Morgunblaðið - 03.09.1988, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 03.09.1988, Qupperneq 15
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. SEPTEMBER 1988 15 Veiðum hvali eftir Grím Karlsson Maðurinn getur ekki lifað utan við lífkeðju láðs og lagar. Þótt það sé mismunandi áberandi milli manna og þjóða jafnast það út með verkaskiptingu og viðskiptum. Tilvera okkar Islendinga byggist á nýtingu gífurlegra hafsvæða inn- an fiskveiðilögsögu þessa lands. Bestu nýtingu ogjafnvægi reyn- um við að ná með því að veiða sitt lítið af hvetju, og má þá alls ekki undanskilja flökkufiska, seli og hvali sem háma í sig ársforðann á okkar miðum og okkar kostnað sumarlangt. Ef við ætlum að hætta veiðum tiltekinna tegunda þá hefur það miklu meiri áhrif, og alvarlegri, en í fljótu bragði sýnist. Tökum selinn sem dæmi og sleppum hringorma- málinu. Ef við hættum að veiða selinn mun hrognkelsaveiði dragast saman og verða að litlu sem engu, einnig mun fiskgengd í ár og vötn stórlega minnka, og hafbeit mun fara á sömu leið. Annað dæmi er, að hér áður var algengt að bátar færu á stórlúðuveiðar á djúpslóð að lokinni vetrarvertíð. Þessar veið- ar hafa lagst af vegna þess að há- hymingar éta lúðuna á króknum og það er aðeins hausinn sem næst upp. Enda hefur ekkert að ráði verið veitt eða drepið af háhymingi síðan um miðjan sjötta áratuginn þegar leitað var til vamarliðsins vegna ágengni háhyminga við síldveiðibáta hér suðvestanlands. Við erum hætt að veiða hrefnu, þótt óhemjumikið sé af hrefnum, og nú fjölgar henni stjómlaust. Hrefnan er mikið á gmnnslóð smá- báta. Hún er ákafiega frek til mat- arins þegar samkeppni um fæðuna eykst. Hvað þurftarfrekustu dýrin, stór- hvelin, varðar og ef við hættum að veiða þau, þurfum við ekki að hafa áhyggjur af sölu fiskafurða í Bandaríkjunum eða annarstaðar, því fiskaflinn mun óbeint eða beint fara í að fæða risana. Stjómlaus offjölgun skíðishval- anna hefur þau áhrif, að klak okkar helstu nytjafiska og fæða mun mis- farast í stórauknum mæli. Markús Örn Antonsson útvarpsstjóri ásamt feðgunum Helga Hjör- var, sem afhjúpaði myndina af afa sínum, og Úlfi Hjörvar rithöfundi. Ríkisútvarpinu af hent málverk af Helga Hjörvar ÞESS var minnst við athöfn í Útvarpshúsinu laugardaginn 20. ágúst að þann dag voru 100 ár iiðin frá fæðingu Helga Hjörvar, fyrsta formanns útvarpsráðs og skrifstofustjóra þess í tæpa þrjá áratugi. Erfingjar Helga Hjörvar afhentu Ríkisútvarpinu að gjöf málverk af Helga, sem Sigurður Sigurðsson listmálari hefur málað. Markús Öm Antonsson útvarps- stjóri, Úlfur Hjörvar rithöfundur og Andrés Björnsson fýrrverandi út- varpsstjóri fluttu ávörp við athöfn- ina en aðrir viðstaddir voru ættingj- ar og afkomendur Helga Hjörvar, stjómendur Ríkisútvarpsins og samstarfsmenn Helga hjá stofnun- inni. Biðraðir hjá LÍÚ: Leggjum ekki í að draga um söluleyfi - segir Kristján Ragnarsson fram- kvæmdasijóri „VIÐ LEGGJUM ekki í að draga um leyfi til sölu á karfa og ufsa í Þýskalandi og höfum ekki fund- ið betra ráð en að veita þeim leyfin sem koma hingað fyrstir í biðröðina eftir þeim,“ sagði Kristján Ragnarsson, fram- kvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna, í samtali við Morgunblaðið. LÍÚ veitir á fimmtudögum þrem- ur skipum leyfí tii sölu á óunnum karfa og ufsa í Vestur-Þýskalandi fimm vikum síðar. Sá sem beið lengst eftir úthlutun leyfanna í gær mætti á skrifstofur LÍÚ klukkan 8.30 á miðvikudagsmorgun og nokkrir fulltrúar skipaeigenda biðu fyrir utan skrifstofumar í fyrrinótt. LÍÚ veitti Hólmanesi SU, Birtingi NK og Stálvfk SI söluleyfið. Grímur Karlsson „Við erumnú þegar komin út á stórhættu- lega braut með því að veiða ekki meira af hval en nú er gert, og mun það strax komá fram í því hvað klak mun mis- farast nú þegar.“ Við erum nú þegar komin út á stórhættulega braut með því að veiða ekki meira af hval en nú er gert, og mun það strax koma fram í því hvað klak mun misfarast nú þegar. Við Islendingar eigum ekki nema eina ieið, og hún er að veiða og nýta það sem okkar hafsvæði býður upp á, eins og reynsla okkar og þekking leyfír. Ef við ætlum að hætta veiðum, einhverra tegunda um lengri eða skemmri tíma, til dæmis hvala, þá er okkur nauðugur einn kostur, og hann er, að ofveiða freklega teg- undina fyrst allt annað hefur í för með sér ófyrirsjáanlega röskun á lífríki fiskimiðanna sem verður á kostnað okkar íslendinga. Útilokað er að fara að tilmælum Bandaríkjamanna og Grænfrið- unga, og hætta hvalveiðum. Það jafngildir því að við hættum að hugsa um nýtingu og skynsam- lega varðveisiu fiskimiðanna, sem við þó undirgengumst við útfærslu landhelginnar. Ef við íslendingar stöndum okkur ekki í þessu máii er það þegar frá- gengið í landhelgissamningunum, að aðrir taka við. Höfundur er skipstjórí i Njarðvík. ELDHÚSIN QKKAR VEKJA ATHYGLI KOMDU OG SKODADU INNRÉTTINGARNAR OKKAR UM HELGINA Einmitt núna er tækifæri til að eignast ódýra og fallega innréttingu. Við bjóðum fallegar og vandaðar eldhús- innréttingar í öllum verðflokkum, baðinn- réttingar, fataskápa, útihurðir, svalahurðir, innihurðir, arna o.m.fl. Komdu og kynntu þér úrvalið og kjörin hjá okkur. Veitum allar nánari upplýsingar. OPIÐ: Laugardag kl. 10-17 Sunnudag kl. 14-17 TILBOÐSVERÐ A FATASKÁPUM ÚR HVÍTU PLASTI BÚÐIN ÁRMÚLA 17a BYGGINGAÞJÓNUSTA SÍMAR 84585-84461

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.