Morgunblaðið - 03.09.1988, Síða 33

Morgunblaðið - 03.09.1988, Síða 33
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. SEPTEMBER 1988 33 Skemmdarverk ríkisútvarpsins á fj ölmiðlakönnun Háskólans eftir Ólaf Hauksson Ríkisútvarpið birti nýlega hlust- unarkönnun Skáíss á útvarpi, sem er svo gölluð að hún gefur ná- kvæmlega er.gar áreiðanlegar upplýsingar um útvarpshlustun. Samt hefur ríkisútvarpið kosið að auglýsa þessa könnun sem nýjan stórasannleik um skiptingu hlust- unar milli útvarpsstöðva. Ríkisútvarpið hefur meira að segja gengið svo langt að bera þessa ófullkomnu könnun saman við þá könnun sem Félagsvísinda- stofiiun Háskólans gerir reglulega fyrir útvarps og sjónvarpsstöðv- amar, og er talin mjög áreiðanleg. Þessar aðfarir ríkisútvarpsins eru hreint og klárt skemmdarverk. Þetta minnkar trú manna á slíkar kannanir almennt, og veldur óvissu hjá auglýsendum og öðmm sem nota fjölmiðlana. Ekki bætir úr skák að ríkisút- varpið kynnir þessa göiluðu könn- un aðeins nokkrum dögum áður en regluleg könnun Félagsvísinda- stofnunar á að fara fram. En hveijir em þá gallar þeirrar könnunar eða mælingar sem ríkisútvarpið lét Skáís framkvæma fyrir sig, í samanburði við könnun Félagsvísindastofnunar? Svarendur í könnun Skáíss em á milli 190 og 290 talsins hverju sinni, valið eftir handahófi úr símaskránni. Svarendur í könnun Félagsví- sindastofnunar em um 800 talsins. Ekkert er vitað hvaða fólk svar- aði spumingum í könnun Skáíss. Hver er aldur þess? Hvar á landinu býr það? í könnun Félagsvísindastofnun- ar er fundið eitt þúsund manna úrtak úr þjóðskrá, sem gefur rétta mynd af þjóðinni eftir aldri, kyni og búsetu. Niðurstöður em settar fram eftir skiptingu í aldurshópa, kyn og heimkynni. Fjölmiðlakönnun Félagsvísinda- stofiiunar hefur verið að þróast undanfarin ár, og em útvarps- og sjónvarpsstöðvar, og Samband íslenskra auglýsingastofa, aðilar að henni. Meðal þessara aðila hef- ur verið ánægja með vinnubrögð Félagsvísindastofnunar, og er könnun hennar talin gefa góða mynd af hlustun og horfun þjóðar- innar. Könnun ríkisútvarpsins og Skáíss er hins vegar ekkert annað en ónákvæmt fálm. Hún segir aðeins hvað einhver hópur sem svaraði í símann var að hlusta á í það og það skiptið. Undirritaður hefur beðið ríkisútvarpið um nánari upplýsing- ar úr könnuninni, en stofnunin hefiir ekki sinnt þeirri ósk. Á meðan §ölmiðlakönnun Fé- lagsvísindastofnunar byggir á svömm frá 800 manns, þá em svör um hlustun í könnun Skáíss byggð á allt niður í 190 manns. Mesti munur á hlustun á Stjömuna og Bylgjuna byggist til dæmis á svömm 15 hlustenda. Hér er kastað til höndunum, og ósvífíð af ríkisútvarpinu að nota þetta plagg í áróðursskyni. Frétta- menn ríkisútvarpsins hafa lapið upp tölur úr könnun eigin stofnun- ar án þess að geta vankantanna, og þeir hafa ekki hirt um að birta athugasemdir undirritaðs. Markús Öm Aotonsson útvarps- stjóri tjáði Morgunblaðinu í viðtali að ríkisútvarpið hefði ákveðið að gera þessa könnun á undan Qöl- miðlakönnun Félagsvísindastofn- unar til að fá mælingu áður en aðrar útvarpsstöðvar hæfu „aug- lýsingaskrum“ vegna þeirrar könnunar. En til að baktryggja sig hefur ríkisútvarpið auglýst rásir hljóðvarpsins í sjónvarpinu vikum saman á undan þessari könnun. Hér er komið aftan að samkeppn- isaðilum, því ekki tilkynnti ríkisút- varpið ætlun sína fyrirfram. Þess í stað stóð það eitt að sínu auglýs- ingaskmmi. Ef ríkisútvarpið hefði staðið heiðarlega að þessum málum, þá hefði það til að byrja með ekki auglýst rásir sínar í gríð og erg fyrir eigin könnun, og í öðm lagi hefði það látið gera almennilega, marktæka könnun. En þess í stað kusu stjómendur þessarar ríkis- stofiiunar undirferli og lágkúm með þvf að kaupa ódýra og algjör- lega marklausa könnun. Höfundur er útvarpsstjóri Stjörn- unnar. Ólafur Hauksson „Könnun ríkisútvarps- ins og Skáíss er hins vegur ekkert annað en ónákvæmt fálm. Hún segir aðeins hvað ein- hver hópur sem svaraði í símann var að hlusta á í það og það skiptið.“ Yfirlýsing Borgaraflokksins um efnahagsmál; Lánskjaravísitala verði afnumin Sjálfvirk tenging verðlags við vísitölur verði ekki heimil Morgunblaðinu hefur borizt eftirfarandi yfirlýsing, sem sam- þykkt var á fundi Borgaraflokks- ins þann 1. september síðastlið- inn. Þar eru aðgerðir og bráða- birgðalög ríkisstjórnarinnar átalin og bent á aðrar leiðir til lausnar vandanum. Yfirlýsingin fer hér á eftír í heild: Eftirfarandi yfirlýsing var sam- þykkt á fundi Borgaraflokksins 1. september 1988. í baráttu sinni fyrir betra þjóð- félagi leggur Borgaraflokkurinn áherzlu á heiðarlegan málflutning og bendir á raunhæfar leiðir. Þjóðfélagið hefur í tíð þessarar ríkisstjómar orðið flóknara og ómanneskjulegra en nokkm sinni fyrr, þvert ofan í fyrirheit um hið gagnstæða. Ríkisstjómin hefur frá upphafi verið sjálfri sér sundurþykk og margklofin, ekki aðeins á milli flokka heldur einnig innan flokk- anna, sem að henni standa. Fálm- kenndar eftiahagsaðgerðir á þriggja til ljögurra mánaða fresti hafa allar mnnið út f sandinn, og staða ein- staklinga, fyrirtækja og þjóðarbús- ins f heild versnar í hvert skipti, þrátt fyrir góðæri að öðm leyti til lands og sjávar. Ákvörðun ríkisstjómarinnar um verðstöðvun og nýsett bráðabirgða- lög um frestun hækkunar á launum og búvöruverði í einn mánuð, án þess að fyrir liggi samkomulag um nauðsynlegar frekari aðgerðir í efnahagsmálum, er opinber viður- kenning ríkisstjómarinnar á því, að hún ræður ekki við verkefni sitt. Stefhir í 2 milljarða halla ríkissjóðs 1988, þar sem 1,2 milljarða hækkun er vegna vanáætlaðra vaxtaút- gjalda. Henging í eigin snöm virð- ist ætla að verða hlutskipti ríkis- stjómarinnar. Borgaraflokkurinn er sammála því að leita verður allra leiða til þess að lækka verðlag í landinu og hemja verðbólguna. Það verður hins vegar ekki gert með því að færa niður laun allra launþega með vald- boði. Öllum má vera ljóst, að niður- færsla launa mun aðeins snerta takmarkaðan hóp launþega. Allar líkur benda til þess, að þessi hópur verði mun minni en Þjóðhagsstofn- un gerir ráð fyrir. Hinir tekjuhærri sleppa. Samfara niðurfærslu verð- lags mun sá hópur auka kaupmátt sinn vemlega. Þannig mun misrétt- ið milli launahópa f landinu aukast. Undir þetta getur Borgaraflokkur- inn ekki skrífað. Hins vegar er ljóst, að nú þegar verður að grípa til markvissra ráð- stafana til þess að rétta við hluta atvinnuveganna, sem ráðleysi og stefnuleysi ríkisstjómarinnar hefur komið á vonarvöl. Hætta er á, að heilu byggðarlögin leggist í eyði vegna yfirvofandi hmns atvinnufyr- irtækja og heimilin .f landinu em að verða gjaldþrota. Efnahagslegu sjálfstæði þjóðarinnar er stefnt í voða. Borgaraflokkurinn varar við Grensássókn: Nýr prest- urtekurtil starfa SÓKNARNEFND Grensáskirkju hefur ráðið séra Gylfa Jonsson í fullt starf safnaðarprests frá og með 1. september. Er það gert til að bæta þjónustuna við söfnuðinn og mun Gylfi skipu- leggja og hafa umsjón með þjón- ustustarfi fyrir aldraða auk al- mennra prestsstarfa. Gylfi pred- ikar við guðsþjónustu í Grensás- kirkju sunnudaginn 4. september kl. 11.00. Sóknamefnd Grenássafnaðar og sóknarpresturinn, séra Halldór Gröndal, hafa að undanfömu unnið að undirbúningi aukins og öflugs safnaðarstarfs að því er segir í fréttatilkynningu frá Grensássókn. Fjölgun hefur orðið í söfnuðinum á undanförnum ámm og til að mæta aukinni þörf_ fyrir þjónustu hefur séra Gylfi Jonsson verið ráðinn í fullt starf safnaðarprests. Grensássókn er 25 ára um þessar mundir og af því tilefni verður sett upp nýtt orgel í krikjunni safnaðar- ins. Stefnt er að vígslu þess við hátíðarguðsþjónustu síðar í haust. Fyrirlestur í Lögbergi Séra Gylfi Jónsson FÉLAG áhugamanna um heim- speki heldur sinn fyrsta fund veturinn 1988—89 nk. sunnudag, 4. september, kl. 14.30 i stofu 101 í Lögbergi. Fyrirlesari á þessum fyrsta fundi verður Agúst Hjörtur og nefnir hann erindi sitt „Til vamar lýðræð- inu“. í fyrirlestrinum Qallar Ágúst Hjörtur um tvær meginröksemda- færslur til réttlætingar lýðræðinu, svokölluð vamarrök annars vegar og þroskarök hins vegar. Kunnustu fulltrúar hvorrar um sig em þeir John Locke og Jean-Jacques Rouss- eau. Ágúst mun leitast við að sýna fram á galla hvors sjónarmiðs og benda á leiðir til úrlausnar. Ágúst Hjörtur lauk BA-prófi í heimspeki frá Háskóla íslands 1986 og MÁ-prófi í sömu grein frá há- skólanum í Ottawa í Kanada sl. vor. Hann stundar nú doktorsnám við sama skóla. Djass í Heita pottinum Djasstónleikar verða í Heita pottinum í Duus-húsi við Fischer- sund sunnudagskvöldið 4. sept- ember. Að þessu sinni leika þar Kjartan Valdimarsson á píanó, Tómas R. Einarsson á kontrabassa og Birgir Baldursson á trommur. Þeir félagar hafa leikið dijúgt saman á þessu ári og fóm ásamt Sigurði Flosasyni í velheppnaða tónleikaferð til Svíþjóðar í júlí sl. Nú er píanóleikarinn Kjartan Valdimarsson á fömm til náms i Berklee College of Music í Boston og verður þetta í síðasta sinn sem hann spilar í Heita pottinum fyrir utanför. Þeir félagar munu spila eigin lög og annarra. Tónleikamir hefjast kl. 21.30. (Fréttatilkynning) Heimshlaup ’88: Líka hægt að ganga HEIMSHLAUP ’88, sem gengist verður fyrir 11. september í þágu bágstaddra barna, verður með öðru sniði en títt er um götu- hlaup hérlendis. Þáttakendum gefst kostur á að skrá sig tíl göngu í stað hlaups. Farinn verður þriggja km hringur og geta menn gengið, skokkað eða hlaupið, einn, tvo eða þijá hringi. Ákveðið var að gefa kost á göngu eftir að skoðanakönnun sem RKÍ gerði meðal 200 manna sýndi að helmningur þeirra sem ekki hafa tekið þátt í lamennum hlaupum áhuga á að ganga stutta vega- lengd. Nefndu flestir 3-5 km. Þegar hafa 20 staðir á lands- byggðinni tilkynnt þátttöku í Heimshlaupi ’88, sem hefst á sama tíma í öllum þátttökulöndum, klukkan 15 hinn 11. september. Þáttakendur geta skráð sig að Rauðarárstíg 18 í síma 623170 eða 26722. þeim hugmyndum bjargræðisnefnd- ar ríkisstjómarinnar um ráðstafanir í efnahagsmálum, þar sem hags- munir hinna mörgu víkja fyrir hags- munum hinna fáu. Borgaraflokkurinn leggur til, að kjami þeirra efnahagsráðstafana, sem gera þarf nú þegar, verði eftir- farandi: 1. Matarskatturinn verði felldur niður. 2. Lánskjaravísitala verði afnum- in og vextir lagaðir að því, sem gerist í helztu viðskiptalöndum okk- ar. 3. Sjálfvirk tenging verðlags við vísitölur verði ekki heimil. 4. Gripið verði til tafarlausra aðgerða til að treysta rekstrar- gmndvöll undirstöðuatvinnuveg- anna í landinu, svo komið verði í veg fyrir atvinnubrest. í þvi sam- bandi verði peningastofnunum gert kleift að beita víðtækum skuld- breytingum vegna þess neyðar- ástands, sem nú ríkir sökum óstjómar i efnahagsmálum og stór- aukinnar skattheimtu hins opin- bera. 5. Stórátak verði gert til þess að efla íslenzkan samkeppnisiðnað og útflutning á íslenzku hugviti og tækniþekkingu, m.a. með því að tryggja þessum aðilum eðlilega samkeppnisaðstöðu. 6. Fólki verði gefinn kostur á víðtækum skuldbreytingarlánum til þess að koma í veg fyrir fjöldagjald- þrot ijölskyldna og einstaklinga. 7. Dregið verði úr ríkisútgjöldum með samræmdum aðgerðum í sam- starfí við forsvarsmenn og annað starfsfólk ríkisstofnana. 8. Skattlagningu á fyrirtæki og einstaklinga verði stillt í hóf, þann- ig að þeir hafi sem mest af sjálfs- aflafé til ráðstöfunar. 9. Samskipti hins opinbera við einstaklinga og fyrirtæki verði ein- földuð með það í huga að draga úr óþarfa afskiptum ríkisvaldsins. Traust undirstaða þjóðfélagsins byggist á sjálfstaeði einstaklinga og félaga þeirra. 10. Dregið verði úr miðstýring- unni og völd og verkefni færð til landshlutanna. Borgaraflokkurinn er þess full-' viss, að dugnaður, ráðdeild og þrautseigja islenzku þjóðarinnar muni enn sem fyrr reynast henni bezta leiðarljósið út úr þeim ógöngum, sem stefnuleysi ríkis- stjómarinnar hefur leitt hana í. Borgaraflokkurinn leggur því áherzlu á, að þessir eiginleikar þjóð- arinnar fái að njóta sín sem bezt í friði fyrir ofstjórn og ofsköttun.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.