Morgunblaðið - 03.09.1988, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 03.09.1988, Qupperneq 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. SEPTEMBER 1988 Fjárlagafrumvarpið: Ný stefna í starfs- mannahaldi ríkisins Fjármálaráðherra mun væntanlega kynna nýja stefnumótun í starfsmannahaldi ríkisins þegar fjárlög verða lögð fram. Þar mun verða gert ráð fyrir mjög hertu eftirliti með matmaráðningum og auknu sjálfstæði og ábyrgð stofnana, að sögn Bjarna Sigtryggs- sonar, upplýsingafulltrúa fjármálaráðuneytisins. í skýrslu Rfkis- endurskoðunar er lagt til að launaskrifstofa fjármálaráðuneytisins auki til muna eftirlit með fjölgun starfa og aukningu yfirvinnu hjá ráðuneytum og ríkisstofnunum. í skýrslunni kemur fram að útreikninga að ræða og ekki gott launakostnaður ríkisins umfram heimildir Qárlaga hafí aukist um 200 milliónir króna á fyrri hluta ársins. „Igildum stöðugilda" hefur fjölgað sem svarar 725 stöðugild- um frá sama tímabili 1987. í þess- ari aukningu eru 230 ný stöðu- gildi, en aukagreiðslur og yfír- vinna eru sem svarar 415 stöðu- gildum meiri en 1987. Fjármála- ráðuneytið taldi aukningu á auka- greiðslum og yfírvinnu (sem heitir „magnaukning starfa" I skýrslu Ríkisendurskoðunar) nema 205 stöðugildum, en að sögn Bjama Sigtryggssonar er um mjög flókna að sjá í fljótu bragði af hveiju þessi munur stafar. Mesta hlutfallslega aukningin á launagreiðslum er hjá félagsmála- ráðuneytinu, um 14%, og hjá land- búnaðarráðuneytinu, um 12,4%. Tölulega séð er aukningin mest hjá menntamálaráðuneytinu, um 241 „ígildi stöðugilda", eða 4,5%, og hjá heilbrigðis- og trygginga- málaráðuneytinu, sem svarar 211 stöðugildum, 6,8%. Þessi tvö ráðu- neyti greiða nær 60% af launa- kostnaði ríkisins. Sjá bls. 22. Fiskmarkaðurinn: Metverð í Hafnarfirði METVERÐ fékkst fyrir þorsk og ýsu á fiskmarkaðinum i Hafnar- Ferðaskrifstofa ríkisins: Starfsmenn kaupa2/ 3 hluta ÞRÍR fulltrúar Ferðaskrifstofu rfldsins og Matthías Á. Mathiesen samgönguráðherra, undirrituðu f gær samning um kaup starfs- manna ferðaskrifstofunnar á 2/s hlutum f fyrirtækinu. Kjartan Lárusson, Tryggvi Guð- mundsson og Hrafnhildur Pálsdóttir voru fulltrúar starfsmannanna. Hinir nýju hiuthafar greiða alls 14 milljónir króna auk yfírtöku á skuldum við ríkið að upphæð 7,4 milljónir. fírði f gær. Þá voru seld þar 995 kg af ýsu fyrir 92,83 króna meðal- verð og 7,826 tonn af þorski fyrir 59,01 krónu meðalverð. Hæsta boð f ýsuna var 110 krónur fyrír kfló- grammið og það átti fisksali sem selur ýsu á innanlandsmar kaði. Hæsta boð f ýsu á markaðinum þar til f gær var 104 krónur f jan- úar síðastliðnum. „Hátt verð á fískmörkuðunum núna stafar af litlu framboði á fiski að undanfömu vegna gæftaleysis,“ sagði Einar Sveinsson, fram- kvæmdastjóri fiskmarkaðarins f Hafnarfirði, í samtali við Moigun- blaðið. „Þetta sýnir að verðið á mörk- uðunum fer eftir framboði og eftir- spum þrátt fyrir verðstöðvún. Menn em með ákveðnar skuldbindingar gagnvart sínum viðskiptavinum og til að geta staðiö við þær neyðast þeir til að bjóða n\jög hátt verð fyrir fískinn til að fá hann,“ sagði Einar Sveinsson. Morgunblaðiö/Ólafur H. Ólafsson Aðalsteinn Pétursson (t.v.) og Lúðvfk Halldórsson með tíu laxa sem þeir veiddu f Þrengslunum f Laxá f Kjós f gærmorgun, þar á meðal lax nr. 3.559, laxinn sem sló íslandsmetið. Laxá í Kjós: íslandsmetið slegið TUTTUGU og fímm laxar veiddust í Laxá í Kjós f gærmorgun og höfðu þá veiðst 3.577 l»x»r f ánni á þessu sumri. Er það nýtt og glæsilegt íslandsmet. Gamla metið var 3.558 laxar, en Þverá/- Kjarrá gaf þann afla sumaríð 1979. Var það met sem margur ætiaði að yrði seint ef nokkru sinni slegið. Það voru þeir félagar Lúðvík Laxá og fíesta daga er það svæði Halldórsson og Aðalsteinn Péturs- son sem veiddu laxinn sem sló metið, 5 punda físk, í Þrengslun- um á efsta svæðinu. Alls veiddu þeir 15 laxa á þeim slóðum f gærmorgun og 24 laxa á tveimur dögum. Hópurinn veiddi alls 75 laxa. Stórkostlegar laxagöngur hafa verið í Laxá í sumar og hefur vakið mesta athygli hversu langt fram eftir öllu sumri nýjar göngur hafa verið að skila sér. Enn er dagviss veiði á neðsta svæðinu í líflegast, en það er einsdæmi þeg- ar svo langt er liðið á sumar. Mikill lax er einnig upp um alla á og er viðbúið að nýja íslands- metið verði enn bætt, því veitt er til 9. september og veiði góð. Góð laxveiði hefúr verið vfðast hvar á landinu í sumar, með fáein- um undantekningum þó og sums staðar á Vestur- og Suðvestur- landi hefur verið frábær veiði. Til dæmis f Elliðaánum og Leirvogsá, Grfmsá, Laxá í Leirársveit, Haukadalsá og víðar. Forseti ASÍ: Sendir for- sætisráðherra fyrirspumir ÁSMUNDUR Stefánsson forsetí Alþýðusambands íslands hefur sent Þorsteini Pálssyni forsætís- ráðherra bréf með spuraingum varðandi væntanlegar efnahags- ráðstafanir ríkisstjóraarinnar. Forsætisráðherra segist eiga von á að þær verði ræddar á væntan- legum fundi forystumanna ASÍ og ráðherra. Þorsteinn sagði að sumar spurn- inganna væru þess eðlis að ekki væri hægt að svara þeim á þessari stundu, en hann sagðist aðspurður ekki eiga von á því að það tefði fram- gang viðræðnanna þó að svör lægju ekki fyrir. Fyrsti fíindur formanna landssambanda ASÍ og formanna stjómarflokkanna á að fara fram á mánudaginn klukkan 9.30. HelIaT Kjötvinnsla Jónasar Þórs hf. gjaldþrota KJÖT- og matvælavinnsla Jónas- ar Þórs á Hellu hefur veríð tekin til gjaldþrotaskipta. Starfsmönn- um fyrirtækisins var sagt upp með sfmskeyti 1. september, með samningahmwlniun uppsagnar- frestí. Kjöt- og matvælavinnsla Jónasar Þórs hf. hefur verið starfrækt í rúmt ár á Hellu. Starfsmenn vom 12, þar af 10 verkamenn frá Hellu. Þeir em flestir með viku uppsagnar- frest. Brynjólfur Kjartansson hrl. hefúr verið skipaður bústjóri til bráðabirgða. — Sig. Jóns. Fiskvinnslan á Seyðis- fírði kaupir Norðursíld Seyðisfirði. Fiskverkunarf yrirtækið Fiskvinnslan hf., stærsta fyrír- tækið á Seyðisfirði, sem rekið Komið með bátinn tíl Sandgerðis í gærkvöldi. Jón Pétur II: Morgunblaðið/Bjöm Blöndal Fannst á reki - dreginn til hafnar Keflavik. FLUGMENN i vél Landhelgis- gæslunnar komu f gær auga á Jón Pétur II, bátinn sem brann á hafi útí að kvöldi fimmtudagsins. Var báturinn á reki um 28 sjómílur NNV af Garðskaga. Báturínn var mikið brunninn en hafði ekki fyllst af sjó. Landhelgisgæslan hafði samband við Sandgerðing GK 268, sem var skammt undan. Tók hann Jón Pétur II í tog og kom með hann til Sandgerðis um klukkan 19 f gærkvöldi. „Ég var staddur um 4 sjómflur frá bátnum þegar Landhelgisgæslan hafði samband við mig og óskaði þess að ég tæki bátinn í tog til Sand- gerðis,“ sagði. Kristinn Pálmason skipstjóri á Sandgerðingi, en hann var á leið í land vegna smávægilegr- ar bilunar í tækjabúnaði. Var Sand- gerðingur kominn að Jóni Pétri II um hálftíma síðar og gekk vel að koma taug í bátinn. Er komið var að innsiglingunni í Sandgerðishöfn, urðu skipveijar að bíða í um hálfan klukkutíma eftir flóði. Rannsóknarlögreglan í Keflavík, Kristján Guðmundsson starfsmaður Sjóslysanefndar og Siguijón Hann- esson starfsmaður Siglingamála- stoftiunar voru við komu bátsins. Sögðu þeir að rannsókn á honum yrði látin bíða morguns, en þá verð- ur hann tekinn á land. - B.B. hefur frystihús og saltfiskverk- un, hefur keypt Norðursfld hf., sem einnig hefur rekið frysti- hús og saltfískverkun auk síldarsöltunar. Gengið verður frá kaupsamningnum nú um mánaðamótin og verður hann miðaður við 1. júli sl., uppgjör eftir fyrstu 6 mánuði ársins. Fyrirtækin verða áfram rekin hvort um sig sem sjálfstæð fyr- irtæki en undir sameiginlegri yfirstjórn. Adolf Guðmundsson fram- kvæmdastjóri Piskvinnslunnar hf. sagði í samtali við Morgunblaðið að aðdragandinn að kaupunum væri búinn að vera nokkuð lang- ur. Byijað hefði verið að ræða þau á síðasta ári. í upphafi þessa árs hefði svo verið farið að vinna að þessu og síðan gert tilboð í hluta- bréf Norðursfldar hf. og málið væri nú komið á lokastig. Hann sagði að ekki væri búið að taka endanlega ákvörðun um hvort og hvenær fyrirtækin yrðu sameinuð og þvl yrðu þau rekin fyrst um sinn áfram sem sjálfstæð fyrirtæki en undir sameiginlegri yfírstjóm. „Það verður byijað að vinna að heildarendurskoðun og framtíðar- skipulagningu beggja fyrirtækj- anna nú strax í þessum mánuði og þegar því verður lokið verður tekin ákvörðun um hvemig rekstr- arfyrirkomulaginu verður háttað. Það er ljóst að með þessu verður hægt að ná betri nýtingu á hrá- efríi og mannafla. Öll vinnsla verð- ur hagkvæmari og breiddin í fram- leiðslunni verður meiri hjá okkur með tilkomu sfldarsöltunarinnar. Auk þess verður yfírbygging minni og öll stjómun ódýrari," sagði Adolf Guðmundsson. — Garðar Rúnar Aðalfundur Stéttar- sambandsins: Fellt að af- skrifa 2501 af dilkakjöti Akureyri. Frá Halli Þorsteinssyni, blaða- manni Morgfunblaðsins. BIRGÐIR af kindakjöti munu nú vera um 2.700 tonn í landinu, en þar af eru um 500 tonn utan verðábyrgðar. Á aðalfundi Stéttarsambandsins kom fram tillaga þar sem einn liður kvað á um að bændur afskrifuðu 250 tonn af birgðum dilkakjöts gegn því að ríkissjóður tæki þátt í samsvarandi afskrift birgða og yrðu þessar birgðir afhentar fóðurstöðvum loðdýraræktar- innar. Var þessi liður tillögunn- ar feUdur. Flutningsmaður tillögunnar var Halldór Gunnarsson i Holti og í framsögu með henni sagði hann að bændur yrðu að færa einhveijar fómir, þar sem að hans áliti hafí ríkisvaldið staðið við sitt í búvöru- samningnum. í tillögunni eins og hún var endanlega samþykkt segir meðal annars að aðalfundur Stétt- arsambands bænda 1988 telji einn mesta vanda sauðfjárframleiðsl- unnar vera þá birgðastöðu, sem nú er í upphafi sláturtíðar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.