiðjunnar, sem Akureyrarbær á,
26% eigu Kaupfélags Eyfírðinga og
48% eigu Skretting í Noregi. Meiri-
hluti framleiðslu fóðurverksmiðjunn-
ar, 70-80%, fer á markað í Noregi
og Færeyjum og hitt fer á innan-
landsmarkað. „Það sem verst er við
innanlandsmarkaðinn, er að flestallir
viðskiptaaðilar okkar í fiskeldinu búa
við mjög slæm rekstrarskilyrði og
bitnar það vissulega á okkar fyrir-
tæki. Þeir eru með rekstrarlán, sem
hrökkva ekki nærri því nóg fyrir því
sem fyrirtækjunum ber að standa
undir. Því verðum við einfaldlega að
lána þeim út í reikning. í Færeyjum
og Noregi er fískeldið komið lengra
á veg. Fyrirtækin þar hafa starfað
mun lengur og eru betur í stakk
búin til að taka skakkaföllum. Einn-
ig virðist sá almenni rekstrarvandi,
sem hér ríkir, ekki sjáanlegur hjá
Færeyingum og Norðmönnum.
Tómas Hermannsson, Bogi Pálsson og Arnar Þorsteinsson.
Morgunblaðið/Rúnar Þór
Akureyringar á alþjóð-
legu skákmóti í London
Fjórir ungir skákmenn úr Skák-
félagi Akureyrar tóku þátt í fjöl-
mennu, alþjóðlegu skákmóti i Lon-
don dagana 19. ágúst til 29. ágúst.
Tefldar voru tíu umferðir eftir
Monrad-kerfi. Alls tóku 180 skák-
menn þátt i mótinu, allt frá áhuga-
mönnum upp í stórmeistara. Akur-
SKOLAVORUR
Verslun á tveimur hæöum
Kaupvangsstræti 4
sími 26100 Akureyri
SK0LA-
REIKNIVELAR
Verslun á tveimur hæöum
Kaupvangsstræti 4
sími 26100 Akureyri BOKVAX.
RITVÉLAR
Kaupvangsstræti 4
sími 26100 Akureyri
eyringamir, sem þátt tóku i
keppninni, eru Jón Garðar Viðars-
son, Tómas Hermannsson, Amar
Þorsteinsson og Bogi Pálsson.
Sigurvegari á mótinu var 16 ára
undrabam frá Englandi, Adams að
nafni. Hann hlaut níu vinninga. Þeg-
ar fjórum fyrstu skákunum var lokið
stóð hann aðeins uppi með tvo vinn-
inga, en síðan tók að birta til hjá
honum og hann vann allar aðrar
skákir. Amar og Jón Garðar fengu
sex vinninga hvor og var Jón Garðar
aðeins einum vinningi frá því að
hljóta alþjóðlegan áfanga. Bogi hlaut
fimm og hálfan vinning og Tómas
fímm vinninga.
Þeir Tómas, Amar og Bogi vom
allir í Menntaskólanum á Akureyri í
fyrra og sameiginlega tefldu þeir
fyrir hönd MA ásamt Magnúsi Pálma
frá Bolungarvík 5 íslandsmeistara-
keppni framhaldsskóla I skák. Sveit
MÁ varð íslandsmeistari. Fyrir dyr-
um stendur Norðurlandamót í skák
sem haldið verður á Akureyri í lok
september. „Mótið í London var eins-
konar undirbúningur fyrir sveita-
keppnina í því móti, en auk þess að
mynda sveit saman, keppum við sem
einstaklingar. Magnús Pálmi fór þó
ekki með okkur út, en hann keppti
á alþjóðlega skákmótinu á VestQörð-
um um daginn sem Helgi Ólafsson
sigraði í,“ sagði Tómas í samtali við
Morgunblaðið.
Fjórmenningamir vom ánægðir
með skipulagningu mótsins. Teflt var
á Ramada-Inn-hótelinu í London og
sagði Tómas mótið hafa verið mjög
góðá æfíngu og þeir félagamir
reynslunni ríkari. „Við höfum allir
farið í keppnisferðir til Banda-
ríkjanna með unglingalandsliðinu og
í sumar fór ég með unglingalandslið-
inu til Kaupmannahafnar þar sem
Norðurlandaþjóðimar tefldu saman,"
sagði Tómas.