Morgunblaðið - 02.09.1988, Side 36
36
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 2. SEPTEMBER 1988
fclk í
fréttum
Kirk Douglas:
Douglas gefur út metsölubók
Kirk Douglas, leikarinn þekkti
sem af sumum hefur verið
nefndur „elskulegi ruddinn" er 71
árs að aldri. Hann hefur nú gefið
út ævisögu sína, „The Ragman’s
son“ og hefur hún fengið mjög
góða dóma. Hann segir þar meðal
annars frá uppvexti sínum, en hann
kom úr efnalítilli gyðingafjölskyldu.
Kirk, sem hét þá Issur Danielo-
vitch, átti erfiða æsku og hlutskipti
hans sem gyðings fól í sér barsmíð-
ar og aðra niðurlægingu. Samband
hans við föður hans var erfitt í
gegn um árin og var ýmislegt óupp-
gert þeirra í milli. í bókinni tekur
hann fyrir samskipti þeirra, sem
voru næsta lítil, svo og samskipti
sín við fjóra syni hans, og telur
hann sjálfur það vera mikilvægustu
kaflana í bók sinni. Meðal sona
hans er leikarinn Michael Douglas,
óskarsverðlaunahafi í tvígang.
í bókinni gagnrýnir hann margar
nafntogaðar persónur, meðal ann-
ars Joan Crawford, Stanley
Kubrick, Barbara Stanwyck og
fleiri. Douglas er sjálfur ánægður
með bók sína, en það sem einkenn-
ir hana öðru fremur er mikill reiði-
tónn. Reiði sem fylgt hefur honum
frá þrautagöngu æskunnar og sem
leikarinn horfðist í augu við meðan
hann sat við skriftir.
Alþjóðleg danskeppni var haldin i Blackpool í Englandi nú á dögun-
um. Alls tóku 300 pör þátt í keppninni og frá íslandi var þátttaka í
níu keppnisatriðum.Þar af kepptu nemendur frá Nýja Dansskólanum
í átta atriðum. íslensku dansararnir þóttu standa sig jafnvel og þeir
erlendu og fengu Ingvar Þór Geirsson og Heiðrún Níelsdóttir góða
dóma í „Dance News“ sem gefið er út í Englandi. Á myndinni má
sjá þau Ingvar og Heiðrúnu á dansgólfinu.
Emmy-verðlaunin voru afhent í Pasadena í Bandarikjunum þann 28. ágúst síðastliðinn, og héldu
verðlaunahafar þakkarræður samkvæmt venju. John Larroquette, til vinstri á myndinni, fékk verð-
laun fynr bestan leik í aðalhlutverki í kvikmyndinni „Night Court“ og Larry Drake fyrir aðal-
hlutverk í myndinni „L. A. Law“
Estelle Getty fékk verðlaun fyrir aðalhlutverk í myndinni
„The Golden Girls“.
Patricia Wettig hlaut verðlaunin fyrir aðalhlutverk
i kvikmyndinni „Thirtysomething".