Morgunblaðið - 03.09.1988, Side 22

Morgunblaðið - 03.09.1988, Side 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. SEPTEMBER 1988 Morgunblaðið/KGA Verðlaunahafarnir Kristján Skúlason verslunarstjóri, Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson og Anna Pálína Sigurðardóttir ásamt Peter Mathiasen frá Jyske bryggerier sem afhenti þeim verðlaunin. Tæplega 3 þúsund tillögur í keppni um slagorð fyrir bjór Ó. Johnson og Kaaber efndu til slagorðasamkeppni í sumar fyrir léttan Royal bjór. Aldeilis makalaus mjöður varð hlutskarpast í þeirri keppni, en höfundar þess eru hjónin Anna Pálína Árnadótt- ir og Aðalsteinn Asberg Sigurðsson. Þau hlutu að launum viku dvöl á lúxushóteli í Kaupmannahöfn. Einnig var Kristjáni Skúla- syni, verslunarstjóra hjá SS í Austurveri, veitt verðlaun fyrir mestu sölu á bjórnum i júlímánuði og hæstu aukningu milli mán- aða. góður, umbúðimar eru fallegar og okkur fannst hann eiga skilið gott slagorð," sagði Aðalsteinn Ásberg, annar vinningshafínn. Anna Pálína sagði að þau gætu ekki notað vinningin strax. Það yrði að bíða þar til bamið þeirra væri ferðafært, en það er aðeins 3 vikna. Að sögn Guðmundar Daníels- sonar sölustjóra tókust báðar keppnimar með ágætum og bár- ust hátt í 3000 tillögur um slag- orð. Fjórir menn frá Ó. Johnson og Kaaber, umboðsaðlium bjórs- ins hér á landi, og framleiðanda hans, Jyske bryggerier í Dan- mörku, völdu úr nokkur slagorð og síðan það besta af þeim. Þá var farið aftur í gegnum allar til- lögumar til að fá fullvissu um að þar ieyndist ekki neitt annað alveg eins slagorð, sagði Guðmundur. Slagorðið verður notað í auglýs- ingar á bjómum. „Við sendum inn tillögu um slagorð af því Royal bjórinn er Keppnin milli kaupmannanna var miðuð við sölu til verslana í júlí og ágústmánuði. Keppt var um hvar væri mesta salan og hæsta söluaukningin milli tveggja mánaða. Sláturfélag Suðurlands, Austurveri varð hlutskarpast og tók Kristján Skúlason, verslunar- stjóri, við vinningnum. Verðstöðvunin: - Verðlagsráð: Hámarksverð sett á kjúklinga og egg VERÐLAGSRÁÐ ákvað á fundi í gær að setja hámarksverð á kjúkl- inga og egg. Einnig var ákveðið að uppboðsmarkaðir eins og græn- metismarkaður séu ekki háðir verðstöðvun, en hins vegar er útsölu- verð vörunnar sem þar er keypt bundið af verðstöðvunarlögunum. Eins og fram hefur komið í fréttum hafði orðið nær 60% verðhækkun á eggjum frá því í aprílbyijun fram í miðjan ágústmánuð síðastlið- inn. Verðlagsstofnun átti viðræður við fulltrúa framleiðenda í fram- haldi af kæru frá Neytendasamtökunum. Var framleiðendum gefinn frestur fram til loka þessarar viku til að endurskoða verðlagningu sína. Hámarksverð er úrræði verðlagsráðs þegar tUmæli um lækkun duga ekki. Samkvæmt ákvörðun verðlagsr- áðs er hámarksverð á eggjum nú kr. 298 hvert kíló í smásölu. Hám- arksverð á kjúklingum er nú kr. 376 hvert kíló í heildsölu og smásöluá- lagning að hámarki eins og hún var í upphafí verðstöðvunartímans, þ.e. um miðjan ágúst síðastliðinn. Þetta er sama verð og var al- mennt fyrir miðjan ágústmánuð, áður en síðasta hækkun frá fram- leiðendum kom til framkvæmda. Um miðjan ágúst hækkuðu þeir egg um 14,4% og kjúklinga um 6%. Þær hækkanir ganga nú til baka. Fram- leiðendur höfðu ekki sinnt eindregn- um tilmælum Verðlagsstofnunar um að lækka þessar vörur, þ.e. taka til baka þessar síðustu hækkanir. Verðlagsráð fjallaði einnig um grænmetisverð í gær og var sú ákvörðun tekin að verðið skuli vera það sama í smásölu, þ.e. út úr búð, og það var um miðjan ágúst. Græn- metismarkaðurinn getur þó starfað óháð þessu, þar sem verðstöðvunin gildir ekki um uppboðsmarkaði. Það er þá algjörlega undir kaupendum og seljendum komið hvort markað- urinn starfar í verðstöðvun, en ljóst er að kaupmenn mega ekki hækka grænmetið í verði þótt þeir kaupi það dýrara en áður á markaði. Sama á við um fiskmarkaði, verðsveiflur þar hafa ekki áhrif á hámarksverð út úr búð. „Markaðurinn starfar, menn aðlaga sín innkaup kannski með hliðsjón af því verði sem þeir heimila markaðnum," sagði Georg Ólafsson verðlagsstjóri í gær. Verðlagsstofnun: Hækkun náms- bóka ólögleg Forlögin telja sig í rétti Verðlagsstofnun telur að verð- hækkun á námsbókum samrýmist ekki verðstöðvunarákvæðum bráðabirgðalaganna. í frétt Morg- unblaðsins á miðvikudaginn kem- ur fram að hækkunin sé yfirleitt um 30% frá siðasta ári. Forsvars- menn forlaganna segja hins veg- ar, að þær hækkanir, sem orðið hafi á námsbókum, hafi komið til fyrir þann tima sem verðstöðvun- arákvæðið nær til. Dæmi eru þó til um að verðhækkanir hafi verið ákveðnar i júlí, en bækumar kom- ið út seinna, á þvi tímabili sem verðstöðvunin nær til. Hækkanir dregnar til baka Reykjavíkurborg hefur dregið fyrirhugaða hækkun á gjöldum barna vegna gæsluvalla til baka að ósk Verðlagsstofnunar. Gjald- ið átti að hækka úr 30 krónum í 50 fyrir hvern dag. Oliufélögin hyggjast draga til baka hækkun á ýmsum oliuvörum, svo sem frostlegi, og hefur lækkunin þeg- ar komið til framkvæmda hjá Oliufélaginu hf., að þvi að Morg- unblaðinu var tjáð hjá Verðlags- stofnun. Verðlagsstofnun hefur sent frá sér fréttatilkynningar vegna fram- kvæmdar verðstöðvunarinnar þar sem segin „Af gefnu tilefni skal tekið fram að verðstöðvun á um- ræddu tímabili gildir fyrir hvers konar gjöld fyrir skóla og nám- skeið. Bannað er að hækka slík gjöld frá því verði sem síðast var í gildi vegna samskonar námskeiða og skólahalds. Þegar nýjar vörur koma í versl- anir frá heildsölum eða framleið- endum er bannað að selja þær á hærra verði en því verði sem síðast var á sömu vörutegundum áður en verðstöðvunin gekk í gildi.“ Hjá Verðlagsstofnun fengust þær upplýsingar að þeim sem hefðu ákveðið skólagjöld sín fyrir 15. ágúst, svo sem Verslunarskólanum, væri heimilt að hækka skólagjöld, en öðrum ekki. Mikið hefði verið um fyrirspumir um þetta atriði, en enn hefði engin formleg beiðni um undanþágu borist stofnuninni. Sérstakir verðgæslusímar, þar sem tekið er við fyrirspumum og ábendingum, hafa hringt stanslaust frá því að þeir vom settir upp. Þrír nýir starfsmenn hófu störf hjá Verðlagsstofnun í gær og fímm í fyrradag. í flestum tilvikum þar sem verðgæslumenn þurfa að hafa afskipti af meintum óleyfilegum hækkunum er um mistök að ræða, sem síðan em leiðrétt, en þó kemur það fyrir að um vísvitandi brot er að ræða, að sögn starfsmanna. Katrín Amadóttir hjá Almenna bókafélaginu sagðist telja, að þótt endumnnar bækur, sem em að koma í búðimar þessa dagana, hækki í verði, þá stangist það ekki á við verð- stöðvunarákvæðin, þar sem verðið hafí verið ákveðið fyrir þann tíma sem þau ná til. Þær upplýsingar fengust hjá ísa- foldarprentsmiðju, að engar náms- bækur hefðu komið út á þeirra veg- um á þeim tíma sem verðstöðvunin nær til. Ámi Einarsson hjá Máli og menn- ingu sagði, að hækkanir hjá þeim hefðu komið til löngu áður en verð- stöðvunin tók gildi. Þá væm 36% þeirra bóka, sem þeir gæfu út, að koma út í fyrsta sinn núna, þannig að ekki væri um hækkanir að ræða. Skýrsla Ríkisendurskoðunar: Fjölgun stöðugilda hjá ráðuneytum Hér á eftir er gerð grein fyrir helstu frávikum vegna fjölgun- ar igilda stöðugilda hjá einstökum ráðuneytum samkvæmt samn- tekt Rikisendurskoðunar. Heildaraukningin svarar tíl 725 stöðu- gilda, en inni i þeirri tölu eru bæði nýjar stöður og aukagreiðsl- ur og yfirvinna. Ný stöðugildi eru 230, en fjárlög heimiluðu aukn- ingu um 330. Áhrif verkfalla eru metin á 80 stöðugildi og það sem kallað er „magnaukning starfa“ í skýrslu rikisendurskoðun- ar svarar til 415 stöðugilda á milli ára, en þar mun vera átt við aukagreiðslur og yfirvinnu: Æðsta stjóm ríkisins: Fjölgun ígilda stöðugilda hjá æðstu stjóm ríkisins er 22 eða hækkun um 10%. Fjölgun hjá Ríkisendurskoðun nam um 8 stöðugildum frá árinu 1987. Meg- inskýring á fjölgun starfa hjá stofnuninni er vegna þess að í upphafi árs 1987 vom ekki nýttar stöðuheimildir er námu 10 en um þau áramót tóku ný lög um Ríkis- endurskoðun gildi. Því samfara áttu sér stað vemlegar skipulags- breytingar hjá stofnuninni. Fjölg- un stöðugilda hjá ríkisstjóm er 4,1 sem tengjast ríkisstjómar- skiptum á sl. ári. Hjá Alþingi hefur aukning numið 9,0 stöðu- gildum sem skiptast að jöfnu milli biðlauna alþingismanna og aukn- ingar á yfirvinnu. Menntamálaráðuneytið Ejölgun ígilda stöðugilda hjá menntamálaráðuneytinu er 4,5% eða 241 stöðugildi. Fjölgun vegna mánaðarlauna em 203 stöðugildi en vegna yfírvinnu 31 stöðugildi. Ekki verður séð að aukning á stöðugildum hjá menntamála- ráðuneytinu í heild sé bundin við neina eina stofnun sérstaklega. Utauríkisráðuneytið Fjölgun ígilda stöðugilda hjá utanríkisráðuneytinu er 15 stöðu- gildi eða hækkun um 8,5%. Hjá aðalskrifstofu ráðuneytisins hefur Qölgun numið 6 stöðugildum sem að meginhluta skiptast vegna til- flutnings verkefna frá viðskipta- ráðuneytinu á svið utanríkisversl- unar. Þá hafa komið til ígildi 8 stöðugilda hjá Lögregluskólanum á Keflavíkurflugvelli. Landbúnaðarráðuneytið Fjölgun fgilda stöðugilda hjá landbúnaðarráðuneytinu em 38 stöðugildi eða hækkun um 12,4%. Fjölgun stöðugilda dreifíst á margar stofnanir sem tilheyra ráðuneytinu, þar á meðal hjá Rannsóknastofnun landbúnaðar- ins, 7 stöðugildi, Skógrækt ríkis- ins, Garðyrkjuskóla ríkisins og Bændaskólanum á Hvanneyri, eða um 13 stöðugildi. Sjávarútvegsráðuneytíð Fækkun hjá sjávarútvegsráðu- neytinu um 15 stöðugildi eða 4,6%. Meginskýringin á fækkun stöðugilda er vegna skipulags- breytinga hjá Ríkismati sjávaraf- urða. Félagsmálaráðuneytið Fjölgun ígilda stöðugilda hjá félagsmálaráðuneytinu er 76 stöðugildi eða hækkun um 14%. Meginskýring á aukningu stöðu- gilda tengist málefnum fatlaðra, þar af vegna starfsemi í Reykjavík um 20 stöðugildi. Heilbrigðis- og tryg-ging-a- málaráðuneytíð Fjölgun ígilda stöðugilda hjá heilbrigðis- og tryggingamála- ráðuneytinu er 211 stöðugildi eða hækkun um 6,8%. Hjá ríkisspítul- um hefur flölgun numið í allt 164 stöðugildum, þar af vegna auk- inna yfírvinnu er svarar til 75 stöðugilda. En aukning stöðugilda hjá ríkisspítulum svara til 3/4 hluta heildaraukningar hjá ráðuneytinu í heild. Fjármálaráðuneytið Fjölgun ígilda stöðugilda hjá Qármálaráðuneytinu nam 53 stöðugildum eða hækkun um 8,7%. Fjölgun vegna stofnana sem tengjast skattakerfínu svarar til 21 stöðugildis. Hjá aðalskrifstofu ráðuneytisins og launaskrifstofu rfkisins er ijölgun 8 stöðugilda. Samgönguráðuneytíð Fjölgun ígilda stöðugilda hjá samgönguráðuneytinu er 53 stöðugildi eða hækkun um 5,3%. Meginhluti aukningar er vegna Vegagerðar ríkisins. Iðnaðarráðuneytíð Fækkun var hjá iðnaðarráðu- neytinu um 17 ígildi stöðugilda eða um 5,3%. Fækkunin skýrist fyrst og fremst vegna fækkunar starfsmanna hjá Orkustofnun. Viðskiptaráðuneytið Fækkun hjá viðskiptaráðuneyt- inu um ígildi 4 stöðugilda er vegna tilflutnings á verkefnum frá ráðu- neytinu til utanríkisráðuneytisins.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.