Morgunblaðið - 03.09.1988, Síða 12

Morgunblaðið - 03.09.1988, Síða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. SEPTEMBER 1988 Norrænt þnár Myndlist Bragi Ásgeirsson Að frumkvæði Norræna hússins og í samvinnu við félagið íslenzk grafík hefur verið efnt til grafíksýn- ingar, er hefur hlotið nafnið „Nor- rænt þríár" (Nordisk grafíktrien- nal). Ráðgert er, að á þriggja ára fresti gisti kjallarasali hússins grafík-sýning, þar sem tekið er til meðferðar ákveðið þema og allar Norðurlandaþjóðimar taki þátt í. Að þessu sinni hefur verið geng- ið út frá manninum sem myndefni — en maðurinn er alltaf að skjóta upp kollinum í myndlist (merkilegt nokk) endumýjaður og ferskur. Réttara væri þó að orða það þann- ig, að maðurinn sem viðfangsefni verði tízkufyrirbrigði dagsins um stund. Á þessari öld hefur maðurinn ekki alltaf átt upp á pallborðið hjá framúrstefnulistamönnum, og mál- verkið var nær gengið fyrir ættem- isstapa, ef svo má að orði komast, en í báðum tilvikum vom hlutimir endurreistir og blómstraðu líkt og aldrei áður. Hugmynd Norræna hússins er ágæt, en ekki er ég al- veg viss um, að allir myndlistar- menn vilji gangast undir slíkar þema-sýningar og sumir hafa jafn- vel ofnæmi fyrir þeim. En stundum verður manni hugs- að til þess, hvort sú goðsögulega ímynd, sem tengd er endurkomu mannsins í málverkinu, sé ekki ein- ungis klisja — titringur í radd- böndum fræðinga án innra sam- hengis. Víst er, að margur málar- inn, sem notar alþjóðleg tákn í myndir sínar, hefur litla hugmynd um merkingu þeirra, ef þá nokkra. Hér gildir fyrst og fremst að vera með, og fyrir flesta er það nóg. Hins vegar er ég nokkuð viss um, að málarar klassíska tímabilsins hafi verið sér vel meðvitandi um hinn sögulega bakgrann myndefna sinna. En það er þó alltaf stað- reynd, að það era ekki endilega trúræknustu málararnir, er gera bestu trúarlegu verkin. Og sumir meistaramir vora eig- inlega ekki trúarlega sinnaðir i venjulegri merkingu, en þeir gjör- þekktu þó söguna. Saga mannsins er lengri en svo, að hann hafi verið fundinn upp af þýskum og ítölskum nýbylgjumáluram uppúr 1980, og ef grannt er skoðað, er ég viss um, að hægt sé að finna ágæta mynd- listarmenn, er notuðu hann einnig stíft í myndir sínar á þessum tíma, jafnvel þannig að hefja vinnubrögð- in upp í hæstu hæðir núlista. Hins vegar er það ágæt hugmynd, að bjóða Mimmo Paladino sem gesti á þessa sýningu, því að hann er góður fulltrúi hinnar svonefndu nýbylgju í myndlist og myndir hans eru athyglisverðasta framlag sýn- ingarinnar ásamt römmum og dul- úðugum myndum Norðmannsins Yngve Næsheim. Myndir Næsheim Mimmo Paladino: Úr myndaröð- inni Atlantico. era þó meir í ætt við myndheim Palle Nielsen éða Poul Cristiansen en nýbylgjuna þrátt fyrir yfirstærð- ir þeirra. Kannski kemur svo Vignir Jó- hannsson næst með sína sérstöku útgáfu á villta málverkinu, en ein- þrykk hans bera því miður meiri svip af pastelmyndum en grafík, hvemig sem á því stendur og virka dálítið framandi á sýningunni. Annað á sýningunni virkar frekar hefðbundið en að vera í ætt við endurreisn fígúrannar, en það skal sist lastað, þó það skilji ekki mikið eftir sig. Ég vil vekja athygli á því, hve vinnubrögð Mimmo Paladino era grafísk í tréristumyndunum nr. 10, 11, 12, 13 og 16, en slík vinnu- brögð og tjákraft höfum við naum- ast séð áður hér uppi á íslandi í verkum samtíðarlistamanns. Hér kemur fram rík tilfinning fyrir efniviðnum og hinum grafísku eiginleikum tréþrykksins og langar mig til að vísa til ummæla þrykkj- ara hans, Giorgio Upiglo, fyrir það hve sláandi lærdómsrík þau era. „Upphaflegt þrykk er listaverk, sem hvorki er fyrirfram úthugsað af hálfu listamannsins, þrykkjarans né útgefandans: Það vex fram af sjálfu sér úr undarlegri blöndu af athöfn, reynslu og því óvænta. Upphaflegt þrykk er einstætt verk í sinni röð, afurð af starfi lista- manns og þiykkjara sem vinna saman á vissum stað, vissri stund. ... „Paladino er ekki hræddur við að ganga of langt í tilraunum eða að gera mistök eða jafnvel að leggja undir á móti þeirri tilviljun sem getur skotið upp kollinum í þrykk- ingu. Það er þessi opni hugur og hugvit sem gerir starf mitt sem þrykkjara áhugavert." ... „Að þessu leyti er Paladino fágætur listamaður en náttúralegir hæfileikar hans og „fingraskyn" við að kanna og ná tökum á tækni- vanda og listrænum leiðum greina hann frá aragrúa annarra lista- manna sem í raun gera annars flokks þrykk og eftirprent." Hér er hreyft við kjamanum og mættu íslenzkir grafík-listamenn líta sér nær — jafnframt er þetta eins langt frá skipulögðum athöfnum og beinni þema-vinnu og hugsast get- ur, jafnvel þótt gengið sé út frá einu meginviðfangsefni... Yngve Næsheim: Skilaboðin. BJÖRGVIN Pálsson opnar sýn- ingu á verkum sínum í MUanó 4. september næstkomandi. Á sýningunni verða 20 myndir gerðar með svokaUaðri Gum- bichromat-aðferð. Sýningin verður haldin á veit- ingahúsinu Cremeria Leom við Via Pisani og er Iiður í samskiptum listamanna þjóðanna sem Friðrik Á. Brekkan hefur haft forgöngu um undanfarin ár. Eigandi Cremer- ia Leom heitir Giovanni Leombianc- hi og hefur margsinnis dvalist hér- lendis við málun og laxveiðar. Veit- ingastaðinn prýðir fjöldi mynda frá íslandi. Björgvin Pálsson. Björgvin sýuir í Mílaiui Líf á landsbyggðinni eftir Jóhönnu Á. Steingrímsdóttur Ég hefi tekið mér tíma í dag til að slæpast eins og sagt er. , Ég labbaði út í móana og ég nennti ekki einu sinni að tína ber þó að nóg sé af þeim svo til á hverri þúfu eftir að komið er út fyrir túnfótinn. Ég er löt í dag og ætla bara að njóta þess að horfa f kring um mig:, horfa á fannir í ijöllum, ský á himni og lífið í kring um mig. Flóra viligróðursins er fjöl- breytt og fögur, við rætur gróður- ins er er lff á og í hverri þúfu, mikil umferð og annríki þeirra sem Jifa af gæðum landsins og láta sig engu skipta gengi gjald- miðla, þorskafla, niðurrif bænda- stéttarinnar, hvalveiðar, deiluna um Kolbeinsey, heimsókn Þor- steins til Reagans, laxveiðar Steingrfms, eða sæti í fégjöfuium stólum með mjúkum sessum sem taka við rassþunga ofalinna emb- ættismanna. Þessir íbúar landsins lifa samt ekki stefnulaust, nei, þeir búa sér í hag með ýmsu móti og hin erils- ama önn fyllir flestar stundir til- vera þeirra. Ánamaðkur gægist upp úr grassverðinum, en hverfur sam- stundis, maríuhæna, járnsmiðir, tólffótungar, grasmaðkar, brekkusniglar, maurar og köngu- lær eiga annríkt, flugur og fíðrildi þeytast um og mús hefur safnað stórum haug af berjum og mið- lingum fyrir framan holu sína. Fuglar tfna f ákafa ber og fræ og æfa flug, brátt kemur sá tfmi að ferðin yfír hafið verður að he§- ast og þá er framskilyrði að vera vel á sig kominn bæði hvað verð- ar næringu og þjálfun, enda er ekki slegið slöku við. Ég hefi hægt um mig til að ragla ekki samfélag úthagans, ég sest og horfi niður í lygívaxna þúfu, könguló baksar áfram með bagga á baki, bagga sem er meira en hálf stærð hennar, hún bröltir f lynginu og virðist fylgja fastri stefhu sem hún hvikar ekki frá. Úr sterkum spunaþræði hefur hún gert poka handa afkvæmum sínum og fest við bak sitt. Ég minnist þess að mæður mannanna bama bera böm sfn í poka á baki. Köngulær lifa og dafna vel, ekki þurfa þær danskar kökur eða vatn í pappaumbúðum sem búið er að blanda í örlitlu af gömlum appelsínusafa og rotvamarefni. Ibúar úthagans láta ekki blekkj- ast af neinu því sem ekki er hollt og háttúrlegt fæði. Köngulóin leggur net sfn fyrir flugumar eins og snjall fískimað- ur leggur net sín í sjávardjúpið í von um afla. Ef maður skoðar lffsmáta dýr- anna verður manni gjamt að leiða hugann að því hvað maðurinn sé kominn.langt frá upprana sínum og eðli. Maðurinn lætur glepjast af svo mörgu, hann er ginningarfífl aug- lýsinga og áróðurs, ginningarfífl kapphiaups um bætt iífskjör, meiri laun sem verða þó minni og minni með hverri hækkun, sann- kallað glópagull. „Maðurinn lætur glepjast af svo mörgu, hann er ginningarfífl auglýsinga og áróð- urs, ginningarfífl kapphlaups um bætt lífskjör, meiri laun sem verða þó minni og minni með hverri hækkun, sannkallað glópagull.“ Köngulóin er horfin með bömin sín. Hunangsfluga hamast við að safna hunangi, flýgur blóm af blómi og stingur rananum í blóm- krónumar. Spói vellur og lóa kvakar, það er kominn klökkvi í rödd hennar, hrossagaukurinn er hættur að láta hvína í fjöðram sínum, hann skýst á milli þúfna í skomingunum og hefur hljótt um sig eins og það setji að honum kvíða vegna vænt- anlegrar langferðar yfír hafdjúp- in. Stór hópur af gæsum skeliir sér niður í móana og þær byija um- svifalaust að sópa upp í sig beij- um, breið nef þeirra era eins og bestu beijatínur, ein gæsin lítur þó ekki við æti heldur stendur bísperrt uppi á þúfu, teygir háls- inn og fylgist með umhverfinu, eftir nokkra stund tekur ein gæs- in sig út úr hópnum og skiptir við hana, þetta er skipulagning og þær era vel vakandi á verðin- um, ekkert fer fram hjá þeim. Það er mál að hætta þessum slæpingshætti og halda heim, ég stend á fætur, gæsin sem stendur vörð rekur upp aðvörunargarg og hópurinn hefur sig til flugs með miklum vængjaslætti, allur er varinn góður, þær hafa slæma reynslu af mönnunum. Svona getum við héma á lands- byggðinni dottið í vangaveltur sem engan tilgang hafa, en þó lifa stundir eins og þessi lengi í minni þess sem nýtur. Þegar vetur leggst að með snjó og skammdegismyrkri, tekur hug- urinn á rás og leitar til minninga sumarsins. Höfundur býríÁmesi ÍAðaldal.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.