Morgunblaðið - 03.09.1988, Blaðsíða 5
i ?.\tOMraí3'W?*i .‘SKiurav.Uífeo'v:
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. SEPTEMBER 1988
¥
5
/
Halldór Blöndal:
Ha.lla.lans fjár-
lög án þess að
þyngja skatta
Á FUNDI ríkisstjórnarinnar í
gærmorgnn voru drög fjármála-
ráðherra að fjárlögum næsta árs
til umræðu. Að loknum fundinum
hélt þingflokkur Sjálfstæðis-
flokksins fund um málið. Halldór
Blöndal formaður þingflokksins
í forföllum Ólafs G. Einarssonar
segir að það sé meginmarkmið
flokksins að fjárlög verði halla-
laus án þess að þyngja skatta.
„Þingflokkurinn var á einu máli
um þetta markmið. Við búum nú
við þær aðstæður, í framhaldi af
bráðabirgðalögunum í lok síðasta
mánaðar, að ekki eru efni til að
þyngja skattbyrði almennings,"
segir Halldór.
Fyrir liggur að Jón Baldvin
Hannibalsson fjármálaráðherra
hyggst skera niður útgjöld ríkisins
að verulegu leyti í næstu fjárlögum.
Aðspurður hvaða tillögur fjármála-
ráðherra hafí og um hve stórar töl-
ur sé að ræða segir Halldór að ekki
sé nóg að setja fram tölur, einnig
verði að sjást hvað liggi á bak við
þær. Fjármálaráðherra hafi enn
ekki útfært hugmyndir sínar nánar
og fyrr en svo verði sé ekki hægt
að tjá sig um þær.
Aðspurður um þær yfirlýsingar
Jóns Baldvins að hann sé með
pólitískt sprengiefni í höndunum
hvað niðurskurðinn varðar, segir
Halldór: „Það hefur stundum komið
fyrir að þeir sem eru með sprengi-
efni sjái það springa í höndunum á
sjálfum sér.“
Fiskmarkaðir:
Mun meira magn
selt í ágúst en í júlí
MUN MEIRA magn var selt af
þorski og ýsu á fiskmörkuðum
hérlendis í ágúst sl. en í júlí sl.
í ágúst voru seld þar 2.510 tonn
af þorski, eða 683 tonnum meira
en í júlí, og 425 tonn af ýsu, eða
126 tonnum meira en i júli.
Á Faxamarkaði í Reykjavík voru
seld 1.006 tonn af þorski í ágúst
fýrir 39,08 króna meðalverð en 553
tonn í júlí fyrir 38,77 króna meðal-
verð. I ágúst voru seld þar 156
tonn af ýsu fyrir 60,43 króna með-
alverð en 114 tonn í júlí fyrir 47,21
króriu meðalverð.
Á fískmarkaðinum í Hafnarfirði
voru seld 802 tonn af þorski í ágúst
fyrir 38,51 krónu meðalverð en 574
tonn í júlí fyrir 40,20 króna meðal-
verð. Þar voru seld 125 tonn af ýsu
í ágúst fyrir 50,07 króna meðalverð
og 73 tonn í júlí fyrir 54,62 króna
meðalverð.
Á Fiskmarkaði Suðumesja voru
seld 654 tonn af þorski í ágúst fyr-
ir 41,43 króna meðalverð en 671
tonn í júlí fyrir 41,05 króna meðal-
verð. I ágúst voru seld þar 120
tonn af ýsu fyrir 52,51 krónu með-
alverð en 104 tonn í júlí fyrir 53,22
króna meðalverð.
Á Fiskmarkaði Vestmannaeyja
voru seld í ágúst 48 tonn af þorski
fyrir 43,33 króna meðalverð en 29
tonn í júlí fyrir 45,33 króna meðal-
verð. Þar voru seld 24 tonn af ýsu
í ágúst fyrir 41,06 króna meðalverð
og 8 tonn í júlí fyrir 46,47 króna
meðalverð.
Lög um verð-
stöðvun koma
ekkí inn á
fiskmarkaði
- segir fram-
kvæmdastj óri Fisk-
markaðarins hf. í
Hafnarfirði
„ÉG GET ekki séð að lög um
verðstöðvun komi inn á fisk-
markaði, því þeir selja ekki beint
til neytenda og um þá gilda ekki
lög um Verðlagsráð," sagði Ein-
ar Sveinsson, framkvæmdastjóri
Fiskmarkaðarins hf. í Hafnar-
firði, í samtali við Morgunblaðið.
„Ég sé því ekki annað en haldið
verði áfram að bjóða upp á fisk-
mörkuðunum, því þrátt fyrir verð-
stöðvunina hýtur verðið á mörkuð-
unum að ráðast af framboði og eft-
irspum eins og verið hefur,“ sagði
Einar.
Fangelsisstofnun
tekur til starfa
um næstu áramót
F AN GELSISSTOFNUN mun
taka til starfa um næstu ára-
mót. Samkvæmt Iögum, sem þá
taka gildi, verður hlutverk
hennar meðal annars að sjá um
daglegan rekstur fangelsa og
málefni um 70 starfsmanna
þeirra, afplánun refsidóma,
skilorðseftirlit og ýmsa félags-
lega þjónustu við fanga. Ætlun-
in er að auka þá þjónustu frá
því sem nú er.
Að sögn Þorsteins Jónssonar
deildarstjóra hjá dómsmálaráðu-
neytinu er einnig ráðgert að innan
stofnunarinnar verði teknar
ákvarðanir um reynslulausn
fanga.
Staða forstjóra fangelsisstofn-
unar hefur verið auglýst laus til
umsóknar og skal sá vera löglærð-
ur. Þorsteinn Jónsson sagði að
ekki væri ljóst hve margir starfs-
menn stofnunarinnar yrðu. Þó er
ljóst að starfsemi Skilorðseftirlits-
ins mun leggjast niður í núverandi
mynd og starfsmenn þess heyra
undir Fangelsissstofnun. Fangels-
isstofnun verður væntanlega til
húsa að Laugavegi 105 í
Reykjavík.
Enn eru laus sœti í nokkrar sérferðir Úrvals í haust!
ftalía
Langar þig að skoða Róm og Sorrento? En heimsækja Kaprí,
Vesúvíus eða Pompei með íslenskum fararstjóra? Ítalíuferð með Úrvali
er í senn sólar-, skoðunar- og slökunarferð.
Aukaferð 7. september, tvö sœti laus.
Vínuppskera
Samfelld uppskeruhátíð í vínyrkjuþorpum í dölum Mósel og
Rínar. Friðrik G. Friðriksson er fararstjóri. Fyrst og fremst ótrúleg stemn-
ing og úrvals skemmtiferð.
Brottför 21. september.
Til Majorku á Lukkuhjólsverði!
Septemberferð til Majorku er sannkallaður sumarauki. Þá eru
mestu hitarnir yfirstaðnir og meðalhitinn 24°C. Og á Úrvalsstaðnum
Sa Coma á austurströnd eyjunnar er ein besta baðströnd Majorku og
allt sem þarf til að fríið heppnist vel.
Lukkuhjól Úrvals er sniðið að þörfum þeirra sem leggja meira
upp úr sól og strandlífi en minna upp úr gistiaðstöðu og þjónustu. í
Lukkuhjólsferðum velurþú ekki gististað, en fœrð að vita um hann með
minnst 7 daga fyrirvara. Við bjóðum aðeins mjög góða gististaði, svo
áhœttan er engin!
3 vikur: Verð frá 35.900,- kr. miðað við gistingu í tveggja manna
herbergi. 8000,- kr. barnaafsláttur.
BrottförlO. september.
Thailand
Við skoðum Thailand undir öruggri fararstjórn Jóhannesar
Reykdal, byrjum í Bangkok og höldum síðan norður í land, til Chiang
Mai og Chiang Rai.
í ferðalok dveljum við í viku á hinni stórkostlegu Pattaya
baðströnd.
Brottför 25. október, örfá sœti laus.
Nú gildir að taka ákvörðun strax!
FERÐASKRIFSTOFAN
- fólk sem kann sitt fag!
Pósthússtrœti 13 - Sími 26900.